flugfréttir

Fyrsta þotan með farþega væntanleg til St. Helena

- Þó einungis um eitt leiguflug að ræða þar sem skipið er bilað

1. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:58

Boeing 737 þota Comair á flugvellinum í St. Helena í fyrra

Von er á fyrsta þotufluginu með farþega til hinnar afskekktu eyju St. Helena í þessari viku.

Áætlunarflug til eyjunnar er þó ekki hafið til eyjunnar og er um að ræða eitt leiguflug í algjörri neyð til að koma farþegum frá eyjunni þar sem póstflutningaskipið hefur verið bilað í heilan mánuð en fjóra sólarhringa tekur að sigla þaðan til Afríku og hafa samgöngur á sjó verið eini fararmátinn til St. Helena í yfir 500 ár.

Nýi flugvöllurinn á St. Helena er að öðru leyti tilbúinn til notkunar en ekki hefur verið hægt að hefja starfsemi hans þar sem gríðarlegir sviptivindar eru í nágrenni vallarins sem er staðsettur undir háu fjalli með þverhnýpi niður í sjó austan megin.

Skipið RMS St. Helena er í viðgerð í Höfðaborg

Flugvöllurinn kostaði breska skattgreiðendur um 41 milljarð króna og er þetta einn afskekktasti flugvöllur heims.

Ár er síðan að farþegaþota lenti í fyrsta sinn á St. Helana sem var tilraunaflug til eyjunnar á vegum Comair sem flaug þangað með Boeing 737-800 þotu frá Suður-Afríku en Super King Air flugvél var fyrsta flugvélin sem lenti á eyjunni árið 2015.

Þar sem skipið hefur verið bilað í rúman mánuð þá eru 75 manns strandaglópar sem áttu bókað far með því og var því ákveðið að taka þotu á leigu sem mun fljúga í vikunni til St. Helena með 50 farþega á kostnað breska ríkisins.

Önnur skrúfa skipsins festist í framsnúningi og var skipið tekið til viðgerðar í sjókví í Höfðaborg og hefur viðgerðin gengið hægt fyrir sig.

Öflugir sviptivindar hafa komið í veg fyrir að hægt sé að taka nýja flugvöllinn í notkun

Bresk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa hafið framkvæmdir á flugvelli án þess að hafa tekið með í reikninginn veðurfarslegar aðstæður á eyjunni og án þess að hafa gert rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar með tilliti til sviptivinda.

Alls hafa 32 flugferðir verið farnar til St. Helena frá því flugvöllurinn var tilbúinn fyrir 2 árum síðan en flestir flugmenn hafa tilkynnt um mjög sterka sviptivinda í aðfluginu og hafa flestar vélarnar þurft að gera nokkrar lendingartilraunir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga