flugfréttir
Icelandair mun fljúga allan ársins hring til Vancouver

Boeing 757-200 þota Icelandair í lendingu á flugvellinum í Vancouver
Icelandair hefur ákveðið að auka við flug félagsins til Vancouver á vesturströnd Kanada en næsta vetur verður flogið til borgarinnar tvisvar í viku.
Icelandair hóf flug til Vancouver 2014 og fram að þessu hefur hlé verið gert á fluginu yfir veturinn en nú er borgin orðinn heilsársstaður í leiðakerfi Icelandair.
Borgin er sú stærsta á vesturströnd Kanada með um 2,3 milljónir íbúa. Hún er þykir afar falleg og er iðulega valin eftirsóttasta og besta borg í heimi til búsetu. „Flugið til Vancouver hefur gefið góða raun og við sjáum nú tækifæri til þess að bæta staðnum við heilsársleiðakerfið okkar”, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdasstjóri Icelandair.

Frá Vancouver
Eitt af því sem dregur fólk alls staðar að úr heiminum til borgarinnar á veturna er nálægðin við skíðastaðinn Whistler, sem var miðpunktur vetrarólympíuleikanna 2010 í Vancouver og þykir einn sá besti í heiminum.
Vancouver er tíundi staðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair flýgur til allt árið, en hinir eru Edmonton, Seattle, Denver, New York JFK, New York Newark, Toronto, Boston, Chicago og Washington. Árið 2012 var aðeins flogið til þriggja borga í Norður-Ameríku allt árið.
Áætlað er að farþegar Icelandair á yfirstandandi ári verði um rúmlega fjórar milljónir og muni fjölga um 450 þúsund frá því í fyrra.
Flug verður hafið til tveggja nýrra áfangastaða, Philadelphia og Tampa, og ferðum fjölgað til fjölmargra borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins en tvær Boeing 767 vélar bættust nýlega við flota félagsins.


6. febrúar 2018
|
Aeroflot hefur lagt inn pöntun í 50 rússneskar farþegaþotur af gerðinni Irkut MC-21 en samningurinn var undirritaður þann 1. febrúar og verða vélarnar teknar á leigu frá Rostec Corporation.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

5. mars 2018
|
Þar sem að Airbus ætlar sér að smíða færri Airbus A380 risaþotur á næstunni þá stendur framleiðandinn frammi fyrir því að fækka starfsfólki í tengslum við minni framleiðsluhraða.

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.