flugfréttir
Emirates fékk 35 þotur afhentar á seinasta fjármálaári
- Hættu með 27 þotur yfir 12 mánaða tímabil

Flugfloti Emirates á flugvellinum í Dubai
Emirates fékk 35 nýjar flugvélar í flotann sinn á fjármálaárinu 2016 til 2017 en flot félagsins samanstendur í dag einungis af risaþotunni Airbus A380 og Boeing 777 vélum.
Aldrei í sögu Emirates hefur félagið fengið afhentar eins margar þotur en á þessu tímabili afhenti Airbus nítján
risaþotur til Emirates og þá fékk félagið sextán Boeing 777-300ER þotur.
Andvirði vélanna 35 samkvæmt listaverði eru 13.4 milljarðar bandaríkjadalir sem samsvarar eitt þúsund 392 milljörðum
króna en vélarnar voru að hluta til fjármagnaðar af fjárfestum frá Suður-Kóreu, Bretlandi, Þýskalandi og Spáni.

Frá flugvellinum í Dubai
Á fjármálatímabilinu 2016 til 2017 losaði Emirates sig við 27 þotur og þar á meðal hætti félagið með Airbus A330 og
Airbus A340 vélarnar.
Floti félagsins telur í dag 259 flugvélar en félagið hefur 94 Airbus A380 þotur í flotanum, tíu Boeing 777-200LR þotur, tíu
vélar af gerðinni Boeing 777-300 og 131 þotu af gerðinni Boeing 777-300ER.
Emirates flýgur til 240 áfangastaða í heiminum en félagið notar Airbus A380 risaþotunna til 47 borga og er því 30% af leiðarkerfinu risaþotuáfangastaðir.
Emirates á enn eftir að fá 220 þotur í flotann til viðbótar en félagið
býður þess að fá 22 Boeing 777-300ER þotur og þá er von á 150 þotum
af gerðinni Boeing 777-8 og 777-9 sem er arftaki Boeing 777 vélanna.


1. apríl 2018
|
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið fimm flugfélögum aukið leyfi fyrir áætunarflugi til Kúbu.

25. mars 2018
|
Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal neyddist til þess að aflýsa einu flugi þar sem annar flugmaðurinn reyndist vera ölvaður.

28. febrúar 2018
|
Finnair ætlar sér að fjölga flugferðum til Rússlandi en félagið segir að næstum 30 prósent aukning hafi verið í eftirspurn eftir fargjöldum til landsins í fyrra.

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.