flugfréttir

Spennandi flugbúðir Keilis fara fram um miðjan júní

- Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á flugi

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

Flugbúðir Flugakademíu Keilis hefjast þann 13. júní næstkomandi

Ungu fólki mun í næsta mánuði standa til boða að kynnast öllum hliðum flugsins en þá munu flugbúðir Flugakademíu Keilis fara fram.

Á sumarnámskeiðunum hefur varið farið yfir allt það áhugaverðasta sem flugið hefur að geyma en þátttakendur fá tækifæri á að fá innsýn inn í hinu ýmsu hliðar flugsins á borð við veðurfræði, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga auk þess sem þeir munu fræðast um flugleiðsögu, flugvirkjun og margt fleira.

Flugbúðir Keilis hafa notið mikilla vinsælda sl. sumur enda af mörgu að taka en gestafyrirlesarar úr flugtengdum störfum fræða þáttakendur um störf sín, segja frá daglegu lífi sínu auk þess sem flugmenn segja frá hefðbundnum degi í lífi sínu og hvernig starfið gengur fyrir sig skýjum ofar.

Farið verður í vettvangsferðir og skoðað ýmislegt áhugavert úr fluginu sem eru flest atriði sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Þátttakendur á námskeiðunum hafa fengið að skoða staði á Keflavíkurflugvelli sem eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegir fyrir almenning

Síðastliðin sumur hafa þátttakendur m.a. fengið að skoða flugturninn á Keflavíkurflugvelli, fengið að kynnast starfi slökkviliðsmanna, heimsækja flugvirkja, skoða starfsemi IGS og skoða viðhaldsskýli Icelandair.

Næsta sumarnámskeið fer fram dagana 13 til 15. júní næstkomandi og er námskeiðið ætlað þeim sem eru 13 ára og eldri en á seinustu námskeiðum hefur þátttakan farið fram úr björtustu vonum.

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll.

Þeir sem hafa áhuga á flugi eru sérstaklega hvattir til að kynna sér flugbúðir Flugakademíu Keilis.

Hér má smella á slóð til að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Kelir Aviation Academy.  fréttir af handahófi

Kanaríeyjar vilja koma á flugi milli Íslands og Fuerteventura

24. apríl 2017

|

Ferðamálaráð Kanaríeyja hefur óskað eftir umsóknum fyrir hvatningarstyrk til áætlunarflugs á 24 nýjum flugleiðum milli Kanaríeyja og Evrópu og Ameríku en á listanum er óskað eftir umsóknum um áætluna

Nýr flugriti frá Airbus mun skjóta sér frá borði og fljóta á sjó

23. júní 2017

|

Airbus hefur kynnt tvær nýjar tegundir af flugritum sem koma meðal annars með búnaði sem skýtur þeim úr flugvél í þeim aðstæðum þar sem flugslys á sér stað sem lætur búnaðinn fljóta á vatni.

Sagt að Lion Air komi með fyrstu pöntunina í Boeing 737 MAX 10

6. júní 2017

|

Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air gæti orðið fyrsta flugfélagið til að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX 10 sem verður enn stærri útgáfa af 737 MAX vélunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Áfangastaðir Turkish Airlines orðnir 300 talsins

21. júlí 2017

|

Áfangastaðir í leiðarkerfi Turkish Airlines eru orðnir 300 talsins en flugfélagið tyrkneska flaug þann 17. júlí sitt fyrsta flug til Phuket í Tælandi sem er þrjú hundruðasti áfangastaður félagsins.

Mesta næturfrost sem mælst hefur í 33 ár í Ástralíu

21. júlí 2017

|

Sjaldan hefur hitastigið farið eins lágt á nóttunni í Canberra í Ástralíu og raunin hefur verið seinustu daga.

Kennsluflugvélin flaug á leðurblöku en ekki á dróna

21. júlí 2017

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu hefur komist að því að kennsluflugvél frá flugskóla í Adelaide flaug á leðurblöku en ekki á dróna eins og upphaflega var talið.

Risaþota Emirates og A330 þota stefndu hvor á aðra í sömu hæð

21. júlí 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates og Airbus A330 breiðþota frá Air Seychelles fóru hættulega nálægt hvor annarri úr sitthvorri áttinni í 37.000 fetum yfir Indlandshafi þann 14. júlí sl.

Cessna nauðlenti innan um bíla á hraðbraut í New York

20. júlí 2017

|

Lítil flugvél af gerðinni Cessna C206 nauðlenti í gær á hraðbraut í New York en eftirfarandi upptaka náðist úr myndavél hjá ökumanni sem ók á hraðbrautinni og varð vitni er vélin lenti fyrir framan

EasyJet flýgur fyrsta flugið undir evrópskri skráningu

20. júlí 2017

|

EasyJet flaug í dag fyrsta áætlunarflugið undir nýju austurrísku flugrekstrarleyfi sem félagið hefur fengið í hendurnar sem gerir félaginu kleift að fljúga innan Evrópu sem EasyJet Europe.

Ríkisstjórn Namibíu ætlar að hætta að styrkja Air Namibia

20. júlí 2017

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur tilkynnt ríkisflugfélaginu Air Namibia að stjórnvöld í landinu geti ekki lengur styrkt rekstur félagsins.

Rússar gefa í skyn að þeir lumi á arftaka Boeing 757

20. júlí 2017

|

Rússar gefa nú í skyn að mögulega gætu þeir verið með réttu þotuna á teikniborðinu sem þeir segja að gæti verið hin nýja meðalstór þota sem flugfélögin þurfa á að halda eftir að Boeing hætti að framle

British Airways mun fljúga til Íslands frá London City

19. júlí 2017

|

British Airways mun hefja flug til Íslands í haust frá London City flugvellinum en félagið flýgur nú þegar hingað til lands frá Heathrow-flugvellinum í London.

United gæti hætt við allar Airbus A350 þoturnar

19. júlí 2017

|

United Airlines hefur ákveðið að fresta því að taka á móti fyrstu fjórum Airbus A350 þotunum sem félagið átti að fá afhentar upphaflega á næsta ári.