flugfréttir

Spennandi flugbúðir Keilis fara fram um miðjan júní

- Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á flugi

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

Flugbúðir Flugakademíu Keilis hefjast þann 13. júní næstkomandi

Ungu fólki mun í næsta mánuði standa til boða að kynnast öllum hliðum flugsins en þá munu flugbúðir Flugakademíu Keilis fara fram.

Á sumarnámskeiðunum hefur varið farið yfir allt það áhugaverðasta sem flugið hefur að geyma en þátttakendur fá tækifæri á að fá innsýn inn í hinu ýmsu hliðar flugsins á borð við veðurfræði, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga auk þess sem þeir munu fræðast um flugleiðsögu, flugvirkjun og margt fleira.

Flugbúðir Keilis hafa notið mikilla vinsælda sl. sumur enda af mörgu að taka en gestafyrirlesarar úr flugtengdum störfum fræða þáttakendur um störf sín, segja frá daglegu lífi sínu auk þess sem flugmenn segja frá hefðbundnum degi í lífi sínu og hvernig starfið gengur fyrir sig skýjum ofar.

Farið verður í vettvangsferðir og skoðað ýmislegt áhugavert úr fluginu sem eru flest atriði sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Þátttakendur á námskeiðunum hafa fengið að skoða staði á Keflavíkurflugvelli sem eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegir fyrir almenning

Síðastliðin sumur hafa þátttakendur m.a. fengið að skoða flugturninn á Keflavíkurflugvelli, fengið að kynnast starfi slökkviliðsmanna, heimsækja flugvirkja, skoða starfsemi IGS og skoða viðhaldsskýli Icelandair.

Næsta sumarnámskeið fer fram dagana 13 til 15. júní næstkomandi og er námskeiðið ætlað þeim sem eru 13 ára og eldri en á seinustu námskeiðum hefur þátttakan farið fram úr björtustu vonum.

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll.

Þeir sem hafa áhuga á flugi eru sérstaklega hvattir til að kynna sér flugbúðir Flugakademíu Keilis.

Hér má smella á slóð til að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Kelir Aviation Academy.  fréttir af handahófi

Önnur MC-21 tilraunarþota Irkut flýgur sitt fyrsta flug

11. maí 2018

|

Önnur MC-21 tilraunarþotan frá rússneska flugvélaframleiðandanum Irkut hefur flogið sitt fyrsta flug, tæpu ári eftir að fyrsta MC-21 þotan flaug fyrsta flugið þann 28. maí í fyrra.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00