flugfréttir

Spennandi flugbúðir Keilis fara fram um miðjan júní

- Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á flugi

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

Flugbúðir Flugakademíu Keilis hefjast þann 13. júní næstkomandi

Ungu fólki mun í næsta mánuði standa til boða að kynnast öllum hliðum flugsins en þá munu flugbúðir Flugakademíu Keilis fara fram.

Á sumarnámskeiðunum hefur varið farið yfir allt það áhugaverðasta sem flugið hefur að geyma en þátttakendur fá tækifæri á að fá innsýn inn í hinu ýmsu hliðar flugsins á borð við veðurfræði, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga auk þess sem þeir munu fræðast um flugleiðsögu, flugvirkjun og margt fleira.

Flugbúðir Keilis hafa notið mikilla vinsælda sl. sumur enda af mörgu að taka en gestafyrirlesarar úr flugtengdum störfum fræða þáttakendur um störf sín, segja frá daglegu lífi sínu auk þess sem flugmenn segja frá hefðbundnum degi í lífi sínu og hvernig starfið gengur fyrir sig skýjum ofar.

Farið verður í vettvangsferðir og skoðað ýmislegt áhugavert úr fluginu sem eru flest atriði sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Þátttakendur á námskeiðunum hafa fengið að skoða staði á Keflavíkurflugvelli sem eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegir fyrir almenning

Síðastliðin sumur hafa þátttakendur m.a. fengið að skoða flugturninn á Keflavíkurflugvelli, fengið að kynnast starfi slökkviliðsmanna, heimsækja flugvirkja, skoða starfsemi IGS og skoða viðhaldsskýli Icelandair.

Næsta sumarnámskeið fer fram dagana 13 til 15. júní næstkomandi og er námskeiðið ætlað þeim sem eru 13 ára og eldri en á seinustu námskeiðum hefur þátttakan farið fram úr björtustu vonum.

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll.

Þeir sem hafa áhuga á flugi eru sérstaklega hvattir til að kynna sér flugbúðir Flugakademíu Keilis.

Hér má smella á slóð til að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Kelir Aviation Academy.  fréttir af handahófi

Flugfélag á Hawaii gjaldþrota eftir 37 ár í rekstri

12. nóvember 2017

|

Flugfélagið Island Air á Hawaii-eyjum hefur lýst yfir gjaldþroti og hætti félagið starfsemi sinni í gær og var öllum flugferðum aflýst.

Ætla að koma LTU aftur á loft

6. nóvember 2017

|

Í dag eru 10 dagar liðnir frá því að þýska flugfélagið Air Berlin hætti starfsemi sinni en fyrrverandi starfsmenn félagsins, og sérstaklega þeir sem störfuðu áður hjá LTU, eru þegar farnir að ræða um

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

19. nóvember 2017

|

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

  Nýjustu flugfréttirnar

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

Lufthansa framlengir júmbó-flugi milli Frankfurt og Berlínar

22. nóvember 2017

|

Lufthansa hefur ákveðið að framlengja júmbó-þotu flugi sínu milli Frankfurt og Tegel-flugvallarins í Berlín fram í desember vegna mikillar eftirspurnar á flugi milli þýsku borganna tveggja.

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Flugslys meðal heimasmíðaðra flugvéla nær sögulegu lágmarki

21. nóvember 2017

|

Flugslysum hefur fækkað verulega vestanhafs þar sem heimasmíðaðar flugvélar eiga í hlut en á fjórum árum hefur slysum fækkað um 47 prósent í þessum flokki.

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.

Norwegian fær leyfi fyrir 153 flugleiðum í Argentínu

20. nóvember 2017

|

Norwegian hefur fengið grænt ljós frá argentínskum flugmálayfirvöldum til að hefja starfsemi dótturfélagsins, Norwegian Air Argentina, og stenfir félagið á að hefja áætlunarflug á næsta ári í Argent

Avolon staðfestir pöntun í 75 Boeing 737 MAX þotur

20. nóvember 2017

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun í 75 eintök af Boeing 737 MAX en samkomulag um pöntunina var gert á flugsýningunni Paris Air Show í sumar.

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

19. nóvember 2017

|

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00