flugfréttir

Spennandi flugbúðir Keilis fara fram um miðjan júní

- Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á flugi

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

Flugbúðir Flugakademíu Keilis hefjast þann 13. júní næstkomandi

Ungu fólki mun í næsta mánuði standa til boða að kynnast öllum hliðum flugsins en þá munu flugbúðir Flugakademíu Keilis fara fram.

Á sumarnámskeiðunum hefur varið farið yfir allt það áhugaverðasta sem flugið hefur að geyma en þátttakendur fá tækifæri á að fá innsýn inn í hinu ýmsu hliðar flugsins á borð við veðurfræði, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga auk þess sem þeir munu fræðast um flugleiðsögu, flugvirkjun og margt fleira.

Flugbúðir Keilis hafa notið mikilla vinsælda sl. sumur enda af mörgu að taka en gestafyrirlesarar úr flugtengdum störfum fræða þáttakendur um störf sín, segja frá daglegu lífi sínu auk þess sem flugmenn segja frá hefðbundnum degi í lífi sínu og hvernig starfið gengur fyrir sig skýjum ofar.

Farið verður í vettvangsferðir og skoðað ýmislegt áhugavert úr fluginu sem eru flest atriði sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Þátttakendur á námskeiðunum hafa fengið að skoða staði á Keflavíkurflugvelli sem eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegir fyrir almenning

Síðastliðin sumur hafa þátttakendur m.a. fengið að skoða flugturninn á Keflavíkurflugvelli, fengið að kynnast starfi slökkviliðsmanna, heimsækja flugvirkja, skoða starfsemi IGS og skoða viðhaldsskýli Icelandair.

Næsta sumarnámskeið fer fram dagana 13 til 15. júní næstkomandi og er námskeiðið ætlað þeim sem eru 13 ára og eldri en á seinustu námskeiðum hefur þátttakan farið fram úr björtustu vonum.

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll.

Þeir sem hafa áhuga á flugi eru sérstaklega hvattir til að kynna sér flugbúðir Flugakademíu Keilis.

Hér má smella á slóð til að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Kelir Aviation Academy.







  fréttir af handahófi

Fyrsta flugfélag ársins 2018 til að hætta starfsemi

2. janúar 2018

|

Fyrsta flugfélag ársins 208 til að hætta starfsemi sinni verður norska flugfélagið FlyViking en félagið mun leggja árar í bát þann 12. janúar næstkomandi.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Alitalia tapar 25 milljónum króna á hverjum degi

27. nóvember 2017

|

Taprekstur ítalska flugfélagsins Alitalia í sumar og fram á haust á þessa árs nam 3.8 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00