flugfréttir

Spennandi flugbúðir Keilis fara fram um miðjan júní

- Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á flugi

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:17

Flugbúðir Flugakademíu Keilis hefjast þann 13. júní næstkomandi

Ungu fólki mun í næsta mánuði standa til boða að kynnast öllum hliðum flugsins en þá munu flugbúðir Flugakademíu Keilis fara fram.

Á sumarnámskeiðunum hefur varið farið yfir allt það áhugaverðasta sem flugið hefur að geyma en þátttakendur fá tækifæri á að fá innsýn inn í hinu ýmsu hliðar flugsins á borð við veðurfræði, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga auk þess sem þeir munu fræðast um flugleiðsögu, flugvirkjun og margt fleira.

Flugbúðir Keilis hafa notið mikilla vinsælda sl. sumur enda af mörgu að taka en gestafyrirlesarar úr flugtengdum störfum fræða þáttakendur um störf sín, segja frá daglegu lífi sínu auk þess sem flugmenn segja frá hefðbundnum degi í lífi sínu og hvernig starfið gengur fyrir sig skýjum ofar.

Farið verður í vettvangsferðir og skoðað ýmislegt áhugavert úr fluginu sem eru flest atriði sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Þátttakendur á námskeiðunum hafa fengið að skoða staði á Keflavíkurflugvelli sem eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegir fyrir almenning

Síðastliðin sumur hafa þátttakendur m.a. fengið að skoða flugturninn á Keflavíkurflugvelli, fengið að kynnast starfi slökkviliðsmanna, heimsækja flugvirkja, skoða starfsemi IGS og skoða viðhaldsskýli Icelandair.

Næsta sumarnámskeið fer fram dagana 13 til 15. júní næstkomandi og er námskeiðið ætlað þeim sem eru 13 ára og eldri en á seinustu námskeiðum hefur þátttakan farið fram úr björtustu vonum.

Kennslan fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og vettvangsferðir verða farnar um nágrenni skólans, meðal annars inn á Keflavíkurflugvöll.

Þeir sem hafa áhuga á flugi eru sérstaklega hvattir til að kynna sér flugbúðir Flugakademíu Keilis.

Hér má smella á slóð til að fá nánari upplýsingar á vefsíðu Kelir Aviation Academy.  fréttir af handahófi

Jetstar býður farþegum upp á að fljúga fyrst og borga seinna

13. september 2017

|

Ástralska flugfélagið Jetstar mun á næstunni bjóða farþegum upp á að greiða fargjaldið eftir að þeir hafa flogið með félaginu.

Ný flugstöð tekin í notkun í Iqaluit á Baffinseyju

9. ágúst 2017

|

Íbúar í Baffinseyju í Kanada fagna nýrri flugstöð sem tekin var í notkun í dag á flugvellinum í bænum Iqaluit.

SAS ætlar að blása nýju lífi í flugvöllinn í Árósum

4. september 2017

|

Nýju lífi verður blásið í rekstur flugvallarins í Árósum í kjölfar stórs samnings sem flugvöllurinn og Scandinavian Airlines (SAS) hafa gert sín á milli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri

Horizon fellir niður áfangastað vegna skorts á flugmönnum

19. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið Horizon Air hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga milli Colorado Springs og Seattle vegna skorts á flugmönnum.

Loftleiðir semja um leiguverkefni á Samóaeyjum

19. september 2017

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur gert samning um leigu á einni Boeing 737-800 þotu til Polynesean Airlines á Samóaeyjum frá og með nóvember í vetur.

50 nýir flugvellir í Kína fyrir fraktflug fyrir 2020

19. september 2017

|

Kínverjar hafa ekki verið þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur er kemur að framkvæmdum.

United hættir með júmbó-þotuna í næsta mánuði

19. september 2017

|

United Airlines mun fljúga síðasta áætlunarflugið með júmbó-þotunni 29. október en félagið hefur ákveðið að fljúga því næst sérstakt kveðjuflug með Boeing 747 þann 7. nóvember.

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00