flugfréttir
Etihad Airways mun hætta með Airbus A340 þoturnar í haust

Airbus A340-600 þota Etihad Airways
Etihad Airways mun hætta með Airbus A340 þoturnar síðar á þessu ári en fyrirhugað er að þær verði farnar úr flotanum fyrir lok október í haust.
Etihad Airways ætlar að fljúga síðasta flugið með Airbus A340 frá
Abu Dhabi til Rabat í Marokkó en eftir það mun félagið nota
Airbus A330 breiðþotur á þeirri flugleið.
Etihad Airways hefur átta Airbus A340 þotur í flotanum; eina
Airbus A340-500 og sjö vélar af gerðinni A350-600.
Airbus A340-500 vélin verður tekin úr umferð þann 28. júlí í sumar
og A340-600 vélarnar munu týnast úr flotanum hægt og bítandi
fram til 28. október.
Félagið hafði áður verið með Airbus A340-300 þotur en félagið
hætti með þær árið 2008.
Stefna Etihad Airways er að vera eingöngu með Dreamliner-vélar
og Airbus A350 þotur í langflugsflotanum.


22. febrúar 2018
|
Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

31. janúar 2018
|
Air France hefur ákveðið að hefja á ný þjálfun á nýjum flugmönnum á vegum félagsins en um er að ræða svokallað „cadet-prógram“ sem sífellt fleiri flugfélög eru farin að bjóða upp þar sem nýir flugmen

5. mars 2018
|
Samsetning er hafin á fyrstu einkaþotuútgáfunni af Boeing 737 MAX en Boeing birti nýlega fyrstu myndirnar af BBJ 737 MAX 8 þotunni.

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.