flugfréttir

„Það hefur enginn frá borginni haft samband við okkur“

- Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga að yfirtaka land Fluggarða fyrir nýjar lóðir

21. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:56

Fluggarðar í blíðviðrinu í gær (19. mars)

Nokkur reiði ríkir meðal flugmanna og þeirra sem fara fyrir grasrót flugsins vegna vinnubragða Reykjavíkurborgar sem sögð er fara krókaleiðir til að úthýsa Fluggörðum í nýrri breytingartillögu að aðalskipulagi borgarinnar um fyrirhugaða íbúðabyggð sem á að rísa í landi Fluggarða á Reykjavíkurflugvelli.

Nýlegar tillögur að breytingum, sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi er varðar fyrirhugaða íbúðarbyggð í landi Fluggarða, hafa ekki verið kynntar fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og eigendum flugskýla þar sem fjölbreytt flugtengd starfsemi hefur verið starfrækt frá árinu 1977.

Í fyrirhugaðri breytingu að deiluskipulagi er tilgreint svæði sem kallast svæði nr. 14 en ekki er minnst á að það svæði sé það land þar sem Fluggarðar eru staðsettir en fram kemur að það svæði muni sameinast öðru svæði, sem er nr. 12, sem er land sem mun koma til með að kallast Vísindagarðar.

Fluggarðar merktir sem „reitur 14“ í skipulagi

Flugmenn og aðrir aðilar í fluginu, sem hafa hugsmuni að gæta í Fluggörðum, segja að borgarstjórn sé með þessu að sniðganga hagsmuni þeirra með því að eyrnarmerkja tiltekið landsvæði án þess að minnast á Fluggarða þar sem það mun renna saman við annað byggingarssvæði og er því talið að með því ætli borgin að koma sér undan því að þurfa hafa nein frekari afskipti af þeim aðilum sem hafa hagsmuna að gæta í Fluggörðum.

Flugskýli Fluggarða séð frá Njarðargötu

Á vefsíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að þeir sem eiga hagsmuna að gæta varðandi breytingatillögu á deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er varðar þéttingu byggðar eru hvattir til að kynna sér viðeigandi tillögur og senda inn ábendingar og athugasemdir fyrir mánudaginn 22. maí næstkomandi.

Talin eru upp nokkur svæði og þar á meðal svæði nr. 12 sem skilgreint er sem Vísindagarðar sem nær frá Sæmundargötu að Njarðargötu til austurs og frá Eggertsgötu til Sturlugötu til norðurs.

Breytingatillögur að svæði nr. 12 má mótmæla formlega til mánudagsins 22. maí með innsendum athugasemdum en svæði nr. 14, sem nær yfir land Fluggarða, er ekki á lista yfir þau fyrirhuguð byggingarsvæði sem hægt er að mótmæla formlega eða senda inn athugasemdir en fram kemur að það svæði mun síðar sameinast Vísindagörðum.

„Það er bara verið að hunsa okkur“

„Það hefur ekkert samband verið haft við okkur út af þessari tillögu og maður veit ekkert hvar maður stendur og gagnvart hverjum og því síður hvort að verið sé verið að semja um eitthvað annað á bak við okkur“, segir Alfhild Nielsen, talsmaður hagsmunaaðila á svæðinu.

Svæði nr. 14 í landi Fluggarða séð á skýringarmynd á deiliskipulagi
Reykjavíkurborgar

„Hluti þessa svæðis í deiliskipulaginu númer 14, sem er skilgreint sem Fluggarðar, verður sett undir svæði 12 sem er skilgreint sem Vísindagarðar. Framsetning skipulagsnefndar á þessarri tillögu er afar undarleg þar sem hún er falin í stefnu um íbúðarbyggð og ekki hefur verið haft neitt samband við eigendur fasteigna í Fluggörðum vegna þessa“, segir Alfhild.

Svæðið undir Fluggarða var úthlutað fyrir almannaflug árið 1977 af Reykjavíkurborg og þáverandi flugvallarstjóra og fengu allir aðilar bygginarleyfi án neinna frekari fyrirvara eða athugasemda.

„Það er bara verið að hunsa okkur. Þarna er verið að úthluta lóð fyrir íbúðir undir skýli 21 sem er fyrsta skýlið sem byrjað var að reisa á sínum tíma, sem fékk byggingarleyfi, og við eigum það skýli og það var ekki byggt bara út í bláinn - Þetta er skipulagt svæði sem var byggt samkvæmt gildum byggingarleyfum fyrir 40 árum síðan“, segir Alfhild.

Í nýuppfærðu skipulagi og drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í mars er gert ráð fyrir að reisa 1.340 stúdentaíbúðir á svæði Vísindagarða en af þeim munu 300 íbúðir rísa á landi Fluggarða fyrir árið 2024 og mun það svæði renna saman við svæði nr. 12 (Vísindagarða) en nú þegar hafa verið reistar stúdentaíbúðir á hluta svæðisins við Sæmundargötu.

TF-BGH á Reykjavíkurflugvelli þann 19. maí

Í bréfi til Skipulagsstofnunar, sem undirritað var þann 22. mars 2017 af Birni Axelssyni, kemur fram að reitur 12. (Vísindagarðar) muni stækka úr 7 hekturum yfir í 10 hektara og mun hann því yfirtaka hluta af reit 14 (Fluggarðar).

„Eins og ég skil þetta þá er verið að innlima svæði 14 inn í svæði 12, sem er í Vísindagörðum. Þá geta þeir farið að skipuleggja Vísindagarða án þess að þurfa að tala um Fluggarða. Þá er verið að fjölga íbúðum í Vísindagörðum og áfram yfir svæði 14 og þá þarf aldrei að nefna Fluggarða“, segir Sigurður Ingi Jónsson, flugmaður og einn hluthafi í flugklúbbnum Þyt.

Fjölbreytt flugstarfsemi í húfi og enginn annar staður í sjónmáli

Fluggarðar er nafli flugtengdrar starfsemi á Íslandi en á svæðinu er fjöldi félaga og flugklúbba sem sum hafa í mörg ár verið leiðandi í grasrót flugsins og má þar finna meðal annars Flugfélagið Geirfugl sem er stærsti flugklúbbur landsins sem einnig er flugskóli.

Önnur fyrirtæki og félög sem hafa aðsetur á Fluggörðum eru Félag flugmanna og flugvélaeiganda, Flugklúbbur Íslands, flugklúbbarnir Þytur, Fljúgðu, Vængir, Yakar, Flugklúbbur Alþýðunnar, Flugleiðsögufélagið, Garðaflug, Flugsmíð og fleiri félög.

Eigendur flugskýla á Fluggörðum kærðu deiliskipulagið í fyrra og fóru fram á að skipulagið yrði fellt úr gildi en þann 11. ágúst árið 2016, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar vegna málsins.

Fjöldi félaga og flugklúbba hafa aðsetur í Fluggörðum

Fram kemur að gert er ráð fyrir að flugskýlin á svæði Fluggarða munu víkja fyrir annarri notkun en engin önnur aðstaða sé fyrir þá starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir liggi samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar, en ekkert liggi fyrir um efndir þess samnings og ríkir því algjör óvissa um hvert kærendur geti farið með flugvélar sínar, flugvélaverkstæði, flugskóla, flugrekstur og aðra tengda starfsemi.

Í málsrökun kærenda kemur einnig fram að Reykjavíkurflugvöllur hafi verið afhentur íslenska ríkinu í lok seinni heimstyrjaldar og verði að gera þá kröfu að Reykjavíkurborg sanni eignarrétt sinn að umræddu svæði áður en að farið sé að breyta landnotkun þess, en svæðið hafi verið nýtt til almanna- og einkaflugs í um 40 ár.

Eigendur flugskýla í Fluggörðum hafa að undanförnu háð barráttu við Reykjavíkurborg sem hyggst nýta landsvæðið fyrir framkvæmdir á nýjum íbúðarhúsnæðum og hafa margir komið á orði að hreinlega sé verið að stefna að því að bola þeim í burtu hljóðalaust.

Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var sú að kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 3. maí 2016, um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll, var hafnað.

Krefst svara frá borginni

Alfhild Nielsen hefur sent bréf til Reykjavíkurborgar og andmælt breytingartillögu borgarinnar þar sem hún minnir borgarstjórn á að um sé að ræða land sem landeigendur fengu afhent af íslenska ríkinu og greiða tilheyrandi gjöld af og þá er krafist rökstuðnings fyrir nauðsyn þess að Vísindagarðar Háskóla Íslands séu að fá úthlutað landsvæði í Vatnsmýri til viðbótar þegar þeir fengu landsvæði sem enn hefur ekki verið fullnýtt.

Þá gerir Alfhild borginni grein fyrir því að mikilvæg starfsemi fari fram á Fluggörðum á borð við flugkennslu, æfingaflug, flugrekstur, flugvélasmíði, flugvélaviðhald, einkaflug og ýmislegt fleira tengt flugi og hafi þessari starfsemi ekki verið fundinn nýr staður og á meðan svo er, er ekki hægt að flytja hana.

Slóð með kynningu Reykjavíkurborgar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem má andmæla fyrir mánudaginn 22. maí

http://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/adalskipulagsbreyting-stefna-um-ibudarbyggd

Hér að neðan má sjá bréf sem Alfhild Nielsen hefur sent borginni fyrir hönd hagsmunafélags eigenda einkabygginga á Reykjavíkurflugvelli en bréfið er birt með leyfi undirritaðs.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga