flugfréttir
Tvær konur fara í mál við United eftir harða lendingu
- Fara fram á 8.4 milljónir króna í skaðabætur

Flugvélar United Airlines
Tvær konur í Kanada hafa höfðað mál gegn United Airlines eftir að þær upplifðu óvenju harða lendingu að sögn þeirra.
Samkvæmt dómsmáli þá voru konurnar farþegar um borð
í flugvél frá United Airlines þann 23. maí árið 2015 er þær flugu frá
Portland til Chicago.
Konurnar segja að lendingin hafi verið það harkaleg að þær köstuðust úr
sætum sínum framfyrir sig og enduðu í sætum í sætaröðinni fyrir framan þær.
Fram kemur að þær hafi orðið fyrir meiðslum í útlimum og liðamótum
auk þess sem þær fengu höfuðverk og urðu fyrir andlegu áfalli.
Lögfræðingar kvennanna segir í dómsmáli að flugvélin hafi ekki verið
á réttum hraða í aðfluginu í umræddu flugi og þá hafi flugmennirnir
ekki varað farþega við að lendingin yrði harkaleg.
Þá segja lögfræðingarnir
að rétt viðbrögð hjá flugstjóranum hefði verið að ávarpa farþega og
segja þeim að fara í neyðarstellingar með því að beygja sig fram og verja höfuðið með
höndunum.
Konurnar tvær fara fram á 8.4 milljónir króna í skaðabætur en ekki er vitað um að aðrir farþegar í sama flugi hafi höfðað mál vegna lendingarinnar.


2. apríl 2018
|
Mikil snjókoma á suðvesturhorni landsins olli því að nokkrar farþegaþotur frá Icelandair gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli í morgun og urðu þær að lenda þess í stað á Egilsstöðum og á Akureyri.

12. febrúar 2018
|
Ekki er enn vitað orsakaði flugslys sem átti sér stað í Rússlandi í gær er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá flugfélaginu Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvelli

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.