flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af Boeing 797

- Sameinar þægindi breiðþotu og hagkvæmni mjóþotu

20. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:21

Tölvugerð mynd af Boeign 797. Ekki frá Boeing (sjá mynd að neðan frá Boeing)

Allt bendir til þess að Boeing sé alvara með nýja tegund af farþegþotu sem beðið hefur verið eftir sem ætlað er að brúa saman bilið frá Boeing 737 MAX upp í Dreamliner-þotuna.

Um er að ræða þotu sem hefur hingað til verið þekkt á frummálinu sem „Middle of the Market“ (MoM) þota eða „New Midsize Airplane“ en hefur einnig verið kennd við nafnið Boeing 797.

Boeing sýndi fyrstu tölvugerðu myndirnar af Boeing 797 á flugsýningunni í París í dag sem yrði fyrsta nýja farþegaþotan frá Boeing í meira en áratug en Dreamliner-þotan var formlega kynnt árið 2004.

Hugmyndaflugvélinni svipar til Dreamliner-þotunnar er kemur að væng og þá er skrokkur vélarinnar svipaður og á Boeing 787 nema hvað vélin hefur mjórra vænghaf.

Hugmyndin virðist enn vera í þróun og kemur fram að Boeing sé 6 til 12 mánuðum frá því að kynna vélina formlega til leiks en nokkrir aðilar í fluginu hafa staðfest að vélin mun koma til með að heita Boeing 797.

Nokkrar fleiri upplýsingar um vélina hafa komið í ljós á flugsýningunni í París sem hófst í gær og þar á meðal tölfræðilegar upplýsingar um afkastagetu vélarinnar sem virðast vera að taka á sig mynd innan Boeing sem ræðir við birgja og hreyflaframleiðendur á sýningunni vegna vélarinnar.

Frá kynningu Boeing á morgun þar sem framleiðandinn sýndi nokkrar myndir af hugmynda vélinni sem mun mögulega koma til með að heita „Boeing 797“

Þá er Boeing sagt í viðræðum við General Electric, Pratt & Whitney og Rolls-Royce vegna hönnun á nýjum hreyfli sem mun koma til með að knýja vélina áfram en Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugþol upp á 10 klukkustundir.

Mike Delaney, yfirmaður yfir þróunardeild Boeing, segir að hugmyndin sé að nýja flugvélin verði mitt á milli breiðþotu og „mjóþotu“ og sameini þau þægindi sem breiðþota býr yfir um borð í farþegarými en komi með fraktrými á við minni vél með tilheyrandi hagkvæmni.

„Þetta er rúmfræði sem sameinar hagkvæmni þotna með einum gangi og þægindin sem breiðþotur veita farþegum“, segir Delaney.

Mike Delaney hjá Boeing

Með þessari útfærslu áætlar Boeing að ný hugmyndafræði muni verða til á markaði farþegaþotna er kemur að hagkvæmni með vél sem hefði flugþol upp á allt að 9.200 kílómetra án þess að hafa sama viðnám („drag“) og breiðþota hefur og samsvarar það flugtíma upp á 10 klukkustundir.

Hafa rætt við 57 viðskiptavini og næsta skref er hönnun

„Boeing hannaði Dreamliner-þotuna meðal annars til að bjóða upp á meiri hagkvæmni en Boeing 777 vélin býr yfir og með lægri rekstarkostnað og núna viljum við gera það sama fyrir markaðinn sem er fyrir neðan 787“, segir Delaney.

Mörg smáatriði er kemur að frammistöðu og eiginleikum eru þó enn á huldu en Boeing hefur verið í viðræðum við 57 flugfélög í heiminum sem koma til greina sem mögulegir viðskiptavinir.

Boeing hefur tekið ákvörðun um að vélin muni fara í hönnunarferli og verða vængirnir og skrokkurinn smíðaðir úr blönduðum samsetningarefnum líkt og Dreamliner-vélin.

Boeing telur að markaður sé fyrir 4.000 vélar af þessari nýju gerð þegar hún mun koma á markað og byrja að fljúga með farþega árið 2025.

Airbus hefur greint frá því að þeir bjóði nú þegar upp á flugvél sem þjóni þeim markaði sem Boeing 797 er ætlað að þjóna.  fréttir af handahófi

Lion Air hættir við sjö Airbus A320 þotur

8. júní 2017

|

Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air hefur hætt við pöntun í sjö Airbus A320 þotur og þar á meðal eru fimm af gerðinni A320neo.

Boeing hefur afhent fyrstu 737 MAX þotuna

17. maí 2017

|

Boeing hefur afhent fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX þotunni en vélin er núna í miðju afhendingarflugi á leiðinni til Malasíu.

Boeing kynnir 737 MAX 10

19. júní 2017

|

Boeing hefur formlega kynnt til leiks nýja tegund af Boeing 737 MAX vélinni sem mun koma til með að heita Boeing 737 MAX 10.

  Nýjustu flugfréttirnar

Áfangastaðir Turkish Airlines orðnir 300 talsins

21. júlí 2017

|

Áfangastaðir í leiðarkerfi Turkish Airlines eru orðnir 300 talsins en flugfélagið tyrkneska flaug þann 17. júlí sitt fyrsta flug til Phuket í Tælandi sem er þrjú hundruðasti áfangastaður félagsins.

Mesta næturfrost sem mælst hefur í 33 ár í Ástralíu

21. júlí 2017

|

Sjaldan hefur hitastigið farið eins lágt á nóttunni í Canberra í Ástralíu og raunin hefur verið seinustu daga.

Kennsluflugvélin flaug á leðurblöku en ekki á dróna

21. júlí 2017

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu hefur komist að því að kennsluflugvél frá flugskóla í Adelaide flaug á leðurblöku en ekki á dróna eins og upphaflega var talið.

Risaþota Emirates og A330 þota stefndu hvor á aðra í sömu hæð

21. júlí 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates og Airbus A330 breiðþota frá Air Seychelles fóru hættulega nálægt hvor annarri úr sitthvorri áttinni í 37.000 fetum yfir Indlandshafi þann 14. júlí sl.

Cessna nauðlenti innan um bíla á hraðbraut í New York

20. júlí 2017

|

Lítil flugvél af gerðinni Cessna C206 nauðlenti í gær á hraðbraut í New York en eftirfarandi upptaka náðist úr myndavél hjá ökumanni sem ók á hraðbrautinni og varð vitni er vélin lenti fyrir framan

EasyJet flýgur fyrsta flugið undir evrópskri skráningu

20. júlí 2017

|

EasyJet flaug í dag fyrsta áætlunarflugið undir nýju austurrísku flugrekstrarleyfi sem félagið hefur fengið í hendurnar sem gerir félaginu kleift að fljúga innan Evrópu sem EasyJet Europe.

Ríkisstjórn Namibíu ætlar að hætta að styrkja Air Namibia

20. júlí 2017

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur tilkynnt ríkisflugfélaginu Air Namibia að stjórnvöld í landinu geti ekki lengur styrkt rekstur félagsins.

Rússar gefa í skyn að þeir lumi á arftaka Boeing 757

20. júlí 2017

|

Rússar gefa nú í skyn að mögulega gætu þeir verið með réttu þotuna á teikniborðinu sem þeir segja að gæti verið hin nýja meðalstór þota sem flugfélögin þurfa á að halda eftir að Boeing hætti að framle

British Airways mun fljúga til Íslands frá London City

19. júlí 2017

|

British Airways mun hefja flug til Íslands í haust frá London City flugvellinum en félagið flýgur nú þegar hingað til lands frá Heathrow-flugvellinum í London.

United gæti hætt við allar Airbus A350 þoturnar

19. júlí 2017

|

United Airlines hefur ákveðið að fresta því að taka á móti fyrstu fjórum Airbus A350 þotunum sem félagið átti að fá afhentar upphaflega á næsta ári.