flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af Boeing 797

- Sameinar þægindi breiðþotu og hagkvæmni mjóþotu

20. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:21

Tölvugerð mynd af Boeign 797. Ekki frá Boeing (sjá mynd að neðan frá Boeing)

Allt bendir til þess að Boeing sé alvara með nýja tegund af farþegþotu sem beðið hefur verið eftir sem ætlað er að brúa saman bilið frá Boeing 737 MAX upp í Dreamliner-þotuna.

Um er að ræða þotu sem hefur hingað til verið þekkt á frummálinu sem „Middle of the Market“ (MoM) þota eða „New Midsize Airplane“ en hefur einnig verið kennd við nafnið Boeing 797.

Boeing sýndi fyrstu tölvugerðu myndirnar af Boeing 797 á flugsýningunni í París í dag sem yrði fyrsta nýja farþegaþotan frá Boeing í meira en áratug en Dreamliner-þotan var formlega kynnt árið 2004.

Hugmyndaflugvélinni svipar til Dreamliner-þotunnar er kemur að væng og þá er skrokkur vélarinnar svipaður og á Boeing 787 nema hvað vélin hefur mjórra vænghaf.

Hugmyndin virðist enn vera í þróun og kemur fram að Boeing sé 6 til 12 mánuðum frá því að kynna vélina formlega til leiks en nokkrir aðilar í fluginu hafa staðfest að vélin mun koma til með að heita Boeing 797.

Nokkrar fleiri upplýsingar um vélina hafa komið í ljós á flugsýningunni í París sem hófst í gær og þar á meðal tölfræðilegar upplýsingar um afkastagetu vélarinnar sem virðast vera að taka á sig mynd innan Boeing sem ræðir við birgja og hreyflaframleiðendur á sýningunni vegna vélarinnar.

Frá kynningu Boeing á morgun þar sem framleiðandinn sýndi nokkrar myndir af hugmynda vélinni sem mun mögulega koma til með að heita „Boeing 797“

Þá er Boeing sagt í viðræðum við General Electric, Pratt & Whitney og Rolls-Royce vegna hönnun á nýjum hreyfli sem mun koma til með að knýja vélina áfram en Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugþol upp á 10 klukkustundir.

Mike Delaney, yfirmaður yfir þróunardeild Boeing, segir að hugmyndin sé að nýja flugvélin verði mitt á milli breiðþotu og „mjóþotu“ og sameini þau þægindi sem breiðþota býr yfir um borð í farþegarými en komi með fraktrými á við minni vél með tilheyrandi hagkvæmni.

„Þetta er rúmfræði sem sameinar hagkvæmni þotna með einum gangi og þægindin sem breiðþotur veita farþegum“, segir Delaney.

Mike Delaney hjá Boeing

Með þessari útfærslu áætlar Boeing að ný hugmyndafræði muni verða til á markaði farþegaþotna er kemur að hagkvæmni með vél sem hefði flugþol upp á allt að 9.200 kílómetra án þess að hafa sama viðnám („drag“) og breiðþota hefur og samsvarar það flugtíma upp á 10 klukkustundir.

Hafa rætt við 57 viðskiptavini og næsta skref er hönnun

„Boeing hannaði Dreamliner-þotuna meðal annars til að bjóða upp á meiri hagkvæmni en Boeing 777 vélin býr yfir og með lægri rekstarkostnað og núna viljum við gera það sama fyrir markaðinn sem er fyrir neðan 787“, segir Delaney.

Mörg smáatriði er kemur að frammistöðu og eiginleikum eru þó enn á huldu en Boeing hefur verið í viðræðum við 57 flugfélög í heiminum sem koma til greina sem mögulegir viðskiptavinir.

Boeing hefur tekið ákvörðun um að vélin muni fara í hönnunarferli og verða vængirnir og skrokkurinn smíðaðir úr blönduðum samsetningarefnum líkt og Dreamliner-vélin.

Boeing telur að markaður sé fyrir 4.000 vélar af þessari nýju gerð þegar hún mun koma á markað og byrja að fljúga með farþega árið 2025.

Airbus hefur greint frá því að þeir bjóði nú þegar upp á flugvél sem þjóni þeim markaði sem Boeing 797 er ætlað að þjóna.  fréttir af handahófi

Air Italy: Nýtt flugfélag á Ítalíu mun vaxa hratt á næstu árum

19. febrúar 2018

|

Ítalska flugfélagið Meridiana hefur verið endurstofnað undir nýju nafni og heitir félagið núna Air Italy.

Alitalia mun velja besta tilboðið á næstu dögum

9. janúar 2018

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun á næstu dögum velja besta boðið sem borist hefur í flugfélagið af þeim þremur aðilum sem hafa þótt koma helst til greina sem nýr eigandi.

Wijet pantar sextán HondaJet einkaþotur

9. febrúar 2018

|

Honda Aircraft hefur gert samkomulag við franska fyrirtækið Wijet um sölu á sextán HA-420 HondaJet létteinkaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00