flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af Boeing 797

- Sameinar þægindi breiðþotu og hagkvæmni mjóþotu

20. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:21

Tölvugerð mynd af Boeign 797. Ekki frá Boeing (sjá mynd að neðan frá Boeing)

Allt bendir til þess að Boeing sé alvara með nýja tegund af farþegþotu sem beðið hefur verið eftir sem ætlað er að brúa saman bilið frá Boeing 737 MAX upp í Dreamliner-þotuna.

Um er að ræða þotu sem hefur hingað til verið þekkt á frummálinu sem „Middle of the Market“ (MoM) þota eða „New Midsize Airplane“ en hefur einnig verið kennd við nafnið Boeing 797.

Boeing sýndi fyrstu tölvugerðu myndirnar af Boeing 797 á flugsýningunni í París í dag sem yrði fyrsta nýja farþegaþotan frá Boeing í meira en áratug en Dreamliner-þotan var formlega kynnt árið 2004.

Hugmyndaflugvélinni svipar til Dreamliner-þotunnar er kemur að væng og þá er skrokkur vélarinnar svipaður og á Boeing 787 nema hvað vélin hefur mjórra vænghaf.

Hugmyndin virðist enn vera í þróun og kemur fram að Boeing sé 6 til 12 mánuðum frá því að kynna vélina formlega til leiks en nokkrir aðilar í fluginu hafa staðfest að vélin mun koma til með að heita Boeing 797.

Nokkrar fleiri upplýsingar um vélina hafa komið í ljós á flugsýningunni í París sem hófst í gær og þar á meðal tölfræðilegar upplýsingar um afkastagetu vélarinnar sem virðast vera að taka á sig mynd innan Boeing sem ræðir við birgja og hreyflaframleiðendur á sýningunni vegna vélarinnar.

Frá kynningu Boeing á morgun þar sem framleiðandinn sýndi nokkrar myndir af hugmynda vélinni sem mun mögulega koma til með að heita „Boeing 797“

Þá er Boeing sagt í viðræðum við General Electric, Pratt & Whitney og Rolls-Royce vegna hönnun á nýjum hreyfli sem mun koma til með að knýja vélina áfram en Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugþol upp á 10 klukkustundir.

Mike Delaney, yfirmaður yfir þróunardeild Boeing, segir að hugmyndin sé að nýja flugvélin verði mitt á milli breiðþotu og „mjóþotu“ og sameini þau þægindi sem breiðþota býr yfir um borð í farþegarými en komi með fraktrými á við minni vél með tilheyrandi hagkvæmni.

„Þetta er rúmfræði sem sameinar hagkvæmni þotna með einum gangi og þægindin sem breiðþotur veita farþegum“, segir Delaney.

Mike Delaney hjá Boeing

Með þessari útfærslu áætlar Boeing að ný hugmyndafræði muni verða til á markaði farþegaþotna er kemur að hagkvæmni með vél sem hefði flugþol upp á allt að 9.200 kílómetra án þess að hafa sama viðnám („drag“) og breiðþota hefur og samsvarar það flugtíma upp á 10 klukkustundir.

Hafa rætt við 57 viðskiptavini og næsta skref er hönnun

„Boeing hannaði Dreamliner-þotuna meðal annars til að bjóða upp á meiri hagkvæmni en Boeing 777 vélin býr yfir og með lægri rekstarkostnað og núna viljum við gera það sama fyrir markaðinn sem er fyrir neðan 787“, segir Delaney.

Mörg smáatriði er kemur að frammistöðu og eiginleikum eru þó enn á huldu en Boeing hefur verið í viðræðum við 57 flugfélög í heiminum sem koma til greina sem mögulegir viðskiptavinir.

Boeing hefur tekið ákvörðun um að vélin muni fara í hönnunarferli og verða vængirnir og skrokkurinn smíðaðir úr blönduðum samsetningarefnum líkt og Dreamliner-vélin.

Boeing telur að markaður sé fyrir 4.000 vélar af þessari nýju gerð þegar hún mun koma á markað og byrja að fljúga með farþega árið 2025.

Airbus hefur greint frá því að þeir bjóði nú þegar upp á flugvél sem þjóni þeim markaði sem Boeing 797 er ætlað að þjóna.  fréttir af handahófi

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

Volga-Dnepr riftir samningi við NATO í kjölfar hernaðaraðgerða

23. apríl 2018

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur ákveðið að hætta að fljúga með flugfrakt fyrir öll þau lönd sem eru aðilar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) vegna hernaðaraðgerðir landanna í Sýrlandi.

Ríkisstjórn Indlands mun selja 76 prósent í Air India

31. mars 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur tekið fyrsta stóra skrefið í átt að einkavæðingu á ríkisflugfélaginu Air India og hefur verið ákveðið að selja 76 prósenta hlut í félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

Volga-Dnepr riftir samningi við NATO í kjölfar hernaðaraðgerða

23. apríl 2018

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur ákveðið að hætta að fljúga með flugfrakt fyrir öll þau lönd sem eru aðilar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) vegna hernaðaraðgerðir landanna í Sýrlandi.