flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af Boeing 797

- Sameinar þægindi breiðþotu og hagkvæmni mjóþotu

20. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:21

Tölvugerð mynd af Boeign 797. Ekki frá Boeing (sjá mynd að neðan frá Boeing)

Allt bendir til þess að Boeing sé alvara með nýja tegund af farþegþotu sem beðið hefur verið eftir sem ætlað er að brúa saman bilið frá Boeing 737 MAX upp í Dreamliner-þotuna.

Um er að ræða þotu sem hefur hingað til verið þekkt á frummálinu sem „Middle of the Market“ (MoM) þota eða „New Midsize Airplane“ en hefur einnig verið kennd við nafnið Boeing 797.

Boeing sýndi fyrstu tölvugerðu myndirnar af Boeing 797 á flugsýningunni í París í dag sem yrði fyrsta nýja farþegaþotan frá Boeing í meira en áratug en Dreamliner-þotan var formlega kynnt árið 2004.

Hugmyndaflugvélinni svipar til Dreamliner-þotunnar er kemur að væng og þá er skrokkur vélarinnar svipaður og á Boeing 787 nema hvað vélin hefur mjórra vænghaf.

Hugmyndin virðist enn vera í þróun og kemur fram að Boeing sé 6 til 12 mánuðum frá því að kynna vélina formlega til leiks en nokkrir aðilar í fluginu hafa staðfest að vélin mun koma til með að heita Boeing 797.

Nokkrar fleiri upplýsingar um vélina hafa komið í ljós á flugsýningunni í París sem hófst í gær og þar á meðal tölfræðilegar upplýsingar um afkastagetu vélarinnar sem virðast vera að taka á sig mynd innan Boeing sem ræðir við birgja og hreyflaframleiðendur á sýningunni vegna vélarinnar.

Frá kynningu Boeing á morgun þar sem framleiðandinn sýndi nokkrar myndir af hugmynda vélinni sem mun mögulega koma til með að heita „Boeing 797“

Þá er Boeing sagt í viðræðum við General Electric, Pratt & Whitney og Rolls-Royce vegna hönnun á nýjum hreyfli sem mun koma til með að knýja vélina áfram en Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugþol upp á 10 klukkustundir.

Mike Delaney, yfirmaður yfir þróunardeild Boeing, segir að hugmyndin sé að nýja flugvélin verði mitt á milli breiðþotu og „mjóþotu“ og sameini þau þægindi sem breiðþota býr yfir um borð í farþegarými en komi með fraktrými á við minni vél með tilheyrandi hagkvæmni.

„Þetta er rúmfræði sem sameinar hagkvæmni þotna með einum gangi og þægindin sem breiðþotur veita farþegum“, segir Delaney.

Mike Delaney hjá Boeing

Með þessari útfærslu áætlar Boeing að ný hugmyndafræði muni verða til á markaði farþegaþotna er kemur að hagkvæmni með vél sem hefði flugþol upp á allt að 9.200 kílómetra án þess að hafa sama viðnám („drag“) og breiðþota hefur og samsvarar það flugtíma upp á 10 klukkustundir.

Hafa rætt við 57 viðskiptavini og næsta skref er hönnun

„Boeing hannaði Dreamliner-þotuna meðal annars til að bjóða upp á meiri hagkvæmni en Boeing 777 vélin býr yfir og með lægri rekstarkostnað og núna viljum við gera það sama fyrir markaðinn sem er fyrir neðan 787“, segir Delaney.

Mörg smáatriði er kemur að frammistöðu og eiginleikum eru þó enn á huldu en Boeing hefur verið í viðræðum við 57 flugfélög í heiminum sem koma til greina sem mögulegir viðskiptavinir.

Boeing hefur tekið ákvörðun um að vélin muni fara í hönnunarferli og verða vængirnir og skrokkurinn smíðaðir úr blönduðum samsetningarefnum líkt og Dreamliner-vélin.

Boeing telur að markaður sé fyrir 4.000 vélar af þessari nýju gerð þegar hún mun koma á markað og byrja að fljúga með farþega árið 2025.

Airbus hefur greint frá því að þeir bjóði nú þegar upp á flugvél sem þjóni þeim markaði sem Boeing 797 er ætlað að þjóna.  fréttir af handahófi

Fyrsta flugvélin lendir á St. Maarten eftir Irmu

8. september 2017

|

Fyrsta flugvélin til að fara um Princess Juliana flugvöllinn á St. Maarten, eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir í vikunni, lenti á vellinum í gær.

Icelandair leigir eina Boeing 757 þotu til Suður-Ameríku

21. ágúst 2017

|

Icelandair og Loftleiðir Icelandic hafa gengið frá leigusamningi á einni Boeing 757-200 þotu sem verður leigð til suður-ameríska flugfélagsins LAW (Latin American Wings) í Chile en félagið mun fá véli

200 flugmenn hjá Air Berlin hringdu sig inn veika í morgun

12. september 2017

|

Air Berlin neyddist til þess að aflýsa um 110 flugferðum í dag eftir að óvenju margir flugmenn hringdu sig inn veika í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri

Horizon fellir niður áfangastað vegna skorts á flugmönnum

19. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið Horizon Air hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga milli Colorado Springs og Seattle vegna skorts á flugmönnum.

Loftleiðir semja um leiguverkefni á Samóaeyjum

19. september 2017

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur gert samning um leigu á einni Boeing 737-800 þotu til Polynesean Airlines á Samóaeyjum frá og með nóvember í vetur.

50 nýir flugvellir í Kína fyrir fraktflug fyrir 2020

19. september 2017

|

Kínverjar hafa ekki verið þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur er kemur að framkvæmdum.

United hættir með júmbó-þotuna í næsta mánuði

19. september 2017

|

United Airlines mun fljúga síðasta áætlunarflugið með júmbó-þotunni 29. október en félagið hefur ákveðið að fljúga því næst sérstakt kveðjuflug með Boeing 747 þann 7. nóvember.

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00