flugfréttir
Primera Air pantar tíu þotur af gerðinni Airbus A321neo
- Verða fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A321LR afhenta

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Primera Air
Primera Air hefur lagt inn pöntun í 10 nýjar þotur af gerðinni Airbus A321neo en tvær af þeim verða af langdrægari gerðinni sem nefnist Airbus A321LR (Long Range).
Primera Air verður fyrsta flugfélagið í heimi til að fá Airbus A321LR sem mun hafa flugþol upp á 7.400 kílómetra
sem er 900 km lengra drægi en Airbus A321neo.
Vélarnar verða fyrstu Airbus-þoturnar fyrir Primera Air sem eingöngu hefur haft Boeing 737 þotur í flota sínum hingað til en aðeins eru sex vikur frá því að félagið lagði inn pöntun til Boeing í 20 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Primera Air mun fá Airbus A321neo vélarnar afhentar árið 2018
Primera Air mun fá Airbus A321neo þoturnar afhentar á næsta ári en félagið undirritaði í dag á flugsýningunni í París
samning við flugvélaleiguna AerCap um leigu á Airbus A321LR þotunum tveimur.
Eiga von á 19 nýjum þotum frá Boeing og Airbus
„Við erum afskaplega stolt af þessum samningi og að endurnýja vel heppnað samstarf okkar við AerCap. Hin nýja Airbus 321LR breytir öllu á þessum markaði og Primera Air verður fyrsta flugfélagið til að fá þessa vélartegund og gerir okkur kleift að geta flogið milli Evrópu og Ameríku með hagkvæmari hætti en áður hefur verið hægt. Þessar nýju vélar eru í raun stærsta skref sem stigið hefur verið á þessum markaði í yfir tvo áratugi“, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air.
Primera Air, sem starfar undir tveimur félögum sem hafa sitthvort flugrekstrarleyfið, Primera Air Scandinavia og Primera Air Nordic,
hefur í dag níu farþegaþotur í flotanum, tvær Boeing 737-700 þotur og sjö af gerðinni Boeing 737-800.
Primera á því von á að fá 19 þotum, átta af gerðinni Boeing 737 MAX 9, átta Airbus A321neo og tvær Airbus A321LR.


1. apríl 2018
|
Nýja Airbus A321LR þotan hefur slegið annað langflugsmet er tilraunaflugvélin flaug beint flug á dögunum frá Seychelleseyjum í Indlandshafi til Toulouse í Frakklandi.

2. mars 2018
|
KLM Royal Dutch Airlines ætlar að halda í júmbó-þoturnar í eitt ár til viðbótar en upphaflega stóð til að Boeing 747 myndi kveðja flotann árið 2020.

22. mars 2018
|
Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

24. apríl 2018
|
Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.