flugfréttir

DA62 er fljúgandi lúxusjeppi og flaggskip Diamond

- Um 100 starfsmenn verða ráðnir í haust í verksmiðjurnar í Kanada

2. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:40

Diamond DA62 flugvélin

Diamond Aircraft mun í haust ráða 100 nýja starfsmenn sem munu koma til með að starfa í verksmiðjum framleiðandans í London í Ontario í Kanada vegna framleiðslu á Diamond DA62 flugvélinni.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft, segir að DA62 sé flaggskip framleiðandans og sé um að ræða eina glæsilegustu vél sem Diamond hefur framleitt.

„Þetta er í raun og veru fljúgandi lúxusjeppi og það er stór markaður fyrir vélina“, segir Maurer.

Starfsmenn Diamond eru um 2.000 talsins en um 170 starfa í Kanada og mun starfsmannafjöldinn nálgast 300 manns á næsta ári.

Diamond DA62 er tveggja hreyfla skrúfuvél sem getur tekið allt að sjö manns auk flugmanns en þróun vélarinnar hófst árið 2012 og átti hún upphaflega að nefnast DA52 en í júní árið 2014 var nafninu breytt í DA62.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft

Í dag hafa 25 eintök verið smíðuð af Diamond DA62 vélinni og er stefnt á að smíða 60 til 62 vélar á ári til að uppfylla eftirspurnina en ein DA62 flugvél kostar 102 milljónir króna.

DA62 kemur í tveimur þyngdarútgáfum. „Evrópska“ vélin tekur fjóra farþega og hefur hámarksflugtaksþunga (MTOW) upp á 2 tonn en „bandaríska“ útgafan tekur sex farþega og hefur MTOW upp á 2.3 tonn.

Diamond segir að mjög vel hafi tekist til frá upphafi þróunar á DA62 og sé vélin í mjög góðum þyngdarflokki þar sem töluvert er farið að birta til yfir markaðnum er kemur að litlum einkaflugvélum.

Frá verksmiðjum Diamond í London

Diamond í Kanada hefur keypt framleiðsluréttinn frá Diamond Aircraft í Austurríki til að framleiða DA62 í London í Ontario og þá mun Diamond í Kanda einnig sjá alfarið um framleiðslu á DA40 vélinni.

„Við sjáum fram á að framleiða allt að 100 flugvélar á ári á næstu árum og enn fleiri vélar í náinni framtíð. Við þurfum að þjálfa nýtt starfsfólk og það tekur sinn tíma“, segir Maurer.

Diamond framleiðir einnig DA20 vélina sem er ein vinsælasta kennsluflugvél heims en hún er mikið notuð m.a. af bandaríska flughernum og þá er hana bæði að finna hér á landi í kennsluflota Flugakademíu Keilis og hjá Geirfugli.

Í desember í fyrra keypti kanadískt útibú af kínverska fyrirtækinu Wanfeng Aviation stóran hlut í Diamond í London en þau viðskipti blésu ferskum vindum inn í framleiðslu á DA20 og DA40 kennsluvélunum.  fréttir af handahófi

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Berlínarbúar hafa kosið með Tegel-flugvellinum

25. september 2017

|

Berlínarbúar hafa kosið með áframhaldandi opnun Tegel-flugvallarins í Berlín en kosið var um framtíð flugvallarins í gær á sama tíma og þýsku þingkosningarnar fóru fram.

Skrokkur af DC-9 festist undir brú í Kólumbíu

1. nóvember 2017

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Kólombíu í gær er flugvélaskrokkur, sem verið var að flytja með flutningabíl, festist undir brú á hraðbraut í borginni Bogóta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00