flugfréttir

DA62 er fljúgandi lúxusjeppi og flaggskip Diamond

- Um 100 starfsmenn verða ráðnir í haust í verksmiðjurnar í Kanada

2. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:40

Diamond DA62 flugvélin

Diamond Aircraft mun í haust ráða 100 nýja starfsmenn sem munu koma til með að starfa í verksmiðjum framleiðandans í London í Ontario í Kanada vegna framleiðslu á Diamond DA62 flugvélinni.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft, segir að DA62 sé flaggskip framleiðandans og sé um að ræða eina glæsilegustu vél sem Diamond hefur framleitt.

„Þetta er í raun og veru fljúgandi lúxusjeppi og það er stór markaður fyrir vélina“, segir Maurer.

Starfsmenn Diamond eru um 2.000 talsins en um 170 starfa í Kanada og mun starfsmannafjöldinn nálgast 300 manns á næsta ári.

Diamond DA62 er tveggja hreyfla skrúfuvél sem getur tekið allt að sjö manns auk flugmanns en þróun vélarinnar hófst árið 2012 og átti hún upphaflega að nefnast DA52 en í júní árið 2014 var nafninu breytt í DA62.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft

Í dag hafa 25 eintök verið smíðuð af Diamond DA62 vélinni og er stefnt á að smíða 60 til 62 vélar á ári til að uppfylla eftirspurnina en ein DA62 flugvél kostar 102 milljónir króna.

DA62 kemur í tveimur þyngdarútgáfum. „Evrópska“ vélin tekur fjóra farþega og hefur hámarksflugtaksþunga (MTOW) upp á 2 tonn en „bandaríska“ útgafan tekur sex farþega og hefur MTOW upp á 2.3 tonn.

Diamond segir að mjög vel hafi tekist til frá upphafi þróunar á DA62 og sé vélin í mjög góðum þyngdarflokki þar sem töluvert er farið að birta til yfir markaðnum er kemur að litlum einkaflugvélum.

Frá verksmiðjum Diamond í London

Diamond í Kanada hefur keypt framleiðsluréttinn frá Diamond Aircraft í Austurríki til að framleiða DA62 í London í Ontario og þá mun Diamond í Kanda einnig sjá alfarið um framleiðslu á DA40 vélinni.

„Við sjáum fram á að framleiða allt að 100 flugvélar á ári á næstu árum og enn fleiri vélar í náinni framtíð. Við þurfum að þjálfa nýtt starfsfólk og það tekur sinn tíma“, segir Maurer.

Diamond framleiðir einnig DA20 vélina sem er ein vinsælasta kennsluflugvél heims en hún er mikið notuð m.a. af bandaríska flughernum og þá er hana bæði að finna hér á landi í kennsluflota Flugakademíu Keilis og hjá Geirfugli.

Í desember í fyrra keypti kanadískt útibú af kínverska fyrirtækinu Wanfeng Aviation stóran hlut í Diamond í London en þau viðskipti blésu ferskum vindum inn í framleiðslu á DA20 og DA40 kennsluvélunum.  fréttir af handahófi

Fyrstu A380 risaþoturnar gætu endað í niðurrifi

2. júlí 2017

|

Svo gæti farið að fyrstu Airbus A380 risaþoturnar, sem koma á leigumarkaðinn í haust, verði sendar í niðurrif.

Gleymdu að taka hjólin upp eftir flugtak

25. júlí 2017

|

Tveir flugmenn hjá Air India hafa verið leystir frá störfum eftir að þeir gleymdu að taka upp hjólin á Airbus A320 þotu eftir flugtak.

10 ár frá því Dreamliner-þotan leit dagsins ljós í fyrsta sinn

9. júlí 2017

|

10 ár eru síðan að fyrstu Dreamliner-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal hjá Boeing í Everett en fyrsta vélin leit dagsins ljós þann 8. júlí árið 2007.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla að taka aftur upp nafnið TAP Air Portugal

16. ágúst 2017

|

TAP Portugal ætlar að skipta um nafn og taka aftur upp nafnið TAP Air Portugal en félagið breytti nafninu árið 2005.

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

16. ágúst 2017

|

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Air Berlin gjaldþrota

15. ágúst 2017

|

Air Berlin er gjaldþrota en félagið lýsti þessu yfir í dag í kjölfar tilkynningu Etihad Airways sem hefur greint frá því að félagið ætlar ekki að styðja lengur við bakið á lágfargjaldafélaginu þýska

Nepal Airlines ætlar að fjölga A320 þotunum

13. ágúst 2017

|

Nepal Airlines ætlar sér að panta tvær Airbus A320 þotur til viðbótar frá verksmiðjum Airbus í Toulouse.

Árekstur við dróna jafn alvarlegt og árekstur við aðra flugvél

12. ágúst 2017

|

Samtök evrópska flugmanna hafa krafist aðgerða í kjölfar tilrauna sem gerðar voru þar sem drónar voru látnir rekast á flugvél og þyrlu á flugi í þeim tilgangi að rannsaka afleiðingar við slíkan áreks

Háar sektir við óþarfa notkun á neyðartíðninni 121.5 MHz

11. ágúst 2017

|

Alríkisfjarskiptastofnun Bandaríkjanna og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hrint af stað herferð til að minna flugmenn og aðra fjarskiptanotendur að misnota ekki neyðartíðnina 121.5 MHz.

Júmbó-þota notaði 97 prósent af brautinni í flugtak

11. ágúst 2017

|

Rangar upplýsingar, sem settar voru inn í flugtölvu á Boeing 747-8F fraktþotu, er talið hafa verið orsök atviks er júmbó-vél frá Polar Air Cargo hóf sig ekki á loft fyrr en 85 metrar voru eftir af fl

Borgarstjórn Santa Monica flýtir styttingu flugbrautar

10. ágúst 2017

|

Borgarráðið í Santa Monica í Kaliforníu hefur ákveðið að hraða framkvæmdum við styttingu á flugbrautinni á Santa Monica Municipal flugvellinum í bænum sem er næstum því 100 ára gamall.

Tvö félög hætta með sitthvora tegundina af Airbus A340

10. ágúst 2017

|

Tvö flugfélög í heiminum hafa samtímis hætt með Airbus A340 vélarnar í flota sínum og hafa því kvatt þessa fjögurra hreyfla þotu frá Airbus.

Primera Air mun fljúga frá Íslandi til Fuerteventura

10. ágúst 2017

|

Primera Air mun hefja leiguflug til Fuerteventura sem er ein af Kanaríeyjunum sjö en ekkert beint flug er í boði í dag milli Íslands og Fuerteventura.