flugfréttir

DA62 er fljúgandi lúxusjeppi og flaggskip Diamond

- Um 100 starfsmenn verða ráðnir í haust í verksmiðjurnar í Kanada

2. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:40

Diamond DA62 flugvélin

Diamond Aircraft mun í haust ráða 100 nýja starfsmenn sem munu koma til með að starfa í verksmiðjum framleiðandans í London í Ontario í Kanada vegna framleiðslu á Diamond DA62 flugvélinni.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft, segir að DA62 sé flaggskip framleiðandans og sé um að ræða eina glæsilegustu vél sem Diamond hefur framleitt.

„Þetta er í raun og veru fljúgandi lúxusjeppi og það er stór markaður fyrir vélina“, segir Maurer.

Starfsmenn Diamond eru um 2.000 talsins en um 170 starfa í Kanada og mun starfsmannafjöldinn nálgast 300 manns á næsta ári.

Diamond DA62 er tveggja hreyfla skrúfuvél sem getur tekið allt að sjö manns auk flugmanns en þróun vélarinnar hófst árið 2012 og átti hún upphaflega að nefnast DA52 en í júní árið 2014 var nafninu breytt í DA62.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft

Í dag hafa 25 eintök verið smíðuð af Diamond DA62 vélinni og er stefnt á að smíða 60 til 62 vélar á ári til að uppfylla eftirspurnina en ein DA62 flugvél kostar 102 milljónir króna.

DA62 kemur í tveimur þyngdarútgáfum. „Evrópska“ vélin tekur fjóra farþega og hefur hámarksflugtaksþunga (MTOW) upp á 2 tonn en „bandaríska“ útgafan tekur sex farþega og hefur MTOW upp á 2.3 tonn.

Diamond segir að mjög vel hafi tekist til frá upphafi þróunar á DA62 og sé vélin í mjög góðum þyngdarflokki þar sem töluvert er farið að birta til yfir markaðnum er kemur að litlum einkaflugvélum.

Frá verksmiðjum Diamond í London

Diamond í Kanada hefur keypt framleiðsluréttinn frá Diamond Aircraft í Austurríki til að framleiða DA62 í London í Ontario og þá mun Diamond í Kanda einnig sjá alfarið um framleiðslu á DA40 vélinni.

„Við sjáum fram á að framleiða allt að 100 flugvélar á ári á næstu árum og enn fleiri vélar í náinni framtíð. Við þurfum að þjálfa nýtt starfsfólk og það tekur sinn tíma“, segir Maurer.

Diamond framleiðir einnig DA20 vélina sem er ein vinsælasta kennsluflugvél heims en hún er mikið notuð m.a. af bandaríska flughernum og þá er hana bæði að finna hér á landi í kennsluflota Flugakademíu Keilis og hjá Geirfugli.

Í desember í fyrra keypti kanadískt útibú af kínverska fyrirtækinu Wanfeng Aviation stóran hlut í Diamond í London en þau viðskipti blésu ferskum vindum inn í framleiðslu á DA20 og DA40 kennsluvélunum.  fréttir af handahófi

Icelandair gerir áætlun um endurkaup á eigin hlutabréfum

1. mars 2018

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd áætlun um endurkaup á eigin hlutum félagsins í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Þrjú kínversk flugfélög að hefja flug til Köben

12. mars 2018

|

Þrjú kínversk flugfélög munu hefja áætlunarflug til Kaupmannahafnar í vor og með því veita Scandinavia Airlines (SAS) aukna samkeppni á flugi milli Danmerkur og Kína.

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

26. janúar 2018

|

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00