flugfréttir

DA62 er fljúgandi lúxusjeppi og flaggskip Diamond

- Um 100 starfsmenn verða ráðnir í haust í verksmiðjurnar í Kanada

2. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:40

Diamond DA62 flugvélin

Diamond Aircraft mun í haust ráða 100 nýja starfsmenn sem munu koma til með að starfa í verksmiðjum framleiðandans í London í Ontario í Kanada vegna framleiðslu á Diamond DA62 flugvélinni.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft, segir að DA62 sé flaggskip framleiðandans og sé um að ræða eina glæsilegustu vél sem Diamond hefur framleitt.

„Þetta er í raun og veru fljúgandi lúxusjeppi og það er stór markaður fyrir vélina“, segir Maurer.

Starfsmenn Diamond eru um 2.000 talsins en um 170 starfa í Kanada og mun starfsmannafjöldinn nálgast 300 manns á næsta ári.

Diamond DA62 er tveggja hreyfla skrúfuvél sem getur tekið allt að sjö manns auk flugmanns en þróun vélarinnar hófst árið 2012 og átti hún upphaflega að nefnast DA52 en í júní árið 2014 var nafninu breytt í DA62.

Peter Maurer, framkvæmdarstjóri Diamond Aircraft

Í dag hafa 25 eintök verið smíðuð af Diamond DA62 vélinni og er stefnt á að smíða 60 til 62 vélar á ári til að uppfylla eftirspurnina en ein DA62 flugvél kostar 102 milljónir króna.

DA62 kemur í tveimur þyngdarútgáfum. „Evrópska“ vélin tekur fjóra farþega og hefur hámarksflugtaksþunga (MTOW) upp á 2 tonn en „bandaríska“ útgafan tekur sex farþega og hefur MTOW upp á 2.3 tonn.

Diamond segir að mjög vel hafi tekist til frá upphafi þróunar á DA62 og sé vélin í mjög góðum þyngdarflokki þar sem töluvert er farið að birta til yfir markaðnum er kemur að litlum einkaflugvélum.

Frá verksmiðjum Diamond í London

Diamond í Kanada hefur keypt framleiðsluréttinn frá Diamond Aircraft í Austurríki til að framleiða DA62 í London í Ontario og þá mun Diamond í Kanda einnig sjá alfarið um framleiðslu á DA40 vélinni.

„Við sjáum fram á að framleiða allt að 100 flugvélar á ári á næstu árum og enn fleiri vélar í náinni framtíð. Við þurfum að þjálfa nýtt starfsfólk og það tekur sinn tíma“, segir Maurer.

Diamond framleiðir einnig DA20 vélina sem er ein vinsælasta kennsluflugvél heims en hún er mikið notuð m.a. af bandaríska flughernum og þá er hana bæði að finna hér á landi í kennsluflota Flugakademíu Keilis og hjá Geirfugli.

Í desember í fyrra keypti kanadískt útibú af kínverska fyrirtækinu Wanfeng Aviation stóran hlut í Diamond í London en þau viðskipti blésu ferskum vindum inn í framleiðslu á DA20 og DA40 kennsluvélunum.  fréttir af handahófi

Júmbó-þota notaði 97 prósent af brautinni í flugtak

11. ágúst 2017

|

Rangar upplýsingar, sem settar voru inn í flugtölvu á Boeing 747-8F fraktþotu, er talið hafa verið orsök atviks er júmbó-vél frá Polar Air Cargo hóf sig ekki á loft fyrr en 85 metrar voru eftir af fl

Ríkisstjórn Namibíu ætlar að hætta að styrkja Air Namibia

20. júlí 2017

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur tilkynnt ríkisflugfélaginu Air Namibia að stjórnvöld í landinu geti ekki lengur styrkt rekstur félagsins.

Primera Air mun fljúga frá Íslandi til Fuerteventura

10. ágúst 2017

|

Primera Air mun hefja leiguflug til Fuerteventura sem er ein af Kanaríeyjunum sjö en ekkert beint flug er í boði í dag milli Íslands og Fuerteventura.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

Alitalia fær 37 milljarða króna lán frá ríkisstjórn Ítalíu

16. október 2017

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur veitt flugfélaginu Alitalia lán upp á 300 milljónir evra til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins sem samsvarar 37 milljörðum króna.

Delta ætlar ekki að borga 300 prósenta refsitolla

16. október 2017

|

Delta Air Lines hefur lýst því yfir að félagið ætli sér ekki að verða við kröfum stjórnvalda í Bandaríkjunum sem hafa farið fram á að þau flugfélög, sem hafa pantað CSeries-þoturnar frá Bombardier, s

Flugi aflýst á Bretlandseyjum á morgun vegna fellibyls

15. október 2017

|

Flugvellir á Bretlandi og á Írlandi búa sig nú undir fellibylinn Ófelíu sem nálgast Bretlandseyjar frá Atlantshafi en loftþrýstingur fellibylsins mælist núna 965 millibör.

Ryanair reynir að fá forstjóra Malaysian aftur til starfa

15. október 2017

|

Ryanair gerir nú tilraun til þess að fá aftur til starfa Peter Bellew og gera hann að rekstrarstjóra félagsins í stað Michael Hickey, sem hefur sagt starfi sínu lausu.

Tyrkir aðstoða Serba við að opna draugaflugvöll

15. október 2017

|

Tyrkir hafa boðist til að taka að sér fjármagna og ljúka við framkvæmdir á draugaflugvelli í Serbíu sem aldrei hefur verið kláraður.

Útlit fyrir að að easyJet fái 25 Airbus-þotur frá Air Berlin

14. október 2017

|

EasyJet mun að öllum líkindum kaupa 25 farþegaþotur úr flota Air Berlin sem allar eru af gerðinni Airbus A320.

Icelandair sér fram á 4.5 milljónir farþega árið 2018

13. október 2017

|

Icelandair gerir ráð fyrir að farþegum með félaginu eigi eftir að fjölga um 11% árið 2018.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00