flugfréttir

Rússneskir flugmenn flykkjast til Kína og Suður-Kóreu

- Reyna að stöðva „leka“ á flugmönnum sem þiggja atvinnutilboð í Asíu

28. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:21

Margir rússneskir flugmenn hafa að undanförnu þegið atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína og Suður-Kóreu

Rússnesk flugfélög eru í miklum vanda þar sem flest þeirra eru að missa rússneska flugmenn yfir til flugfélaga í Kína og Suður-Kóreu sem bjóða þeim nú gull og græna skóga.

Stjórnvöld í Moskvu höfðu á sínum tíma komið í veg fyrir að kínversk flugfélög gætu hirt fleiri rússneska flugmenn yfir landamærin en Kínverjar fundu glufu í kerfinu og hafa náð að ráða rússneska flugmenn til sín í gegnum Bermúda-eyjar þar sem langflestar farþegaþotur í flugflota Rússlands eru skráðar á eyjunum.

Rossiya Airlines, dótturfélag Aeroflot, hefur sent beiðni til flugmálayfirvalda á Bermúda og beðið þá um að hætta að gefa út flugskírteini fyrir rússneska flugmenn sem gefur þeim heimild til að starfa í Kína.

Þá hafa Kínverjar einnig komist yfir aðgang að gangagrunni á Bermúda-eyjum sem geymir upplýsingar um rússneska atvinnuflugmenn sem skráðar hafa verið í tengslum við skráningu á rússneskum farþegaþotum á eyjunni.

Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda þeirra farþega sem fljúga með rússneskum flugfélögum sem hafa sl. misseri pantað fleiri nýjar farþegaþotur en stóra vandamálið er að allt stefnir í að ekki eru til nægilega margir hæfir flugmenn í Rússlandi til að fljúga þeim þotum.  fréttir af handahófi

Skrokkur af DC-9 festist undir brú í Kólumbíu

1. nóvember 2017

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Kólombíu í gær er flugvélaskrokkur, sem verið var að flytja með flutningabíl, festist undir brú á hraðbraut í borginni Bogóta.

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Alitalia fær 37 milljarða króna lán frá ríkisstjórn Ítalíu

16. október 2017

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur veitt flugfélaginu Alitalia lán upp á 300 milljónir evra til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins sem samsvarar 37 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00