flugfréttir

Rússneskir flugmenn flykkjast til Kína og Suður-Kóreu

- Reyna að stöðva „leka“ á flugmönnum sem þiggja atvinnutilboð í Asíu

28. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:21

Margir rússneskir flugmenn hafa að undanförnu þegið atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína og Suður-Kóreu

Rússnesk flugfélög eru í miklum vanda þar sem flest þeirra eru að missa rússneska flugmenn yfir til flugfélaga í Kína og Suður-Kóreu sem bjóða þeim nú gull og græna skóga.

Stjórnvöld í Moskvu höfðu á sínum tíma komið í veg fyrir að kínversk flugfélög gætu hirt fleiri rússneska flugmenn yfir landamærin en Kínverjar fundu glufu í kerfinu og hafa náð að ráða rússneska flugmenn til sín í gegnum Bermúda-eyjar þar sem langflestar farþegaþotur í flugflota Rússlands eru skráðar á eyjunum.

Rossiya Airlines, dótturfélag Aeroflot, hefur sent beiðni til flugmálayfirvalda á Bermúda og beðið þá um að hætta að gefa út flugskírteini fyrir rússneska flugmenn sem gefur þeim heimild til að starfa í Kína.

Þá hafa Kínverjar einnig komist yfir aðgang að gangagrunni á Bermúda-eyjum sem geymir upplýsingar um rússneska atvinnuflugmenn sem skráðar hafa verið í tengslum við skráningu á rússneskum farþegaþotum á eyjunni.

Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda þeirra farþega sem fljúga með rússneskum flugfélögum sem hafa sl. misseri pantað fleiri nýjar farþegaþotur en stóra vandamálið er að allt stefnir í að ekki eru til nægilega margir hæfir flugmenn í Rússlandi til að fljúga þeim þotum.  fréttir af handahófi

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

SpiceJet staðfestir pöntun í 20 Dash-8 Q400 flugvélar

1. október 2017

|

Bombardier hefur fengið staðfestingu í pöntun frá SpiceJet sem indverska flugfélagið lagði inn í sumar í 25 skrúfuflugvélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400.

Norwegian sækir um leyfi fyrir 63 flugleiðum frá Argentínu

18. ágúst 2017

|

Norwegian hefur sótt um leyfir fyrir millilandaflugi á yfir sextíu flugleiðum frá Buenos Aires í Argentínu og þar af til fjórtán áfangastaða í Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00