flugfréttir

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

- Boeing 767 og 737 MAX flughermar koma til landsins á næsta ári

16. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Nýja viðbyggingin í smíðum í Flugvöllum í Hafnarfirði

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Sá fyrri kemur til landsins næsta vor en sá seinni um mitt næsta ár og fara þeir strax í notkun. Jafnframt verða í húsinu kennslustofur, verkleg aðstaða fyrir þjálfun áhafna sem og skrifstofurými. Um er að ræða stálgrindarhús sem verður gert fokhelt í næsta mánuði.

  Flughermar eru notaðir við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna. Þeir eru nákvæmar eftirlíkingar af stjórnklefum viðkomandi flugvélagerðar, þeir líkja eftir flugeiginleikum og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður sem og flug við breytileg veðurskilyrði til að reyna á viðbrögð flugmanna.   

  Fyrir tveimur og hálfu ári tók félagið í notkun Boeing 757-200 flughermi og fluttist þá stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair inn í landið. Rekstur hermisins hefur gengið mjög vel og nýting hans mikil.

Á myndinni sést hvernig nýja byggingin rís við hlið núverandi flughermisbyggingar

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög svo sem FedEx, kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum. TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair sem sér um rekstur á flughermum og öðrum þjálfunarbúnaði.  

  „Frá og með næsta ári mun Icelandair nýta þessar þrjár flugvélagerðir, Boeing 757, Boeing 767 og Boeing 737MAX, í leiðakerfi sínu og því fylgir mikil hagkvæmni að vera með þjálfun flugmanna hér á sama staðnum“, segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland. „Auk þess verða hermarnir leigðir út til þjálfunar flugmanna þeirra fjölmörgu flugfélaga sem nota þessar flugvélategundir“.  

  Í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði starfa alls 130 manns að staðaldri, flestir á vegum tækniþjónustu félagsins, en aðrir við þjálfun og önnur störf. Yfir vetrartímann eru þar allt að 150 starfsmenn við þjálfun á degi hverjum.  fréttir af handahófi

Silk Way segist þurfa 20 júmbó-þotur til viðbótar

9. febrúar 2018

|

Fraktflugfélagið Silk Way Airlines hefur áhyggjur af framtíð júmbó-þotunnar og hefur hvatt Boeing til þess að halda smíði hennar áfram um ókomin ár.

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

2. febrúar 2018

|

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

Flugmenn KLM ekki lengur skyldugir að vera með húfur

18. desember 2017

|

Flugmenn hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines verða ekki lengur skyldugir til þess að nota flugmannahúfurnar sem hafa fylgt flugmönnum félagsins frá stofnun þess.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair eykur við flug til Orlando og Tampa

23. febrúar 2018

|

Icelandair mun frá og með október í haust fljúga daglega til Orlando og fjórum sinnum í viku til Tampa en með því mun félagið auka framboð sitt til þessara áfangastaða í Flórída í Bandaríkjunum um sam

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.