flugfréttir

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

- Boeing 767 og 737 MAX flughermar koma til landsins á næsta ári

16. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Nýja viðbyggingin í smíðum í Flugvöllum í Hafnarfirði

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Sá fyrri kemur til landsins næsta vor en sá seinni um mitt næsta ár og fara þeir strax í notkun. Jafnframt verða í húsinu kennslustofur, verkleg aðstaða fyrir þjálfun áhafna sem og skrifstofurými. Um er að ræða stálgrindarhús sem verður gert fokhelt í næsta mánuði.

  Flughermar eru notaðir við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna. Þeir eru nákvæmar eftirlíkingar af stjórnklefum viðkomandi flugvélagerðar, þeir líkja eftir flugeiginleikum og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður sem og flug við breytileg veðurskilyrði til að reyna á viðbrögð flugmanna.   

  Fyrir tveimur og hálfu ári tók félagið í notkun Boeing 757-200 flughermi og fluttist þá stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair inn í landið. Rekstur hermisins hefur gengið mjög vel og nýting hans mikil.

Á myndinni sést hvernig nýja byggingin rís við hlið núverandi flughermisbyggingar

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög svo sem FedEx, kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum. TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair sem sér um rekstur á flughermum og öðrum þjálfunarbúnaði.  

  „Frá og með næsta ári mun Icelandair nýta þessar þrjár flugvélagerðir, Boeing 757, Boeing 767 og Boeing 737MAX, í leiðakerfi sínu og því fylgir mikil hagkvæmni að vera með þjálfun flugmanna hér á sama staðnum“, segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland. „Auk þess verða hermarnir leigðir út til þjálfunar flugmanna þeirra fjölmörgu flugfélaga sem nota þessar flugvélategundir“.  

  Í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði starfa alls 130 manns að staðaldri, flestir á vegum tækniþjónustu félagsins, en aðrir við þjálfun og önnur störf. Yfir vetrartímann eru þar allt að 150 starfsmenn við þjálfun á degi hverjum.







  fréttir af handahófi

Hækka uppsagnarfrestinn úr sex mánuðum upp í 1 ár

6. september 2017

|

Flugstjórar á Indlandi hafa ákveðið að fara í mál við indversk flugmálayfirvöld sem hafa ákveðið að hækka uppsagnarfrest þeirra úr sex mánuðum upp í tólf mánuði.

Air India hótar að skerða fríðindi starfsmanna sem tala illa um félagið

2. júlí 2017

|

Air India hefur varað fyrrverandi starfsfólk sitt við því að tala illa um félagið sem það vann hjá og hefur stjórn þess hótað því að annars muni það hafa afleiðingar í för með sér.

WOW air mun fljúga til Dallas

6. september 2017

|

WOW air mun hefja beint flug til Dallas í Texas frá og með vorinu 2018.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri

Horizon fellir niður áfangastað vegna skorts á flugmönnum

19. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið Horizon Air hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga milli Colorado Springs og Seattle vegna skorts á flugmönnum.

Loftleiðir semja um leiguverkefni á Samóaeyjum

19. september 2017

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur gert samning um leigu á einni Boeing 737-800 þotu til Polynesean Airlines á Samóaeyjum frá og með nóvember í vetur.

50 nýir flugvellir í Kína fyrir fraktflug fyrir 2020

19. september 2017

|

Kínverjar hafa ekki verið þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur er kemur að framkvæmdum.

United hættir með júmbó-þotuna í næsta mánuði

19. september 2017

|

United Airlines mun fljúga síðasta áætlunarflugið með júmbó-þotunni 29. október en félagið hefur ákveðið að fljúga því næst sérstakt kveðjuflug með Boeing 747 þann 7. nóvember.

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00