flugfréttir

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

- Boeing 767 og 737 MAX flughermar koma til landsins á næsta ári

16. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Nýja viðbyggingin í smíðum í Flugvöllum í Hafnarfirði

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Sá fyrri kemur til landsins næsta vor en sá seinni um mitt næsta ár og fara þeir strax í notkun. Jafnframt verða í húsinu kennslustofur, verkleg aðstaða fyrir þjálfun áhafna sem og skrifstofurými. Um er að ræða stálgrindarhús sem verður gert fokhelt í næsta mánuði.

  Flughermar eru notaðir við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna. Þeir eru nákvæmar eftirlíkingar af stjórnklefum viðkomandi flugvélagerðar, þeir líkja eftir flugeiginleikum og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður sem og flug við breytileg veðurskilyrði til að reyna á viðbrögð flugmanna.   

  Fyrir tveimur og hálfu ári tók félagið í notkun Boeing 757-200 flughermi og fluttist þá stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair inn í landið. Rekstur hermisins hefur gengið mjög vel og nýting hans mikil.

Á myndinni sést hvernig nýja byggingin rís við hlið núverandi flughermisbyggingar

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög svo sem FedEx, kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum. TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair sem sér um rekstur á flughermum og öðrum þjálfunarbúnaði.  

  „Frá og með næsta ári mun Icelandair nýta þessar þrjár flugvélagerðir, Boeing 757, Boeing 767 og Boeing 737MAX, í leiðakerfi sínu og því fylgir mikil hagkvæmni að vera með þjálfun flugmanna hér á sama staðnum“, segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland. „Auk þess verða hermarnir leigðir út til þjálfunar flugmanna þeirra fjölmörgu flugfélaga sem nota þessar flugvélategundir“.  

  Í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði starfa alls 130 manns að staðaldri, flestir á vegum tækniþjónustu félagsins, en aðrir við þjálfun og önnur störf. Yfir vetrartímann eru þar allt að 150 starfsmenn við þjálfun á degi hverjum.  fréttir af handahófi

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Sjálfkeyrandi ökutæki prófað á Heathrow-flugvelli

26. mars 2018

|

IAG Cargo, dótturfélag IAG (International Airlines Group), hefur framkvæmt prófanir með sjálfkeyrandi ökutæki á Heathrow-flugvellinum í London sem gæti mögulega ekið sjálft á milli stæða með smávörur

Etihad sækir um lán vegna kaupa á yfir 50 Dreamliner-þotum

5. júní 2018

|

Etihad Airways hefur sótt um fjárhagsaðstoð í formi láns til að fjármagna afhendingar á nýjum farþegaþotum frá Boeing að andvirði 104 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00