flugfréttir

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

- Boeing 767 og 737 MAX flughermar koma til landsins á næsta ári

16. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Nýja viðbyggingin í smíðum í Flugvöllum í Hafnarfirði

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Sá fyrri kemur til landsins næsta vor en sá seinni um mitt næsta ár og fara þeir strax í notkun. Jafnframt verða í húsinu kennslustofur, verkleg aðstaða fyrir þjálfun áhafna sem og skrifstofurými. Um er að ræða stálgrindarhús sem verður gert fokhelt í næsta mánuði.

  Flughermar eru notaðir við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna. Þeir eru nákvæmar eftirlíkingar af stjórnklefum viðkomandi flugvélagerðar, þeir líkja eftir flugeiginleikum og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður sem og flug við breytileg veðurskilyrði til að reyna á viðbrögð flugmanna.   

  Fyrir tveimur og hálfu ári tók félagið í notkun Boeing 757-200 flughermi og fluttist þá stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair inn í landið. Rekstur hermisins hefur gengið mjög vel og nýting hans mikil.

Á myndinni sést hvernig nýja byggingin rís við hlið núverandi flughermisbyggingar

Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög svo sem FedEx, kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum. TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair sem sér um rekstur á flughermum og öðrum þjálfunarbúnaði.  

  „Frá og með næsta ári mun Icelandair nýta þessar þrjár flugvélagerðir, Boeing 757, Boeing 767 og Boeing 737MAX, í leiðakerfi sínu og því fylgir mikil hagkvæmni að vera með þjálfun flugmanna hér á sama staðnum“, segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland. „Auk þess verða hermarnir leigðir út til þjálfunar flugmanna þeirra fjölmörgu flugfélaga sem nota þessar flugvélategundir“.  

  Í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði starfa alls 130 manns að staðaldri, flestir á vegum tækniþjónustu félagsins, en aðrir við þjálfun og önnur störf. Yfir vetrartímann eru þar allt að 150 starfsmenn við þjálfun á degi hverjum.  fréttir af handahófi

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Berlin mun hætta að fljúga 28. október

10. október 2017

|

Síðasti dagur í rekstri Air Berlin hefur verið ákveðinn sem er
28. október en eftir þann dag mun félagið ekki fljúga meira í kjölfar gjaldþrots þess.

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

23. nóvember 2017

|

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Airbus A319 þotan yfir til EasyJet Europe

23. nóvember 2017

|

EasyJet Europe hefur fengið fyrstu Airbus A319 þotuna í flota sinn en félagið var stofnað í júlí í sumar í kjölfar ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu.

Ólíklegt að Brandenburg-flugvöllur opni fyrir árið 2021

23. nóvember 2017

|

Svo gæti farið að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín muni ekki opna fyrr en eftir 4 ár eða árið 2021.

Fyrsta erlenda pöntunin í Mil Mi-171A2 þyrluna

23. nóvember 2017

|

Rússar hafa fengið fyrstu erlendu pöntunina í Mi-171A2 þyrluna sem kemur frá fyrirtækinu Vectra Group á Indlandi sem hefur pantað eina slíka þyrlu.

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

Lufthansa framlengir júmbó-flugi milli Frankfurt og Berlínar

22. nóvember 2017

|

Lufthansa hefur ákveðið að framlengja júmbó-þotu flugi sínu milli Frankfurt og Tegel-flugvallarins í Berlín fram í desember vegna mikillar eftirspurnar á flugi milli þýsku borganna tveggja.

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Flugslys meðal heimasmíðaðra flugvéla nær sögulegu lágmarki

21. nóvember 2017

|

Flugslysum hefur fækkað verulega vestanhafs þar sem heimasmíðaðar flugvélar eiga í hlut en á fjórum árum hefur slysum fækkað um 47 prósent í þessum flokki.

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.