flugfréttir

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

- Flugvöllurinn í Genf krefur Air Berlin um fyrirframgreiðslu á gjöldum

19. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Talsmaður flugvallarins í Genf segir að flugstjóranum verði fylgt í hraðbanka ef hann hefur ekki reiðufé til að greiða lendingargjöld

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu- og lendingargjöld úr sínum vasa á staðnum.

Flugvöllurinn sem um ræðir er völlurinn í Genf í Sviss en fram kemur að þetta sé gert í kjölfar gjaldþrot félagsins sl. þriðjudag en dæmi eru um að flugvellir fari fram á fyrirframgreiðslu í kjölfar gjaldþrots flugfélaga og einnig ef viðkomandi félag hefur átt í alvarlegum rekstarerfiðleikum.

Bertrand Stämpfli, talsmaður flugvallarins í Genf, segir að ef flugvöllurinn sé ekki búinn að fá millifærslu frá stjórn Air Berlin þá muni starfsmaður vallarins krefja flugstjórann um greiðsluna.

Ef flugstjóranum hefur ekki upphæðina á sér í reiðufé þá mun starfsmaður flugvallarins veita honum fylgd út í næsta hraðbanka þar sem hann fær tækifæri á að taka upphæðina út af sínum eigin bankareikning en um er að ræða 55.000 krónur sem Air Berlin greiðir að meðaltali á hverja flugvél sem lendir í Genf.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Þýskalands lánað félaginu 18 milljarða króna sem mun duga félaginu til þriggja mánaða á meðan verið er að leita að nýjum eigendum en nokkur flugfélög hafa sýnt Air Berlin áhuga.

Þess má geta að þá daga þar sem óvissa ríkti um framhald SAS í nóvember árið 2012 þá voru flugstjórar látnir fá reiðufé til að hafa á sér í flugi til fjarlægra áfangastaða svo þeir gætu greidd eldsneyti ef félagið yrði gjaldþrota á meðan.

Þá lenti Swissair einnig í sambærilegum aðstæðum þar sem flugvellir neituðu að afgreiða vélar félagsins um eldsneyti en félagið varð gjaldþrota í mars árið 2002.  fréttir af handahófi

Ryanair sækir um breskt flugrekstarleyfi

4. janúar 2018

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur sótt um breskt flugrekstrarleyfi til að tryggja sig fyrir þeim áhrifum sem útganga Breta frá Evrópusambandinu getur haft í för með sér.

Starfsmenn Cargolux fá bónusgreiðslu fyrir jól

4. desember 2017

|

Cargolux hefur greitt út árlegan bónus til starfsmanna sem nemur eingreiðslu upp 2.500 evrur sem samsvarar 306.000 krónum.

Airbus kaupir þjálfunarmiðstöð í Colorado

7. janúar 2018

|

Airbus mun á næstunni opna fyrstu flugþjálfunarmiðstöð sína á vesturströnd Bandaríkjanna en flugvélaframleiðandinn evrópski hefur fjárfest í fyrirtækinu Strategic Simulations Solutions í Aurora í Col

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair eykur við flug til Orlando og Tampa

23. febrúar 2018

|

Icelandair mun frá og með október í haust fljúga daglega til Orlando og fjórum sinnum í viku til Tampa en með því mun félagið auka framboð sitt til þessara áfangastaða í Flórída í Bandaríkjunum um sam

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.