flugfréttir

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

- Flugvöllurinn í Genf krefur Air Berlin um fyrirframgreiðslu á gjöldum

19. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Talsmaður flugvallarins í Genf segir að flugstjóranum verði fylgt í hraðbanka ef hann hefur ekki reiðufé til að greiða lendingargjöld

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu- og lendingargjöld úr sínum vasa á staðnum.

Flugvöllurinn sem um ræðir er völlurinn í Genf í Sviss en fram kemur að þetta sé gert í kjölfar gjaldþrot félagsins sl. þriðjudag en dæmi eru um að flugvellir fari fram á fyrirframgreiðslu í kjölfar gjaldþrots flugfélaga og einnig ef viðkomandi félag hefur átt í alvarlegum rekstarerfiðleikum.

Bertrand Stämpfli, talsmaður flugvallarins í Genf, segir að ef flugvöllurinn sé ekki búinn að fá millifærslu frá stjórn Air Berlin þá muni starfsmaður vallarins krefja flugstjórann um greiðsluna.

Ef flugstjóranum hefur ekki upphæðina á sér í reiðufé þá mun starfsmaður flugvallarins veita honum fylgd út í næsta hraðbanka þar sem hann fær tækifæri á að taka upphæðina út af sínum eigin bankareikning en um er að ræða 55.000 krónur sem Air Berlin greiðir að meðaltali á hverja flugvél sem lendir í Genf.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Þýskalands lánað félaginu 18 milljarða króna sem mun duga félaginu til þriggja mánaða á meðan verið er að leita að nýjum eigendum en nokkur flugfélög hafa sýnt Air Berlin áhuga.

Þess má geta að þá daga þar sem óvissa ríkti um framhald SAS í nóvember árið 2012 þá voru flugstjórar látnir fá reiðufé til að hafa á sér í flugi til fjarlægra áfangastaða svo þeir gætu greidd eldsneyti ef félagið yrði gjaldþrota á meðan.

Þá lenti Swissair einnig í sambærilegum aðstæðum þar sem flugvellir neituðu að afgreiða vélar félagsins um eldsneyti en félagið varð gjaldþrota í mars árið 2002.  fréttir af handahófi

Júmbó-þota fór út af braut í flugtaki

12. nóvember 2017

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F frá Saudia Cargo fór út af braut í flugtaki á flugvellinum í Maastricht í hollandi í gærkvöldi.

Brotlenti nálægt minningarathöfn um flugslysið í Andesfjöllum

11. október 2017

|

Flugvél af gerðinni Piper Cub brotlenti í sjónum skammt undan borginni Montevideo í Uruguay sl. sunnudag, skammt frá sextán manna hópi eftirlifenda sem lifðu af flugslysið í Andesfjöllum árið 1972 se

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

22. september 2017

|

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Airbus A319 þotan yfir til EasyJet Europe

23. nóvember 2017

|

EasyJet Europe hefur fengið fyrstu Airbus A319 þotuna í flota sinn en félagið var stofnað í júlí í sumar í kjölfar ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu.

Ólíklegt að Brandenburg-flugvöllur opni fyrir árið 2021

23. nóvember 2017

|

Svo gæti farið að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín muni ekki opna fyrr en eftir 4 ár eða árið 2021.

Fyrsta erlenda pöntunin í Mil Mi-171A2 þyrluna

23. nóvember 2017

|

Rússar hafa fengið fyrstu erlendu pöntunina í Mi-171A2 þyrluna sem kemur frá fyrirtækinu Vectra Group á Indlandi sem hefur pantað eina slíka þyrlu.

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

Lufthansa framlengir júmbó-flugi milli Frankfurt og Berlínar

22. nóvember 2017

|

Lufthansa hefur ákveðið að framlengja júmbó-þotu flugi sínu milli Frankfurt og Tegel-flugvallarins í Berlín fram í desember vegna mikillar eftirspurnar á flugi milli þýsku borganna tveggja.

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Flugslys meðal heimasmíðaðra flugvéla nær sögulegu lágmarki

21. nóvember 2017

|

Flugslysum hefur fækkað verulega vestanhafs þar sem heimasmíðaðar flugvélar eiga í hlut en á fjórum árum hefur slysum fækkað um 47 prósent í þessum flokki.

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.