flugfréttir

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

- Flugvöllurinn í Genf krefur Air Berlin um fyrirframgreiðslu á gjöldum

19. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Talsmaður flugvallarins í Genf segir að flugstjóranum verði fylgt í hraðbanka ef hann hefur ekki reiðufé til að greiða lendingargjöld

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu- og lendingargjöld úr sínum vasa á staðnum.

Flugvöllurinn sem um ræðir er völlurinn í Genf í Sviss en fram kemur að þetta sé gert í kjölfar gjaldþrot félagsins sl. þriðjudag en dæmi eru um að flugvellir fari fram á fyrirframgreiðslu í kjölfar gjaldþrots flugfélaga og einnig ef viðkomandi félag hefur átt í alvarlegum rekstarerfiðleikum.

Bertrand Stämpfli, talsmaður flugvallarins í Genf, segir að ef flugvöllurinn sé ekki búinn að fá millifærslu frá stjórn Air Berlin þá muni starfsmaður vallarins krefja flugstjórann um greiðsluna.

Ef flugstjóranum hefur ekki upphæðina á sér í reiðufé þá mun starfsmaður flugvallarins veita honum fylgd út í næsta hraðbanka þar sem hann fær tækifæri á að taka upphæðina út af sínum eigin bankareikning en um er að ræða 55.000 krónur sem Air Berlin greiðir að meðaltali á hverja flugvél sem lendir í Genf.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Þýskalands lánað félaginu 18 milljarða króna sem mun duga félaginu til þriggja mánaða á meðan verið er að leita að nýjum eigendum en nokkur flugfélög hafa sýnt Air Berlin áhuga.

Þess má geta að þá daga þar sem óvissa ríkti um framhald SAS í nóvember árið 2012 þá voru flugstjórar látnir fá reiðufé til að hafa á sér í flugi til fjarlægra áfangastaða svo þeir gætu greidd eldsneyti ef félagið yrði gjaldþrota á meðan.

Þá lenti Swissair einnig í sambærilegum aðstæðum þar sem flugvellir neituðu að afgreiða vélar félagsins um eldsneyti en félagið varð gjaldþrota í mars árið 2002.  fréttir af handahófi

Boeing hækkar spá sína fyrir þörf á nýjum flugvélum í Kína

6. september 2017

|

Boeing spái enn meiri þörf fyrir nýjum flugvélum í Kína og hefur flugvélaframleiðandinn uppfært spánna fyrir næstu 20 árin.

Flugmenn Air Canada rugluðust á flugbraut og taxiway í lendingu

11. júlí 2017

|

Farþegaþota frá Air Canada var næstum því búin að lenda á akstursbraut á flugvellinum í San Francisco sl. föstudag en að minnsta kosti fjórar flugvélar voru á brautinni (taxiway) þegar Air Canada vé

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri

Horizon fellir niður áfangastað vegna skorts á flugmönnum

19. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið Horizon Air hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga milli Colorado Springs og Seattle vegna skorts á flugmönnum.

Loftleiðir semja um leiguverkefni á Samóaeyjum

19. september 2017

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur gert samning um leigu á einni Boeing 737-800 þotu til Polynesean Airlines á Samóaeyjum frá og með nóvember í vetur.

50 nýir flugvellir í Kína fyrir fraktflug fyrir 2020

19. september 2017

|

Kínverjar hafa ekki verið þekktir fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur er kemur að framkvæmdum.

United hættir með júmbó-þotuna í næsta mánuði

19. september 2017

|

United Airlines mun fljúga síðasta áætlunarflugið með júmbó-þotunni 29. október en félagið hefur ákveðið að fljúga því næst sérstakt kveðjuflug með Boeing 747 þann 7. nóvember.

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00