flugfréttir

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

- Flugvöllurinn í Genf krefur Air Berlin um fyrirframgreiðslu á gjöldum

19. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Talsmaður flugvallarins í Genf segir að flugstjóranum verði fylgt í hraðbanka ef hann hefur ekki reiðufé til að greiða lendingargjöld

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu- og lendingargjöld úr sínum vasa á staðnum.

Flugvöllurinn sem um ræðir er völlurinn í Genf í Sviss en fram kemur að þetta sé gert í kjölfar gjaldþrot félagsins sl. þriðjudag en dæmi eru um að flugvellir fari fram á fyrirframgreiðslu í kjölfar gjaldþrots flugfélaga og einnig ef viðkomandi félag hefur átt í alvarlegum rekstarerfiðleikum.

Bertrand Stämpfli, talsmaður flugvallarins í Genf, segir að ef flugvöllurinn sé ekki búinn að fá millifærslu frá stjórn Air Berlin þá muni starfsmaður vallarins krefja flugstjórann um greiðsluna.

Ef flugstjóranum hefur ekki upphæðina á sér í reiðufé þá mun starfsmaður flugvallarins veita honum fylgd út í næsta hraðbanka þar sem hann fær tækifæri á að taka upphæðina út af sínum eigin bankareikning en um er að ræða 55.000 krónur sem Air Berlin greiðir að meðaltali á hverja flugvél sem lendir í Genf.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Þýskalands lánað félaginu 18 milljarða króna sem mun duga félaginu til þriggja mánaða á meðan verið er að leita að nýjum eigendum en nokkur flugfélög hafa sýnt Air Berlin áhuga.

Þess má geta að þá daga þar sem óvissa ríkti um framhald SAS í nóvember árið 2012 þá voru flugstjórar látnir fá reiðufé til að hafa á sér í flugi til fjarlægra áfangastaða svo þeir gætu greidd eldsneyti ef félagið yrði gjaldþrota á meðan.

Þá lenti Swissair einnig í sambærilegum aðstæðum þar sem flugvellir neituðu að afgreiða vélar félagsins um eldsneyti en félagið varð gjaldþrota í mars árið 2002.  fréttir af handahófi

Aðalheiður Kristinsdóttir nýr forstöðumaður hjá Icelandair

9. apríl 2018

|

Aðalheiður Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sölustýringar (Global Sales) Icelandair.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

Venezúela bannar Copa Airlines að fljúga til landsins

8. apríl 2018

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama hefur hætt öllu flugi til Venezúela og er landið því orðið enn einangraðra er kemur að flugsamgöngum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00