flugfréttir

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

- Boeing 737 og einkaþota rákust saman í sömu flughæð árið 2015

22. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:56

Flugslysið átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 737 og einkaþota af gerðinni British Aerospace 125.

Talið er að hæðarmælir einkaþotunnar hafi verið rangt stilltur eða mögulega verið gallaður sem orsakaði slysið en flak einkaþoturnnar fannst aldrei þrátt fyrir leit en vélin var komin í ranga flughæð.

Einkaþotan var að fljúga sjúkraflug frá Ougadougou, höfuðborg Burkína Fasó, til Dakar í Senegal og var vélin á vesturleið eftir flugleið UA601 en á sama tíma var Boeing 737-800 þota frá Ceiba International að mæta henni á sömu flugleið en sú vél fór í loftið frá Dakar og var á leið til Benín.

Flugmennirnir á einkaþotunni höfðu fengið fyrirmæli um að halda sig í 34.000 fetum en þrátt fyrir það þá rakst vélin á Boeing 737 þotuna í 35.000 feta hæð með þeim afleiðingum að 1 meter af vængenda Boeing 737 vélarinnar rifnaði af.

Vænglingur á Boeing 737-800 þotunni eftir áreksturinn

Þrátt fyrir áreksturinn, sem átti sér stað í lofthelginni yfir Senegal, þá hélt einkaþotan áfram í átt að Dakar en hún lækkaði aldrei flughæðina, hélt áfram út á Atlantshaf þar til hún fór að missa hæð og fórst í hafið u.þ.b. 55 mínútum síðar.

Flak vélarinnar fannst aldrei en rannsóknarnefnd flugslysa í Senegal telur að hæðarmálar vélarinnar hafi verið gallaður og sýnt ranga flughæð en það hefði mögulega verið hægt að sanna ef flugritar vélarinnar hefðu fundist.

Fram kemur að ekki náðist í flugmenn einkaþotunnar eftir áreksturinn og allar tilraunir til að ná til þeirra með mismunandi leiðum hafi ekki borið árangur en meðal annars var reynt að láta flugmenn á öðrum flugvélum, sem voru staddar í nágrenninu, hafa samband við áhöfnina.

Talið er að þrýsingur um borð í vélinni hafi fallið niður við áreksturinn og orsakað súrefnisskort um borð en það er þó aðeins tilgáta sem ekki er hægt að sanna nema nálgast flugrita vélarinnar.

Kort af flugleiðinni þar sem vélarnar rákust saman

Flugumferðarstjórar höfðu látið flugmennina skipta nokkrum sinnum um flughæð til að tryggja vellíðan sjúklingsins um borð þar sem vélin var að reyna forðast ókyrrð á leiðinni.

40 mínútum fyrir áreksturinn höfðu flugmennirnir fengið tilmæli um að halda sig í 34.000 fetum en þá var vélin á svæði sem kemur ekki fram á ratsjá. Þegar vélin kom inn á radar yfir Senegal tóku þeir eftir að hún var í 35.000 fetum sem var sama flughæð og Boeing 737-800 þotan var í er hún flaug sömu leið til austurs.

Flugritar Boeing 737 þotunnar sýndu að vélin hefði tekið á sig snögglega beygju sem sjálfstýringin leiðrétti strax í kjölfarið sem er talið vera vegna árekstursins er vélin fór með vænginn utan í einkaþotuna.

Flugmenn Boeing 737 þotunnar ákváðu í kjölfarið að lenda í Malabo í Miðbaugs-Gíneu eftir 3:28 klukkustunda flug með brotinn vængling en þar eru höfuðstöðvar flugfélagsins Ceiba Intercontinental.

Sjö manns voru um borð í British Aerospace 125 einkaþotunni en flak vélarinnar er talið vera á hafsbotni undan ströndum Dakar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga