flugfréttir

47 flugbrautartruflanir skráðar á Schiphol í fyrra

23. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Óvenju mörg atvik áttu sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í fyrra þar sem flugvélar eða flugvallarökutæki fóru inn á flugbraut án heimildar en alls voru 47 slík atvik skráð árið 2016.

Fjölmiðlar í Hollandi hafa fjallað um málið og varpað fram þeirri spurningu hvort öryggismálin séu í ólagi eða hvað valdi þessari háu tíðni.

Flugbrautartruflanir, nefnast á ensku „runway incursion“, og er átt við þegar farartæki á borð við flugvél eða bíl er ekið án heimildar frá flugturni inn á flugbraut sem er í notkun sem getur skapað mikla hættu ef flugvél er að lenda á brautinni eða hafa sig á loft.

„Það er nauðsynlegt að tilkynna öll þessi atvik í þeim tilgangi að hægt sé að gera varúðarráðstafanir og koma í veg fyrir að þau endirtaki sig svo hægt sé að bæta öryggið“, segir í tilkynningu frá hollensku flugumferðar

Allar flugbrautirnar á Schiphol-flugvellinum eru útbúnar með flugbrautartruflunarvara („Runway Incursion Alerting System Schiphol“) sem nefnist RIASS sem virkar á þann hátt að flugturninn fær sjálfkrafa boð ef það er eitthvað á brautinni sem skapar hættu fyrir flugvélar.

Flugbrautartruflanir eru flokkaðar niður í fjóra flokka eftir alvarleika, A, B, C og D og er flokkur A sá alvarlegasti en flokkur D er mildasti flokkurinn þar sem ekki stafaði bein hætta af atvikinu.

Af þeim 47 flugbrautartruflunum sem áttu sér stað árið 2016 á Schiphol-flugvellinum þá eru 36 atvik skráð í flokk D, ellefu atvik í flokk C en engin atvik í flokk A og B.

Árið 2015 voru einnig 36 atvik skráð í flokk D en aðeins fimm í flokk C og eitt atvik flokkaðist sem B-atvik.  fréttir af handahófi

Alaska Air Cargo fær fyrstu Boeing 737-700 fraktþotu heims

28. september 2017

|

Alaska Air Cargo hefur kynnt til sögunnar fyrstu Boeing 737-700 þotuna sem hefur verið breytt í fraktþotu.

Risaþota Emirates of lágt í aðflugi að flugvelli í Moskvu

18. september 2017

|

Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í gær er Airbus A380 risaþota frá Emirates var komin í aðeins 400 feta hæð yfir jörðu í aðflugi í 14 kílómetra fjarlægð (8nm) frá Domodedovo-flugvellinum

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00