flugfréttir

47 flugbrautartruflanir skráðar á Schiphol í fyrra

23. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Óvenju mörg atvik áttu sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í fyrra þar sem flugvélar eða flugvallarökutæki fóru inn á flugbraut án heimildar en alls voru 47 slík atvik skráð árið 2016.

Fjölmiðlar í Hollandi hafa fjallað um málið og varpað fram þeirri spurningu hvort öryggismálin séu í ólagi eða hvað valdi þessari háu tíðni.

Flugbrautartruflanir, nefnast á ensku „runway incursion“, og er átt við þegar farartæki á borð við flugvél eða bíl er ekið án heimildar frá flugturni inn á flugbraut sem er í notkun sem getur skapað mikla hættu ef flugvél er að lenda á brautinni eða hafa sig á loft.

„Það er nauðsynlegt að tilkynna öll þessi atvik í þeim tilgangi að hægt sé að gera varúðarráðstafanir og koma í veg fyrir að þau endirtaki sig svo hægt sé að bæta öryggið“, segir í tilkynningu frá hollensku flugumferðar

Allar flugbrautirnar á Schiphol-flugvellinum eru útbúnar með flugbrautartruflunarvara („Runway Incursion Alerting System Schiphol“) sem nefnist RIASS sem virkar á þann hátt að flugturninn fær sjálfkrafa boð ef það er eitthvað á brautinni sem skapar hættu fyrir flugvélar.

Flugbrautartruflanir eru flokkaðar niður í fjóra flokka eftir alvarleika, A, B, C og D og er flokkur A sá alvarlegasti en flokkur D er mildasti flokkurinn þar sem ekki stafaði bein hætta af atvikinu.

Af þeim 47 flugbrautartruflunum sem áttu sér stað árið 2016 á Schiphol-flugvellinum þá eru 36 atvik skráð í flokk D, ellefu atvik í flokk C en engin atvik í flokk A og B.

Árið 2015 voru einnig 36 atvik skráð í flokk D en aðeins fimm í flokk C og eitt atvik flokkaðist sem B-atvik.  fréttir af handahófi

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

3. júlí 2018

|

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands

Einkaþota rann út af braut á flugvellinum í Tegucigalpa

22. maí 2018

|

Allir komust lífs af er einkaþota af gerðinni Gulfstream G200 Galaxy rann út af flugbraut lendingu á Toncontín-flugvellinum í Tegucigalpa í Hondúras í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.