flugfréttir

47 flugbrautartruflanir skráðar á Schiphol í fyrra

23. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Óvenju mörg atvik áttu sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í fyrra þar sem flugvélar eða flugvallarökutæki fóru inn á flugbraut án heimildar en alls voru 47 slík atvik skráð árið 2016.

Fjölmiðlar í Hollandi hafa fjallað um málið og varpað fram þeirri spurningu hvort öryggismálin séu í ólagi eða hvað valdi þessari háu tíðni.

Flugbrautartruflanir, nefnast á ensku „runway incursion“, og er átt við þegar farartæki á borð við flugvél eða bíl er ekið án heimildar frá flugturni inn á flugbraut sem er í notkun sem getur skapað mikla hættu ef flugvél er að lenda á brautinni eða hafa sig á loft.

„Það er nauðsynlegt að tilkynna öll þessi atvik í þeim tilgangi að hægt sé að gera varúðarráðstafanir og koma í veg fyrir að þau endirtaki sig svo hægt sé að bæta öryggið“, segir í tilkynningu frá hollensku flugumferðar

Allar flugbrautirnar á Schiphol-flugvellinum eru útbúnar með flugbrautartruflunarvara („Runway Incursion Alerting System Schiphol“) sem nefnist RIASS sem virkar á þann hátt að flugturninn fær sjálfkrafa boð ef það er eitthvað á brautinni sem skapar hættu fyrir flugvélar.

Flugbrautartruflanir eru flokkaðar niður í fjóra flokka eftir alvarleika, A, B, C og D og er flokkur A sá alvarlegasti en flokkur D er mildasti flokkurinn þar sem ekki stafaði bein hætta af atvikinu.

Af þeim 47 flugbrautartruflunum sem áttu sér stað árið 2016 á Schiphol-flugvellinum þá eru 36 atvik skráð í flokk D, ellefu atvik í flokk C en engin atvik í flokk A og B.

Árið 2015 voru einnig 36 atvik skráð í flokk D en aðeins fimm í flokk C og eitt atvik flokkaðist sem B-atvik.  fréttir af handahófi

China Southern hættir með Boeing 757

23. desember 2017

|

China Southern Airlines mun í dag fljúga síðasta flugið með Boeing 757 en flugfélagið kínverska hefur haft Boeing 757 í flota sínum í 26 ár eða frá árinu 1991.

Ryanair mun yfirgefa Glasgow - Hætta flugi til 20 borga í haust

28. febrúar 2018

|

Ryanair ætlar sér að hætta með Glasgow sem bækistöð en við það munu umsvif félagsins um völlinn dragast saman umtalsvert og gætu allt að 300 manns misst vinnuna sína vegna þessa.

Ljósmynd af tveimur Boeing 737 sem fóru of nálægt hvor annarri

5. febrúar 2018

|

Tyrkneskur flugvélaljósmyndari náði ljósmynd af alvarlegu atviki er tvær farþegaþotur, sem báðar eru af gerðinni Boeing 737, fóru mjög nálægt hvor annarri við Ataturk-flugvöllinn í Istanbul sl. föst

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.