flugfréttir

47 flugbrautartruflanir skráðar á Schiphol í fyrra

23. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Óvenju mörg atvik áttu sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í fyrra þar sem flugvélar eða flugvallarökutæki fóru inn á flugbraut án heimildar en alls voru 47 slík atvik skráð árið 2016.

Fjölmiðlar í Hollandi hafa fjallað um málið og varpað fram þeirri spurningu hvort öryggismálin séu í ólagi eða hvað valdi þessari háu tíðni.

Flugbrautartruflanir, nefnast á ensku „runway incursion“, og er átt við þegar farartæki á borð við flugvél eða bíl er ekið án heimildar frá flugturni inn á flugbraut sem er í notkun sem getur skapað mikla hættu ef flugvél er að lenda á brautinni eða hafa sig á loft.

„Það er nauðsynlegt að tilkynna öll þessi atvik í þeim tilgangi að hægt sé að gera varúðarráðstafanir og koma í veg fyrir að þau endirtaki sig svo hægt sé að bæta öryggið“, segir í tilkynningu frá hollensku flugumferðar

Allar flugbrautirnar á Schiphol-flugvellinum eru útbúnar með flugbrautartruflunarvara („Runway Incursion Alerting System Schiphol“) sem nefnist RIASS sem virkar á þann hátt að flugturninn fær sjálfkrafa boð ef það er eitthvað á brautinni sem skapar hættu fyrir flugvélar.

Flugbrautartruflanir eru flokkaðar niður í fjóra flokka eftir alvarleika, A, B, C og D og er flokkur A sá alvarlegasti en flokkur D er mildasti flokkurinn þar sem ekki stafaði bein hætta af atvikinu.

Af þeim 47 flugbrautartruflunum sem áttu sér stað árið 2016 á Schiphol-flugvellinum þá eru 36 atvik skráð í flokk D, ellefu atvik í flokk C en engin atvik í flokk A og B.

Árið 2015 voru einnig 36 atvik skráð í flokk D en aðeins fimm í flokk C og eitt atvik flokkaðist sem B-atvik.  fréttir af handahófi

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.

Þotur frá Qatar Airways koma farþegum Monarch til bjargar

2. október 2017

|

Breska flugfélagið Monarch Airlines býður þess að lokaniðurstaða verði tekin varðandi framtíð þess en flugferðaleyfi félagsins rann út á miðnætti í nótt.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00