flugfréttir

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

- Telur að evrópsk flugfélög eigi eftir að hverfa í samruna eða verða gjaldþrota

29. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

„Auðvitað verður Ryanair eitt þessara fimm flugfélaga og það sama má segja um easyJet“, segir O´Leary, sem er ósáttur við hvernig kaupin ætla að þróast með sölu á Air Berlin.

Ryanair er eitt þeirra sex flugfélaga sem hefur sent tilboð í Air Berlin en félagið hefur ekki fengið boð um frekari viðræður og segir O´Leary að allt stefna í það að Lufthansa fái fyrsta forgang en önnur flugfélög sem hafa gert tilboð í Air Berlin eru Thomas Cook, Condor og easyJet.

O´Leary spáir því að eftir hálfan áratug verði flugfélögin í Evrópu aðeins fimm; Ryanair, easyJet, Lufthansa, Air France-KLM og IAG sem er eignarhaldsfélag British Airways, Iberia og Vueling.

Ryanair hefur ekki fengið boð um að taka þátt í viðræðum vegna sölu á
Air Berlin

O´Leary telur að hin flugfélögin í Evrópu muni hverfa af sjónarsviðinu í samruna og sé Air Berlin langt frá því að vera seinasti „dómínó-kubburinn“ til þess að falla en á sama tíma telur hann að önnur flugfélög muni verða fórnarlamb samkeppninnar frá öðrum flugfélögum.

Segir að Þýskaland sé að breytast í bananalýðveldi í fluginu

Bent er á að eitt sinn hafði hvert einasta land í Evrópu sitt eigið flugfélag en O´Leary bendir á að það sé liðin tíð en lágfargjaldarflugfélög í Evrópu hafa í dag tekið yfir markaðinn af ríkisflugfélögunum og gert þeim erfitt uppdráttar.

Á sama tíma hafa stærstu flugfélögin í Miðausturlöndum gert innreið sína inn í Evrópulönd og tekið yfir markaðinn af stórum flugfélögum á borð við Lufthansa er kemur að flugi til Asíu.

Kenny Jacobs, markaðsstjóri Ryanair, segir að Þýskaland sé að verða bananalýðveldi í fluginu í Evrópu þar sem allt stefnir í að Lufthansa muni fá allt upp í hendurnar úr þrotabúi Air Berlin.

„Við erum stærsta flugfélag í Evrópu og með sterkustu stöðuna á markaðnum og okkur hefur ekki verið boðið í viðræðurnar“, sagði Jacobs á blaðamannafundi sem fram fór í dag.

Ryanair hefur einnig gert tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia

Á sama tíma er Ryanair að vinna að lokatilboði í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að gera tilboð í það félag rennur einnig út í september en ítalska dagblaðið La Stampa lýsti því yfir í gær að Ryanair, easyJet og Lufthansa hafi sýnt áhuga á yfirtöku á Alitalia og sé möguleiki á að búið verði að ganga frá sölunni í nóvember.

Lufthansa sækist eftir öllum breiðþotum úr flota Air Berlin

Lufthansa hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allar breiðþotur úr flota Air Berlin en um er að ræða 17 þotur af gerðinni Airbus A330-200.

Þetta er haft eftir heimildarmanni sem er kunnugur málinu en gjaldþrotanefnd Air Berlin hefur lýst því yfir að frestur til að koma með tilboð í rekstur og eigur Air Berlin rennur út þann 15. september.

Um sex flugfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir starfsemi Air Berlin bæði í heilu lagi eða að hluta til en margt bendir til þess að Lufthansa muni hljóta vinninginn.

Lufthansa hefur sérstaklega mikinn áhuga á að taka yfir langflugsleiðum Air Berlin til Norður-Ameríku frá þýskum borgum til áfangastaða á borð við New York og Washington.

Air Berlin hefur 140 flugvélar á leigu í flota sínum og hefur Lufthansa áhuga á að taka yfir rekstur á 90 af þeim þotum og þar að auki 38 vélum úr flota Niki.  fréttir af handahófi

Flugi aflýst á Bretlandseyjum á morgun vegna fellibyls

15. október 2017

|

Flugvellir á Bretlandi og á Írlandi búa sig nú undir fellibylinn Ófelíu sem nálgast Bretlandseyjar frá Atlantshafi en loftþrýstingur fellibylsins mælist núna 965 millibör.

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

WOW air mun fljúga á JFK

7. nóvember 2017

|

WOW air mun hefja flug um John F. Kennedy flugvöllinn í New York sem verður annar flugvöllurinn í borginni sem aldrei sefur sem félagið flýgur til.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00