flugfréttir

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

- Telur að evrópsk flugfélög eigi eftir að hverfa í samruna eða verða gjaldþrota

29. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

„Auðvitað verður Ryanair eitt þessara fimm flugfélaga og það sama má segja um easyJet“, segir O´Leary, sem er ósáttur við hvernig kaupin ætla að þróast með sölu á Air Berlin.

Ryanair er eitt þeirra sex flugfélaga sem hefur sent tilboð í Air Berlin en félagið hefur ekki fengið boð um frekari viðræður og segir O´Leary að allt stefna í það að Lufthansa fái fyrsta forgang en önnur flugfélög sem hafa gert tilboð í Air Berlin eru Thomas Cook, Condor og easyJet.

O´Leary spáir því að eftir hálfan áratug verði flugfélögin í Evrópu aðeins fimm; Ryanair, easyJet, Lufthansa, Air France-KLM og IAG sem er eignarhaldsfélag British Airways, Iberia og Vueling.

Ryanair hefur ekki fengið boð um að taka þátt í viðræðum vegna sölu á
Air Berlin

O´Leary telur að hin flugfélögin í Evrópu muni hverfa af sjónarsviðinu í samruna og sé Air Berlin langt frá því að vera seinasti „dómínó-kubburinn“ til þess að falla en á sama tíma telur hann að önnur flugfélög muni verða fórnarlamb samkeppninnar frá öðrum flugfélögum.

Segir að Þýskaland sé að breytast í bananalýðveldi í fluginu

Bent er á að eitt sinn hafði hvert einasta land í Evrópu sitt eigið flugfélag en O´Leary bendir á að það sé liðin tíð en lágfargjaldarflugfélög í Evrópu hafa í dag tekið yfir markaðinn af ríkisflugfélögunum og gert þeim erfitt uppdráttar.

Á sama tíma hafa stærstu flugfélögin í Miðausturlöndum gert innreið sína inn í Evrópulönd og tekið yfir markaðinn af stórum flugfélögum á borð við Lufthansa er kemur að flugi til Asíu.

Kenny Jacobs, markaðsstjóri Ryanair, segir að Þýskaland sé að verða bananalýðveldi í fluginu í Evrópu þar sem allt stefnir í að Lufthansa muni fá allt upp í hendurnar úr þrotabúi Air Berlin.

„Við erum stærsta flugfélag í Evrópu og með sterkustu stöðuna á markaðnum og okkur hefur ekki verið boðið í viðræðurnar“, sagði Jacobs á blaðamannafundi sem fram fór í dag.

Ryanair hefur einnig gert tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia

Á sama tíma er Ryanair að vinna að lokatilboði í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að gera tilboð í það félag rennur einnig út í september en ítalska dagblaðið La Stampa lýsti því yfir í gær að Ryanair, easyJet og Lufthansa hafi sýnt áhuga á yfirtöku á Alitalia og sé möguleiki á að búið verði að ganga frá sölunni í nóvember.

Lufthansa sækist eftir öllum breiðþotum úr flota Air Berlin

Lufthansa hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allar breiðþotur úr flota Air Berlin en um er að ræða 17 þotur af gerðinni Airbus A330-200.

Þetta er haft eftir heimildarmanni sem er kunnugur málinu en gjaldþrotanefnd Air Berlin hefur lýst því yfir að frestur til að koma með tilboð í rekstur og eigur Air Berlin rennur út þann 15. september.

Um sex flugfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir starfsemi Air Berlin bæði í heilu lagi eða að hluta til en margt bendir til þess að Lufthansa muni hljóta vinninginn.

Lufthansa hefur sérstaklega mikinn áhuga á að taka yfir langflugsleiðum Air Berlin til Norður-Ameríku frá þýskum borgum til áfangastaða á borð við New York og Washington.

Air Berlin hefur 140 flugvélar á leigu í flota sínum og hefur Lufthansa áhuga á að taka yfir rekstur á 90 af þeim þotum og þar að auki 38 vélum úr flota Niki.  fréttir af handahófi

Yfir 60 látnir í flugslysi í Íran

18. febrúar 2018

|

Talið er að enginn hafi komist lífs af í flugslysi í Íran í morgun er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 brotlenti í fjallendi í innanlandsflugi í landinu.

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

19. febrúar 2018

|

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Íhuga að fljúga frá meginlandi Evrópu til Ameríku með A321LR

2. febrúar 2018

|

Norwegian segir að mögulega komi til greina að nota Airbus A321LR þotuna í áætlunarflug yfir Atlantshafið þegar félagið fær fyrstu vélarnar afhentar árið 2019.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.