flugfréttir

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

- Telur að evrópsk flugfélög eigi eftir að hverfa í samruna eða verða gjaldþrota

29. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

„Auðvitað verður Ryanair eitt þessara fimm flugfélaga og það sama má segja um easyJet“, segir O´Leary, sem er ósáttur við hvernig kaupin ætla að þróast með sölu á Air Berlin.

Ryanair er eitt þeirra sex flugfélaga sem hefur sent tilboð í Air Berlin en félagið hefur ekki fengið boð um frekari viðræður og segir O´Leary að allt stefna í það að Lufthansa fái fyrsta forgang en önnur flugfélög sem hafa gert tilboð í Air Berlin eru Thomas Cook, Condor og easyJet.

O´Leary spáir því að eftir hálfan áratug verði flugfélögin í Evrópu aðeins fimm; Ryanair, easyJet, Lufthansa, Air France-KLM og IAG sem er eignarhaldsfélag British Airways, Iberia og Vueling.

Ryanair hefur ekki fengið boð um að taka þátt í viðræðum vegna sölu á
Air Berlin

O´Leary telur að hin flugfélögin í Evrópu muni hverfa af sjónarsviðinu í samruna og sé Air Berlin langt frá því að vera seinasti „dómínó-kubburinn“ til þess að falla en á sama tíma telur hann að önnur flugfélög muni verða fórnarlamb samkeppninnar frá öðrum flugfélögum.

Segir að Þýskaland sé að breytast í bananalýðveldi í fluginu

Bent er á að eitt sinn hafði hvert einasta land í Evrópu sitt eigið flugfélag en O´Leary bendir á að það sé liðin tíð en lágfargjaldarflugfélög í Evrópu hafa í dag tekið yfir markaðinn af ríkisflugfélögunum og gert þeim erfitt uppdráttar.

Á sama tíma hafa stærstu flugfélögin í Miðausturlöndum gert innreið sína inn í Evrópulönd og tekið yfir markaðinn af stórum flugfélögum á borð við Lufthansa er kemur að flugi til Asíu.

Kenny Jacobs, markaðsstjóri Ryanair, segir að Þýskaland sé að verða bananalýðveldi í fluginu í Evrópu þar sem allt stefnir í að Lufthansa muni fá allt upp í hendurnar úr þrotabúi Air Berlin.

„Við erum stærsta flugfélag í Evrópu og með sterkustu stöðuna á markaðnum og okkur hefur ekki verið boðið í viðræðurnar“, sagði Jacobs á blaðamannafundi sem fram fór í dag.

Ryanair hefur einnig gert tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia

Á sama tíma er Ryanair að vinna að lokatilboði í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að gera tilboð í það félag rennur einnig út í september en ítalska dagblaðið La Stampa lýsti því yfir í gær að Ryanair, easyJet og Lufthansa hafi sýnt áhuga á yfirtöku á Alitalia og sé möguleiki á að búið verði að ganga frá sölunni í nóvember.

Lufthansa sækist eftir öllum breiðþotum úr flota Air Berlin

Lufthansa hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allar breiðþotur úr flota Air Berlin en um er að ræða 17 þotur af gerðinni Airbus A330-200.

Þetta er haft eftir heimildarmanni sem er kunnugur málinu en gjaldþrotanefnd Air Berlin hefur lýst því yfir að frestur til að koma með tilboð í rekstur og eigur Air Berlin rennur út þann 15. september.

Um sex flugfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir starfsemi Air Berlin bæði í heilu lagi eða að hluta til en margt bendir til þess að Lufthansa muni hljóta vinninginn.

Lufthansa hefur sérstaklega mikinn áhuga á að taka yfir langflugsleiðum Air Berlin til Norður-Ameríku frá þýskum borgum til áfangastaða á borð við New York og Washington.

Air Berlin hefur 140 flugvélar á leigu í flota sínum og hefur Lufthansa áhuga á að taka yfir rekstur á 90 af þeim þotum og þar að auki 38 vélum úr flota Niki.  fréttir af handahófi

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Boeing biður um tillögur að hreyfli fyrir Boeing 797

28. júní 2018

|

Boeing hefur formlega beðið hreyflaframleiðendur um að koma með tilboð í nýjan hreyfil fyrir Boeing 797 sem til stendur að komi á markaðinn árið 2025.

Hætta með Airbus A380 í farþegaflugi í ágúst

4. júní 2018

|

Malaysia Airlines ætlar sér að hætta með risaþotuna Airbus A380 í áætlunarflugi og færa rekstur þeirra alfarið yfir á nýtt dótturfélag þar sem þær verða notaðar í pílagrímaflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.