flugfréttir

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

- Telur að evrópsk flugfélög eigi eftir að hverfa í samruna eða verða gjaldþrota

29. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

„Auðvitað verður Ryanair eitt þessara fimm flugfélaga og það sama má segja um easyJet“, segir O´Leary, sem er ósáttur við hvernig kaupin ætla að þróast með sölu á Air Berlin.

Ryanair er eitt þeirra sex flugfélaga sem hefur sent tilboð í Air Berlin en félagið hefur ekki fengið boð um frekari viðræður og segir O´Leary að allt stefna í það að Lufthansa fái fyrsta forgang en önnur flugfélög sem hafa gert tilboð í Air Berlin eru Thomas Cook, Condor og easyJet.

O´Leary spáir því að eftir hálfan áratug verði flugfélögin í Evrópu aðeins fimm; Ryanair, easyJet, Lufthansa, Air France-KLM og IAG sem er eignarhaldsfélag British Airways, Iberia og Vueling.

Ryanair hefur ekki fengið boð um að taka þátt í viðræðum vegna sölu á
Air Berlin

O´Leary telur að hin flugfélögin í Evrópu muni hverfa af sjónarsviðinu í samruna og sé Air Berlin langt frá því að vera seinasti „dómínó-kubburinn“ til þess að falla en á sama tíma telur hann að önnur flugfélög muni verða fórnarlamb samkeppninnar frá öðrum flugfélögum.

Segir að Þýskaland sé að breytast í bananalýðveldi í fluginu

Bent er á að eitt sinn hafði hvert einasta land í Evrópu sitt eigið flugfélag en O´Leary bendir á að það sé liðin tíð en lágfargjaldarflugfélög í Evrópu hafa í dag tekið yfir markaðinn af ríkisflugfélögunum og gert þeim erfitt uppdráttar.

Á sama tíma hafa stærstu flugfélögin í Miðausturlöndum gert innreið sína inn í Evrópulönd og tekið yfir markaðinn af stórum flugfélögum á borð við Lufthansa er kemur að flugi til Asíu.

Kenny Jacobs, markaðsstjóri Ryanair, segir að Þýskaland sé að verða bananalýðveldi í fluginu í Evrópu þar sem allt stefnir í að Lufthansa muni fá allt upp í hendurnar úr þrotabúi Air Berlin.

„Við erum stærsta flugfélag í Evrópu og með sterkustu stöðuna á markaðnum og okkur hefur ekki verið boðið í viðræðurnar“, sagði Jacobs á blaðamannafundi sem fram fór í dag.

Ryanair hefur einnig gert tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia

Á sama tíma er Ryanair að vinna að lokatilboði í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að gera tilboð í það félag rennur einnig út í september en ítalska dagblaðið La Stampa lýsti því yfir í gær að Ryanair, easyJet og Lufthansa hafi sýnt áhuga á yfirtöku á Alitalia og sé möguleiki á að búið verði að ganga frá sölunni í nóvember.

Lufthansa sækist eftir öllum breiðþotum úr flota Air Berlin

Lufthansa hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allar breiðþotur úr flota Air Berlin en um er að ræða 17 þotur af gerðinni Airbus A330-200.

Þetta er haft eftir heimildarmanni sem er kunnugur málinu en gjaldþrotanefnd Air Berlin hefur lýst því yfir að frestur til að koma með tilboð í rekstur og eigur Air Berlin rennur út þann 15. september.

Um sex flugfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir starfsemi Air Berlin bæði í heilu lagi eða að hluta til en margt bendir til þess að Lufthansa muni hljóta vinninginn.

Lufthansa hefur sérstaklega mikinn áhuga á að taka yfir langflugsleiðum Air Berlin til Norður-Ameríku frá þýskum borgum til áfangastaða á borð við New York og Washington.

Air Berlin hefur 140 flugvélar á leigu í flota sínum og hefur Lufthansa áhuga á að taka yfir rekstur á 90 af þeim þotum og þar að auki 38 vélum úr flota Niki.  fréttir af handahófi

Ný fimm blaða skrúfa fyrir King Air 350 fær vottun frá FAA

26. september 2017

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir fimm blaða skrúfu fyrir King Air 350 flugvélina en skrúfan er hönnuð af fyrirtækinu Raisbeck Engineering.

Emirates mun fá fyrstu Boeing 777X vélina

6. október 2017

|

Boeing hefur tilkynnt að Emirates verði fyrsta flugfélagið til að fá nýju Boeing 777X þotuna afhenta sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar.

Iran Air bætir við 5 áfangastöðum í Evrópu

17. september 2017

|

Iran Air ætlar sér að auka umsvif sín til Evrópu og mun félagið hefja flug til nokkurra áfangastað í álfunni en félagið hefur verið að fá nýjar farþegaþotur afhentar að undanförnu frá Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00