flugfréttir

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

- Telur að evrópsk flugfélög eigi eftir að hverfa í samruna eða verða gjaldþrota

29. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

„Auðvitað verður Ryanair eitt þessara fimm flugfélaga og það sama má segja um easyJet“, segir O´Leary, sem er ósáttur við hvernig kaupin ætla að þróast með sölu á Air Berlin.

Ryanair er eitt þeirra sex flugfélaga sem hefur sent tilboð í Air Berlin en félagið hefur ekki fengið boð um frekari viðræður og segir O´Leary að allt stefna í það að Lufthansa fái fyrsta forgang en önnur flugfélög sem hafa gert tilboð í Air Berlin eru Thomas Cook, Condor og easyJet.

O´Leary spáir því að eftir hálfan áratug verði flugfélögin í Evrópu aðeins fimm; Ryanair, easyJet, Lufthansa, Air France-KLM og IAG sem er eignarhaldsfélag British Airways, Iberia og Vueling.

Ryanair hefur ekki fengið boð um að taka þátt í viðræðum vegna sölu á
Air Berlin

O´Leary telur að hin flugfélögin í Evrópu muni hverfa af sjónarsviðinu í samruna og sé Air Berlin langt frá því að vera seinasti „dómínó-kubburinn“ til þess að falla en á sama tíma telur hann að önnur flugfélög muni verða fórnarlamb samkeppninnar frá öðrum flugfélögum.

Segir að Þýskaland sé að breytast í bananalýðveldi í fluginu

Bent er á að eitt sinn hafði hvert einasta land í Evrópu sitt eigið flugfélag en O´Leary bendir á að það sé liðin tíð en lágfargjaldarflugfélög í Evrópu hafa í dag tekið yfir markaðinn af ríkisflugfélögunum og gert þeim erfitt uppdráttar.

Á sama tíma hafa stærstu flugfélögin í Miðausturlöndum gert innreið sína inn í Evrópulönd og tekið yfir markaðinn af stórum flugfélögum á borð við Lufthansa er kemur að flugi til Asíu.

Kenny Jacobs, markaðsstjóri Ryanair, segir að Þýskaland sé að verða bananalýðveldi í fluginu í Evrópu þar sem allt stefnir í að Lufthansa muni fá allt upp í hendurnar úr þrotabúi Air Berlin.

„Við erum stærsta flugfélag í Evrópu og með sterkustu stöðuna á markaðnum og okkur hefur ekki verið boðið í viðræðurnar“, sagði Jacobs á blaðamannafundi sem fram fór í dag.

Ryanair hefur einnig gert tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia

Á sama tíma er Ryanair að vinna að lokatilboði í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að gera tilboð í það félag rennur einnig út í september en ítalska dagblaðið La Stampa lýsti því yfir í gær að Ryanair, easyJet og Lufthansa hafi sýnt áhuga á yfirtöku á Alitalia og sé möguleiki á að búið verði að ganga frá sölunni í nóvember.

Lufthansa sækist eftir öllum breiðþotum úr flota Air Berlin

Lufthansa hefur lýst yfir áhuga á að kaupa allar breiðþotur úr flota Air Berlin en um er að ræða 17 þotur af gerðinni Airbus A330-200.

Þetta er haft eftir heimildarmanni sem er kunnugur málinu en gjaldþrotanefnd Air Berlin hefur lýst því yfir að frestur til að koma með tilboð í rekstur og eigur Air Berlin rennur út þann 15. september.

Um sex flugfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir starfsemi Air Berlin bæði í heilu lagi eða að hluta til en margt bendir til þess að Lufthansa muni hljóta vinninginn.

Lufthansa hefur sérstaklega mikinn áhuga á að taka yfir langflugsleiðum Air Berlin til Norður-Ameríku frá þýskum borgum til áfangastaða á borð við New York og Washington.

Air Berlin hefur 140 flugvélar á leigu í flota sínum og hefur Lufthansa áhuga á að taka yfir rekstur á 90 af þeim þotum og þar að auki 38 vélum úr flota Niki.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga