flugfréttir

Tvö félög í Afghanistan sækjast eftir leyfi fyrir flugi til Evrópu

- Afgönsk flugfélög hafa verið á bannlista hjá EASA frá árinu 2010

30. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:30

McDonnell Douglas MD-80 þota Kam Air

Svo gæti farið að fyrstu afgönsku flugfélögin fái á næstunni leyfi til að hefja flug að nýju til Evrópu.

Flugfélög í Afghanistan hafa verið á bannlista hjá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) í sjö ár en árið 2010 bannaði Evrópusambandið umferð allra flugvéla, sem skráðar eru í Afghanistan, í evrópkstri lofthelgi.

Ríkisflugfélagið Ariana Afghan Airlines var þegar á bannlista í Evrópu áður en bannið tók í gildi og þá var flugfélagið Kam Air einnig háð takmörkunum.

Kam Air hefur nú fengið leyfi fyrir flugi til Evrópu frá flugmálayfirvöldum í Afghanistan en það bíður þó samþykkis frá EASA sem þarf einnig að gefa grænt ljós áður en áætlunarflug hefst til Evrópu.

Þá hefur Ariana Afghan Airlines einnig sótt um leyfi fyrir flugi til Evrópu en talsmaður EASA segir að verið sé að taka fyrstu skrefin í að gefa afgönskum flugfélögum leyfi fyrir flugi til Evrópu.

Kam Air hefur tekið á leigu sína fyrstu breiðþotu fyrr á þessu ári sem er af gerðinni Airbus A340-300 með því markmiði að hefja langflug en félagið flýgur í dag til áfangastaða í Afghanistan, Indlandi, Kazakhstan, Pakistan, Tajikistan auk þess sem félagið flýgur til Tyrklands og til Sameinuðu arabísku furstadæmana.  fréttir af handahófi

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

21. september 2017

|

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í s

Lufthansa mun taka yfir 81 þotu úr flota Air Berlin

12. október 2017

|

Lufthansa hefur tilkynnt að félagið muni taka yfir 81 farþegaþotu úr flota Air Berlin sem varð gjaldþrota í ágúst.

Þörf fyrir allt að 100 Airbus A380 risaþotur í Kína

20. september 2017

|

Airbus segir að markaður sé fyrir 60 til 100 risaþotur af gerðinni Airbus A380 í Kína á næstu fimm til sjö árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00