flugfréttir

Tvö félög í Afghanistan sækjast eftir leyfi fyrir flugi til Evrópu

- Afgönsk flugfélög hafa verið á bannlista hjá EASA frá árinu 2010

30. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:30

McDonnell Douglas MD-80 þota Kam Air

Svo gæti farið að fyrstu afgönsku flugfélögin fái á næstunni leyfi til að hefja flug að nýju til Evrópu.

Flugfélög í Afghanistan hafa verið á bannlista hjá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) í sjö ár en árið 2010 bannaði Evrópusambandið umferð allra flugvéla, sem skráðar eru í Afghanistan, í evrópkstri lofthelgi.

Ríkisflugfélagið Ariana Afghan Airlines var þegar á bannlista í Evrópu áður en bannið tók í gildi og þá var flugfélagið Kam Air einnig háð takmörkunum.

Kam Air hefur nú fengið leyfi fyrir flugi til Evrópu frá flugmálayfirvöldum í Afghanistan en það bíður þó samþykkis frá EASA sem þarf einnig að gefa grænt ljós áður en áætlunarflug hefst til Evrópu.

Þá hefur Ariana Afghan Airlines einnig sótt um leyfi fyrir flugi til Evrópu en talsmaður EASA segir að verið sé að taka fyrstu skrefin í að gefa afgönskum flugfélögum leyfi fyrir flugi til Evrópu.

Kam Air hefur tekið á leigu sína fyrstu breiðþotu fyrr á þessu ári sem er af gerðinni Airbus A340-300 með því markmiði að hefja langflug en félagið flýgur í dag til áfangastaða í Afghanistan, Indlandi, Kazakhstan, Pakistan, Tajikistan auk þess sem félagið flýgur til Tyrklands og til Sameinuðu arabísku furstadæmana.  fréttir af handahófi

Fraktrými með 747-8F uppselt næstu 12 mánuðina

20. desember 2017

|

Qatar Airways Cargo hefur fengið sína aðra júmbó-fraktþotu afhenta sem er af gerðinni Boeing 747-8F en félagið fékk þá fyrstu afhenta frá Boeing í september í haust.

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

19. febrúar 2018

|

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Flugslys í Noregi: Piper PA-28 fór í sjóinn eftir flugtak

12. febrúar 2018

|

Tveir eru látnir eftir flugslys í Noregi eftir að eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-28 Cherokee brotlenti í gærkvöldi skömmu eftir flugtak í sjónum undan bænum Svolvær.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.