flugfréttir

Tvö félög í Afghanistan sækjast eftir leyfi fyrir flugi til Evrópu

- Afgönsk flugfélög hafa verið á bannlista hjá EASA frá árinu 2010

30. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:30

McDonnell Douglas MD-80 þota Kam Air

Svo gæti farið að fyrstu afgönsku flugfélögin fái á næstunni leyfi til að hefja flug að nýju til Evrópu.

Flugfélög í Afghanistan hafa verið á bannlista hjá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) í sjö ár en árið 2010 bannaði Evrópusambandið umferð allra flugvéla, sem skráðar eru í Afghanistan, í evrópkstri lofthelgi.

Ríkisflugfélagið Ariana Afghan Airlines var þegar á bannlista í Evrópu áður en bannið tók í gildi og þá var flugfélagið Kam Air einnig háð takmörkunum.

Kam Air hefur nú fengið leyfi fyrir flugi til Evrópu frá flugmálayfirvöldum í Afghanistan en það bíður þó samþykkis frá EASA sem þarf einnig að gefa grænt ljós áður en áætlunarflug hefst til Evrópu.

Þá hefur Ariana Afghan Airlines einnig sótt um leyfi fyrir flugi til Evrópu en talsmaður EASA segir að verið sé að taka fyrstu skrefin í að gefa afgönskum flugfélögum leyfi fyrir flugi til Evrópu.

Kam Air hefur tekið á leigu sína fyrstu breiðþotu fyrr á þessu ári sem er af gerðinni Airbus A340-300 með því markmiði að hefja langflug en félagið flýgur í dag til áfangastaða í Afghanistan, Indlandi, Kazakhstan, Pakistan, Tajikistan auk þess sem félagið flýgur til Tyrklands og til Sameinuðu arabísku furstadæmana.  fréttir af handahófi

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Keilir bætir við fjórum nýjum kennsluflugvélum

6. desember 2017

|

Vegna aukinna umsvifa hefur Flugakademía Keilis fest kaup á fjórum nýjum DA40 kennsluflugvélum sem munu bætast við flugflota skólans snemma á næsta ári.

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00