flugfréttir

Keflavíkurflugvöllur breytir 11/29 brautinni í 10/28

- 17 mánuðir frá því 02/20 breyttist í 01/19

1. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Tölurnar 10 og 28 voru málaðar á vestur-austur brautina um miðnætti

Keflavíkurflugvöllur hefur kvatt 11/29 brautina en í nótt var lokið við að mála nýjar brautarstefnutölur á vestur-austur brautina sem hefur nú breyst í 10/28.

Brautarstefna á flugvöllum miðast við segulstefnu að segulpólum en ekki rétta stefnu. Þar sem segulsvið jarðar er á hreyfingu þá er nauðsynlegt að breyta brautarstefnunni á nokkurra ára fresti og þurfa því flestir flugvellir í heiminum að mála nýja stefnu á brautirnar.

Ef flugbraut hefur t.a.m. segulstefnu að 194° þá myndi viðkomandi braut vera merkt sem 19 sem námundast að 190 gráðum.

Þegar segulpóll jarðar er farinn að færast það mikið að hann nálgast 200° gráðu stefnu þá þarf viðkomandi flugvöllur að breyta brautarstefnunni í 20.

Á kortinu má sjá hvernig segulsvið jarðar hefur mismunandi skekkju. Segulstefna miðast við segulpóla jarðar á meðan rétt stefna miðast við norðurpól og suðurpól

Segulstefnu er hægt að finna með því að bæta misvísun við réttvísandi stefnu. Misvísun er breytileg í heiminum þar sem segulpólarnir eru á hreyfingu en á Íslandi er svökölluð „vestur-misvísun“ og fer hún lækkandi og minnkar um 0.3° gráður á ári.

Eitt og hálft ár er síðan að norður-suðurbrautin á Keflavíkurflugvelli breytti um brautarstefnu en í apríl í fyrra var 02/20 brautinni breytt í 01/19.

Braut 11 breyttist á miðnætti í braut 10

Breytingin snertir ekki farþega og hafa þeir fæstir hugmynd um að flugbrautin hafi breytt um „nafn“ er þeir koma aftur til landsins úr fríinu en það tekur oft nokkra daga fyrir flugvallarstarfsmenn að venjast breytingunni.

Breytingin kann að venjast hraðar fyrir flugmenn þar sem þeir fá heimild á aðflug frá aðflugsstjórn að nýrri brautarstefnu og svara þeir þá fyrirmælum beint til baka án þess að þurfa muna nýja „nafnið“ á brautinni.

Mynd að neðan: Flugvélar sem koma inn til lendingar úr austri munu í dag lenda á 28 en ekki á 29  fréttir af handahófi

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

ETOPS fer niður í 60 mínútur

8. maí 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefa gefið út ný fyrirmæli vegna vandamála með ákveðna tegund Trent 1000 hreyfla sem skerðir enn frekar rekstur þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 787 þotur í flota sí

Myndband: Tók stélið af Airbus A321 þotu með vængnum

13. maí 2018

|

Árekstur átti sér stað á milli tveggja farþegaþotan á Ataturk-flugvellinum í Istanbul í dag er breiðþota af gerðinni Airbus A330 rakst með annan vænginn í stél á Airbus A321 þotu sem var kyrrstæð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.