flugfréttir

Keflavíkurflugvöllur breytir 11/29 brautinni í 10/28

- 17 mánuðir frá því 02/20 breyttist í 01/19

1. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Tölurnar 10 og 28 voru málaðar á vestur-austur brautina um miðnætti

Keflavíkurflugvöllur hefur kvatt 11/29 brautina en í nótt var lokið við að mála nýjar brautarstefnutölur á vestur-austur brautina sem hefur nú breyst í 10/28.

Brautarstefna á flugvöllum miðast við segulstefnu að segulpólum en ekki rétta stefnu. Þar sem segulsvið jarðar er á hreyfingu þá er nauðsynlegt að breyta brautarstefnunni á nokkurra ára fresti og þurfa því flestir flugvellir í heiminum að mála nýja stefnu á brautirnar.

Ef flugbraut hefur t.a.m. segulstefnu að 194° þá myndi viðkomandi braut vera merkt sem 19 sem námundast að 190 gráðum.

Þegar segulpóll jarðar er farinn að færast það mikið að hann nálgast 200° gráðu stefnu þá þarf viðkomandi flugvöllur að breyta brautarstefnunni í 20.

Á kortinu má sjá hvernig segulsvið jarðar hefur mismunandi skekkju. Segulstefna miðast við segulpóla jarðar á meðan rétt stefna miðast við norðurpól og suðurpól

Segulstefnu er hægt að finna með því að bæta misvísun við réttvísandi stefnu. Misvísun er breytileg í heiminum þar sem segulpólarnir eru á hreyfingu en á Íslandi er svökölluð „vestur-misvísun“ og fer hún lækkandi og minnkar um 0.3° gráður á ári.

Eitt og hálft ár er síðan að norður-suðurbrautin á Keflavíkurflugvelli breytti um brautarstefnu en í apríl í fyrra var 02/20 brautinni breytt í 01/19.

Braut 11 breyttist á miðnætti í braut 10

Breytingin snertir ekki farþega og hafa þeir fæstir hugmynd um að flugbrautin hafi breytt um „nafn“ er þeir koma aftur til landsins úr fríinu en það tekur oft nokkra daga fyrir flugvallarstarfsmenn að venjast breytingunni.

Breytingin kann að venjast hraðar fyrir flugmenn þar sem þeir fá heimild á aðflug frá aðflugsstjórn að nýrri brautarstefnu og svara þeir þá fyrirmælum beint til baka án þess að þurfa muna nýja „nafnið“ á brautinni.

Mynd að neðan: Flugvélar sem koma inn til lendingar úr austri munu í dag lenda á 28 en ekki á 29  fréttir af handahófi

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Bilun ekki talin orsök flugslyssins í Rússlandi

12. febrúar 2018

|

Ekki er enn vitað orsakaði flugslys sem átti sér stað í Rússlandi í gær er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá flugfélaginu Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvelli

Flugslys í Nepal: Bombardier-flugvél brotlenti í Kathmandu

12. mars 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash Q400 brotlenti í morgun í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu í Nepal.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00