flugfréttir

Keflavíkurflugvöllur breytir 11/29 brautinni í 10/28

- 17 mánuðir frá því 02/20 breyttist í 01/19

1. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Tölurnar 10 og 28 voru málaðar á vestur-austur brautina um miðnætti

Keflavíkurflugvöllur hefur kvatt 11/29 brautina en í nótt var lokið við að mála nýjar brautarstefnutölur á vestur-austur brautina sem hefur nú breyst í 10/28.

Brautarstefna á flugvöllum miðast við segulstefnu að segulpólum en ekki rétta stefnu. Þar sem segulsvið jarðar er á hreyfingu þá er nauðsynlegt að breyta brautarstefnunni á nokkurra ára fresti og þurfa því flestir flugvellir í heiminum að mála nýja stefnu á brautirnar.

Ef flugbraut hefur t.a.m. segulstefnu að 194° þá myndi viðkomandi braut vera merkt sem 19 sem námundast að 190 gráðum.

Þegar segulpóll jarðar er farinn að færast það mikið að hann nálgast 200° gráðu stefnu þá þarf viðkomandi flugvöllur að breyta brautarstefnunni í 20.

Á kortinu má sjá hvernig segulsvið jarðar hefur mismunandi skekkju. Segulstefna miðast við segulpóla jarðar á meðan rétt stefna miðast við norðurpól og suðurpól

Segulstefnu er hægt að finna með því að bæta misvísun við réttvísandi stefnu. Misvísun er breytileg í heiminum þar sem segulpólarnir eru á hreyfingu en á Íslandi er svökölluð „vestur-misvísun“ og fer hún lækkandi og minnkar um 0.3° gráður á ári.

Eitt og hálft ár er síðan að norður-suðurbrautin á Keflavíkurflugvelli breytti um brautarstefnu en í apríl í fyrra var 02/20 brautinni breytt í 01/19.

Braut 11 breyttist á miðnætti í braut 10

Breytingin snertir ekki farþega og hafa þeir fæstir hugmynd um að flugbrautin hafi breytt um „nafn“ er þeir koma aftur til landsins úr fríinu en það tekur oft nokkra daga fyrir flugvallarstarfsmenn að venjast breytingunni.

Breytingin kann að venjast hraðar fyrir flugmenn þar sem þeir fá heimild á aðflug frá aðflugsstjórn að nýrri brautarstefnu og svara þeir þá fyrirmælum beint til baka án þess að þurfa muna nýja „nafnið“ á brautinni.

Mynd að neðan: Flugvélar sem koma inn til lendingar úr austri munu í dag lenda á 28 en ekki á 29  fréttir af handahófi

Iran Air fær leyfi til að fljúga Airbus A320 til Evrópu

27. október 2017

|

Iran Air hefur fengið leyfi frá evrópskum flugmálayfirvöldum til að hefja flug til Evrópu með Airbus A320 þotunum sem félagið hefur fengið afhentar frá Airbus.

Hickey segir af sér sem rekstrarstjóri Ryanair

8. október 2017

|

Michael Hickey, rekstrarstjóri Ryanair, ætlar að segja stöðu sinni lausri en hann tilkynnti um helgina að hann ætlaði ekki lengur að vera í sínum stjórnarstól í kjölfar þess sem á undan hefur gengið h

Sagt að Emirates muni panta 30 risaþotur um helgina

10. nóvember 2017

|

Emirates er sagt vera að undirbúa nýja pöntun í fleiri Airbus A380 risaþotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00