flugfréttir

Keflavíkurflugvöllur breytir 11/29 brautinni í 10/28

- 17 mánuðir frá því 02/20 breyttist í 01/19

1. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Tölurnar 10 og 28 voru málaðar á vestur-austur brautina um miðnætti

Keflavíkurflugvöllur hefur kvatt 11/29 brautina en í nótt var lokið við að mála nýjar brautarstefnutölur á vestur-austur brautina sem hefur nú breyst í 10/28.

Brautarstefna á flugvöllum miðast við segulstefnu að segulpólum en ekki rétta stefnu. Þar sem segulsvið jarðar er á hreyfingu þá er nauðsynlegt að breyta brautarstefnunni á nokkurra ára fresti og þurfa því flestir flugvellir í heiminum að mála nýja stefnu á brautirnar.

Ef flugbraut hefur t.a.m. segulstefnu að 194° þá myndi viðkomandi braut vera merkt sem 19 sem námundast að 190 gráðum.

Þegar segulpóll jarðar er farinn að færast það mikið að hann nálgast 200° gráðu stefnu þá þarf viðkomandi flugvöllur að breyta brautarstefnunni í 20.

Á kortinu má sjá hvernig segulsvið jarðar hefur mismunandi skekkju. Segulstefna miðast við segulpóla jarðar á meðan rétt stefna miðast við norðurpól og suðurpól

Segulstefnu er hægt að finna með því að bæta misvísun við réttvísandi stefnu. Misvísun er breytileg í heiminum þar sem segulpólarnir eru á hreyfingu en á Íslandi er svökölluð „vestur-misvísun“ og fer hún lækkandi og minnkar um 0.3° gráður á ári.

Eitt og hálft ár er síðan að norður-suðurbrautin á Keflavíkurflugvelli breytti um brautarstefnu en í apríl í fyrra var 02/20 brautinni breytt í 01/19.

Braut 11 breyttist á miðnætti í braut 10

Breytingin snertir ekki farþega og hafa þeir fæstir hugmynd um að flugbrautin hafi breytt um „nafn“ er þeir koma aftur til landsins úr fríinu en það tekur oft nokkra daga fyrir flugvallarstarfsmenn að venjast breytingunni.

Breytingin kann að venjast hraðar fyrir flugmenn þar sem þeir fá heimild á aðflug frá aðflugsstjórn að nýrri brautarstefnu og svara þeir þá fyrirmælum beint til baka án þess að þurfa muna nýja „nafnið“ á brautinni.

Mynd að neðan: Flugvélar sem koma inn til lendingar úr austri munu í dag lenda á 28 en ekki á 29  fréttir af handahófi

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

22. ágúst 2017

|

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 7

Skoða beint flug milli Seattle og Vancouver með sjóflugvél

13. september 2017

|

Svo gæti farið að hægt verði að fljúga með sjóflugvél milli Vancouver og Seattle en flugfélagið Kenmore Air og Harbour Air í Kanada eur að íhuga að hefja áætlunarflug milli borganna tveggja.

Framleiðsla á Pilatus PC-6 Porter mun líða undir lok

28. ágúst 2017

|

Flugvélaframleiðandinn Pilatus tilkynnti í dag að ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Pilatus PC-6 Porter flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00