flugfréttir

Aer Lingus mun taka þátt í lágfargjaldakapphlaupinu

- Hætta með frí heyrnartól og teppi um borð

4. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:20

Airbus A330 þota Aer Lingus

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur ákveðið að fylgja öðrum flugfélögum eftir og aðlagað sig að breyttum markaði í fluginu yfir Atlantshafið með því að bjóða upp á lægri fargjöld vestur um haf.

Aer Lingus hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta að bjóða upp á ókeypis heyrnartól og teppi um borð í vélunum fyrir þá farþega sem bóka ódýrustu fargjöldin til Norður-Ameríku.

Nýja lágfargjaldastríðið, sem upp er komið meðal þeirra flugfélaga sem tengja saman Evrópu og Norður-Ameríku, hefur orðið til þess að ódýrara er að fljúga milli heimsálfanna tveggja en verið hefur.

„Saver“ er ný tegund af fargjöldum hjá Aer Lingus

Meðal þeirra félaga sem keppast um hituna er Norwegian, Icelandair og WOW air og þá mun Primera Air bætast við í hópinn á næsta ári.

Aer Lingus mun á næstunni kynna ný fargjöld sem kallast „Saver“ en með því að bóka slíkt fargjald munu farþegar tryggja sér flugsæti fyrir 4.900 króna lægra verði en tíðkast hefur á báðum leiðum.

Airbus A330 þota Aer Lingus

Fyrir utan það að farþegar, sem bóka Saverfargjöld, fái ekki frí heyrnartól og teppi, þá munu þeir einnig þurfa að greiða sérstaklega fyrir farangur og gjald til að fá að velja um sæti.

Þrátt fyrir þetta þá munu Saver-farþegar enn fá fría máltíð um borð auk þess sem þeir fá að taka með sér handfarangur.

Á sama tíma ætlar British Airways sér að fjölga sætum um borð í Boeing 777 vélunum með því að bæta við einu sæti í hverja sætaröð en með því má koma fyrir 52 fleiri farþegum í þær vélar.  fréttir af handahófi

Ný fimm blaða skrúfa fyrir King Air 350 fær vottun frá FAA

26. september 2017

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir fimm blaða skrúfu fyrir King Air 350 flugvélina en skrúfan er hönnuð af fyrirtækinu Raisbeck Engineering.

Bellew aftur til Ryanair - Hefur sagt upp hjá Malaysian

23. október 2017

|

Ryanair hefur tekist að ná aftur til sín fyrrverandi rekstrarstjóra félagsins, Peter Bellew, sem í dag er framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, en hann hefur nú tilkynnt uppsögn sína hjá malasíska fé

Grumman C-2A herflugvél fórst undan ströndum Japans

22. nóvember 2017

|

Bandarísk herflugvél frá sjóher Bandaríkjanna fórst yfir Kyrrahafi, skammt suðaustur af japönsku eyjunni Okinawa í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00