flugfréttir

Aer Lingus mun taka þátt í lágfargjaldakapphlaupinu

- Hætta með frí heyrnartól og teppi um borð

4. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:20

Airbus A330 þota Aer Lingus

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur ákveðið að fylgja öðrum flugfélögum eftir og aðlagað sig að breyttum markaði í fluginu yfir Atlantshafið með því að bjóða upp á lægri fargjöld vestur um haf.

Aer Lingus hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta að bjóða upp á ókeypis heyrnartól og teppi um borð í vélunum fyrir þá farþega sem bóka ódýrustu fargjöldin til Norður-Ameríku.

Nýja lágfargjaldastríðið, sem upp er komið meðal þeirra flugfélaga sem tengja saman Evrópu og Norður-Ameríku, hefur orðið til þess að ódýrara er að fljúga milli heimsálfanna tveggja en verið hefur.

„Saver“ er ný tegund af fargjöldum hjá Aer Lingus

Meðal þeirra félaga sem keppast um hituna er Norwegian, Icelandair og WOW air og þá mun Primera Air bætast við í hópinn á næsta ári.

Aer Lingus mun á næstunni kynna ný fargjöld sem kallast „Saver“ en með því að bóka slíkt fargjald munu farþegar tryggja sér flugsæti fyrir 4.900 króna lægra verði en tíðkast hefur á báðum leiðum.

Airbus A330 þota Aer Lingus

Fyrir utan það að farþegar, sem bóka Saverfargjöld, fái ekki frí heyrnartól og teppi, þá munu þeir einnig þurfa að greiða sérstaklega fyrir farangur og gjald til að fá að velja um sæti.

Þrátt fyrir þetta þá munu Saver-farþegar enn fá fría máltíð um borð auk þess sem þeir fá að taka með sér handfarangur.

Á sama tíma ætlar British Airways sér að fjölga sætum um borð í Boeing 777 vélunum með því að bæta við einu sæti í hverja sætaröð en með því má koma fyrir 52 fleiri farþegum í þær vélar.  fréttir af handahófi

Tvær þyrlur rákust saman á flugi í Frakklandi í morgun

2. febrúar 2018

|

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur brotlentu eftir að hafa rekist á hvora aðra á flugi í suðurhluta Frakklands í morgun.

Vilja framleiða enn fleiri Airbus A320 þotur

6. febrúar 2018

|

Airbus leitar nú leiða til þess að auka framleiðsluhraðann á Airbus A320 þotunni enn frekar.

AirBaltic stefnir á að ráða allt að 100 nýja flugmenn

29. janúar 2018

|

AirBaltic ætlar sér að ráða allt að 100 nýja flugmenn á næstunni og verða ráðningarkynningar haldnar á næstunni í nokkrum evrópskum borgum á borð við Helsinki, Vilnius, Amsterdam og í Stokkhólmi.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.