flugfréttir

Aer Lingus mun taka þátt í lágfargjaldakapphlaupinu

- Hætta með frí heyrnartól og teppi um borð

4. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:20

Airbus A330 þota Aer Lingus

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur ákveðið að fylgja öðrum flugfélögum eftir og aðlagað sig að breyttum markaði í fluginu yfir Atlantshafið með því að bjóða upp á lægri fargjöld vestur um haf.

Aer Lingus hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta að bjóða upp á ókeypis heyrnartól og teppi um borð í vélunum fyrir þá farþega sem bóka ódýrustu fargjöldin til Norður-Ameríku.

Nýja lágfargjaldastríðið, sem upp er komið meðal þeirra flugfélaga sem tengja saman Evrópu og Norður-Ameríku, hefur orðið til þess að ódýrara er að fljúga milli heimsálfanna tveggja en verið hefur.

„Saver“ er ný tegund af fargjöldum hjá Aer Lingus

Meðal þeirra félaga sem keppast um hituna er Norwegian, Icelandair og WOW air og þá mun Primera Air bætast við í hópinn á næsta ári.

Aer Lingus mun á næstunni kynna ný fargjöld sem kallast „Saver“ en með því að bóka slíkt fargjald munu farþegar tryggja sér flugsæti fyrir 4.900 króna lægra verði en tíðkast hefur á báðum leiðum.

Airbus A330 þota Aer Lingus

Fyrir utan það að farþegar, sem bóka Saverfargjöld, fái ekki frí heyrnartól og teppi, þá munu þeir einnig þurfa að greiða sérstaklega fyrir farangur og gjald til að fá að velja um sæti.

Þrátt fyrir þetta þá munu Saver-farþegar enn fá fría máltíð um borð auk þess sem þeir fá að taka með sér handfarangur.

Á sama tíma ætlar British Airways sér að fjölga sætum um borð í Boeing 777 vélunum með því að bæta við einu sæti í hverja sætaröð en með því má koma fyrir 52 fleiri farþegum í þær vélar.  fréttir af handahófi

Jómfrúarflug Airbus A330neo áætlað í næstu viku

11. október 2017

|

Airbus áætlar að nýja Airbus A330neo þotan muni fljúga jómfrúarflugið í næstu viku.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00