flugfréttir

Hækka uppsagnarfrestinn úr sex mánuðum upp í 1 ár

- Reiðir flugstjórar fara í mál við indversk flugmálayfirvöld

6. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:10

Flugmenn segja að það sé ekki í verkahring flugmálayfirvalda að breyta uppsagnarfresti þeirra

Flugstjórar á Indlandi hafa ákveðið að fara í mál við indversk flugmálayfirvöld sem hafa ákveðið að hækka uppsagnarfrest þeirra úr sex mánuðum upp í tólf mánuði.

Þetta þýðir að ef flugstjóri ætlar sér að skipta um starf og byrja að fljúga hjá öðru flugfélagi þarf hann að vinna upp eins árs uppsagnarfrest en uppsagnarfrestur hjá flugmönnum helst óbreyttur.

Lögfræðingur félags indverskra atvinnuflugmanna segir að flugmálayfirvöld á Indlandi hefi ekki rétt á að breyta uppsagnarfresti þar sem það er ekki í þeirra verkahring og munu réttarhöld fara fram í málinu þann 16. október.

„Flugmenn eru mjög reiðir. Flugfélögin þeirra hafa ekki bætt þessari reglugerð við í ráðningarsamninga sína og hvers vegna eru flugmálayfirvöld að skipta sér að þessu“, segir flugstjóri einn á Indlandi.

Flugmálayfirvöld á Indlandi segja að ákveðið hafi verið að hækka uppsagnarfrestinn upp í 12 mánuði til að koma í veg fyrir að flugmenn myndu yfirgefa flugfélögin með skömmum fyrirvara þar sem slíkt hefur alvarlegar afleiðingar á reksturinn þar sem nauðsynlegt er þá að þjálfa nýja flugmenn sem bitnar á farþegum.

Þjálfun á Airbus A320 hjá Air India

Spáð er töluverðum sviptingum í ráðningum flugmanna á Indlandi á næstu árum þar sem mörg flugfélög þar í landi hafa pantað gríðarlegan fjölda nýrra þotna.

Amit Jain, formaður félags indverskra atvinnuflugmanna, segir það ekki þjóna neinum tilgangi að bregðast við þessu og hækka uppsagnarfrestinn af ótta við þess taps sem verður ef flugfélag þarf að þjálfa nýja flugmenn.

„Segjum sem svo að ég sé að fljúga Airbus A320 og gengst til liðs við annað flugfélag með sömu flugvélartegund þá er það eina sem breytist er reglugerð flugfélagsins um starfrækslu flugvélarinnar“, segir Jain.

„Ef ég er látinn breyta um flugvél og fara af Airbus A320 yfir á Boeing 737 hjá sama flugfélagi þá tekur það tvo mánuði að þjálfa mig á aðra flugvélategund. Hvernig á þetta að hafa áhrif á farþega?“, bætir Jain við.

Fyrrverandi yfirmaður hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi segir að sex mánaða uppsagnarfrestur hafi verið tekinn í gildi á tíunda áratugnum en síðan þá hafi rekstarumhverfið breyst mikið og þjóni það engum tilgangi að tvöfalda uppsagnarfrestinn þar sem flestir flugmenn séu nú þegar búnir að skrifa undir tryggingu sem þeir þurfi að greiða til baka ef þeir yfirgefa flugfélagið.  fréttir af handahófi

Rændu 500 milljónum í reiðufé úr þotu Lufthansa í Brasilíu

6. mars 2018

|

Hópur þjófa í Brasilíu rændu fraktþotu Lufthansa Cargo skömmu fyrir brottför til Evrópu sl. sunnudag og höfðu með sér á brott tæpan hálfan milljarð króna í reiðufé.

Norwegian stefnir á flug milli Suður-Ameríku og Asíu

28. febrúar 2018

|

Norwegian ætlar sér að verða fyrsta flugfélagið í heimi til að tengja Suður-Ameríku og suðausturhluta Asíu með reglubundnu farþegaflugi með viðkomu í Ástralíu og myndi flugleiðin liggja mjög nálægt S

Airbus smíðar fyrstu A321neo þotuna sem tekur fleiri farþega

8. janúar 2018

|

Airbus hefur lokið við að framleiða fyrstu útgáfuna af Airbus A321neo sem tekur fleiri farþega en þær A321neo þotur sem hafa verið smíðaðar hingað til.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00