flugfréttir

Hækka uppsagnarfrestinn úr sex mánuðum upp í 1 ár

- Reiðir flugstjórar fara í mál við indversk flugmálayfirvöld

6. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:10

Flugmenn segja að það sé ekki í verkahring flugmálayfirvalda að breyta uppsagnarfresti þeirra

Flugstjórar á Indlandi hafa ákveðið að fara í mál við indversk flugmálayfirvöld sem hafa ákveðið að hækka uppsagnarfrest þeirra úr sex mánuðum upp í tólf mánuði.

Þetta þýðir að ef flugstjóri ætlar sér að skipta um starf og byrja að fljúga hjá öðru flugfélagi þarf hann að vinna upp eins árs uppsagnarfrest en uppsagnarfrestur hjá flugmönnum helst óbreyttur.

Lögfræðingur félags indverskra atvinnuflugmanna segir að flugmálayfirvöld á Indlandi hefi ekki rétt á að breyta uppsagnarfresti þar sem það er ekki í þeirra verkahring og munu réttarhöld fara fram í málinu þann 16. október.

„Flugmenn eru mjög reiðir. Flugfélögin þeirra hafa ekki bætt þessari reglugerð við í ráðningarsamninga sína og hvers vegna eru flugmálayfirvöld að skipta sér að þessu“, segir flugstjóri einn á Indlandi.

Flugmálayfirvöld á Indlandi segja að ákveðið hafi verið að hækka uppsagnarfrestinn upp í 12 mánuði til að koma í veg fyrir að flugmenn myndu yfirgefa flugfélögin með skömmum fyrirvara þar sem slíkt hefur alvarlegar afleiðingar á reksturinn þar sem nauðsynlegt er þá að þjálfa nýja flugmenn sem bitnar á farþegum.

Þjálfun á Airbus A320 hjá Air India

Spáð er töluverðum sviptingum í ráðningum flugmanna á Indlandi á næstu árum þar sem mörg flugfélög þar í landi hafa pantað gríðarlegan fjölda nýrra þotna.

Amit Jain, formaður félags indverskra atvinnuflugmanna, segir það ekki þjóna neinum tilgangi að bregðast við þessu og hækka uppsagnarfrestinn af ótta við þess taps sem verður ef flugfélag þarf að þjálfa nýja flugmenn.

„Segjum sem svo að ég sé að fljúga Airbus A320 og gengst til liðs við annað flugfélag með sömu flugvélartegund þá er það eina sem breytist er reglugerð flugfélagsins um starfrækslu flugvélarinnar“, segir Jain.

„Ef ég er látinn breyta um flugvél og fara af Airbus A320 yfir á Boeing 737 hjá sama flugfélagi þá tekur það tvo mánuði að þjálfa mig á aðra flugvélategund. Hvernig á þetta að hafa áhrif á farþega?“, bætir Jain við.

Fyrrverandi yfirmaður hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi segir að sex mánaða uppsagnarfrestur hafi verið tekinn í gildi á tíunda áratugnum en síðan þá hafi rekstarumhverfið breyst mikið og þjóni það engum tilgangi að tvöfalda uppsagnarfrestinn þar sem flestir flugmenn séu nú þegar búnir að skrifa undir tryggingu sem þeir þurfi að greiða til baka ef þeir yfirgefa flugfélagið.  fréttir af handahófi

Boeing: „Airbus keypti köttinn í sekknum hjá Bombardier“

27. október 2017

|

Boeing segir að Airbus hafi gert stór mistök með að fara í samvinnu við Bombardier með því að kaupa helmingshlut í framleiðslunni á CSeries-þotunni.

Sádí-Arabía fjárfestir í Virgin Galactic fyrir 100 milljarða

29. október 2017

|

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu ætla að fjárfesta fyrir 105 milljarða króna í geimflugsfyrirtækinu Virgin Galactic sem er í eigu milljarðamæringsins Richard Branson.

Eric Schulz hjá Rolls-Royce verður sölustjóri Airbus

30. nóvember 2017

|

Eric Schulz, forstjóri yfir hreyfladeild Rolls-Royce, mun taka við af John Leahy sem sölustjóri yfir farþegaþotudeild Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00