flugfréttir

Hækka uppsagnarfrestinn úr sex mánuðum upp í 1 ár

- Reiðir flugstjórar fara í mál við indversk flugmálayfirvöld

6. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:10

Flugmenn segja að það sé ekki í verkahring flugmálayfirvalda að breyta uppsagnarfresti þeirra

Flugstjórar á Indlandi hafa ákveðið að fara í mál við indversk flugmálayfirvöld sem hafa ákveðið að hækka uppsagnarfrest þeirra úr sex mánuðum upp í tólf mánuði.

Þetta þýðir að ef flugstjóri ætlar sér að skipta um starf og byrja að fljúga hjá öðru flugfélagi þarf hann að vinna upp eins árs uppsagnarfrest en uppsagnarfrestur hjá flugmönnum helst óbreyttur.

Lögfræðingur félags indverskra atvinnuflugmanna segir að flugmálayfirvöld á Indlandi hefi ekki rétt á að breyta uppsagnarfresti þar sem það er ekki í þeirra verkahring og munu réttarhöld fara fram í málinu þann 16. október.

„Flugmenn eru mjög reiðir. Flugfélögin þeirra hafa ekki bætt þessari reglugerð við í ráðningarsamninga sína og hvers vegna eru flugmálayfirvöld að skipta sér að þessu“, segir flugstjóri einn á Indlandi.

Flugmálayfirvöld á Indlandi segja að ákveðið hafi verið að hækka uppsagnarfrestinn upp í 12 mánuði til að koma í veg fyrir að flugmenn myndu yfirgefa flugfélögin með skömmum fyrirvara þar sem slíkt hefur alvarlegar afleiðingar á reksturinn þar sem nauðsynlegt er þá að þjálfa nýja flugmenn sem bitnar á farþegum.

Þjálfun á Airbus A320 hjá Air India

Spáð er töluverðum sviptingum í ráðningum flugmanna á Indlandi á næstu árum þar sem mörg flugfélög þar í landi hafa pantað gríðarlegan fjölda nýrra þotna.

Amit Jain, formaður félags indverskra atvinnuflugmanna, segir það ekki þjóna neinum tilgangi að bregðast við þessu og hækka uppsagnarfrestinn af ótta við þess taps sem verður ef flugfélag þarf að þjálfa nýja flugmenn.

„Segjum sem svo að ég sé að fljúga Airbus A320 og gengst til liðs við annað flugfélag með sömu flugvélartegund þá er það eina sem breytist er reglugerð flugfélagsins um starfrækslu flugvélarinnar“, segir Jain.

„Ef ég er látinn breyta um flugvél og fara af Airbus A320 yfir á Boeing 737 hjá sama flugfélagi þá tekur það tvo mánuði að þjálfa mig á aðra flugvélategund. Hvernig á þetta að hafa áhrif á farþega?“, bætir Jain við.

Fyrrverandi yfirmaður hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi segir að sex mánaða uppsagnarfrestur hafi verið tekinn í gildi á tíunda áratugnum en síðan þá hafi rekstarumhverfið breyst mikið og þjóni það engum tilgangi að tvöfalda uppsagnarfrestinn þar sem flestir flugmenn séu nú þegar búnir að skrifa undir tryggingu sem þeir þurfi að greiða til baka ef þeir yfirgefa flugfélagið.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Emirates fær tvær fyrstu SR22 G6 kennsluvélarnar frá Cirrus

7. september 2017

|

Flugakademía Emirates hefur fengið afhentar tvær fyrstu Cirrus SR22 G6 kennsluvélarnar af þeim 22 sem pantaðar voru.

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00