flugfréttir

Hækka uppsagnarfrestinn úr sex mánuðum upp í 1 ár

- Reiðir flugstjórar fara í mál við indversk flugmálayfirvöld

6. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:10

Flugmenn segja að það sé ekki í verkahring flugmálayfirvalda að breyta uppsagnarfresti þeirra

Flugstjórar á Indlandi hafa ákveðið að fara í mál við indversk flugmálayfirvöld sem hafa ákveðið að hækka uppsagnarfrest þeirra úr sex mánuðum upp í tólf mánuði.

Þetta þýðir að ef flugstjóri ætlar sér að skipta um starf og byrja að fljúga hjá öðru flugfélagi þarf hann að vinna upp eins árs uppsagnarfrest en uppsagnarfrestur hjá flugmönnum helst óbreyttur.

Lögfræðingur félags indverskra atvinnuflugmanna segir að flugmálayfirvöld á Indlandi hefi ekki rétt á að breyta uppsagnarfresti þar sem það er ekki í þeirra verkahring og munu réttarhöld fara fram í málinu þann 16. október.

„Flugmenn eru mjög reiðir. Flugfélögin þeirra hafa ekki bætt þessari reglugerð við í ráðningarsamninga sína og hvers vegna eru flugmálayfirvöld að skipta sér að þessu“, segir flugstjóri einn á Indlandi.

Flugmálayfirvöld á Indlandi segja að ákveðið hafi verið að hækka uppsagnarfrestinn upp í 12 mánuði til að koma í veg fyrir að flugmenn myndu yfirgefa flugfélögin með skömmum fyrirvara þar sem slíkt hefur alvarlegar afleiðingar á reksturinn þar sem nauðsynlegt er þá að þjálfa nýja flugmenn sem bitnar á farþegum.

Þjálfun á Airbus A320 hjá Air India

Spáð er töluverðum sviptingum í ráðningum flugmanna á Indlandi á næstu árum þar sem mörg flugfélög þar í landi hafa pantað gríðarlegan fjölda nýrra þotna.

Amit Jain, formaður félags indverskra atvinnuflugmanna, segir það ekki þjóna neinum tilgangi að bregðast við þessu og hækka uppsagnarfrestinn af ótta við þess taps sem verður ef flugfélag þarf að þjálfa nýja flugmenn.

„Segjum sem svo að ég sé að fljúga Airbus A320 og gengst til liðs við annað flugfélag með sömu flugvélartegund þá er það eina sem breytist er reglugerð flugfélagsins um starfrækslu flugvélarinnar“, segir Jain.

„Ef ég er látinn breyta um flugvél og fara af Airbus A320 yfir á Boeing 737 hjá sama flugfélagi þá tekur það tvo mánuði að þjálfa mig á aðra flugvélategund. Hvernig á þetta að hafa áhrif á farþega?“, bætir Jain við.

Fyrrverandi yfirmaður hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi segir að sex mánaða uppsagnarfrestur hafi verið tekinn í gildi á tíunda áratugnum en síðan þá hafi rekstarumhverfið breyst mikið og þjóni það engum tilgangi að tvöfalda uppsagnarfrestinn þar sem flestir flugmenn séu nú þegar búnir að skrifa undir tryggingu sem þeir þurfi að greiða til baka ef þeir yfirgefa flugfélagið.  fréttir af handahófi

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

3. maí 2018

|

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

  Nýjustu flugfréttirnar

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.