flugfréttir

Flugvél frá Delta í kapphlaupi til Púertó Ríkó á undan Irmu

- Náðu að fara í loftið 40 mínútum síðar

7. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Boeing 737-900ER þota Delta Air Lines á Flightradar24.com að undirbúa brottför frá San Juan

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-900ER frá Delta Air Lines náði með nauðindum að lenda á flugvellinum á San Jose á Púertó Ríkó í gær í tæka tíð þegar fellibylurinn Irma var í þann mund að nálgast eyjuna.

Flug DL431 fór í loftið frá Kennedy-flugvellinum í New York klukkan 08:12 að staðartíma og átti vélin að ná til San Jose áður en Irma myndi fara yfir Púertó Ríkó en 30 mínútna seinkun varð á brottförinni.

Eftir 3 tíma flug var nokkuð ljós að allt stefndi í kapphlaup á að vera á undan fellibylnum til San Jose og ná að forða sér til baka til New York en til að mynda voru tvær þotur frá JetBlue og ein frá American Airlines sem þurftu að snúa við á sama tíma.

Boeing 737-900ER þota Delta á leiðinni til Púertó Ríkó á meðan
Irma nálgast eyjuna

Er vélin lenti á Juan Santamaría flugvellinum var vindurinn á vellinum komin yfir 30 hnúta en talsmaður Delta segir að það sé alveg vel innan þeirra marka sem gefin eru út fyrir Boeing 737.

„Veðurfræðingarnir okkar er mjög færir og hafa mikla reynslu og voru þeir búnir að reikna út leiðina gaumgæfilega og fylgjast með upplýsingum um fellibylinn í nánu sambandi við flugmennina“, segir Erik Snell hjá flugrekstardeild Delta Air Lines.

Lendingin sjálf gekk að óskum en erfiðasti hjallinn var að ná að afgreiða vélina á mettíma og koma henni strax aftur í loftið áður en veðrið versnaði.

Vélin hafði aðeins 40 mínútna viðdvöl og fór í loftið 24 mínútum á undan áætlun og náði að þræða sig upp milli lægðarskilanna frá Irmu og lenti seinnipart dags í New York.

Delta Air Lines þakkaði flugmönnunum fyrir vel heppnaða flugferð á Twitter-síðu sinni auk þess sem veðurfræðingar og annað starfsfólk í flugrekstardeild félagsins fengu hrós fyrir að hafa náð að láta allt smella saman.

Tvær farþegaþotur frá jetBlue og ein frá American Airlines þurftu að snúa við  fréttir af handahófi

Icelandair á leið til Dusseldorf

8. maí 2018

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Dusseldorf í Þýskaland og mun félagið fljúga þangað fjórum sinnum í viku.

Sækja um nýtt leyfi daginn eftir að leyfið var afturkallað

7. júní 2018

|

Arkady Evstafiev, eigandi rússneska flugfélagsins Saratov Airlines, hefur sent beiðni til rússneskra flugmálayfirvalda þar sem hann sækist eftir leyfi til að stofna nýtt flugfélag.

Þróun á hreyfli gæti seinkað Boeing 797 til ársins 2026

22. maí 2018

|

Svo gæti farið að áætlanir Boeing um hönnun á nýrri farþegaþotu, sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797, muni dragast enn frekar á langinn þar sem enn á eftir að þróa hreyfil fyrir flugvélina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.