flugfréttir

Flugvél frá Delta í kapphlaupi til Púertó Ríkó á undan Irmu

- Náðu að fara í loftið 40 mínútum síðar

7. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Boeing 737-900ER þota Delta Air Lines á Flightradar24.com að undirbúa brottför frá San Juan

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-900ER frá Delta Air Lines náði með nauðindum að lenda á flugvellinum á San Jose á Púertó Ríkó í gær í tæka tíð þegar fellibylurinn Irma var í þann mund að nálgast eyjuna.

Flug DL431 fór í loftið frá Kennedy-flugvellinum í New York klukkan 08:12 að staðartíma og átti vélin að ná til San Jose áður en Irma myndi fara yfir Púertó Ríkó en 30 mínútna seinkun varð á brottförinni.

Eftir 3 tíma flug var nokkuð ljós að allt stefndi í kapphlaup á að vera á undan fellibylnum til San Jose og ná að forða sér til baka til New York en til að mynda voru tvær þotur frá JetBlue og ein frá American Airlines sem þurftu að snúa við á sama tíma.

Boeing 737-900ER þota Delta á leiðinni til Púertó Ríkó á meðan
Irma nálgast eyjuna

Er vélin lenti á Juan Santamaría flugvellinum var vindurinn á vellinum komin yfir 30 hnúta en talsmaður Delta segir að það sé alveg vel innan þeirra marka sem gefin eru út fyrir Boeing 737.

„Veðurfræðingarnir okkar er mjög færir og hafa mikla reynslu og voru þeir búnir að reikna út leiðina gaumgæfilega og fylgjast með upplýsingum um fellibylinn í nánu sambandi við flugmennina“, segir Erik Snell hjá flugrekstardeild Delta Air Lines.

Lendingin sjálf gekk að óskum en erfiðasti hjallinn var að ná að afgreiða vélina á mettíma og koma henni strax aftur í loftið áður en veðrið versnaði.

Vélin hafði aðeins 40 mínútna viðdvöl og fór í loftið 24 mínútum á undan áætlun og náði að þræða sig upp milli lægðarskilanna frá Irmu og lenti seinnipart dags í New York.

Delta Air Lines þakkaði flugmönnunum fyrir vel heppnaða flugferð á Twitter-síðu sinni auk þess sem veðurfræðingar og annað starfsfólk í flugrekstardeild félagsins fengu hrós fyrir að hafa náð að láta allt smella saman.

Tvær farþegaþotur frá jetBlue og ein frá American Airlines þurftu að snúa við  fréttir af handahófi

Flugdólgur dæmdur til að greiða Hawaiian 10 milljónir króna

1. september 2017

|

Karlmaður í New Jersey, sem gerðist flugdólgur er hann flaug með Hawaiian Airlines í fyrra, hefur verið dæmdur til að greiða félaginu yfir 10 milljónir króna í bætur vegna hátterni síns.

Rúmenía fer fram á rannsókn á rekstri TAROM

24. ágúst 2017

|

TAROM, ríkisflugfélag Rúmeníu, er komið í það alvarlegan rekstrarvanda að ríkisstjórn landsins hefur óskað eftir rannsókn á fjárhagsstöðu félagsins.

Klæðning af Boeing 777 þotu KLM í flugtaki féll ofan á bíl

24. september 2017

|

Engann sakaði þegar hluti af klæðningu á skrokk á Boeing 777 þotu KLM Royal Dutch Airlines losnaði af í flugtaki í japönsku borginni Osaka í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00