flugfréttir

Flugvél frá Delta í kapphlaupi til Púertó Ríkó á undan Irmu

- Náðu að fara í loftið 40 mínútum síðar

7. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Boeing 737-900ER þota Delta Air Lines á Flightradar24.com að undirbúa brottför frá San Juan

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-900ER frá Delta Air Lines náði með nauðindum að lenda á flugvellinum á San Jose á Púertó Ríkó í gær í tæka tíð þegar fellibylurinn Irma var í þann mund að nálgast eyjuna.

Flug DL431 fór í loftið frá Kennedy-flugvellinum í New York klukkan 08:12 að staðartíma og átti vélin að ná til San Jose áður en Irma myndi fara yfir Púertó Ríkó en 30 mínútna seinkun varð á brottförinni.

Eftir 3 tíma flug var nokkuð ljós að allt stefndi í kapphlaup á að vera á undan fellibylnum til San Jose og ná að forða sér til baka til New York en til að mynda voru tvær þotur frá JetBlue og ein frá American Airlines sem þurftu að snúa við á sama tíma.

Boeing 737-900ER þota Delta á leiðinni til Púertó Ríkó á meðan
Irma nálgast eyjuna

Er vélin lenti á Juan Santamaría flugvellinum var vindurinn á vellinum komin yfir 30 hnúta en talsmaður Delta segir að það sé alveg vel innan þeirra marka sem gefin eru út fyrir Boeing 737.

„Veðurfræðingarnir okkar er mjög færir og hafa mikla reynslu og voru þeir búnir að reikna út leiðina gaumgæfilega og fylgjast með upplýsingum um fellibylinn í nánu sambandi við flugmennina“, segir Erik Snell hjá flugrekstardeild Delta Air Lines.

Lendingin sjálf gekk að óskum en erfiðasti hjallinn var að ná að afgreiða vélina á mettíma og koma henni strax aftur í loftið áður en veðrið versnaði.

Vélin hafði aðeins 40 mínútna viðdvöl og fór í loftið 24 mínútum á undan áætlun og náði að þræða sig upp milli lægðarskilanna frá Irmu og lenti seinnipart dags í New York.

Delta Air Lines þakkaði flugmönnunum fyrir vel heppnaða flugferð á Twitter-síðu sinni auk þess sem veðurfræðingar og annað starfsfólk í flugrekstardeild félagsins fengu hrós fyrir að hafa náð að láta allt smella saman.

Tvær farþegaþotur frá jetBlue og ein frá American Airlines þurftu að snúa við  fréttir af handahófi

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

2. febrúar 2018

|

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

Airbus gerir hlé á afhendingum á nýjum Airbus A320neo þotum

12. febrúar 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur sent út tilskipun þar sem nokkur flugfélög hafa tilkynnt um vandamál með PW1100G hreyfilinn þar sem upp komu tilvik þar sem þurfti að slökkva á hreyflum á flugi

Engar vísbendingar um þjófnað úr frakt á þotu rétt fyrir flugtak

12. febrúar 2018

|

Ekki hefur tekist að sanna að þjófnaður hafi átt sér stað er frakhurð opnaðist skyndilega á Boeing 737-500 þotu á meðan hún var að bíða eftir að komast í flugtak á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00