flugfréttir

Flugvél frá Delta í kapphlaupi til Púertó Ríkó á undan Irmu

- Náðu að fara í loftið 40 mínútum síðar

7. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Boeing 737-900ER þota Delta Air Lines á Flightradar24.com að undirbúa brottför frá San Juan

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-900ER frá Delta Air Lines náði með nauðindum að lenda á flugvellinum á San Jose á Púertó Ríkó í gær í tæka tíð þegar fellibylurinn Irma var í þann mund að nálgast eyjuna.

Flug DL431 fór í loftið frá Kennedy-flugvellinum í New York klukkan 08:12 að staðartíma og átti vélin að ná til San Jose áður en Irma myndi fara yfir Púertó Ríkó en 30 mínútna seinkun varð á brottförinni.

Eftir 3 tíma flug var nokkuð ljós að allt stefndi í kapphlaup á að vera á undan fellibylnum til San Jose og ná að forða sér til baka til New York en til að mynda voru tvær þotur frá JetBlue og ein frá American Airlines sem þurftu að snúa við á sama tíma.

Boeing 737-900ER þota Delta á leiðinni til Púertó Ríkó á meðan
Irma nálgast eyjuna

Er vélin lenti á Juan Santamaría flugvellinum var vindurinn á vellinum komin yfir 30 hnúta en talsmaður Delta segir að það sé alveg vel innan þeirra marka sem gefin eru út fyrir Boeing 737.

„Veðurfræðingarnir okkar er mjög færir og hafa mikla reynslu og voru þeir búnir að reikna út leiðina gaumgæfilega og fylgjast með upplýsingum um fellibylinn í nánu sambandi við flugmennina“, segir Erik Snell hjá flugrekstardeild Delta Air Lines.

Lendingin sjálf gekk að óskum en erfiðasti hjallinn var að ná að afgreiða vélina á mettíma og koma henni strax aftur í loftið áður en veðrið versnaði.

Vélin hafði aðeins 40 mínútna viðdvöl og fór í loftið 24 mínútum á undan áætlun og náði að þræða sig upp milli lægðarskilanna frá Irmu og lenti seinnipart dags í New York.

Delta Air Lines þakkaði flugmönnunum fyrir vel heppnaða flugferð á Twitter-síðu sinni auk þess sem veðurfræðingar og annað starfsfólk í flugrekstardeild félagsins fengu hrós fyrir að hafa náð að láta allt smella saman.

Tvær farþegaþotur frá jetBlue og ein frá American Airlines þurftu að snúa við  fréttir af handahófi

Klæðning af Boeing 777 þotu KLM í flugtaki féll ofan á bíl

24. september 2017

|

Engann sakaði þegar hluti af klæðningu á skrokk á Boeing 777 þotu KLM Royal Dutch Airlines losnaði af í flugtaki í japönsku borginni Osaka í gær.

Widerøe undirbýr sig fyrir fyrsta þotuflugið

4. október 2017

|

Norska flugfélagið Widerøe undirbýr sig nú fyrir fyrsta þotuflugið sem mun eiga sér stað í maí á næst aári en hingað til hefur félagið eingöngu haft skrúfuflugvélar í rekstri.

Aer Lingus íhugar flug milli meginlands Evrópu og Ameríku

9. október 2017

|

Írska flugfélagið Aer Lingus er að skoða möguleika á að hefja flug milli meginlands Evrópu og Ameríku og blanda sér í samkeppnina um flugið yfir Atlantshafið meðal lágfargjaldafélaganna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00