flugfréttir

Reykjavíkurflugvöllur talinn uppfylla afar vel hlutverk sitt

- Sala á landi í Vatnsmýrinni stendur ekki undir kostnaði af nýjum flugvelli

11. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:40

Airbus A319 þota Atlantic Airways í flugtaki á braut 01 á Reykjavíkurflugvelli í ágúst

Jón Gunnarsson, samgöngu -og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í morgun skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann fyrir ráðneytið.

Á fundi, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem fram fór í Iðnó, var einnig tilkynnt að stofnaður verður sérstakur starfshópur sem er ætlað að finna ásættanleg lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Þorgeir Pálsson greindi frá helstu niðurstöðum í skýrslunni en honum var falið að skilgreina og leggja mat á öryggis­hlutverk Reykjavíkurflugvallar og að meta hvernig og hversu vel núverandi staðsetning og aðrar mögulegar staðsetningar flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið myndu uppfylla þetta hlutverk.

Þorsteinn sagði markmiðið hafa verið að skoða nánar öryggisþætti, sem í víðtækum skilningi flokkast undir samfélagslegt öryggi, þ.e. almennt öryggi landsmanna og almannavarnir, og setja í samhengi við meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar að vera miðstöð innanlandsflugsins. 

Frá fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun í Iðnó þar sem Þorgeir Pálsson kynnti helstu atriði skýrslunnar

Í skýrslunni kemur fram að almennt öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar felst fyrst og fremst í að gera viðkomandi stjórnvöldum og björgunarsveitum kleift að bregðast hratt og áreiðan­lega við aðstæðum sem borgurunum og jafnvel þjóðfélaginu í heild stafar ógn af.

Lega flugvallarins í næsta nágrenni við helstu auðlindir þjóðfélagsins hvað varðar mannafla, sérfræðiþekkingu, aðstöðu og hvers konar búnað og birgðir, sem þörf er á til að leysa úr þeim vandamálum sem koma upp við slíkar aðstæður, er að flestu leyti einstæð.

Í skýrslunni eru síðan viðaukar sem annars vegar fjalla nánar um öryggishlutverk flugvallar og hvaða kröfur slíkt hlutverk gerir og bornir eru saman kostir Reykjavíkurflugvallar og mögulegs flugvallar í Hvassahrauni hvað þetta varðar. Hins vegar er í viðauka fjallað um þyrluflugvöll og hvaða breytingum sjúkraflug með þyrlum myndi taka ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við.

Tveir flugvellir nauðsynlegir fyrir suðvesturhorn landsins

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi af öryggisástæðum fyrir þjóðfélagið svo hægt sé að uppfylla flugöryggiskröfur og þá kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir hluverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel.

Diamond DA20 kennsluflugvél Geirfugls á flugi

Bent er á að mikill undirbúningur er nauðsynlegur áður en hægt er að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur en Hvassahraun er sagður í raun eini hugsanlegi kosturinn sem staðsetning fyrir nágrenni Reykjavíkur.

Hentar afar vel fyrir kennsluflug

Í skýrslunni kemur fram að ef loka á Reykja­víkurflugvelli árið 2024 þarf að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum sérstaklega varðandi skipulag og notkun lands í Vatnsmýrinni.

Tekið er fram að sala á því landi sem ríkið á nú í Vatnsmýrinni stendur að öllum líkindum ekki undir kostnaði af byggingu flugvallar í Hvassahrauni nema að takmörkuðu leyti og þá er bent á að óviðunandi sé að ekki sé suðvestur-norðaustur braut lengur til staðar á suðvesturhorninu.

Önnur niðurstaða í skýrslunni er sú að Reykjavíkurflugvöllur hefur nýst mjög vel fyrir kennsluflug en tveir flugskólar á landinu hafa Reykjavíkurflugvöll sem heimavöll fyrir flugkennslu, Flugskóli Íslands og Geirfugl.

Framtíð Reykjavíkurflugvallar

Þá segir að tryggja verði rekstur Reykjavíkurflugvallar á meðan nýjum flugvelli til að taka við hlutverki hans hefur ekki verið fundinn staður og hann byggður.

Ráðherra sagði á fundinum að það væri mjög stór ákvörðun að ætla að byggja nýjan flugvöll og því hefði hann talið nauðsynlegt að fá fram allar hliðar á hlutverki Reykjavíkurflugvallar og í framhaldin að skipa starfshóp til að halda málinu áfram.

Tilkynnti hann um skipan nefndar sem finna skal ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“

Reykjavíkurflugvöllur á góðviðrisdegi í sumar

Ráðherra lýsir sig reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður skuli taka mið af eftirfarandi skilyrðum: Flugvellir á suðvesturhorni landsins þurfa að uppfylla skilyrði um að allir landsmenn komist til og frá höfuðborgarsvæðinu innan 3,5 klst ferðatíma. Þjónustan verði sambærileg við núverandi flugvöll er varðar getu og afköst.

Af öryggissjónarmiðum þurfa tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi með góðu móti að vera til staðar á suðvesturhorni landsins.

Stjórnvöld geta ekki skuldbundið sig við dagsetningar til þess að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggi fyrir og að öll skilyrði um þjónustu flugvallarins og fjármögnun af fjárlögum eru uppfyllt.

Flugvellir á suðvestur hluta landsins þurfa að uppfylla skyldur öryggishlutverks gagnvart íbúum landsins, þar með talið almannavarnarhlutverks, leitaer- og björgunar og sjúkraflugs. Jafnfamt er mikilvægt að góð aðstaða fyrir kennslu- og þjálfunarflug séu á slíkum flugvelli. 

Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.  fréttir af handahófi

Virgin mun hætta að fljúga til Dubai

28. júní 2018

|

Virgin Atlantic hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga til Dubai en félagið hefur flogið þangað sl. 12 ár.

Flugslys á Kúbu: Boeing 737-200 fórst eftir flugtak

18. maí 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Havana á Kúbu nú undir kvöld.

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

24. júlí 2018

|

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot