flugfréttir

Reykjavíkurflugvöllur talinn uppfylla afar vel hlutverk sitt

- Sala á landi í Vatnsmýrinni stendur ekki undir kostnaði af nýjum flugvelli

11. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:40

Airbus A319 þota Atlantic Airways í flugtaki á braut 01 á Reykjavíkurflugvelli í ágúst

Jón Gunnarsson, samgöngu -og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í morgun skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann fyrir ráðneytið.

Á fundi, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem fram fór í Iðnó, var einnig tilkynnt að stofnaður verður sérstakur starfshópur sem er ætlað að finna ásættanleg lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Þorgeir Pálsson greindi frá helstu niðurstöðum í skýrslunni en honum var falið að skilgreina og leggja mat á öryggis­hlutverk Reykjavíkurflugvallar og að meta hvernig og hversu vel núverandi staðsetning og aðrar mögulegar staðsetningar flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið myndu uppfylla þetta hlutverk.

Þorsteinn sagði markmiðið hafa verið að skoða nánar öryggisþætti, sem í víðtækum skilningi flokkast undir samfélagslegt öryggi, þ.e. almennt öryggi landsmanna og almannavarnir, og setja í samhengi við meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar að vera miðstöð innanlandsflugsins. 

Frá fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í morgun í Iðnó þar sem Þorgeir Pálsson kynnti helstu atriði skýrslunnar

Í skýrslunni kemur fram að almennt öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar felst fyrst og fremst í að gera viðkomandi stjórnvöldum og björgunarsveitum kleift að bregðast hratt og áreiðan­lega við aðstæðum sem borgurunum og jafnvel þjóðfélaginu í heild stafar ógn af.

Lega flugvallarins í næsta nágrenni við helstu auðlindir þjóðfélagsins hvað varðar mannafla, sérfræðiþekkingu, aðstöðu og hvers konar búnað og birgðir, sem þörf er á til að leysa úr þeim vandamálum sem koma upp við slíkar aðstæður, er að flestu leyti einstæð.

Í skýrslunni eru síðan viðaukar sem annars vegar fjalla nánar um öryggishlutverk flugvallar og hvaða kröfur slíkt hlutverk gerir og bornir eru saman kostir Reykjavíkurflugvallar og mögulegs flugvallar í Hvassahrauni hvað þetta varðar. Hins vegar er í viðauka fjallað um þyrluflugvöll og hvaða breytingum sjúkraflug með þyrlum myndi taka ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við.

Tveir flugvellir nauðsynlegir fyrir suðvesturhorn landsins

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi af öryggisástæðum fyrir þjóðfélagið svo hægt sé að uppfylla flugöryggiskröfur og þá kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir hluverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel.

Diamond DA20 kennsluflugvél Geirfugls á flugi

Bent er á að mikill undirbúningur er nauðsynlegur áður en hægt er að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur en Hvassahraun er sagður í raun eini hugsanlegi kosturinn sem staðsetning fyrir nágrenni Reykjavíkur.

Hentar afar vel fyrir kennsluflug

Í skýrslunni kemur fram að ef loka á Reykja­víkurflugvelli árið 2024 þarf að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum sérstaklega varðandi skipulag og notkun lands í Vatnsmýrinni.

Tekið er fram að sala á því landi sem ríkið á nú í Vatnsmýrinni stendur að öllum líkindum ekki undir kostnaði af byggingu flugvallar í Hvassahrauni nema að takmörkuðu leyti og þá er bent á að óviðunandi sé að ekki sé suðvestur-norðaustur braut lengur til staðar á suðvesturhorninu.

Önnur niðurstaða í skýrslunni er sú að Reykjavíkurflugvöllur hefur nýst mjög vel fyrir kennsluflug en tveir flugskólar á landinu hafa Reykjavíkurflugvöll sem heimavöll fyrir flugkennslu, Flugskóli Íslands og Geirfugl.

Framtíð Reykjavíkurflugvallar

Þá segir að tryggja verði rekstur Reykjavíkurflugvallar á meðan nýjum flugvelli til að taka við hlutverki hans hefur ekki verið fundinn staður og hann byggður.

Ráðherra sagði á fundinum að það væri mjög stór ákvörðun að ætla að byggja nýjan flugvöll og því hefði hann talið nauðsynlegt að fá fram allar hliðar á hlutverki Reykjavíkurflugvallar og í framhaldin að skipa starfshóp til að halda málinu áfram.

Tilkynnti hann um skipan nefndar sem finna skal ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Er það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“

Reykjavíkurflugvöllur á góðviðrisdegi í sumar

Ráðherra lýsir sig reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður skuli taka mið af eftirfarandi skilyrðum: Flugvellir á suðvesturhorni landsins þurfa að uppfylla skilyrði um að allir landsmenn komist til og frá höfuðborgarsvæðinu innan 3,5 klst ferðatíma. Þjónustan verði sambærileg við núverandi flugvöll er varðar getu og afköst.

Af öryggissjónarmiðum þurfa tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi með góðu móti að vera til staðar á suðvesturhorni landsins.

Stjórnvöld geta ekki skuldbundið sig við dagsetningar til þess að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggi fyrir og að öll skilyrði um þjónustu flugvallarins og fjármögnun af fjárlögum eru uppfyllt.

Flugvellir á suðvestur hluta landsins þurfa að uppfylla skyldur öryggishlutverks gagnvart íbúum landsins, þar með talið almannavarnarhlutverks, leitaer- og björgunar og sjúkraflugs. Jafnfamt er mikilvægt að góð aðstaða fyrir kennslu- og þjálfunarflug séu á slíkum flugvelli. 

Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.  fréttir af handahófi

Niki segir orðróm um gjaldþrot vera þvætting

21. september 2017

|

Austurríska lágfargjaldaflugfélagið Niki hefur vísað á bug orðrómi frá ferðaskrifstofu einni sem sagði að félagið væri á barmi gjaldþrots.

Embraer í viðræðum við flugfélög í Miðausturlöndum

19. nóvember 2017

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer er í viðræðum við nokkur flugfélög í Miðausturlöndum vegna pantanna á E-þotum sem félögin hafa áhuga á að nota í innanlandsflugi.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00