flugfréttir

Norwegian ætlar að ráða 40 Boeing 737 flugmenn á Írlandi

- Ætla að auka umsvif sín í flugi frá Dublin til Norður-Ameríku

12. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:01

Boeing 737 þotur Norwegian og Ryanair

Norwegian leitar nú að allt að fjörutíu flugmönnum sem munu fljúga Boeing 737 þotum félagsins en þeir munu fljúga vélunum frá nýrri starfsstöð í Dublin.

Norwegian byrjaði á þessu ári að tengja Írland við Norður-Ameríku með flugi frá Dublin, Cork, Shannon og Belfast til áfangastaða vestanhafs á borð við Providence og New York á austurströndinni.

Norwegian mun halda nokkra atvinnuviðtalsfundi á Írlandi í haust í tengslum við aukin umsvif í flugi til Norður-Ameríku frá Írlandi og ætlar félagið að ráða m.a. til sín fleiri flugmenn, flugfreyjur og flugþjóna.

Forstjórar Ryanair og Norwegian hafa átt í „orðastríði“ sín á milli í fjölmiðlum sl. daga sem hófst með ummælum Michael O´Leary hjá Ryanair sem lýsti því yfir að Norwegian væri á barmi þess að verða gjaldþrota og efaðist hann um að félagið myndi þrauka út veturinn.

Hafa ráðið 140 flugmenn til starfa frá Ryanair á þessu ári

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, telur að O´Leary hafi látið þessi orð falla þar sem hann er bitur út í Norwegian sem hefur „stolið“ mörgum flugmönnum yfir til sín frá Ryanair og segir Kjos að orð hans séu þvættingur.

„Ég get staðfest að við höfum ráðið yfir 140 flugmenn yfir til okkar á þessu ári sem flugu fyrir Ryanair. Hjá okkur fá þeir fasta ráðningu og samkeppnishæf laun“, sagði Charlotte Holmberg Jacobssen, talsmaður Norwegian í viðtali við sænska dagblaðið, Svenska Dagbladet.  fréttir af handahófi

Fyrsti flughermirinn fyrir Pilatus PC-24 tekinn í notkun

19. febrúar 2018

|

Fyrsti flughermirinn fyrir nýju Pilatus PC-24 þotuna hefur verið tekinn í notkun í Dallas í Texas.

Stjórnvöld í Túnis banna Emirates að fljúga til landsins

26. desember 2017

|

Emirates hefur neyðst til þess að hætta flugi til Túnis eftir að stjórnvöld í Túnis ákváðu að banna flugfélaginu að fljúga til landsins.

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00