flugfréttir

Norwegian ætlar að ráða 40 Boeing 737 flugmenn á Írlandi

- Ætla að auka umsvif sín í flugi frá Dublin til Norður-Ameríku

12. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:01

Boeing 737 þotur Norwegian og Ryanair

Norwegian leitar nú að allt að fjörutíu flugmönnum sem munu fljúga Boeing 737 þotum félagsins en þeir munu fljúga vélunum frá nýrri starfsstöð í Dublin.

Norwegian byrjaði á þessu ári að tengja Írland við Norður-Ameríku með flugi frá Dublin, Cork, Shannon og Belfast til áfangastaða vestanhafs á borð við Providence og New York á austurströndinni.

Norwegian mun halda nokkra atvinnuviðtalsfundi á Írlandi í haust í tengslum við aukin umsvif í flugi til Norður-Ameríku frá Írlandi og ætlar félagið að ráða m.a. til sín fleiri flugmenn, flugfreyjur og flugþjóna.

Forstjórar Ryanair og Norwegian hafa átt í „orðastríði“ sín á milli í fjölmiðlum sl. daga sem hófst með ummælum Michael O´Leary hjá Ryanair sem lýsti því yfir að Norwegian væri á barmi þess að verða gjaldþrota og efaðist hann um að félagið myndi þrauka út veturinn.

Hafa ráðið 140 flugmenn til starfa frá Ryanair á þessu ári

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, telur að O´Leary hafi látið þessi orð falla þar sem hann er bitur út í Norwegian sem hefur „stolið“ mörgum flugmönnum yfir til sín frá Ryanair og segir Kjos að orð hans séu þvættingur.

„Ég get staðfest að við höfum ráðið yfir 140 flugmenn yfir til okkar á þessu ári sem flugu fyrir Ryanair. Hjá okkur fá þeir fasta ráðningu og samkeppnishæf laun“, sagði Charlotte Holmberg Jacobssen, talsmaður Norwegian í viðtali við sænska dagblaðið, Svenska Dagbladet.  fréttir af handahófi

Sala hafin á farmiðum hjá Icelandair á leiki Íslands á HM

2. desember 2017

|

Icelandair hefur hafið sölu á farmiðum á leiki Íslands í riðlakeppni á Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Rússlandi á næsta ári en um beint flug er að ræða sem er bókanlegt nú þegar á www.icelandair.

Bretar vilja vera áfram meðlimur að EASA eftir Brexit

4. desember 2017

|

Ríkisstjórn Bretlands hefur óskað eftir því að Bretar fái að verða áfram aðili að flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) þrátt fyrir útgöngu Breta úr Evrópusamstarfinu.

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

3. nóvember 2017

|

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00