flugfréttir

Norwegian ætlar að ráða 40 Boeing 737 flugmenn á Írlandi

- Ætla að auka umsvif sín í flugi frá Dublin til Norður-Ameríku

12. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:01

Boeing 737 þotur Norwegian og Ryanair

Norwegian leitar nú að allt að fjörutíu flugmönnum sem munu fljúga Boeing 737 þotum félagsins en þeir munu fljúga vélunum frá nýrri starfsstöð í Dublin.

Norwegian byrjaði á þessu ári að tengja Írland við Norður-Ameríku með flugi frá Dublin, Cork, Shannon og Belfast til áfangastaða vestanhafs á borð við Providence og New York á austurströndinni.

Norwegian mun halda nokkra atvinnuviðtalsfundi á Írlandi í haust í tengslum við aukin umsvif í flugi til Norður-Ameríku frá Írlandi og ætlar félagið að ráða m.a. til sín fleiri flugmenn, flugfreyjur og flugþjóna.

Forstjórar Ryanair og Norwegian hafa átt í „orðastríði“ sín á milli í fjölmiðlum sl. daga sem hófst með ummælum Michael O´Leary hjá Ryanair sem lýsti því yfir að Norwegian væri á barmi þess að verða gjaldþrota og efaðist hann um að félagið myndi þrauka út veturinn.

Hafa ráðið 140 flugmenn til starfa frá Ryanair á þessu ári

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, telur að O´Leary hafi látið þessi orð falla þar sem hann er bitur út í Norwegian sem hefur „stolið“ mörgum flugmönnum yfir til sín frá Ryanair og segir Kjos að orð hans séu þvættingur.

„Ég get staðfest að við höfum ráðið yfir 140 flugmenn yfir til okkar á þessu ári sem flugu fyrir Ryanair. Hjá okkur fá þeir fasta ráðningu og samkeppnishæf laun“, sagði Charlotte Holmberg Jacobssen, talsmaður Norwegian í viðtali við sænska dagblaðið, Svenska Dagbladet.  fréttir af handahófi

Flaug Diamond DA20 án leyfis og missti mótor um miðja nótt

12. október 2017

|

Slæm ákvörðunartaka og eldsneytisskortur er talin vera orsök flugslyss sem átti sér stað í Texas árið 2015 er einkaflugvél af gerðinni Diamond Da20-C1 hlekktist á í nauðlendingu á akri að nóttu til.

Klara Íris Vigfúsdóttir ráðinn forstöðumaður hjá Icelandair

4. september 2017

|

Klara Íris Vigfúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.

Sendir myndir til flugmanna á annarri þotu í 35.000 fetum

5. ágúst 2017

|

Singapore Airlines hefur lýst því yfir að myndband, sem farið hefur víða á Netinu síðastliðinn sólarhring, sem sýnir flugstjóra skiptast á mynd við flugmenn á annarri þotu, sé tilbúningur og um falsað

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00