flugfréttir

Rússar vilja setja höft á pantanir á erlendum flugvélum

- Vilja skipa flugfélög í landinu til að panta rússneskar flugvélar

15. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:27

Rússneskar flugvélar

Ríkisstjórnin í Rússlandi hefur gert drög að reglugerð sem miðar að því að takmarka pantanir frá rússneskum flugfélögum í erlendar flugvélar á borð við þær sem eru framleiddar af Airbus og Boeing.

Þetta er gert í þeim tilgangi að efla rússneskan flugvélaiðnað og styrkja framleiðslu á þeim flugvélum sem framleiddar eru í Rússlandi en tillagan verður tekin fyrir á rússneska þinginu.

Núverandi reglugerð sem er í gildi fer fram á að allar pantanir frá rússneskum flugfélögum í erlendar flugvélar, þar sem verðmæti pöntunarinnar nemur yfir 18 milljörðum króna, fari fyrir ríkisstjórnina sem þarf að samþykja kaupin en það á þó aðeins við flugfélög sem eru a.m.k. 50% í eigu rússneska ríkisins.

Reglugerðin sem stjórnvöld hafa kynnt í dag felur í sér breytingar þar sem farið er fram á að öll fyrirtæki og flugfélög verði þvinguð til að bera kaup á flugvélum, sem framleiddar eru utan Rússlands, undir sérstaka nefnd sem þarf að gefa grænt ljós.

Dmitry Rogozin, varaforseti Rússlands, segir að nýju lögin gætu tekið í gildi strax um áramótin en þetta eru ekki fyrstu aðgerðirnar sem stjórnvöld í landinu hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja flugvélaiðnaðinn í landinu.

Í ágústmánuði tilkynnti samgönguráðuneytið um tillögu sem skipar rússneskum flugfélögum að hafa a.m.k. þrjár rússneskar flugvélar í flota sínum sem eru ekki eldri en 5 ára til að viðhalda flugrekstarleyfi sínu.  fréttir af handahófi

Flugstjóri lést um borð skömmu eftir flugtak

28. september 2017

|

Flugstjóri hjá flugfélaginu Etihad lést um borð í Boeing 777-200F fraktflugvél frá Etihad Cargo í gær skömmu eftir flugtak frá Abu Dhabi.

Cathay Pacific pantar 32 Airbus A321neo þotur

22. ágúst 2017

|

Cathay Pacific hefur gert samning við Airbus um kaup á 32 þotum af gerðinni Airbus A321neo sem munu fara í flota dótturfélagsins, Cathay Dragon.

Icelandair mun fljúga til Dallas

14. september 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas í Texas á næsta ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00