flugfréttir

Rússar vilja setja höft á pantanir á erlendum flugvélum

- Vilja skipa flugfélög í landinu til að panta rússneskar flugvélar

15. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:27

Rússneskar flugvélar

Ríkisstjórnin í Rússlandi hefur gert drög að reglugerð sem miðar að því að takmarka pantanir frá rússneskum flugfélögum í erlendar flugvélar á borð við þær sem eru framleiddar af Airbus og Boeing.

Þetta er gert í þeim tilgangi að efla rússneskan flugvélaiðnað og styrkja framleiðslu á þeim flugvélum sem framleiddar eru í Rússlandi en tillagan verður tekin fyrir á rússneska þinginu.

Núverandi reglugerð sem er í gildi fer fram á að allar pantanir frá rússneskum flugfélögum í erlendar flugvélar, þar sem verðmæti pöntunarinnar nemur yfir 18 milljörðum króna, fari fyrir ríkisstjórnina sem þarf að samþykja kaupin en það á þó aðeins við flugfélög sem eru a.m.k. 50% í eigu rússneska ríkisins.

Reglugerðin sem stjórnvöld hafa kynnt í dag felur í sér breytingar þar sem farið er fram á að öll fyrirtæki og flugfélög verði þvinguð til að bera kaup á flugvélum, sem framleiddar eru utan Rússlands, undir sérstaka nefnd sem þarf að gefa grænt ljós.

Dmitry Rogozin, varaforseti Rússlands, segir að nýju lögin gætu tekið í gildi strax um áramótin en þetta eru ekki fyrstu aðgerðirnar sem stjórnvöld í landinu hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja flugvélaiðnaðinn í landinu.

Í ágústmánuði tilkynnti samgönguráðuneytið um tillögu sem skipar rússneskum flugfélögum að hafa a.m.k. þrjár rússneskar flugvélar í flota sínum sem eru ekki eldri en 5 ára til að viðhalda flugrekstarleyfi sínu.  fréttir af handahófi

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

17. október 2017

|

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar v

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Koma fyrir götum í grindverk fyrir flugvélaljósmyndara

12. október 2017

|

Flugvöllurinn í Zurich í Sviss hefur komið fyrir nokkrum götum í grindverk vallarsins sem eru sérstaklega gerð fyrir flugvélaljósmyndara.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00