flugfréttir

Yfir 42.000 kvartanir yfir hávaða frá flugvöllum í Washington

- Einn íbúi ábyrgur fyrir 17.273 af þeim kvörtunum

18. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:48

Einn íbúi í Maryland-fylki kvartaði að meðaltali 47 sinnum undan hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra

Gríðarleg aukning hefur orðið á kvörtunum frá íbúum vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum (DCA) og Dulles-flugvellinum (IAD) í Washington-borg í Bandaríkjunum.

Samkvæmt nýlegri tölfræði sem birt var fyrr í þessum mánuði þá hefur komið í ljós að árið 2016 bárust 42.683 kvartanir frá íbúum en til samanburðar þá voru um 10.000 kvartanir sem bárust árið 2015.

Flestar kvartanirnar eru vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum sem telur alls 36.653 kvartanir en 8.760 kvartanir bárust vegna hávaða frá Dulles-flugvelli.

Frá Ronald Reagan National flugvellinum

Þá hefur kvörtunum einnig fjölgað vegna hávaða frá Baltimore-Washington flugvelli (BWI) en bent er á að í mörgum tilvikum er um einn og sama einstaklinginn að ræða sem hringir inn og kvartar.

Yfirmenn hjá Metropolitian Washington Airport Authority (MWAA), sem á og rekur National og Dulles flugvellina, benda á að hæpið sé að breyting á aðflugs- og brottfararleiðum sé orsakavaldurinn og er talið að ástæðan yfir kvörtununum sé tilkomin þar sem almenningur er meira meðvitaður um hávaðatakmarkanir auk þess sem vægi samfélagsmiðla hefur aukist til muna.

Þá er bent á að yfir helmingurinn af kvörtununum komi frá þremur einstaklingum en sá sem var „duglegastur“ hringdi inn 17.273 sinnum til að kvarta yfir hávaða frá Ronald Reagan National flugvelli sem jafngildir því að hann kvartaði 47 sinnum á dag yfir hávaða.

Það slær út metið sem einn íbúi átti árið 2015 sem kvartaði 6.500 sinnum yfir hávaða frá flugvelli í Bandaríkjunum það árið.

Þá er einn íbúi í bænum Poolesville í Maryland sem kvartaði 3.800 sinnum yfir hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra.

Margir íbúar segja að aukin hávaði sé tilkomin vegna breytingar á aðflugsleið eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tóku í notkun nýtt flugleiðsögukerfi er kallast NextGen sem er hluti að endurnýjun á búnaði til flugumferðarstjórnar vestanhafs.

Með aðstoð NextGen fljúga flugvélar mun beinni leið og sleppa við krókaleiðir og sparast með því bæði tími og eldsneyti - En í sumum tilvikum þýðir það aukinn hávaði fyrir suma íbúa.  fréttir af handahófi

Rússar vilja setja höft á pantanir á erlendum flugvélum

15. september 2017

|

Ríkisstjórnin í Rússlandi hefur gert drög að reglugerð sem miðar að því að takmarka pantanir frá rússneskum flugfélögum í erlendar flugvélar á borð við þær sem eru framleiddar af Airbus og Boeing.

LEVEL stefnir á 30 breiðþotur á fimm árum

25. september 2017

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) segir að LEVEL, nýtt lágfargjaldafélag í langflugi, muni koma til með að vera komið með 30 breiðþotur eftir fimm ár.

Rannsaka yfirgefna King Air flugvél í Guyana

7. september 2017

|

Verið er að rannsaka dularfullt mál í Guyana í Suður-Ameríku er varðar yfirgefna Beechcraft King Air flugvél sem lent þar í einasta mánuði án leyfis á flugbraut í bænum Letham.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00