flugfréttir

Yfir 42.000 kvartanir yfir hávaða frá flugvöllum í Washington

- Einn íbúi ábyrgur fyrir 17.273 af þeim kvörtunum

18. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:48

Einn íbúi í Maryland-fylki kvartaði að meðaltali 47 sinnum undan hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra

Gríðarleg aukning hefur orðið á kvörtunum frá íbúum vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum (DCA) og Dulles-flugvellinum (IAD) í Washington-borg í Bandaríkjunum.

Samkvæmt nýlegri tölfræði sem birt var fyrr í þessum mánuði þá hefur komið í ljós að árið 2016 bárust 42.683 kvartanir frá íbúum en til samanburðar þá voru um 10.000 kvartanir sem bárust árið 2015.

Flestar kvartanirnar eru vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum sem telur alls 36.653 kvartanir en 8.760 kvartanir bárust vegna hávaða frá Dulles-flugvelli.

Frá Ronald Reagan National flugvellinum

Þá hefur kvörtunum einnig fjölgað vegna hávaða frá Baltimore-Washington flugvelli (BWI) en bent er á að í mörgum tilvikum er um einn og sama einstaklinginn að ræða sem hringir inn og kvartar.

Yfirmenn hjá Metropolitian Washington Airport Authority (MWAA), sem á og rekur National og Dulles flugvellina, benda á að hæpið sé að breyting á aðflugs- og brottfararleiðum sé orsakavaldurinn og er talið að ástæðan yfir kvörtununum sé tilkomin þar sem almenningur er meira meðvitaður um hávaðatakmarkanir auk þess sem vægi samfélagsmiðla hefur aukist til muna.

Þá er bent á að yfir helmingurinn af kvörtununum komi frá þremur einstaklingum en sá sem var „duglegastur“ hringdi inn 17.273 sinnum til að kvarta yfir hávaða frá Ronald Reagan National flugvelli sem jafngildir því að hann kvartaði 47 sinnum á dag yfir hávaða.

Það slær út metið sem einn íbúi átti árið 2015 sem kvartaði 6.500 sinnum yfir hávaða frá flugvelli í Bandaríkjunum það árið.

Þá er einn íbúi í bænum Poolesville í Maryland sem kvartaði 3.800 sinnum yfir hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra.

Margir íbúar segja að aukin hávaði sé tilkomin vegna breytingar á aðflugsleið eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tóku í notkun nýtt flugleiðsögukerfi er kallast NextGen sem er hluti að endurnýjun á búnaði til flugumferðarstjórnar vestanhafs.

Með aðstoð NextGen fljúga flugvélar mun beinni leið og sleppa við krókaleiðir og sparast með því bæði tími og eldsneyti - En í sumum tilvikum þýðir það aukinn hávaði fyrir suma íbúa.  fréttir af handahófi

Airbus fær pöntun í 430 þotur - Stærsta pöntun í sögu flugsins

17. nóvember 2017

|

Allt bendir til þess að risapöntun sem Airbus fékk á flugsýningunni í Dubai sé stærsta pöntun í sögu flugsins en bandaríska fyrirtækið Indigo Partners lagði inn pöntun í hvorki meira né minna en 430

Tyrkir aðstoða Serba við að opna draugaflugvöll

15. október 2017

|

Tyrkir hafa boðist til að taka að sér fjármagna og ljúka við framkvæmdir á draugaflugvelli í Serbíu sem aldrei hefur verið kláraður.

Þotur frá Qatar Airways koma farþegum Monarch til bjargar

2. október 2017

|

Breska flugfélagið Monarch Airlines býður þess að lokaniðurstaða verði tekin varðandi framtíð þess en flugferðaleyfi félagsins rann út á miðnætti í nótt.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00