flugfréttir

Yfir 42.000 kvartanir yfir hávaða frá flugvöllum í Washington

- Einn íbúi ábyrgur fyrir 17.273 af þeim kvörtunum

18. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:48

Einn íbúi í Maryland-fylki kvartaði að meðaltali 47 sinnum undan hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra

Gríðarleg aukning hefur orðið á kvörtunum frá íbúum vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum (DCA) og Dulles-flugvellinum (IAD) í Washington-borg í Bandaríkjunum.

Samkvæmt nýlegri tölfræði sem birt var fyrr í þessum mánuði þá hefur komið í ljós að árið 2016 bárust 42.683 kvartanir frá íbúum en til samanburðar þá voru um 10.000 kvartanir sem bárust árið 2015.

Flestar kvartanirnar eru vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum sem telur alls 36.653 kvartanir en 8.760 kvartanir bárust vegna hávaða frá Dulles-flugvelli.

Frá Ronald Reagan National flugvellinum

Þá hefur kvörtunum einnig fjölgað vegna hávaða frá Baltimore-Washington flugvelli (BWI) en bent er á að í mörgum tilvikum er um einn og sama einstaklinginn að ræða sem hringir inn og kvartar.

Yfirmenn hjá Metropolitian Washington Airport Authority (MWAA), sem á og rekur National og Dulles flugvellina, benda á að hæpið sé að breyting á aðflugs- og brottfararleiðum sé orsakavaldurinn og er talið að ástæðan yfir kvörtununum sé tilkomin þar sem almenningur er meira meðvitaður um hávaðatakmarkanir auk þess sem vægi samfélagsmiðla hefur aukist til muna.

Þá er bent á að yfir helmingurinn af kvörtununum komi frá þremur einstaklingum en sá sem var „duglegastur“ hringdi inn 17.273 sinnum til að kvarta yfir hávaða frá Ronald Reagan National flugvelli sem jafngildir því að hann kvartaði 47 sinnum á dag yfir hávaða.

Það slær út metið sem einn íbúi átti árið 2015 sem kvartaði 6.500 sinnum yfir hávaða frá flugvelli í Bandaríkjunum það árið.

Þá er einn íbúi í bænum Poolesville í Maryland sem kvartaði 3.800 sinnum yfir hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra.

Margir íbúar segja að aukin hávaði sé tilkomin vegna breytingar á aðflugsleið eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tóku í notkun nýtt flugleiðsögukerfi er kallast NextGen sem er hluti að endurnýjun á búnaði til flugumferðarstjórnar vestanhafs.

Með aðstoð NextGen fljúga flugvélar mun beinni leið og sleppa við krókaleiðir og sparast með því bæði tími og eldsneyti - En í sumum tilvikum þýðir það aukinn hávaði fyrir suma íbúa.  fréttir af handahófi

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

JAL féll fyrir svindlpósti: Greiddu reikninga upp á 358 milljónir

24. desember 2017

|

Bíræfnir tölvuþrjótar náðu að hafa 358 milljónir króna af Japan Airlines eftir að félagið greiddi óvart falsaða reikninga sem svikararnir sendu til flugfélagsins japanska.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.