flugfréttir

Yfir 42.000 kvartanir yfir hávaða frá flugvöllum í Washington

- Einn íbúi ábyrgur fyrir 17.273 af þeim kvörtunum

18. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:48

Einn íbúi í Maryland-fylki kvartaði að meðaltali 47 sinnum undan hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra

Gríðarleg aukning hefur orðið á kvörtunum frá íbúum vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum (DCA) og Dulles-flugvellinum (IAD) í Washington-borg í Bandaríkjunum.

Samkvæmt nýlegri tölfræði sem birt var fyrr í þessum mánuði þá hefur komið í ljós að árið 2016 bárust 42.683 kvartanir frá íbúum en til samanburðar þá voru um 10.000 kvartanir sem bárust árið 2015.

Flestar kvartanirnar eru vegna hávaða frá Ronald Reagan National flugvellinum sem telur alls 36.653 kvartanir en 8.760 kvartanir bárust vegna hávaða frá Dulles-flugvelli.

Frá Ronald Reagan National flugvellinum

Þá hefur kvörtunum einnig fjölgað vegna hávaða frá Baltimore-Washington flugvelli (BWI) en bent er á að í mörgum tilvikum er um einn og sama einstaklinginn að ræða sem hringir inn og kvartar.

Yfirmenn hjá Metropolitian Washington Airport Authority (MWAA), sem á og rekur National og Dulles flugvellina, benda á að hæpið sé að breyting á aðflugs- og brottfararleiðum sé orsakavaldurinn og er talið að ástæðan yfir kvörtununum sé tilkomin þar sem almenningur er meira meðvitaður um hávaðatakmarkanir auk þess sem vægi samfélagsmiðla hefur aukist til muna.

Þá er bent á að yfir helmingurinn af kvörtununum komi frá þremur einstaklingum en sá sem var „duglegastur“ hringdi inn 17.273 sinnum til að kvarta yfir hávaða frá Ronald Reagan National flugvelli sem jafngildir því að hann kvartaði 47 sinnum á dag yfir hávaða.

Það slær út metið sem einn íbúi átti árið 2015 sem kvartaði 6.500 sinnum yfir hávaða frá flugvelli í Bandaríkjunum það árið.

Þá er einn íbúi í bænum Poolesville í Maryland sem kvartaði 3.800 sinnum yfir hávaða frá Dulles-flugvelli í fyrra.

Margir íbúar segja að aukin hávaði sé tilkomin vegna breytingar á aðflugsleið eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tóku í notkun nýtt flugleiðsögukerfi er kallast NextGen sem er hluti að endurnýjun á búnaði til flugumferðarstjórnar vestanhafs.

Með aðstoð NextGen fljúga flugvélar mun beinni leið og sleppa við krókaleiðir og sparast með því bæði tími og eldsneyti - En í sumum tilvikum þýðir það aukinn hávaði fyrir suma íbúa.  fréttir af handahófi

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

Airbus tekur við stjórn CSeries

2. júlí 2018

|

Airbus hefur formlega tekið við stjórn CSeries-deildarinnar hjá Bombardier og eignast þar með meirihluta í framleiðslunni.

Fimmta veggspjaldið fjallar um skort á samvinnu

10. júlí 2018

|

Samgöngustofa hefur sent frá sér fimmta veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að bregðast við skort á samvinnu.

  Nýjustu flugfréttirnar

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.