flugfréttir

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

- Margir flugmenn ætla hafna tilboðinu

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Boeing 737 þotur Ryanair á flugvellinum í Barcelona

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri krísu sem framundan er hjá félaginu.

Ryanair viðurkenndi á dögunum að hafa gert mistök við áætlunargerð sumarleyfa starfsmanna og þarf félagið að fella niður allt að 50 flugferðir á dag út október þar sem ekki er nægur fjöldi flugmanna til að fljúga vélunum þar sem margir þeirra eru í sumarfríi.

Félagið sendi út tilkynningu sl. mánudag til flugmanna þar sem félagið býður flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu fyrir að stytta sumarleyfið um 10 daga og fljúga í staðinn og þá er flugmönnum (first offircers) boðnar 765.000 krónur fyrir 10 aukadaga.

Ryanair hefur sagt að ástæða þess að félagið þurfi að fella niður flugferðir sé vegna sumarleyfa en talið er að stór ástæða þess sé hinsvegar sú að margir flugmenn hjá Ryanair eru að yfirgefa félagið og gangast til liðs við Norwegian.

Ryanair hefur boðið flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu
til að stytta sumarleyfið sitt um 10 daga

Fram kemur að flugmenn hjá Ryanair í Dublin séu að íhuga að hafna tilboði félagsins um bónusgreiðslur og þá ætla þeir flugmenn Ryanair, sem eru staðsettir á Ítalíu, einnig að hafna tilboðinu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að mögulega muni félagið bregða á það ráð að svipta flugmenn sumarleyfisdögum sínum en í ráðningarsamningi flugmanna kemur fram hægt sé að afturkalla sumarleyfi við vissar aðstæður.

Sagt að margir flugmenn séu á förum frá Ryanair

Þá hefur Ryanair einnig haft samband við þá flugmenn sem hafa sótt um störf hjá félaginu en fengu ekki vinnu og er þeim boðið að hefja störf í dag til að fylla í skarðið.

Þar sem félagið þarf að fella niður allt að 50 flugferðir á dag næstu sex vikurnar þá mun það hafa áhrif á tæp 400.000 farþega og gæti félagið þurft að greiða allt að 2,5 milljarð króna í skaðabætur til þeirra.

„Það eru allir að reyna að hætta hérna - Og það á líka við þá sem hafa starfað hérna í 20 ár þar sem þetta er hræðilegt fyrirtæki að vinna fyrir“, segir einn starfsmaður Ryanair.

Sagt er að margir flugmenn séu að nýta sér aðstæðurnar sem eru komnar upp til að yfirgefa Ryanair eftir að hafa lifað í mörg ár í ótta við að missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Embraer stefnir á að framleiða farþegaþotur í Kína

11. september 2017

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer segir að til greina komi að opna flugvélaverksmiðju í Kína fyrir farþegaþotur en framleiðandinn lokaði í fyrra verksmiðju í landinu þar sem einkaþotur voru

Hickey segir af sér sem rekstrarstjóri Ryanair

8. október 2017

|

Michael Hickey, rekstrarstjóri Ryanair, ætlar að segja stöðu sinni lausri en hann tilkynnti um helgina að hann ætlaði ekki lengur að vera í sínum stjórnarstól í kjölfar þess sem á undan hefur gengið h

2.500 Falcon-einkaþotur afhentar frá upphafi

24. júlí 2017

|

Franski flugvélaframleiðandinn Dassault Aviation afhenti á dögunum sína tvöþúsund og fimmhundruðustu Falcon-einkaþotu frá upphafi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

Alitalia fær 37 milljarða króna lán frá ríkisstjórn Ítalíu

16. október 2017

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur veitt flugfélaginu Alitalia lán upp á 300 milljónir evra til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins sem samsvarar 37 milljörðum króna.

Delta ætlar ekki að borga 300 prósenta refsitolla

16. október 2017

|

Delta Air Lines hefur lýst því yfir að félagið ætli sér ekki að verða við kröfum stjórnvalda í Bandaríkjunum sem hafa farið fram á að þau flugfélög, sem hafa pantað CSeries-þoturnar frá Bombardier, s

Flugi aflýst á Bretlandseyjum á morgun vegna fellibyls

15. október 2017

|

Flugvellir á Bretlandi og á Írlandi búa sig nú undir fellibylinn Ófelíu sem nálgast Bretlandseyjar frá Atlantshafi en loftþrýstingur fellibylsins mælist núna 965 millibör.

Ryanair reynir að fá forstjóra Malaysian aftur til starfa

15. október 2017

|

Ryanair gerir nú tilraun til þess að fá aftur til starfa Peter Bellew og gera hann að rekstrarstjóra félagsins í stað Michael Hickey, sem hefur sagt starfi sínu lausu.

Tyrkir aðstoða Serba við að opna draugaflugvöll

15. október 2017

|

Tyrkir hafa boðist til að taka að sér fjármagna og ljúka við framkvæmdir á draugaflugvelli í Serbíu sem aldrei hefur verið kláraður.

Útlit fyrir að að easyJet fái 25 Airbus-þotur frá Air Berlin

14. október 2017

|

EasyJet mun að öllum líkindum kaupa 25 farþegaþotur úr flota Air Berlin sem allar eru af gerðinni Airbus A320.

Icelandair sér fram á 4.5 milljónir farþega árið 2018

13. október 2017

|

Icelandair gerir ráð fyrir að farþegum með félaginu eigi eftir að fjölga um 11% árið 2018.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00