flugfréttir

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

- Margir flugmenn ætla hafna tilboðinu

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Boeing 737 þotur Ryanair á flugvellinum í Barcelona

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri krísu sem framundan er hjá félaginu.

Ryanair viðurkenndi á dögunum að hafa gert mistök við áætlunargerð sumarleyfa starfsmanna og þarf félagið að fella niður allt að 50 flugferðir á dag út október þar sem ekki er nægur fjöldi flugmanna til að fljúga vélunum þar sem margir þeirra eru í sumarfríi.

Félagið sendi út tilkynningu sl. mánudag til flugmanna þar sem félagið býður flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu fyrir að stytta sumarleyfið um 10 daga og fljúga í staðinn og þá er flugmönnum (first offircers) boðnar 765.000 krónur fyrir 10 aukadaga.

Ryanair hefur sagt að ástæða þess að félagið þurfi að fella niður flugferðir sé vegna sumarleyfa en talið er að stór ástæða þess sé hinsvegar sú að margir flugmenn hjá Ryanair eru að yfirgefa félagið og gangast til liðs við Norwegian.

Ryanair hefur boðið flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu
til að stytta sumarleyfið sitt um 10 daga

Fram kemur að flugmenn hjá Ryanair í Dublin séu að íhuga að hafna tilboði félagsins um bónusgreiðslur og þá ætla þeir flugmenn Ryanair, sem eru staðsettir á Ítalíu, einnig að hafna tilboðinu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að mögulega muni félagið bregða á það ráð að svipta flugmenn sumarleyfisdögum sínum en í ráðningarsamningi flugmanna kemur fram hægt sé að afturkalla sumarleyfi við vissar aðstæður.

Sagt að margir flugmenn séu á förum frá Ryanair

Þá hefur Ryanair einnig haft samband við þá flugmenn sem hafa sótt um störf hjá félaginu en fengu ekki vinnu og er þeim boðið að hefja störf í dag til að fylla í skarðið.

Þar sem félagið þarf að fella niður allt að 50 flugferðir á dag næstu sex vikurnar þá mun það hafa áhrif á tæp 400.000 farþega og gæti félagið þurft að greiða allt að 2,5 milljarð króna í skaðabætur til þeirra.

„Það eru allir að reyna að hætta hérna - Og það á líka við þá sem hafa starfað hérna í 20 ár þar sem þetta er hræðilegt fyrirtæki að vinna fyrir“, segir einn starfsmaður Ryanair.

Sagt er að margir flugmenn séu að nýta sér aðstæðurnar sem eru komnar upp til að yfirgefa Ryanair eftir að hafa lifað í mörg ár í ótta við að missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Dularfyllsta flugfélag heims auglýsir eftir flugliðum

11. janúar 2018

|

Janet Airlines, dularfyllsta flugfélag í heimi, er núna að ráða til sín flugfreyjur og flugþjóna en félagið flýgur starfsmönnum til Area 51 svæðisins sem lengi hefur verið tengt við geimverur og fl

American mun hætta með 40 Boeing 737 þotur fyrir árið 2020

12. mars 2018

|

American Airlines ætlar sér að taka 45 Boeing 737 þotur úr flotanum á næstu tveimur árum og er um að ræða elstu þoturnar sem eru komnar til ára sinna.

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fer nú fram

26. janúar 2018

|

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic, sem nú er haldin í 26. skipti, er stærsta ferðakaupstefna sem haldin er á Íslandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00