flugfréttir

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

- Margir flugmenn ætla hafna tilboðinu

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Boeing 737 þotur Ryanair á flugvellinum í Barcelona

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri krísu sem framundan er hjá félaginu.

Ryanair viðurkenndi á dögunum að hafa gert mistök við áætlunargerð sumarleyfa starfsmanna og þarf félagið að fella niður allt að 50 flugferðir á dag út október þar sem ekki er nægur fjöldi flugmanna til að fljúga vélunum þar sem margir þeirra eru í sumarfríi.

Félagið sendi út tilkynningu sl. mánudag til flugmanna þar sem félagið býður flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu fyrir að stytta sumarleyfið um 10 daga og fljúga í staðinn og þá er flugmönnum (first offircers) boðnar 765.000 krónur fyrir 10 aukadaga.

Ryanair hefur sagt að ástæða þess að félagið þurfi að fella niður flugferðir sé vegna sumarleyfa en talið er að stór ástæða þess sé hinsvegar sú að margir flugmenn hjá Ryanair eru að yfirgefa félagið og gangast til liðs við Norwegian.

Ryanair hefur boðið flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu
til að stytta sumarleyfið sitt um 10 daga

Fram kemur að flugmenn hjá Ryanair í Dublin séu að íhuga að hafna tilboði félagsins um bónusgreiðslur og þá ætla þeir flugmenn Ryanair, sem eru staðsettir á Ítalíu, einnig að hafna tilboðinu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að mögulega muni félagið bregða á það ráð að svipta flugmenn sumarleyfisdögum sínum en í ráðningarsamningi flugmanna kemur fram hægt sé að afturkalla sumarleyfi við vissar aðstæður.

Sagt að margir flugmenn séu á förum frá Ryanair

Þá hefur Ryanair einnig haft samband við þá flugmenn sem hafa sótt um störf hjá félaginu en fengu ekki vinnu og er þeim boðið að hefja störf í dag til að fylla í skarðið.

Þar sem félagið þarf að fella niður allt að 50 flugferðir á dag næstu sex vikurnar þá mun það hafa áhrif á tæp 400.000 farþega og gæti félagið þurft að greiða allt að 2,5 milljarð króna í skaðabætur til þeirra.

„Það eru allir að reyna að hætta hérna - Og það á líka við þá sem hafa starfað hérna í 20 ár þar sem þetta er hræðilegt fyrirtæki að vinna fyrir“, segir einn starfsmaður Ryanair.

Sagt er að margir flugmenn séu að nýta sér aðstæðurnar sem eru komnar upp til að yfirgefa Ryanair eftir að hafa lifað í mörg ár í ótta við að missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Austrian kveður Fokkerinn

30. nóvember 2017

|

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Brotist inn í flugvél í flugskýli í Svíþjóð

30. október 2017

|

Brotist var inn í flugskýli á flugvellinum í Gällivare í norðurhluta Svíþjóðar í morgun og tilraun til að fara inn í farþegaflugvél sem var geymd inni í skýlinu.

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

17. október 2017

|

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar v

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00