flugfréttir

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

- Margir flugmenn ætla hafna tilboðinu

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Boeing 737 þotur Ryanair á flugvellinum í Barcelona

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri krísu sem framundan er hjá félaginu.

Ryanair viðurkenndi á dögunum að hafa gert mistök við áætlunargerð sumarleyfa starfsmanna og þarf félagið að fella niður allt að 50 flugferðir á dag út október þar sem ekki er nægur fjöldi flugmanna til að fljúga vélunum þar sem margir þeirra eru í sumarfríi.

Félagið sendi út tilkynningu sl. mánudag til flugmanna þar sem félagið býður flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu fyrir að stytta sumarleyfið um 10 daga og fljúga í staðinn og þá er flugmönnum (first offircers) boðnar 765.000 krónur fyrir 10 aukadaga.

Ryanair hefur sagt að ástæða þess að félagið þurfi að fella niður flugferðir sé vegna sumarleyfa en talið er að stór ástæða þess sé hinsvegar sú að margir flugmenn hjá Ryanair eru að yfirgefa félagið og gangast til liðs við Norwegian.

Ryanair hefur boðið flugstjórum 1,5 milljón króna bónusgreiðslu
til að stytta sumarleyfið sitt um 10 daga

Fram kemur að flugmenn hjá Ryanair í Dublin séu að íhuga að hafna tilboði félagsins um bónusgreiðslur og þá ætla þeir flugmenn Ryanair, sem eru staðsettir á Ítalíu, einnig að hafna tilboðinu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að mögulega muni félagið bregða á það ráð að svipta flugmenn sumarleyfisdögum sínum en í ráðningarsamningi flugmanna kemur fram hægt sé að afturkalla sumarleyfi við vissar aðstæður.

Sagt að margir flugmenn séu á förum frá Ryanair

Þá hefur Ryanair einnig haft samband við þá flugmenn sem hafa sótt um störf hjá félaginu en fengu ekki vinnu og er þeim boðið að hefja störf í dag til að fylla í skarðið.

Þar sem félagið þarf að fella niður allt að 50 flugferðir á dag næstu sex vikurnar þá mun það hafa áhrif á tæp 400.000 farþega og gæti félagið þurft að greiða allt að 2,5 milljarð króna í skaðabætur til þeirra.

„Það eru allir að reyna að hætta hérna - Og það á líka við þá sem hafa starfað hérna í 20 ár þar sem þetta er hræðilegt fyrirtæki að vinna fyrir“, segir einn starfsmaður Ryanair.

Sagt er að margir flugmenn séu að nýta sér aðstæðurnar sem eru komnar upp til að yfirgefa Ryanair eftir að hafa lifað í mörg ár í ótta við að missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Boeing tryggir sér einkaleyfið fyrir tölunni 797

12. júlí 2018

|

Talan 797 er ekki mikið þekkt númer fyrir utan að hafa verið þriðja seinasta árið á 8. öld samkvæmt júlíska tímatalinu en þá er hún einnig eina talan í 7X7 röðinni sem ekki hefur verið notuð af Boein

IAG stofnar nýtt lágfargjaldafélag í Austurríki

28. júní 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur komið öllum á óvart í dag með því að tilkynna um stofnun nýs lágfargjaldaflugfélags í Austurríki sem á að fljúga fyrsta flugið eftir aðeins þrjár vikur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.