flugfréttir

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Boeing KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélin byggir á Boeing 767 þotunni

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Ástæðan er sögð vera vegna vandamála sem komið hafa upp varðandi breytinga sem gerðar voru á vélinni en upphaflega stóð til að afhenda fyrstu KC-46 þotuna mun fyrr.

Aðili, sem kunnugur er málinu, segir að hæpið sé að hægt verði að afhenda vélina á þessu ári og í gær kom fram á herráðstefnu, sem fram fór í Washington, að vonast væri til að bandaríski herinn gæti fengið fyrstu KC-46 þotuna snemma eftir áramót.

Flest vandamálin hafa orðið á áfyllingarkerfi sem setur eldsneyti á aðrar flugvélar á flugi en bandaríski flugherinn þarf á yfir 170 Boeing KC-46 Pegasus þotum að halda. Andvirði samningsins á KC-46 vélunum til bandaríska flughersins er metinn á 4.268 milljarða króna.

Talið er að fyrsta KC-46 eldsneytisflugvélin verði afhent til bandaríska flughersins í febrúar 2018

Þau vandamál sem komið hafa upp hafa seinkað afhendingum um 14 mánuði en búið er að smíða sex eintök sem eru nú í tilraunarflugi og þá er verið að smíða 30 þotur til viðbótar.

KC-46 bíður þess að fá vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.  fréttir af handahófi

Jómfrúarflug Airbus A330neo verður á fimmtudag

16. október 2017

|

Airbus hefur tilkynnt um að fyrsta Airbus A330neo tilraunarþotan muni fljúga jómfrúarflugið sitt næstkomandi fimmtudag, þann 19. október.

Fyrsta flugvélin lendir á St. Maarten eftir Irmu

8. september 2017

|

Fyrsta flugvélin til að fara um Princess Juliana flugvöllinn á St. Maarten, eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir í vikunni, lenti á vellinum í gær.

Jet2.com ætlar að ráða 180 nýja flugmenn

31. ágúst 2017

|

Breska flugfélagið Jet2.com ætlar sér að ráða á næstunni yfir 1.700 nýja starfsmenn og þar af fjölda flugmanna, flugliða auk flugvallarstarfsfólks.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00