flugfréttir

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

- Kostnaðurinn nemur 1,4 milljón króna og var eina leiðin í stöðunni

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Boeing 787 þota Virgin Atlantic

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manchester svo hann gæti flogið annarri þotu félagsins til New York.

Félagið var í komin alvarlegan vanda með að finna flugmann með réttindi á Airbus A330 breiðþotu í Manchester þar sem sá flugmaður, sem átti að fljúga vélinni, hringdi sig inn veikan fjórum tímum fyrir brottför.

Talsmaður Virgin Atlantic segir að félagið hafi reynt að finna flugmann á Airbus A330 þotu félagsins en aðeins einn var tiltækur en hann var staðsettur í London.

Airbus A330 breiðþota Virgin Atlantic

Leitað var leiða til að koma honum frá London til Manchester eins fljótt og hægt var til að koma í veg fyrir að félagið þyrfti að aflýsa fluginu.

Ekki var hægt að senda flugmanninn með lest þar sem mikill eldsvoði kom upp í timburgeymslu rétt hjá lestarteinunum norður af London og gengu því engar Virgin-lestar milli Euston-lestarstöðvarinnar og Manchester þann daginn.

Athugað var með möguleika á að senda flugmanninn með leigubíl frá höfuðstöðvum Virgin á Heathrow-flugvelli til Manchester en leigubílaferðin hefði tekið næstum 4 klukkustundir.

Þá var athugað með að senda flugmanninn með þyrlu eða lítilli flugvél en á endanum var ákveðið að senda hann með áætlunarflugi frá London til Boston og láta vélina koma við í Manchester sem var fljótasti kosturinn í stöðunni.Farþegar, sem biðu eftir flugi til Boston, fengu skilaboð í hendurnar þar sem þeim var tilkynnt að flugið þyrfti að koma við í Manchester á leiðinni til Boston en það olli 2 tíma seinkun þar sem vélin þurfti að taka viðbótareldsneyti fyrir flugið vestur um haf fyrir brottför frá Manchester.

Kostnaðurinn við að koma flugmanninum til Manchester er talin nema um 1,4 milljón króna en fyrir utan viðbótareldsneyti þá þarf Virgin Atlantic einnig að greiða viðbótargjöld fyrir flugumferðarþjónustu, og þjónustugjöld á Manchester-flugvelli.

„Við viljum aldrei bregðast farþegum okkar þannig það var gert allt sem hægt var til að koma þeim til New York og þetta var það eina í stöðunni nema aflýsa fluginu“, segir talsmaður Virgin Atlantic, en slíkt hefði raskað ferðum hundruði farþega beggja megin Atlantshafsins.  fréttir af handahófi

Sprungur í veggjum og nötrandi gólf á flugstöð í Manchester

29. maí 2018

|

Rýma þurfti bráðabirgðarflugstöð á flugvellinum í Manchester í morgun eftir að sprungur fóru að myndast í hluta flugstöðvarinnar með tilheyrandi hávaða og brestum.

Miði með hótun fannst um borð í flugvél hjá Ryanair

10. júlí 2018

|

Farþegaþota frá Ryanair var kyrrsett á flugvellinum í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi eftir að miði með skilaboðum um sprengjuhótun fannst um borð í flugvélinni.

Fjögur flugfélög tilgreina Taívan enn sem sjálfstætt land

31. júlí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa tilkynnt að fjögur bandarísk flugfélög hafi ekki orðið við ósk kínverskra stjórnvalda um að breyta nafni Taívan á vefsíðum sínum í Kína eins og farið var fram á við flugf

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot