flugfréttir

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

- Kostnaðurinn nemur 1,4 milljón króna og var eina leiðin í stöðunni

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Boeing 787 þota Virgin Atlantic

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manchester svo hann gæti flogið annarri þotu félagsins til New York.

Félagið var í komin alvarlegan vanda með að finna flugmann með réttindi á Airbus A330 breiðþotu í Manchester þar sem sá flugmaður, sem átti að fljúga vélinni, hringdi sig inn veikan fjórum tímum fyrir brottför.

Talsmaður Virgin Atlantic segir að félagið hafi reynt að finna flugmann á Airbus A330 þotu félagsins en aðeins einn var tiltækur en hann var staðsettur í London.

Airbus A330 breiðþota Virgin Atlantic

Leitað var leiða til að koma honum frá London til Manchester eins fljótt og hægt var til að koma í veg fyrir að félagið þyrfti að aflýsa fluginu.

Ekki var hægt að senda flugmanninn með lest þar sem mikill eldsvoði kom upp í timburgeymslu rétt hjá lestarteinunum norður af London og gengu því engar Virgin-lestar milli Euston-lestarstöðvarinnar og Manchester þann daginn.

Athugað var með möguleika á að senda flugmanninn með leigubíl frá höfuðstöðvum Virgin á Heathrow-flugvelli til Manchester en leigubílaferðin hefði tekið næstum 4 klukkustundir.

Þá var athugað með að senda flugmanninn með þyrlu eða lítilli flugvél en á endanum var ákveðið að senda hann með áætlunarflugi frá London til Boston og láta vélina koma við í Manchester sem var fljótasti kosturinn í stöðunni.Farþegar, sem biðu eftir flugi til Boston, fengu skilaboð í hendurnar þar sem þeim var tilkynnt að flugið þyrfti að koma við í Manchester á leiðinni til Boston en það olli 2 tíma seinkun þar sem vélin þurfti að taka viðbótareldsneyti fyrir flugið vestur um haf fyrir brottför frá Manchester.

Kostnaðurinn við að koma flugmanninum til Manchester er talin nema um 1,4 milljón króna en fyrir utan viðbótareldsneyti þá þarf Virgin Atlantic einnig að greiða viðbótargjöld fyrir flugumferðarþjónustu, og þjónustugjöld á Manchester-flugvelli.

„Við viljum aldrei bregðast farþegum okkar þannig það var gert allt sem hægt var til að koma þeim til New York og þetta var það eina í stöðunni nema aflýsa fluginu“, segir talsmaður Virgin Atlantic, en slíkt hefði raskað ferðum hundruði farþega beggja megin Atlantshafsins.  fréttir af handahófi

Kansas City nýr áfangastaður Icelandair

9. janúar 2018

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til bandarísku borgarinnar Kansas City í Missouri í maí í vor.

Tvær Boeing 767 breiðþotur lentu á Akureyri í morgun

7. janúar 2018

|

Tvær Boeing 767 breiðþotur frá Icelandair þurftu frá að hverfa og lenda á Akureyri eldsnemma í morgun vegna veðurs í Keflavík og slæmrar brautarskilyrða en báðar vélarnar voru að koma úr Ameríkuflugi

Samið við flugvirkja Icelandair

19. desember 2017

|

Verkfallsaðgerðum flugvirkja Icelandair hefur verið frestað um fjórar vikur en samningar náðust í nótt er forsvarsmenn Icelandair skrifuðu undir kjarasamning við Flugvirkjafélag Íslands.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00