flugfréttir

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

- Kostnaðurinn nemur 1,4 milljón króna og var eina leiðin í stöðunni

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Boeing 787 þota Virgin Atlantic

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manchester svo hann gæti flogið annarri þotu félagsins til New York.

Félagið var í komin alvarlegan vanda með að finna flugmann með réttindi á Airbus A330 breiðþotu í Manchester þar sem sá flugmaður, sem átti að fljúga vélinni, hringdi sig inn veikan fjórum tímum fyrir brottför.

Talsmaður Virgin Atlantic segir að félagið hafi reynt að finna flugmann á Airbus A330 þotu félagsins en aðeins einn var tiltækur en hann var staðsettur í London.

Airbus A330 breiðþota Virgin Atlantic

Leitað var leiða til að koma honum frá London til Manchester eins fljótt og hægt var til að koma í veg fyrir að félagið þyrfti að aflýsa fluginu.

Ekki var hægt að senda flugmanninn með lest þar sem mikill eldsvoði kom upp í timburgeymslu rétt hjá lestarteinunum norður af London og gengu því engar Virgin-lestar milli Euston-lestarstöðvarinnar og Manchester þann daginn.

Athugað var með möguleika á að senda flugmanninn með leigubíl frá höfuðstöðvum Virgin á Heathrow-flugvelli til Manchester en leigubílaferðin hefði tekið næstum 4 klukkustundir.

Þá var athugað með að senda flugmanninn með þyrlu eða lítilli flugvél en á endanum var ákveðið að senda hann með áætlunarflugi frá London til Boston og láta vélina koma við í Manchester sem var fljótasti kosturinn í stöðunni.Farþegar, sem biðu eftir flugi til Boston, fengu skilaboð í hendurnar þar sem þeim var tilkynnt að flugið þyrfti að koma við í Manchester á leiðinni til Boston en það olli 2 tíma seinkun þar sem vélin þurfti að taka viðbótareldsneyti fyrir flugið vestur um haf fyrir brottför frá Manchester.

Kostnaðurinn við að koma flugmanninum til Manchester er talin nema um 1,4 milljón króna en fyrir utan viðbótareldsneyti þá þarf Virgin Atlantic einnig að greiða viðbótargjöld fyrir flugumferðarþjónustu, og þjónustugjöld á Manchester-flugvelli.

„Við viljum aldrei bregðast farþegum okkar þannig það var gert allt sem hægt var til að koma þeim til New York og þetta var það eina í stöðunni nema aflýsa fluginu“, segir talsmaður Virgin Atlantic, en slíkt hefði raskað ferðum hundruði farþega beggja megin Atlantshafsins.  fréttir af handahófi

Hvetja Boeing til að smíða 797 í Washington

4. október 2018

|

Washington-ríki fer fram á og telur að Seattle-svæðið henti best fyrir framleiðslu á nýju farþegaþotunni sem Boeing hyggst framleiða á næstunni sem nefnd hefur verið Boeing 797.

Einkaþota fór út af í lendingu í Suður-Karólínu

28. september 2018

|

Að minnsta kosti tveir létust er einkaþota af gerðinni Dassault Falcon 50 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Greenville í Suður-Karólínu í gær.

Þeyttist 10 metra í loftið í útblæstri frá þotu í flugtaki

25. ágúst 2018

|

Tólf ára drengur slasaðist í seinustu viku er hann þeyttist allt að 10 metra upp í loftið eftir að hafa staðið fyrir aftan þotu í flugtaki á Skiathos-flugvellinum í Grikklandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f