flugfréttir

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

- Kostnaðurinn nemur 1,4 milljón króna og var eina leiðin í stöðunni

20. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Boeing 787 þota Virgin Atlantic

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manchester svo hann gæti flogið annarri þotu félagsins til New York.

Félagið var í komin alvarlegan vanda með að finna flugmann með réttindi á Airbus A330 breiðþotu í Manchester þar sem sá flugmaður, sem átti að fljúga vélinni, hringdi sig inn veikan fjórum tímum fyrir brottför.

Talsmaður Virgin Atlantic segir að félagið hafi reynt að finna flugmann á Airbus A330 þotu félagsins en aðeins einn var tiltækur en hann var staðsettur í London.

Airbus A330 breiðþota Virgin Atlantic

Leitað var leiða til að koma honum frá London til Manchester eins fljótt og hægt var til að koma í veg fyrir að félagið þyrfti að aflýsa fluginu.

Ekki var hægt að senda flugmanninn með lest þar sem mikill eldsvoði kom upp í timburgeymslu rétt hjá lestarteinunum norður af London og gengu því engar Virgin-lestar milli Euston-lestarstöðvarinnar og Manchester þann daginn.

Athugað var með möguleika á að senda flugmanninn með leigubíl frá höfuðstöðvum Virgin á Heathrow-flugvelli til Manchester en leigubílaferðin hefði tekið næstum 4 klukkustundir.

Þá var athugað með að senda flugmanninn með þyrlu eða lítilli flugvél en á endanum var ákveðið að senda hann með áætlunarflugi frá London til Boston og láta vélina koma við í Manchester sem var fljótasti kosturinn í stöðunni.Farþegar, sem biðu eftir flugi til Boston, fengu skilaboð í hendurnar þar sem þeim var tilkynnt að flugið þyrfti að koma við í Manchester á leiðinni til Boston en það olli 2 tíma seinkun þar sem vélin þurfti að taka viðbótareldsneyti fyrir flugið vestur um haf fyrir brottför frá Manchester.

Kostnaðurinn við að koma flugmanninum til Manchester er talin nema um 1,4 milljón króna en fyrir utan viðbótareldsneyti þá þarf Virgin Atlantic einnig að greiða viðbótargjöld fyrir flugumferðarþjónustu, og þjónustugjöld á Manchester-flugvelli.

„Við viljum aldrei bregðast farþegum okkar þannig það var gert allt sem hægt var til að koma þeim til New York og þetta var það eina í stöðunni nema aflýsa fluginu“, segir talsmaður Virgin Atlantic, en slíkt hefði raskað ferðum hundruði farþega beggja megin Atlantshafsins.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Air Berlin hefur greitt skuldina við Isavia

31. október 2017

|

Isavia hefur fengið greiðslu frá Air Berlin sem hefur endurheimt Airbus A320 þotuna sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli sl. 12 daga.

Widerøe undirbýr sig fyrir fyrsta þotuflugið

4. október 2017

|

Norska flugfélagið Widerøe undirbýr sig nú fyrir fyrsta þotuflugið sem mun eiga sér stað í maí á næst aári en hingað til hefur félagið eingöngu haft skrúfuflugvélar í rekstri.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00