flugfréttir

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

- Rakst með hjólin utan í aðflugsljósakerfið á hinum enda brautarinnar

21. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Boeing 737-800 þotan var á leið frá Belfast til Corfu í júlí þegar atvikið átti sér stað

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í sumar en þotan rétt náði að hefja sig á loft á áður en flugbrautin var á enda.

Boeing 737-800 þota félagsins var í flugtaki á flugvellinum í Belfast á leið til Corfu en í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi kemur fram að þar sem rangt hitastig á flugvellinum var sett inn í flugtölvu vélarinnar hafi aflið á eldsneytisinngjöfinni ekki verið nægilega mikið í flugtakinu.

Vélin hóf sig það seint á loft að hún rakst með hjólin í aðflugsljós og braut ljósakerfið við hinn brautarendann sem eru 25 sentimetra há og eru staðsett um 29 metrum fyrir framan brautina.

Rannsóknaraðilar telja að vélin hafi notað 81.5% af N1 sem er töluvert lægra en þau 93.3 prósent sem til þurfti fyrir flugtakið.

N1 LIMIT glugginn í FMC tölvu á Boeing 737 þotu

Settu óvart inn -57°C stiga frost í stað 16 stiga hita

Fram kemur að útreikningar flugmannanna hafi verið réttir áður en kom að því að mata tölvuna en í þann reit, þar sem átti að setja inn hitastig á flugvelli sem var 16°C gráður, var óvart sett inn hitastigið í „top of climb“ sem er sú flughæð þar sem farflugið byrjar en hitastigið þar var 57 stiga frost.

Hitastig hefur áhrif á afkastagetu flugvéla þar sem hlýrra loft hefur minni þéttleika og við slíkar aðstæður þarf flugvél lengri brautarlengd í flugtakið samanborðið við kaldara loft.

Með mjög lágt hitastig í reitnum fyrir hitastig á flugvelli hefur tölvan reiknað út að mun minn afl fyrir flugtakið sem olli því að hún þurfti mun meiri vegalengd í flugtaksbrunið.

Talið er að vélin hafi náð V1-hraðanum, sem í þessu tilviki voru 144 kts, þegar 900 metrar voru eftir af brautinni en í 1,5 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum var vélin að fara í gegnum 200 fetin.

Rannsóknaraðilar hafa mælt með því að yfirvöld í Bandaríkjunum athugi möguleikann á því að endurskoða hugbúnað flugtölvunnar.

179 farþegar voru um borð í vélinni og sakað engann og lenti vélin heil á höldnu á Corfu.  fréttir af handahófi

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Árekstur er tvær flugvélar lentu nánast samtímis í Súdan

3. október 2018

|

Tvær Antonov-herflugvélar skullu saman í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, í dag er þær lentu nánast á sama tíma á brautinni.

Fimm ATR vélar til Iran Air þrátt fyrir viðskiptabann

5. ágúst 2018

|

Iran Air ætlar ekki að gefast upp við að fá nýjar farþegaþotur í flotann þrátt fyrir að Bandaríkin hafi afturkallað viðskiptaþvinganir á Íran en flugvélaframleiðandinn ATR afhenti um helgina fimm flu

  Nýjustu flugfréttirnar

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s