flugfréttir

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

- Rakst með hjólin utan í aðflugsljósakerfið á hinum enda brautarinnar

21. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Boeing 737-800 þotan var á leið frá Belfast til Corfu í júlí þegar atvikið átti sér stað

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í sumar en þotan rétt náði að hefja sig á loft á áður en flugbrautin var á enda.

Boeing 737-800 þota félagsins var í flugtaki á flugvellinum í Belfast á leið til Corfu en í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi kemur fram að þar sem rangt hitastig á flugvellinum var sett inn í flugtölvu vélarinnar hafi aflið á eldsneytisinngjöfinni ekki verið nægilega mikið í flugtakinu.

Vélin hóf sig það seint á loft að hún rakst með hjólin í aðflugsljós og braut ljósakerfið við hinn brautarendann sem eru 25 sentimetra há og eru staðsett um 29 metrum fyrir framan brautina.

Rannsóknaraðilar telja að vélin hafi notað 81.5% af N1 sem er töluvert lægra en þau 93.3 prósent sem til þurfti fyrir flugtakið.

N1 LIMIT glugginn í FMC tölvu á Boeing 737 þotu

Settu óvart inn -57°C stiga frost í stað 16 stiga hita

Fram kemur að útreikningar flugmannanna hafi verið réttir áður en kom að því að mata tölvuna en í þann reit, þar sem átti að setja inn hitastig á flugvelli sem var 16°C gráður, var óvart sett inn hitastigið í „top of climb“ sem er sú flughæð þar sem farflugið byrjar en hitastigið þar var 57 stiga frost.

Hitastig hefur áhrif á afkastagetu flugvéla þar sem hlýrra loft hefur minni þéttleika og við slíkar aðstæður þarf flugvél lengri brautarlengd í flugtakið samanborðið við kaldara loft.

Með mjög lágt hitastig í reitnum fyrir hitastig á flugvelli hefur tölvan reiknað út að mun minn afl fyrir flugtakið sem olli því að hún þurfti mun meiri vegalengd í flugtaksbrunið.

Talið er að vélin hafi náð V1-hraðanum, sem í þessu tilviki voru 144 kts, þegar 900 metrar voru eftir af brautinni en í 1,5 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum var vélin að fara í gegnum 200 fetin.

Rannsóknaraðilar hafa mælt með því að yfirvöld í Bandaríkjunum athugi möguleikann á því að endurskoða hugbúnað flugtölvunnar.

179 farþegar voru um borð í vélinni og sakað engann og lenti vélin heil á höldnu á Corfu.  fréttir af handahófi

Munu einblína á langflug í flugprófunum með A321LR

1. febrúar 2018

|

Airbus gerir ráð fyrir að aðeins þurfi að framkvæma um 100 flugtíma í flugprófunum með nýju Airbus A321LR þotunni.

Cirrus SR22 hvarf af radar yfir Mexíkóflóa

4. janúar 2018

|

Leit stendur nú yfir af lítilli, einshreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 við Mexíkóflóa en vélarinnar var saknað í gær er hún var á leið frá Oklahoma til Texas.

Wizz Air sýnir Alitalia áhuga

25. janúar 2018

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur sýnt áhuga á að kaupa og taka yfir rekstur Alitalia er snýr að stuttum flugleiðum.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.