flugfréttir

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

- Rakst með hjólin utan í aðflugsljósakerfið á hinum enda brautarinnar

21. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Boeing 737-800 þotan var á leið frá Belfast til Corfu í júlí þegar atvikið átti sér stað

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í sumar en þotan rétt náði að hefja sig á loft á áður en flugbrautin var á enda.

Boeing 737-800 þota félagsins var í flugtaki á flugvellinum í Belfast á leið til Corfu en í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi kemur fram að þar sem rangt hitastig á flugvellinum var sett inn í flugtölvu vélarinnar hafi aflið á eldsneytisinngjöfinni ekki verið nægilega mikið í flugtakinu.

Vélin hóf sig það seint á loft að hún rakst með hjólin í aðflugsljós og braut ljósakerfið við hinn brautarendann sem eru 25 sentimetra há og eru staðsett um 29 metrum fyrir framan brautina.

Rannsóknaraðilar telja að vélin hafi notað 81.5% af N1 sem er töluvert lægra en þau 93.3 prósent sem til þurfti fyrir flugtakið.

N1 LIMIT glugginn í FMC tölvu á Boeing 737 þotu

Settu óvart inn -57°C stiga frost í stað 16 stiga hita

Fram kemur að útreikningar flugmannanna hafi verið réttir áður en kom að því að mata tölvuna en í þann reit, þar sem átti að setja inn hitastig á flugvelli sem var 16°C gráður, var óvart sett inn hitastigið í „top of climb“ sem er sú flughæð þar sem farflugið byrjar en hitastigið þar var 57 stiga frost.

Hitastig hefur áhrif á afkastagetu flugvéla þar sem hlýrra loft hefur minni þéttleika og við slíkar aðstæður þarf flugvél lengri brautarlengd í flugtakið samanborðið við kaldara loft.

Með mjög lágt hitastig í reitnum fyrir hitastig á flugvelli hefur tölvan reiknað út að mun minn afl fyrir flugtakið sem olli því að hún þurfti mun meiri vegalengd í flugtaksbrunið.

Talið er að vélin hafi náð V1-hraðanum, sem í þessu tilviki voru 144 kts, þegar 900 metrar voru eftir af brautinni en í 1,5 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum var vélin að fara í gegnum 200 fetin.

Rannsóknaraðilar hafa mælt með því að yfirvöld í Bandaríkjunum athugi möguleikann á því að endurskoða hugbúnað flugtölvunnar.

179 farþegar voru um borð í vélinni og sakað engann og lenti vélin heil á höldnu á Corfu.  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus A319 þotan yfir til EasyJet Europe

23. nóvember 2017

|

EasyJet Europe hefur fengið fyrstu Airbus A319 þotuna í flota sinn en félagið var stofnað í júlí í sumar í kjölfar ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu.

Lentu í annarri borg: Farþegum sagt að taka rútuna

5. nóvember 2017

|

Farþegar með flugi Pakistan International Airlines (PIA) voru beðnir um að koma sér sjálfir á leiðarenda með því að taka rútu restina af leiðinni eftir að farþegaþota frá félaginu þurfti að lenda á ö

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00