flugfréttir

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

- Rakst með hjólin utan í aðflugsljósakerfið á hinum enda brautarinnar

21. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Boeing 737-800 þotan var á leið frá Belfast til Corfu í júlí þegar atvikið átti sér stað

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í sumar en þotan rétt náði að hefja sig á loft á áður en flugbrautin var á enda.

Boeing 737-800 þota félagsins var í flugtaki á flugvellinum í Belfast á leið til Corfu en í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi kemur fram að þar sem rangt hitastig á flugvellinum var sett inn í flugtölvu vélarinnar hafi aflið á eldsneytisinngjöfinni ekki verið nægilega mikið í flugtakinu.

Vélin hóf sig það seint á loft að hún rakst með hjólin í aðflugsljós og braut ljósakerfið við hinn brautarendann sem eru 25 sentimetra há og eru staðsett um 29 metrum fyrir framan brautina.

Rannsóknaraðilar telja að vélin hafi notað 81.5% af N1 sem er töluvert lægra en þau 93.3 prósent sem til þurfti fyrir flugtakið.

N1 LIMIT glugginn í FMC tölvu á Boeing 737 þotu

Settu óvart inn -57°C stiga frost í stað 16 stiga hita

Fram kemur að útreikningar flugmannanna hafi verið réttir áður en kom að því að mata tölvuna en í þann reit, þar sem átti að setja inn hitastig á flugvelli sem var 16°C gráður, var óvart sett inn hitastigið í „top of climb“ sem er sú flughæð þar sem farflugið byrjar en hitastigið þar var 57 stiga frost.

Hitastig hefur áhrif á afkastagetu flugvéla þar sem hlýrra loft hefur minni þéttleika og við slíkar aðstæður þarf flugvél lengri brautarlengd í flugtakið samanborðið við kaldara loft.

Með mjög lágt hitastig í reitnum fyrir hitastig á flugvelli hefur tölvan reiknað út að mun minn afl fyrir flugtakið sem olli því að hún þurfti mun meiri vegalengd í flugtaksbrunið.

Talið er að vélin hafi náð V1-hraðanum, sem í þessu tilviki voru 144 kts, þegar 900 metrar voru eftir af brautinni en í 1,5 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum var vélin að fara í gegnum 200 fetin.

Rannsóknaraðilar hafa mælt með því að yfirvöld í Bandaríkjunum athugi möguleikann á því að endurskoða hugbúnað flugtölvunnar.

179 farþegar voru um borð í vélinni og sakað engann og lenti vélin heil á höldnu á Corfu.  fréttir af handahófi

Önnur MC-21 tilraunarþota Irkut flýgur sitt fyrsta flug

11. maí 2018

|

Önnur MC-21 tilraunarþotan frá rússneska flugvélaframleiðandanum Irkut hefur flogið sitt fyrsta flug, tæpu ári eftir að fyrsta MC-21 þotan flaug fyrsta flugið þann 28. maí í fyrra.

Orðrómur: CSeries-þotan mun breytast í Airbus A200

27. apríl 2018

|

Allt stefnir í að CSeries-þoturnar frá Bombardier muni breyta um nafn við yfirtöku Airbus á framleiðslunni hjá Bombardier og til verður ný tegund af Airbus-þotum.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00