flugfréttir

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

- Skorar á O´Leary til að lenda flugvél í myrkri og roki eftir 15 tíma vinnudag

22. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Ryanair ætlar að ráða 125 nýja flugmenn til starfa en núverandi flugmenn hjá Ryanair segir að það muni ekki bjarga málunum

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Félagið hefur bæði lent í vandræðum þar sem fjöldi flugmanna hafa sagt upp störfum og farið yfir til annarra flugfélaga á borð við Norwegian og þá eru margir flugmenn að taka út sumarleyfi á næstu vikum sem mun skerða rekstur félagsins.

Fjöldi flugmanna hjá Ryanair munu á næstu vikum taka sér fjögurra vikna sumarleyfi eftir stranga sumarvertíð en félagið ætlar að minnka sumarleyfistímann niður í 3 vikur og fá flugmenn að taka út fjórðu vikuna í sumarfrí í janúar eftir áramót.

Ryanair gerði tilraun til að fá flugmenn til að skipta út sumarfríinu fyrir bónusgreiðslur til flugmanna en flestir ætla að hafna því boði og hafa flugmenn Ryanair á 46 bækistöðvum félagsins í Evrópu tekið höndum saman gegn framkvæmdarstjóranum, Michael O´Leary.

Michael O´Leary fer ekki fögrum orðum um flugmennina sína og efast um að starfið sé svo erfitt

„Jafnvel þótt Ryanair ætlar að ráða 125 flugmenn til starfa á morgun þá mun það ekki laga vandamálið fyrir enda október þar sem félagið þarf a.m.k. 3 mánuði til að þjálfa nýju flugmennina“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Vinna allt að 60 klukkustundir á viku

Flugmenn segja að O´Leary hafi meðal annars sagt að þeir væru latir til vinnu en á sama tíma þá eru fjölmargir sem fljúga yfir 40 tíma á viku sem samsvarar allt að 60 vinnustundum á viku.

„Við erum flestir að vakna upp kl. 4 á nóttunni og ferðumst langar vegalengdir til að komast út á flugvöll. Hann hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala um og þetta skapar bara enn meiri andúð á honum sem framkvæmdarstjóra“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Michael O´Leary í höfuðstöðvum Ryanair í Dublin í gær

O´Leary sagði meðal annars: „Ég skora á hvaða flugmann sem er að útskýra fyrir okkur hvernig í ósköpunum þetta á að vera erfitt og stressandi starf. - Og hvernig það getur verið að fljúga innan við 18 klukkustundir á viku, samkvæmt lögum, getur valdið síþreytu“.

„Ef O´Leary heldur að við séum að vinna auðvelt starf þá væri ég alveg til í að sjá hann spreyta sig á því að reyna lenda þotu í miklu roki, seint að kvöldi í myrkri eftir að hafa flogið í 15 klukkustundir“, segir annar flugmaður hjá Ryanair.

Brian Struttron, ritari hjá flugmannafélaginu BALPA, skorar á írsk flugmálayfirvöld til þess að rannsaka ummæli O´Learys um að flugmenn Ryanair séu aðeins að fljúga í 18 tíma á viku þar sem hann telur það vera algjöran þvætting.

Bæði flugstjórar og flugmenn hjá Ryanair hafa hótað því að hringja sig einn veika til að mótmæla launamálum félagsins og þá ætla margir flugmenn að ganga til liðs við verkalýðsfélag sem mun ekki falla vel í geðið hjá O´Leary.

O´Leary hefur tilkynnt hluthöfum að aðeins séu um smávægilega bresti að ræða sem verður hægt að laga en einn flugmaður hjá Ryanair segir þetta aðeins byrjunina á stóru vandamáli sem mun ekki ljúka fyrr en Ryanair tekur sig saman í andlitinu.  fréttir af handahófi

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Fyrsta Boeing BBJ 737 MAX einkaþotan í smíðum

5. mars 2018

|

Samsetning er hafin á fyrstu einkaþotuútgáfunni af Boeing 737 MAX en Boeing birti nýlega fyrstu myndirnar af BBJ 737 MAX 8 þotunni.

Þróun á hreyfli gæti seinkað Boeing 797 til ársins 2026

22. maí 2018

|

Svo gæti farið að áætlanir Boeing um hönnun á nýrri farþegaþotu, sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797, muni dragast enn frekar á langinn þar sem enn á eftir að þróa hreyfil fyrir flugvélina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00