flugfréttir

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

- Skorar á O´Leary til að lenda flugvél í myrkri og roki eftir 15 tíma vinnudag

22. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Ryanair ætlar að ráða 125 nýja flugmenn til starfa en núverandi flugmenn hjá Ryanair segir að það muni ekki bjarga málunum

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Félagið hefur bæði lent í vandræðum þar sem fjöldi flugmanna hafa sagt upp störfum og farið yfir til annarra flugfélaga á borð við Norwegian og þá eru margir flugmenn að taka út sumarleyfi á næstu vikum sem mun skerða rekstur félagsins.

Fjöldi flugmanna hjá Ryanair munu á næstu vikum taka sér fjögurra vikna sumarleyfi eftir stranga sumarvertíð en félagið ætlar að minnka sumarleyfistímann niður í 3 vikur og fá flugmenn að taka út fjórðu vikuna í sumarfrí í janúar eftir áramót.

Ryanair gerði tilraun til að fá flugmenn til að skipta út sumarfríinu fyrir bónusgreiðslur til flugmanna en flestir ætla að hafna því boði og hafa flugmenn Ryanair á 46 bækistöðvum félagsins í Evrópu tekið höndum saman gegn framkvæmdarstjóranum, Michael O´Leary.

Michael O´Leary fer ekki fögrum orðum um flugmennina sína og efast um að starfið sé svo erfitt

„Jafnvel þótt Ryanair ætlar að ráða 125 flugmenn til starfa á morgun þá mun það ekki laga vandamálið fyrir enda október þar sem félagið þarf a.m.k. 3 mánuði til að þjálfa nýju flugmennina“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Vinna allt að 60 klukkustundir á viku

Flugmenn segja að O´Leary hafi meðal annars sagt að þeir væru latir til vinnu en á sama tíma þá eru fjölmargir sem fljúga yfir 40 tíma á viku sem samsvarar allt að 60 vinnustundum á viku.

„Við erum flestir að vakna upp kl. 4 á nóttunni og ferðumst langar vegalengdir til að komast út á flugvöll. Hann hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala um og þetta skapar bara enn meiri andúð á honum sem framkvæmdarstjóra“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Michael O´Leary í höfuðstöðvum Ryanair í Dublin í gær

O´Leary sagði meðal annars: „Ég skora á hvaða flugmann sem er að útskýra fyrir okkur hvernig í ósköpunum þetta á að vera erfitt og stressandi starf. - Og hvernig það getur verið að fljúga innan við 18 klukkustundir á viku, samkvæmt lögum, getur valdið síþreytu“.

„Ef O´Leary heldur að við séum að vinna auðvelt starf þá væri ég alveg til í að sjá hann spreyta sig á því að reyna lenda þotu í miklu roki, seint að kvöldi í myrkri eftir að hafa flogið í 15 klukkustundir“, segir annar flugmaður hjá Ryanair.

Brian Struttron, ritari hjá flugmannafélaginu BALPA, skorar á írsk flugmálayfirvöld til þess að rannsaka ummæli O´Learys um að flugmenn Ryanair séu aðeins að fljúga í 18 tíma á viku þar sem hann telur það vera algjöran þvætting.

Bæði flugstjórar og flugmenn hjá Ryanair hafa hótað því að hringja sig einn veika til að mótmæla launamálum félagsins og þá ætla margir flugmenn að ganga til liðs við verkalýðsfélag sem mun ekki falla vel í geðið hjá O´Leary.

O´Leary hefur tilkynnt hluthöfum að aðeins séu um smávægilega bresti að ræða sem verður hægt að laga en einn flugmaður hjá Ryanair segir þetta aðeins byrjunina á stóru vandamáli sem mun ekki ljúka fyrr en Ryanair tekur sig saman í andlitinu.  fréttir af handahófi

CALC íhugar pöntun í 200 þotur frá Boeing eða Airbus

5. júní 2018

|

Flugvélaleigan China Aircraft Leasing Group (CALC) er sögð vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus vegna fyrirhugaðra kaupa á 200 þotum að andvirði yfir tvöþúsund og þrjúhundruðu milljarða króna.

Brandenburg verður bílageymsla fyrir Volkswagen

29. júní 2018

|

Brandenburg-flugvöllinn í Berlín mun loksins þjóna einhverjum tilgangi þar sem búið er að finna not fyrir flugvöllinn sem ekki hefur verið hægt að taka í notkun í nokkur ár vegna fjölda framleiðsluga

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot