flugfréttir

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

- Skorar á O´Leary til að lenda flugvél í myrkri og roki eftir 15 tíma vinnudag

22. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Ryanair ætlar að ráða 125 nýja flugmenn til starfa en núverandi flugmenn hjá Ryanair segir að það muni ekki bjarga málunum

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Félagið hefur bæði lent í vandræðum þar sem fjöldi flugmanna hafa sagt upp störfum og farið yfir til annarra flugfélaga á borð við Norwegian og þá eru margir flugmenn að taka út sumarleyfi á næstu vikum sem mun skerða rekstur félagsins.

Fjöldi flugmanna hjá Ryanair munu á næstu vikum taka sér fjögurra vikna sumarleyfi eftir stranga sumarvertíð en félagið ætlar að minnka sumarleyfistímann niður í 3 vikur og fá flugmenn að taka út fjórðu vikuna í sumarfrí í janúar eftir áramót.

Ryanair gerði tilraun til að fá flugmenn til að skipta út sumarfríinu fyrir bónusgreiðslur til flugmanna en flestir ætla að hafna því boði og hafa flugmenn Ryanair á 46 bækistöðvum félagsins í Evrópu tekið höndum saman gegn framkvæmdarstjóranum, Michael O´Leary.

Michael O´Leary fer ekki fögrum orðum um flugmennina sína og efast um að starfið sé svo erfitt

„Jafnvel þótt Ryanair ætlar að ráða 125 flugmenn til starfa á morgun þá mun það ekki laga vandamálið fyrir enda október þar sem félagið þarf a.m.k. 3 mánuði til að þjálfa nýju flugmennina“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Vinna allt að 60 klukkustundir á viku

Flugmenn segja að O´Leary hafi meðal annars sagt að þeir væru latir til vinnu en á sama tíma þá eru fjölmargir sem fljúga yfir 40 tíma á viku sem samsvarar allt að 60 vinnustundum á viku.

„Við erum flestir að vakna upp kl. 4 á nóttunni og ferðumst langar vegalengdir til að komast út á flugvöll. Hann hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala um og þetta skapar bara enn meiri andúð á honum sem framkvæmdarstjóra“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Michael O´Leary í höfuðstöðvum Ryanair í Dublin í gær

O´Leary sagði meðal annars: „Ég skora á hvaða flugmann sem er að útskýra fyrir okkur hvernig í ósköpunum þetta á að vera erfitt og stressandi starf. - Og hvernig það getur verið að fljúga innan við 18 klukkustundir á viku, samkvæmt lögum, getur valdið síþreytu“.

„Ef O´Leary heldur að við séum að vinna auðvelt starf þá væri ég alveg til í að sjá hann spreyta sig á því að reyna lenda þotu í miklu roki, seint að kvöldi í myrkri eftir að hafa flogið í 15 klukkustundir“, segir annar flugmaður hjá Ryanair.

Brian Struttron, ritari hjá flugmannafélaginu BALPA, skorar á írsk flugmálayfirvöld til þess að rannsaka ummæli O´Learys um að flugmenn Ryanair séu aðeins að fljúga í 18 tíma á viku þar sem hann telur það vera algjöran þvætting.

Bæði flugstjórar og flugmenn hjá Ryanair hafa hótað því að hringja sig einn veika til að mótmæla launamálum félagsins og þá ætla margir flugmenn að ganga til liðs við verkalýðsfélag sem mun ekki falla vel í geðið hjá O´Leary.

O´Leary hefur tilkynnt hluthöfum að aðeins séu um smávægilega bresti að ræða sem verður hægt að laga en einn flugmaður hjá Ryanair segir þetta aðeins byrjunina á stóru vandamáli sem mun ekki ljúka fyrr en Ryanair tekur sig saman í andlitinu.  fréttir af handahófi

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag

Junkers-flugvélin fór í spíral í kjölfar beygju

21. ágúst 2018

|

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn flugslyssins í Sviss er gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst þann
4. ágúst sl. benda til þess að vélin hafi farið í gormflug (spíral) eftir að hún tók beyg

Engar seinkanir lengur á nýju skrokkum fyrir Boeing 737

1. nóvember 2018

|

Spirit AeroSystems segir að fyrirtækinu hafi tekist að vinna sig úr þeim seinkunum sem hafa verið í gangi með framleiðslu á nýjum skrokkum fyrir Boeing 737 og sé framleiðslan í dag komin á rétt skrið

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f