flugfréttir

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

- Skorar á O´Leary til að lenda flugvél í myrkri og roki eftir 15 tíma vinnudag

22. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Ryanair ætlar að ráða 125 nýja flugmenn til starfa en núverandi flugmenn hjá Ryanair segir að það muni ekki bjarga málunum

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Félagið hefur bæði lent í vandræðum þar sem fjöldi flugmanna hafa sagt upp störfum og farið yfir til annarra flugfélaga á borð við Norwegian og þá eru margir flugmenn að taka út sumarleyfi á næstu vikum sem mun skerða rekstur félagsins.

Fjöldi flugmanna hjá Ryanair munu á næstu vikum taka sér fjögurra vikna sumarleyfi eftir stranga sumarvertíð en félagið ætlar að minnka sumarleyfistímann niður í 3 vikur og fá flugmenn að taka út fjórðu vikuna í sumarfrí í janúar eftir áramót.

Ryanair gerði tilraun til að fá flugmenn til að skipta út sumarfríinu fyrir bónusgreiðslur til flugmanna en flestir ætla að hafna því boði og hafa flugmenn Ryanair á 46 bækistöðvum félagsins í Evrópu tekið höndum saman gegn framkvæmdarstjóranum, Michael O´Leary.

Michael O´Leary fer ekki fögrum orðum um flugmennina sína og efast um að starfið sé svo erfitt

„Jafnvel þótt Ryanair ætlar að ráða 125 flugmenn til starfa á morgun þá mun það ekki laga vandamálið fyrir enda október þar sem félagið þarf a.m.k. 3 mánuði til að þjálfa nýju flugmennina“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Vinna allt að 60 klukkustundir á viku

Flugmenn segja að O´Leary hafi meðal annars sagt að þeir væru latir til vinnu en á sama tíma þá eru fjölmargir sem fljúga yfir 40 tíma á viku sem samsvarar allt að 60 vinnustundum á viku.

„Við erum flestir að vakna upp kl. 4 á nóttunni og ferðumst langar vegalengdir til að komast út á flugvöll. Hann hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala um og þetta skapar bara enn meiri andúð á honum sem framkvæmdarstjóra“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Michael O´Leary í höfuðstöðvum Ryanair í Dublin í gær

O´Leary sagði meðal annars: „Ég skora á hvaða flugmann sem er að útskýra fyrir okkur hvernig í ósköpunum þetta á að vera erfitt og stressandi starf. - Og hvernig það getur verið að fljúga innan við 18 klukkustundir á viku, samkvæmt lögum, getur valdið síþreytu“.

„Ef O´Leary heldur að við séum að vinna auðvelt starf þá væri ég alveg til í að sjá hann spreyta sig á því að reyna lenda þotu í miklu roki, seint að kvöldi í myrkri eftir að hafa flogið í 15 klukkustundir“, segir annar flugmaður hjá Ryanair.

Brian Struttron, ritari hjá flugmannafélaginu BALPA, skorar á írsk flugmálayfirvöld til þess að rannsaka ummæli O´Learys um að flugmenn Ryanair séu aðeins að fljúga í 18 tíma á viku þar sem hann telur það vera algjöran þvætting.

Bæði flugstjórar og flugmenn hjá Ryanair hafa hótað því að hringja sig einn veika til að mótmæla launamálum félagsins og þá ætla margir flugmenn að ganga til liðs við verkalýðsfélag sem mun ekki falla vel í geðið hjá O´Leary.

O´Leary hefur tilkynnt hluthöfum að aðeins séu um smávægilega bresti að ræða sem verður hægt að laga en einn flugmaður hjá Ryanair segir þetta aðeins byrjunina á stóru vandamáli sem mun ekki ljúka fyrr en Ryanair tekur sig saman í andlitinu.  fréttir af handahófi

Boeing afhenti 763 flugvélar árið 2017

11. janúar 2018

|

Boeing sló sitt eigið met árið 2017 er framleiðandinn afhenti alls 763 þotur á árinu sem fellur nákvæmlega inn í afhendingaráætlun sem gerð var við upphaf ársins sem hljómaði upp á 760 til 765 afhen

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00