flugfréttir

Lufthansa og easyJet munu skipta á milli sín Air Berlin

- Evrópusambandið mun þurfa að samþykkja yfirtökuna fyrst

26. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:47

Lufthansa mun taka yfir stærstan hluta Air Berlin á meðan easyJet mun taka til sín einhverjar þotur úr flotanum

Flest stefnir í að Air Berlin verði selt til Lufthansa og easyJet sem munu skipta á milli sín flugvélum og eigum félagsins.

Gjaldþrotanefnd og stjórn Air Berlin hefur greint frá því að árangursríkar viðræður hafi farið fram með Lufthansa og easyJet um yfirtöku á flugfélaginu þýska sem varð gjaldþrota í ágúst.

Thomas Winkelmann, framkvæmdastjóri Air Berlin, segir að sennilega verði hægt að tryggja að um 80% starfsfólks hjá Air Berlin muni halda starfinu sínu áfram eftir kaupin en allir aðilar hafa komið sér saman um að kaupverðinu verði haldið leyndu.

Kaupin munu að lokum fara fyrir framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins sem mun þurfa að gefa leyfi fyrir viðskiptunum og er vonast til þess að því ferli verði lokið fyrir lok ársins.

Lufthansa mun taka yfir meirihluta félagsins og þar á meðal eignast dótturfélagið Niki en viðræður við easyJet standa yfir vegna yfirtöku á einhverjum þotum úr flota Air Berlin.

Fram kemur að nauðsynlegt sé að tryggja að ekki verði röskun á flugáætlun Air Berlin á næstu vikum á meðan viðræðurnar halda áfram en allt langflug með breiðþotum Air Berlin mun taka enda þann 15. október.  fréttir af handahófi

Vilja opna Manston-flugvöllinn í Kent aftur

19. febrúar 2018

|

Fjárfestingarfyrirtæki eitt í Bretlandi reynir nú að opna aftur Manston-flugvöllinn á suðurhluta Englands með tilraun til þess að taka yfir flugvallarsvæðinu frá núverandi eigendum sem vilja nota land

Qatar Airways pantar 50 þotur af gerðinni A321neo

7. desember 2017

|

Qatar Airways undirritaði í dag samkomulag um kaup á fimmtíu farþegaþotum frá Airbus af gerðinni Airbus A321neo.

Fyrsta flugfélag ársins 2018 til að hætta starfsemi

2. janúar 2018

|

Fyrsta flugfélag ársins 208 til að hætta starfsemi sinni verður norska flugfélagið FlyViking en félagið mun leggja árar í bát þann 12. janúar næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00