flugfréttir

17 ára flugnemi kláraði einkaflugmanninn á 10 vikum

- Undarlegt að fljúga í fyrsta skipti einn án flugkennara en vandist fljótt

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:34

Nevin Fetzer fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk verklegu færnisprófi 10. september sl.

Á meðan flestir nemendur í framhaldsskólanum í Bismarck í Norður-Dakóta nýttu sumarið vel til þess að lesa fyrir skólaprófin í haust þá var einn nemandi í skólanum sem ákvað að nota sumarið til að lesa fyrir allt annað próf.

Nevin Fetzer, sem er 17 ára, skráði sig í einkaflugmannsnám í sumar og kláraði flugnámið á aðeins 10 vikum og varð einkaflugmaður um miðjan september.

Á 10 vikum las Nevin bóklega námsefnið fyrir einkaflugmanninn með því að liggja yfir bókunum langt fram á nótt á meðan hann nýtti daginn í að fljúga og lauk hann 45 flugtímum á tveimur og hálfum mánuði.

Nevin fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk færnisprófi þann 10. september sl. eftir flug með prófkennara á Fargo Hector flugvellinum.

Nevin segir að það hafi verið hálf óhugnarlegt þegar hann flaug í fyrsta skipti án þess að hafa flugkennarann sér við hlið þegar hann fór í fyrsta sólótímann en það hafi síðan vanist fljótlega.

Nevin lærði á Piper PA28 Cherokiee

Nevin sagðist m.a. hafa hugsað: „Þetta verður allt í lagi. Ég mun lenda mjög mjúklega og það er ekkert sem er að fara úrskeiðis“. - En eftir nokkur einflug þá segir Nevin að þetta verði bara sjálfsagður hlutur svipað og að keyra bíl í fyrsta sinn.

Eftir að hafa flogið fyrsta sólóflugið þá segir Nevin að hann hafi algjörlega verið orðinn háður fluginu - „Það er engin leið að snúa við núna“, segir Nevin sem lærði á flugvél af gerðinni Piper PA-28.

„Það eru nokkrir ungir flugmenn sem hafa lært að fljúga á meðan þeir eru enn í skóla en það er ekki algengt lengur í dag“, segir Brad Stangeland, flugkennari Nevins.

Brad Stangeland, flugkennari

„Hann er alveg einstakur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er sennilega ábyrgðarfyllsti unglingurinn sem ég hef kennt“, segir Stangeland en Nevin íhugar núna að halda áfram og fara í atvinnuflugið.

Stangeland segir að það vanti almennt flugmenn og í dag sé rétti tíminn fyrir þá nemendur sem vilja gera flugið að starfsframa þar sem möguleikarnir á því að fá vinnu séu mjög góðir.

„Þú útskrifast, klárar flugtímana þína og þú munt eiga mikla möguleika á að fá starf sem flugmaður“, segir Stangeland, flugkennari.

Nevin ætlar að hvetja aðra unglinga til þess að fara í flugið en hann segist sjálfur alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur flugi.  fréttir af handahófi

Hönnun á Boeing 737 MAX 10 formlega lokið

7. febrúar 2018

|

Boeing hefur tilkynnt að búið sé að ljúka við hönnun á Boeing 737 MAX 10 þotunni sem verður lengsta 737 MAX þotan.

Textron kynnir nýja flugvél: Cessna SkyCourier

29. nóvember 2017

|

Textron Aviation, kynnti í gær Cessna 408 SkyCourier, sem er ný flugvél sem framleidd verður en um er að ræða tveggja hreyfla hævængja flugvél með skrúfuþotuhreyfli.

Ólíklegt að Brandenburg-flugvöllur opni fyrir árið 2021

23. nóvember 2017

|

Svo gæti farið að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín muni ekki opna fyrr en eftir 4 ár eða árið 2021.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

Fyrsti flughermirinn fyrir Pilatus PC-24 tekinn í notkun

19. febrúar 2018

|

Fyrsti flughermirinn fyrir nýju Pilatus PC-24 þotuna hefur verið tekinn í notkun í Dallas í Texas.

Vilja opna Manston-flugvöllinn í Kent aftur

19. febrúar 2018

|

Fjárfestingarfyrirtæki eitt í Bretlandi reynir nú að opna aftur Manston-flugvöllinn á suðurhluta Englands með tilraun til þess að taka yfir flugvallarsvæðinu frá núverandi eigendum sem vilja nota land

London fyrsti áfangastaðurinn fyrir Airbus A350-1000

19. febrúar 2018

|

London verður fyrsta borgin sem flogið verður til með Airbus A350-1000 þotunni en Qatar Airways, sem fær fyrsta eintakið afhent af lengstu A350 þotunni, mun fljúga fyrsta farþegaflugið til London Hea

Air Italy: Nýtt flugfélag á Ítalíu mun vaxa hratt á næstu árum

19. febrúar 2018

|

Ítalska flugfélagið Meridiana hefur verið endurstofnað undir nýju nafni og heitir félagið núna Air Italy.

Framkvæmdir hafnar á nýjum flugvelli fyrir Mumbai

19. febrúar 2018

|

Framkvæmdir eru loksins að fara að hefjast á nýjum flugvelli í Mumbai, tveimur áratugum eftir að fyrst var lögð fram tillaga um nýjan flugvöll fyrir fjölmennustu borg Indlands.

Philippine Airlines mun hætta með Airbus A340 árið 2021

16. febrúar 2018

|

Farþegaflug með fjögurra hreyfla þotum á vegum Philippine Airlines mun taka enda árið 2021 en þá stefnir félagið á að hætta með Airbus A340 þoturnar.

Flugfélag lögsótt fyrir of dýr flugfargjöld

15. febrúar 2018

|

Suðurafríska flugfélagið SA Airlink, dótturfélag South African, hefur verið lögsótt fyrir of há flugfargjöld.