flugfréttir

17 ára flugnemi kláraði einkaflugmanninn á 10 vikum

- Undarlegt að fljúga í fyrsta skipti einn án flugkennara en vandist fljótt

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:34

Nevin Fetzer fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk verklegu færnisprófi 10. september sl.

Á meðan flestir nemendur í framhaldsskólanum í Bismarck í Norður-Dakóta nýttu sumarið vel til þess að lesa fyrir skólaprófin í haust þá var einn nemandi í skólanum sem ákvað að nota sumarið til að lesa fyrir allt annað próf.

Nevin Fetzer, sem er 17 ára, skráði sig í einkaflugmannsnám í sumar og kláraði flugnámið á aðeins 10 vikum og varð einkaflugmaður um miðjan september.

Á 10 vikum las Nevin bóklega námsefnið fyrir einkaflugmanninn með því að liggja yfir bókunum langt fram á nótt á meðan hann nýtti daginn í að fljúga og lauk hann 45 flugtímum á tveimur og hálfum mánuði.

Nevin fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk færnisprófi þann 10. september sl. eftir flug með prófkennara á Fargo Hector flugvellinum.

Nevin segir að það hafi verið hálf óhugnarlegt þegar hann flaug í fyrsta skipti án þess að hafa flugkennarann sér við hlið þegar hann fór í fyrsta sólótímann en það hafi síðan vanist fljótlega.

Nevin lærði á Piper PA28 Cherokiee

Nevin sagðist m.a. hafa hugsað: „Þetta verður allt í lagi. Ég mun lenda mjög mjúklega og það er ekkert sem er að fara úrskeiðis“. - En eftir nokkur einflug þá segir Nevin að þetta verði bara sjálfsagður hlutur svipað og að keyra bíl í fyrsta sinn.

Eftir að hafa flogið fyrsta sólóflugið þá segir Nevin að hann hafi algjörlega verið orðinn háður fluginu - „Það er engin leið að snúa við núna“, segir Nevin sem lærði á flugvél af gerðinni Piper PA-28.

„Það eru nokkrir ungir flugmenn sem hafa lært að fljúga á meðan þeir eru enn í skóla en það er ekki algengt lengur í dag“, segir Brad Stangeland, flugkennari Nevins.

Brad Stangeland, flugkennari

„Hann er alveg einstakur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er sennilega ábyrgðarfyllsti unglingurinn sem ég hef kennt“, segir Stangeland en Nevin íhugar núna að halda áfram og fara í atvinnuflugið.

Stangeland segir að það vanti almennt flugmenn og í dag sé rétti tíminn fyrir þá nemendur sem vilja gera flugið að starfsframa þar sem möguleikarnir á því að fá vinnu séu mjög góðir.

„Þú útskrifast, klárar flugtímana þína og þú munt eiga mikla möguleika á að fá starf sem flugmaður“, segir Stangeland, flugkennari.

Nevin ætlar að hvetja aðra unglinga til þess að fara í flugið en hann segist sjálfur alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur flugi.  fréttir af handahófi

Emirates rekið með hagnaði í 30 ár í röð

9. maí 2018

|

Hagnaður Emirates á fjármálaárinu 2017 var 124% meiri samanborðið við árið þar á undan en flugfélagið tilkynnti afkomu sína á seinasta fjármálaári sem nam 78 milljörðum króna.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Rakst með vængendann í steinvegg

25. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330 frá Aer Lingus rakst með vængenda utan í steinvegg á flugvellinum í San Francisco sl. miðvikudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.