flugfréttir

17 ára flugnemi kláraði einkaflugmanninn á 10 vikum

- Undarlegt að fljúga í fyrsta skipti einn án flugkennara en vandist fljótt

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:34

Nevin Fetzer fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk verklegu færnisprófi 10. september sl.

Á meðan flestir nemendur í framhaldsskólanum í Bismarck í Norður-Dakóta nýttu sumarið vel til þess að lesa fyrir skólaprófin í haust þá var einn nemandi í skólanum sem ákvað að nota sumarið til að lesa fyrir allt annað próf.

Nevin Fetzer, sem er 17 ára, skráði sig í einkaflugmannsnám í sumar og kláraði flugnámið á aðeins 10 vikum og varð einkaflugmaður um miðjan september.

Á 10 vikum las Nevin bóklega námsefnið fyrir einkaflugmanninn með því að liggja yfir bókunum langt fram á nótt á meðan hann nýtti daginn í að fljúga og lauk hann 45 flugtímum á tveimur og hálfum mánuði.

Nevin fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk færnisprófi þann 10. september sl. eftir flug með prófkennara á Fargo Hector flugvellinum.

Nevin segir að það hafi verið hálf óhugnarlegt þegar hann flaug í fyrsta skipti án þess að hafa flugkennarann sér við hlið þegar hann fór í fyrsta sólótímann en það hafi síðan vanist fljótlega.

Nevin lærði á Piper PA28 Cherokiee

Nevin sagðist m.a. hafa hugsað: „Þetta verður allt í lagi. Ég mun lenda mjög mjúklega og það er ekkert sem er að fara úrskeiðis“. - En eftir nokkur einflug þá segir Nevin að þetta verði bara sjálfsagður hlutur svipað og að keyra bíl í fyrsta sinn.

Eftir að hafa flogið fyrsta sólóflugið þá segir Nevin að hann hafi algjörlega verið orðinn háður fluginu - „Það er engin leið að snúa við núna“, segir Nevin sem lærði á flugvél af gerðinni Piper PA-28.

„Það eru nokkrir ungir flugmenn sem hafa lært að fljúga á meðan þeir eru enn í skóla en það er ekki algengt lengur í dag“, segir Brad Stangeland, flugkennari Nevins.

Brad Stangeland, flugkennari

„Hann er alveg einstakur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er sennilega ábyrgðarfyllsti unglingurinn sem ég hef kennt“, segir Stangeland en Nevin íhugar núna að halda áfram og fara í atvinnuflugið.

Stangeland segir að það vanti almennt flugmenn og í dag sé rétti tíminn fyrir þá nemendur sem vilja gera flugið að starfsframa þar sem möguleikarnir á því að fá vinnu séu mjög góðir.

„Þú útskrifast, klárar flugtímana þína og þú munt eiga mikla möguleika á að fá starf sem flugmaður“, segir Stangeland, flugkennari.

Nevin ætlar að hvetja aðra unglinga til þess að fara í flugið en hann segist sjálfur alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur flugi.  fréttir af handahófi

Áttunda veggspjaldið fjallar um að vera undir þrýstingi

25. október 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út nýtt veggspjald í „The Dirty Dozen“ röðinni en áttunda veggspjaldið fjallar um þrýsting og leiðir til þess að vera meðvitaður um að framkvæma ekki aðgerðir er varðar flu

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Innanlandsflug hefst að nýju hjá Cubana eftir 5 mánaða hlé

27. október 2018

|

Kúverska flugfélagið Cubana hefur hafið að nýju innanlandsflug á Kúbu eftir að innanlandsflugfloti félagsins var kyrrsettur fyrir fimm mánuðum sína.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög