flugfréttir

17 ára flugnemi kláraði einkaflugmanninn á 10 vikum

- Undarlegt að fljúga í fyrsta skipti einn án flugkennara en vandist fljótt

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:34

Nevin Fetzer fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk verklegu færnisprófi 10. september sl.

Á meðan flestir nemendur í framhaldsskólanum í Bismarck í Norður-Dakóta nýttu sumarið vel til þess að lesa fyrir skólaprófin í haust þá var einn nemandi í skólanum sem ákvað að nota sumarið til að lesa fyrir allt annað próf.

Nevin Fetzer, sem er 17 ára, skráði sig í einkaflugmannsnám í sumar og kláraði flugnámið á aðeins 10 vikum og varð einkaflugmaður um miðjan september.

Á 10 vikum las Nevin bóklega námsefnið fyrir einkaflugmanninn með því að liggja yfir bókunum langt fram á nótt á meðan hann nýtti daginn í að fljúga og lauk hann 45 flugtímum á tveimur og hálfum mánuði.

Nevin fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk færnisprófi þann 10. september sl. eftir flug með prófkennara á Fargo Hector flugvellinum.

Nevin segir að það hafi verið hálf óhugnarlegt þegar hann flaug í fyrsta skipti án þess að hafa flugkennarann sér við hlið þegar hann fór í fyrsta sólótímann en það hafi síðan vanist fljótlega.

Nevin lærði á Piper PA28 Cherokiee

Nevin sagðist m.a. hafa hugsað: „Þetta verður allt í lagi. Ég mun lenda mjög mjúklega og það er ekkert sem er að fara úrskeiðis“. - En eftir nokkur einflug þá segir Nevin að þetta verði bara sjálfsagður hlutur svipað og að keyra bíl í fyrsta sinn.

Eftir að hafa flogið fyrsta sólóflugið þá segir Nevin að hann hafi algjörlega verið orðinn háður fluginu - „Það er engin leið að snúa við núna“, segir Nevin sem lærði á flugvél af gerðinni Piper PA-28.

„Það eru nokkrir ungir flugmenn sem hafa lært að fljúga á meðan þeir eru enn í skóla en það er ekki algengt lengur í dag“, segir Brad Stangeland, flugkennari Nevins.

Brad Stangeland, flugkennari

„Hann er alveg einstakur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er sennilega ábyrgðarfyllsti unglingurinn sem ég hef kennt“, segir Stangeland en Nevin íhugar núna að halda áfram og fara í atvinnuflugið.

Stangeland segir að það vanti almennt flugmenn og í dag sé rétti tíminn fyrir þá nemendur sem vilja gera flugið að starfsframa þar sem möguleikarnir á því að fá vinnu séu mjög góðir.

„Þú útskrifast, klárar flugtímana þína og þú munt eiga mikla möguleika á að fá starf sem flugmaður“, segir Stangeland, flugkennari.

Nevin ætlar að hvetja aðra unglinga til þess að fara í flugið en hann segist sjálfur alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur flugi.  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Boeing 757 nálgaðist ofris í flugtaksklifri

24. júlí 2018

|

Rosaviatsia, flugmálayfirvöldin í Rússlandi, hafa rannsakað atvik sem átti sér stað er Boeing 757 þota frá rússneska flugfélaginu Azur Air var næstum komin í ofris í flugtaki frá flugvellinum í Goa á

  Nýjustu flugfréttirnar

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.