flugfréttir

17 ára flugnemi kláraði einkaflugmanninn á 10 vikum

- Undarlegt að fljúga í fyrsta skipti einn án flugkennara en vandist fljótt

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 11:34

Nevin Fetzer fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk verklegu færnisprófi 10. september sl.

Á meðan flestir nemendur í framhaldsskólanum í Bismarck í Norður-Dakóta nýttu sumarið vel til þess að lesa fyrir skólaprófin í haust þá var einn nemandi í skólanum sem ákvað að nota sumarið til að lesa fyrir allt annað próf.

Nevin Fetzer, sem er 17 ára, skráði sig í einkaflugmannsnám í sumar og kláraði flugnámið á aðeins 10 vikum og varð einkaflugmaður um miðjan september.

Á 10 vikum las Nevin bóklega námsefnið fyrir einkaflugmanninn með því að liggja yfir bókunum langt fram á nótt á meðan hann nýtti daginn í að fljúga og lauk hann 45 flugtímum á tveimur og hálfum mánuði.

Nevin fór í sinn fyrsta flugtíma þann 28. júní og lauk færnisprófi þann 10. september sl. eftir flug með prófkennara á Fargo Hector flugvellinum.

Nevin segir að það hafi verið hálf óhugnarlegt þegar hann flaug í fyrsta skipti án þess að hafa flugkennarann sér við hlið þegar hann fór í fyrsta sólótímann en það hafi síðan vanist fljótlega.

Nevin lærði á Piper PA28 Cherokiee

Nevin sagðist m.a. hafa hugsað: „Þetta verður allt í lagi. Ég mun lenda mjög mjúklega og það er ekkert sem er að fara úrskeiðis“. - En eftir nokkur einflug þá segir Nevin að þetta verði bara sjálfsagður hlutur svipað og að keyra bíl í fyrsta sinn.

Eftir að hafa flogið fyrsta sólóflugið þá segir Nevin að hann hafi algjörlega verið orðinn háður fluginu - „Það er engin leið að snúa við núna“, segir Nevin sem lærði á flugvél af gerðinni Piper PA-28.

„Það eru nokkrir ungir flugmenn sem hafa lært að fljúga á meðan þeir eru enn í skóla en það er ekki algengt lengur í dag“, segir Brad Stangeland, flugkennari Nevins.

Brad Stangeland, flugkennari

„Hann er alveg einstakur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er sennilega ábyrgðarfyllsti unglingurinn sem ég hef kennt“, segir Stangeland en Nevin íhugar núna að halda áfram og fara í atvinnuflugið.

Stangeland segir að það vanti almennt flugmenn og í dag sé rétti tíminn fyrir þá nemendur sem vilja gera flugið að starfsframa þar sem möguleikarnir á því að fá vinnu séu mjög góðir.

„Þú útskrifast, klárar flugtímana þína og þú munt eiga mikla möguleika á að fá starf sem flugmaður“, segir Stangeland, flugkennari.

Nevin ætlar að hvetja aðra unglinga til þess að fara í flugið en hann segist sjálfur alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur flugi.  fréttir af handahófi

Aðeins fimm flugfélög í Evrópu árið 2022

29. ágúst 2017

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist spá því að eftir 5 ár verði aðeins fimm flugfélög í Evrópu þar sem flest þeirra verða búin að sameinast stærri flugfélögum eða leggja árar í bát.

Boeing hækkar spá sína fyrir þörf á nýjum flugvélum í Kína

6. september 2017

|

Boeing spái enn meiri þörf fyrir nýjum flugvélum í Kína og hefur flugvélaframleiðandinn uppfært spánna fyrir næstu 20 árin.

Dreamliner og A350 ekki lengur inn í myndinni hjá Emirates

11. september 2017

|

Emirates hefur hætt við áform um að panta Dreamliner-vélar frá Boeing og Airbus A350 þotuna en til stóð að leggja inn pöntun í aðra hvora tegundina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

Lufthansa framlengir júmbó-flugi milli Frankfurt og Berlínar

22. nóvember 2017

|

Lufthansa hefur ákveðið að framlengja júmbó-þotu flugi sínu milli Frankfurt og Tegel-flugvallarins í Berlín fram í desember vegna mikillar eftirspurnar á flugi milli þýsku borganna tveggja.

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Flugslys meðal heimasmíðaðra flugvéla nær sögulegu lágmarki

21. nóvember 2017

|

Flugslysum hefur fækkað verulega vestanhafs þar sem heimasmíðaðar flugvélar eiga í hlut en á fjórum árum hefur slysum fækkað um 47 prósent í þessum flokki.

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.

Norwegian fær leyfi fyrir 153 flugleiðum í Argentínu

20. nóvember 2017

|

Norwegian hefur fengið grænt ljós frá argentínskum flugmálayfirvöldum til að hefja starfsemi dótturfélagsins, Norwegian Air Argentina, og stenfir félagið á að hefja áætlunarflug á næsta ári í Argent

Avolon staðfestir pöntun í 75 Boeing 737 MAX þotur

20. nóvember 2017

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun í 75 eintök af Boeing 737 MAX en samkomulag um pöntunina var gert á flugsýningunni Paris Air Show í sumar.

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

19. nóvember 2017

|

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00