flugfréttir

Húsfyllir á kynningu Icelandair á nýrri námsleið í flugnámi

- 800 áhugasamir einstaklingar skráðu sig á fundinn „Flugmenn til framtíðar“

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 18:40

Yfir 800 manns skráðu sig á kynningarfund Icelandair þar sem félagið kynnti nýja leið fyrir þá sem vilja verða atvinnuflugmenn

Húsfyllir var á kynningarfundi Icelandair nú síðdegis í dag þegar ný námsleið í flugþjálfun var kynnt fyrir áhugasömum umsækjendum sem skráðu sig á fundinn.

Icelandair auglýsti í upphafi vikunnar að til stæði að setja upp þjálfunarbúðir fyrir framtíðarflugmenn félagsins þar sem félagið mun aðstoða við fjármögnun flugnámsins allt frá grunni að þotuþjálfun.

Birkir Hólm, framkvæmdarstjóri Icelandair, tók fram að búist var við 50 til 100 einstaklingum á fundinn sem upphaflega átti að fara fram í þjálfunarsetri Icelandair á Flugvöllunum í Hafnarfirði.

Aðsóknin fór hinsvegar fram út björtustu vonum þar sem yfir 800 manns skráðu sig á fundinn og varð því nauðsynlegt að flytja kynninguna í yfir í stærri húsakynni og hófst fundurinn kl. 17:00 á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut.

Eftir stutta kynningu á sögu Icelandair fór Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair, yfir verkefnið sem byggir á svokölluðu „Cadet Program“ verkefni sem erlend flugfélög hafa notað til þess að velja hæfa umsækjendur sem eru þjálfaðir í flugnámi á kostnað viðkomandi flugfélags.

Með þessu er verið að ryðja úr vegi tveimur stórum ljónum sem vilja vera á vegi flugnema sem er annarsvegar atvinnuhorfur að flugnámi loknu og hinsvegar kostnaðurinn við flugnámið.

Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair, kynnti verkefnið á fundinum

Icelandair sér fram á áframhaldandi vöxt á næstu árum og til að tryggja að félagið hafi tiltæka flugmenn til að fljúga bæði núverandi flugflota, og nýjum Boeing 737 MAX þotum, sem félagið mun fá afhentar vorið 2018, hefur verið ákveðið að þjálfa hæfa umsækjendur sem munu gangast í gegnum svokallað samtvinnað atvinnuflugmannsnám.

Fyrstu flugmennirnir mögulega tilbúnir á þotu vorið 2019

Námið mun samanstanda af 6 mánaða bóklegu námi og verklegi hlutinn felur í sér 45 tíma sjónflug á einshreyfils flugvél, blindflug, næturáritun, flug á fjölhreyfla flugvél, áhafnarsamstarf og lýkur svo náminu með 48 klukkustunda tegundaráritun á þær þotur sem Icelandair hefur í flota sínum.

Námstíminn er í samræmi við þann tíma sem samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IPPP) tekur hjá Flugakademíu Keilis en námsleiðin verður í samstarfi við Keilir, Flugskóla Íslands og Baltic Aviation Academy (BAA).

Til stendur að fyrstu flugnemarnir muni hefja þjálfun í nóvember

Umsækjendur munu næstkomandi föstudag geta skráð sig í sérstök inntökupróf þar sem viðtöl munu fara fram áður en valið verður úr þeim hópi sem mun hefja flugnám.

Stefnt er að því að fyrstu umsækjendurnir muni hefja flugnám í byrjun nóvember og verða þeir tilbúnir á þotu vorið 2019 áður en sumarvertíðin hefst það árið.

Aðsóknin á kynninguna þykir endurspegla mikinn áhuga ungs fólks á flugnámi og þeim tækifærum sem blasa við í fluginu enda hefur ekki verið boðið áður upp á þessa námsleið hér á landi áður.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga