flugfréttir

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

- Munu reisa nýjar flugvélaverksmiðjur fyrir CSeries í Bandaríkjunum

17. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:33

Airbus hefur gerð samkomulag við Bombardier um að kaupa helmingshlut í CSeries-verkefninu

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar verksmiðjur þar sem Airbus A320 er framleidd.

Það var seint í gærkvöldi sem Bombardier tilkynnti að kanadíski flugvélaframleiðandinn hefði selt meirihlutinn í nýju farþegaþotunni yfir til Airbus en CSeries samastendur af CS100 og CS300 þotunum.

Samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær kvöldi þá mun Airbus kaupa 50.01% hlut í CSeries Aircraft Limited Partnership sem er samvinnuverkefni Bombardier og fjárfestingarfyrirtækisins Investissement Québec.

Með kaupum Airbus í CSeries mun Bombardier komast hjá því að verða við kröfum bandarískra stjórnvalda sem hafa farið fram á 300% refsitolla á þær CSeries-þotur sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna en Boeing hefur sakað Bombardier um að selja CSeries-þoturnar langt undir kostnaðaverði með fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Kanada.

Frá samningaviðræðum í gærkvöldi milli Bombardier og Airbus

Með þessu telja sérfræðingar í flugmálum að Airbus og Bombardier muni reyna að knésetja stöðu Boeing á markaðnum með viðskipti með minni farþegaþotur en CSeries-þoturnar munu bætast við í flóruna hjá Airbus og efla enn frekar stöðu framleiðandans gagnvart samkeppnisaðilanum Boeing.

„Þetta er „win-win“ fyrir alla“, segir Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, sem tekur fram að þetta muni einnig tryggja þúsundir starfa hjá Bombardier í Kanada og í Bretlandi.

„Við munum einnig koma til með að skapa ný störf í Bandaríkjunum og Airbus mun ná að efla úrvalið af þeim farþegaþotum þar sem CSeries mun bætast við í sölumöppuna okkar“, segir Enders.

Fyrir Bombardier þýða þessi kaup að áratugalöng barátta í samkeppninni við Airbus og Boeing er á enda á sviði framleiðslu og sölu á minni gerð farþegaþotna.

„Airbus er hinn fullkomni samherji fyrir okkur og fyrir Kanada. Sérstaða þeirra mun tryggja velgengni CSeries-þotunnar“, segir Alain Bellemare, framkvæmdarstjóri Bombardier.  fréttir af handahófi

Junkers-flugvélin fór í spíral í kjölfar beygju

21. ágúst 2018

|

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn flugslyssins í Sviss er gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst þann
4. ágúst sl. benda til þess að vélin hafi farið í gormflug (spíral) eftir að hún tók beyg

Ryanair semur við flugmenn á Írlandi

23. ágúst 2018

|

Ryanair sér nú fyrir endanum á verkfallsaðgerðum flugmanna á Írlandi en starfsmannafélagið Fórsa hefur náð samkomulagi við stjórn félagsins og verða því ekki frekari verkföll á næstunni af hálfu írsk

Norwegian ætlar að ráða 40 flugmenn á Írlandi

4. ágúst 2018

|

Norwegian leitar nú að fjörutíu flugmönnum sem til stendur að ráða til starfa á Írlandi en flugmennirnir munu hafa aðsetur í Dublin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00