flugfréttir

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

- Munu reisa nýjar flugvélaverksmiðjur fyrir CSeries í Bandaríkjunum

17. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:33

Airbus hefur gerð samkomulag við Bombardier um að kaupa helmingshlut í CSeries-verkefninu

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar verksmiðjur þar sem Airbus A320 er framleidd.

Það var seint í gærkvöldi sem Bombardier tilkynnti að kanadíski flugvélaframleiðandinn hefði selt meirihlutinn í nýju farþegaþotunni yfir til Airbus en CSeries samastendur af CS100 og CS300 þotunum.

Samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær kvöldi þá mun Airbus kaupa 50.01% hlut í CSeries Aircraft Limited Partnership sem er samvinnuverkefni Bombardier og fjárfestingarfyrirtækisins Investissement Québec.

Með kaupum Airbus í CSeries mun Bombardier komast hjá því að verða við kröfum bandarískra stjórnvalda sem hafa farið fram á 300% refsitolla á þær CSeries-þotur sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna en Boeing hefur sakað Bombardier um að selja CSeries-þoturnar langt undir kostnaðaverði með fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Kanada.

Frá samningaviðræðum í gærkvöldi milli Bombardier og Airbus

Með þessu telja sérfræðingar í flugmálum að Airbus og Bombardier muni reyna að knésetja stöðu Boeing á markaðnum með viðskipti með minni farþegaþotur en CSeries-þoturnar munu bætast við í flóruna hjá Airbus og efla enn frekar stöðu framleiðandans gagnvart samkeppnisaðilanum Boeing.

„Þetta er „win-win“ fyrir alla“, segir Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, sem tekur fram að þetta muni einnig tryggja þúsundir starfa hjá Bombardier í Kanada og í Bretlandi.

„Við munum einnig koma til með að skapa ný störf í Bandaríkjunum og Airbus mun ná að efla úrvalið af þeim farþegaþotum þar sem CSeries mun bætast við í sölumöppuna okkar“, segir Enders.

Fyrir Bombardier þýða þessi kaup að áratugalöng barátta í samkeppninni við Airbus og Boeing er á enda á sviði framleiðslu og sölu á minni gerð farþegaþotna.

„Airbus er hinn fullkomni samherji fyrir okkur og fyrir Kanada. Sérstaða þeirra mun tryggja velgengni CSeries-þotunnar“, segir Alain Bellemare, framkvæmdarstjóri Bombardier.  fréttir af handahófi

Hundar í veg fyrir þotu í flugtaki á Rhodes

7. nóvember 2017

|

Hópur af villihundum fóru í veg fyrir farþegaþotu frá Ryanair sem var í flugtaki á flugvellinum á Rhodes á Grikklandi um helgina.

Brotist inn í flugvél í flugskýli í Svíþjóð

30. október 2017

|

Brotist var inn í flugskýli á flugvellinum í Gällivare í norðurhluta Svíþjóðar í morgun og tilraun til að fara inn í farþegaflugvél sem var geymd inni í skýlinu.

Flugfélög í Nepal verða áfram á svörtum lista hjá Evrópu

4. desember 2017

|

Flugfélög í Nepal eru enn á svörtum lista hjá Evrópusambandinu þrátt fyrir tilraunir meðal flugmálayfirvalda í landinu um að fá banninu aflétt.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00