flugfréttir

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

- Munu reisa nýjar flugvélaverksmiðjur fyrir CSeries í Bandaríkjunum

17. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:33

Airbus hefur gerð samkomulag við Bombardier um að kaupa helmingshlut í CSeries-verkefninu

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar verksmiðjur þar sem Airbus A320 er framleidd.

Það var seint í gærkvöldi sem Bombardier tilkynnti að kanadíski flugvélaframleiðandinn hefði selt meirihlutinn í nýju farþegaþotunni yfir til Airbus en CSeries samastendur af CS100 og CS300 þotunum.

Samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær kvöldi þá mun Airbus kaupa 50.01% hlut í CSeries Aircraft Limited Partnership sem er samvinnuverkefni Bombardier og fjárfestingarfyrirtækisins Investissement Québec.

Með kaupum Airbus í CSeries mun Bombardier komast hjá því að verða við kröfum bandarískra stjórnvalda sem hafa farið fram á 300% refsitolla á þær CSeries-þotur sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna en Boeing hefur sakað Bombardier um að selja CSeries-þoturnar langt undir kostnaðaverði með fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Kanada.

Frá samningaviðræðum í gærkvöldi milli Bombardier og Airbus

Með þessu telja sérfræðingar í flugmálum að Airbus og Bombardier muni reyna að knésetja stöðu Boeing á markaðnum með viðskipti með minni farþegaþotur en CSeries-þoturnar munu bætast við í flóruna hjá Airbus og efla enn frekar stöðu framleiðandans gagnvart samkeppnisaðilanum Boeing.

„Þetta er „win-win“ fyrir alla“, segir Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, sem tekur fram að þetta muni einnig tryggja þúsundir starfa hjá Bombardier í Kanada og í Bretlandi.

„Við munum einnig koma til með að skapa ný störf í Bandaríkjunum og Airbus mun ná að efla úrvalið af þeim farþegaþotum þar sem CSeries mun bætast við í sölumöppuna okkar“, segir Enders.

Fyrir Bombardier þýða þessi kaup að áratugalöng barátta í samkeppninni við Airbus og Boeing er á enda á sviði framleiðslu og sölu á minni gerð farþegaþotna.

„Airbus er hinn fullkomni samherji fyrir okkur og fyrir Kanada. Sérstaða þeirra mun tryggja velgengni CSeries-þotunnar“, segir Alain Bellemare, framkvæmdarstjóri Bombardier.  fréttir af handahófi

Laudamotion kynnir nýtt útlit

25. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion hefur kynnt nýtt útlit og liti fyrir flugflota félagsins en aðeins eru sjö mánuðir frá því félagið kynnti nýtt útlit við stofnun þess.

Þota endaði inn í trjám

29. september 2018

|

Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis á Congonhas-flugvellinum í São Paulo í Brasilíu í gær þegar farþegaþota frá TAM Airlines af gerðinni Airbus A320 endaði á trjám þegar verið var að færa hana til

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög