flugfréttir

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

- Munu reisa nýjar flugvélaverksmiðjur fyrir CSeries í Bandaríkjunum

17. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:33

Airbus hefur gerð samkomulag við Bombardier um að kaupa helmingshlut í CSeries-verkefninu

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar verksmiðjur þar sem Airbus A320 er framleidd.

Það var seint í gærkvöldi sem Bombardier tilkynnti að kanadíski flugvélaframleiðandinn hefði selt meirihlutinn í nýju farþegaþotunni yfir til Airbus en CSeries samastendur af CS100 og CS300 þotunum.

Samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær kvöldi þá mun Airbus kaupa 50.01% hlut í CSeries Aircraft Limited Partnership sem er samvinnuverkefni Bombardier og fjárfestingarfyrirtækisins Investissement Québec.

Með kaupum Airbus í CSeries mun Bombardier komast hjá því að verða við kröfum bandarískra stjórnvalda sem hafa farið fram á 300% refsitolla á þær CSeries-þotur sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna en Boeing hefur sakað Bombardier um að selja CSeries-þoturnar langt undir kostnaðaverði með fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Kanada.

Frá samningaviðræðum í gærkvöldi milli Bombardier og Airbus

Með þessu telja sérfræðingar í flugmálum að Airbus og Bombardier muni reyna að knésetja stöðu Boeing á markaðnum með viðskipti með minni farþegaþotur en CSeries-þoturnar munu bætast við í flóruna hjá Airbus og efla enn frekar stöðu framleiðandans gagnvart samkeppnisaðilanum Boeing.

„Þetta er „win-win“ fyrir alla“, segir Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, sem tekur fram að þetta muni einnig tryggja þúsundir starfa hjá Bombardier í Kanada og í Bretlandi.

„Við munum einnig koma til með að skapa ný störf í Bandaríkjunum og Airbus mun ná að efla úrvalið af þeim farþegaþotum þar sem CSeries mun bætast við í sölumöppuna okkar“, segir Enders.

Fyrir Bombardier þýða þessi kaup að áratugalöng barátta í samkeppninni við Airbus og Boeing er á enda á sviði framleiðslu og sölu á minni gerð farþegaþotna.

„Airbus er hinn fullkomni samherji fyrir okkur og fyrir Kanada. Sérstaða þeirra mun tryggja velgengni CSeries-þotunnar“, segir Alain Bellemare, framkvæmdarstjóri Bombardier.  fréttir af handahófi

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Átta farþegar veiktust um borð í þotu Transavia Airlines

14. maí 2018

|

Átta farþegar veiktust samtímis um borð í Boeing 737-800 þotu hjá Transavia sem var á leiðinni frá Amsterdam til Antalya í gær.

Mun sennilega fljúga í fyrsta sinn opinberlega á Farnborough

24. apríl 2018

|

Líkur eru á því að nýja MRJ90 farþegaþotan japanska frá Mitsubishi muni koma fram í fyrsta sinn opinberlega á flugi á flugsýningunni í Farnborough sem fram fer í júlí í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00