flugfréttir

Airbus kaupir helmingshlut í CSeries af Bombardier

- Munu reisa nýjar flugvélaverksmiðjur fyrir CSeries í Bandaríkjunum

17. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:33

Airbus hefur gerð samkomulag við Bombardier um að kaupa helmingshlut í CSeries-verkefninu

Airbus hefur keypt helmingshlut í CSeries-framleiðslunni hjá Bombardier og hefur verið tilkynnt að ný verksmiðja fyrir CSeries-þoturnar verði reist í Mobile í Alabama þar sem Airbus hefur nú þegar verksmiðjur þar sem Airbus A320 er framleidd.

Það var seint í gærkvöldi sem Bombardier tilkynnti að kanadíski flugvélaframleiðandinn hefði selt meirihlutinn í nýju farþegaþotunni yfir til Airbus en CSeries samastendur af CS100 og CS300 þotunum.

Samkvæmt samkomulagi sem náðist í gær kvöldi þá mun Airbus kaupa 50.01% hlut í CSeries Aircraft Limited Partnership sem er samvinnuverkefni Bombardier og fjárfestingarfyrirtækisins Investissement Québec.

Með kaupum Airbus í CSeries mun Bombardier komast hjá því að verða við kröfum bandarískra stjórnvalda sem hafa farið fram á 300% refsitolla á þær CSeries-þotur sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna en Boeing hefur sakað Bombardier um að selja CSeries-þoturnar langt undir kostnaðaverði með fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Kanada.

Frá samningaviðræðum í gærkvöldi milli Bombardier og Airbus

Með þessu telja sérfræðingar í flugmálum að Airbus og Bombardier muni reyna að knésetja stöðu Boeing á markaðnum með viðskipti með minni farþegaþotur en CSeries-þoturnar munu bætast við í flóruna hjá Airbus og efla enn frekar stöðu framleiðandans gagnvart samkeppnisaðilanum Boeing.

„Þetta er „win-win“ fyrir alla“, segir Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, sem tekur fram að þetta muni einnig tryggja þúsundir starfa hjá Bombardier í Kanada og í Bretlandi.

„Við munum einnig koma til með að skapa ný störf í Bandaríkjunum og Airbus mun ná að efla úrvalið af þeim farþegaþotum þar sem CSeries mun bætast við í sölumöppuna okkar“, segir Enders.

Fyrir Bombardier þýða þessi kaup að áratugalöng barátta í samkeppninni við Airbus og Boeing er á enda á sviði framleiðslu og sölu á minni gerð farþegaþotna.

„Airbus er hinn fullkomni samherji fyrir okkur og fyrir Kanada. Sérstaða þeirra mun tryggja velgengni CSeries-þotunnar“, segir Alain Bellemare, framkvæmdarstjóri Bombardier.  fréttir af handahófi

Embraer fékk tvöfalt fleiri pantanir árið 2017

17. janúar 2018

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer fékk næstum tvöfald fleiri pantanir í nýjar farþegaþotur árið 2017 samanborið við árið 2016.

Icelandair og FÍA undirrita nýjan kjarasamning

11. febrúar 2018

|

Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019 en samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Airbus tekur ekki við fleiri PW1100G hreyflum í bili

17. febrúar 2018

|

Airbus hefur látið stöðva frekari sendingar af PW1100G hreyflinum frá Pratt & Whitney til Evrópu og mun ekki taka við fleiri hreyflum á meðan ekki hefur fundist lausn á vandamáli sem hefur hrjáð þá í

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.