flugfréttir

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

- Flugstjórinn fékk leyfi fyrir lágfluginu en flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Airbus A330 þotan var að koma úr flugi frá Miami sem var síðasta langflugið í sögu Air Berlin

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Flugið var síðasta flug Air Berlin yfir Atlantshafið og var vélin að koma frá Miami en þegar hún var við það að lenda hætti vélin við og beygði af leið til vinstri og flaug mjög lágt yfir flugvöllinn og gerði annað aðflug.

Talsmaður Air Berlin segir að flugstjórinn hafi fengið leyfi til þess að taka sérstakt „kveðjuyfirflug“ yfir völlinn í tilefni þess að þetta var síðasta langflug félagsins sem mun hætta starfsemi sinni fyrir lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir að leyfi hafi verið fengið þá hefur flugstjórinn verið kallaður inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum í Þýskalandi sem hafa hafið rannsókn á málinu sem er flokkað sem atvik.

Að minnsta kosti tvö myndbönd náðust af atvikinu og þar á meðal var starfsmaður í flugturninum sem náði lágfluginu yfir völlinn á myndband.

Air Berlin segir að flugstjórnarmiðstöð hafi gefið leyfi fyrir lágfluginu og beygju til vinstri yfir völlinn með tilliti til fráflugs („go around“)

Talsmaður Air Berllin tekur fram að flugfélagið muni vinna í samvinnu við yfirvöld til að veita upplýsingar vegna málsins.

Vélin hækkaði flugi og beygði af leið til vinstri og fór lágt yfir flugturninn og flugstöðvarbygginguna áður en flugmennirnir gerðu annað að flug

Airbus A330 þotan lenti síðan 8 mínútum síðar á flugvellinum en enginn, af þeim 200 farþegum sem voru um borð, hafa kvartað undan lágfluginu en flugstjórinn hafði látið þá vita af því.

Flugstjórinn ávarpaði farþeganna: „Þetta er í síðasta sinn sem ég býð ykkur velkomin til Dusseldorf. Ég vill þakka ykkur fyrir að hafa flogið með Air Berlin í öll þessi ár“.

Starfsfólkið í flugturninum virðist hafa haft gaman af þessari tilbreytingu þar sem það flugumferðarstjórar heyrast klappa flugstjóranum lof í lófa en flugstjórinn þakkaði flugumferðarstjórunum fyrir samstarfið á sl. árum.

Myndbönd:  fréttir af handahófi

Norwegian tekur á leigu A380

3. ágúst 2018

|

Tilkynnt hefur verið að Norwegian sé annað flugfélagið til að taka Airbus A380 risaþotu á leigu frá portúgölsku flugvélaleigunni Hi Fly.

Saudi Arabian ákveður að hætta öllu flugi til Kanada

7. ágúst 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Saudi Arabian Airlines hefur ákveðið að hætta að fljúga til Kanada vegna deilna við kanadísk stjórnvöld sem spruttu upp í kjölfar handtöku nokkurra kvenna í Sádí-Arabíu sem

Frakkar ætla að hefja rannsókn á hvarfi flugs MH370

8. júlí 2018

|

Frakkar hafa lýst því yfir að þeir ætli að taka að sér rannsókn á hvarfi malasísku farþegaþotunnar í ljósi þess að stjórnvöld í Malasíu láðist að komast að orsök hvarfsins með útgáfu á lokaskýrslu á

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir