flugfréttir

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

- Flugstjórinn fékk leyfi fyrir lágfluginu en flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Airbus A330 þotan var að koma úr flugi frá Miami sem var síðasta langflugið í sögu Air Berlin

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Flugið var síðasta flug Air Berlin yfir Atlantshafið og var vélin að koma frá Miami en þegar hún var við það að lenda hætti vélin við og beygði af leið til vinstri og flaug mjög lágt yfir flugvöllinn og gerði annað aðflug.

Talsmaður Air Berlin segir að flugstjórinn hafi fengið leyfi til þess að taka sérstakt „kveðjuyfirflug“ yfir völlinn í tilefni þess að þetta var síðasta langflug félagsins sem mun hætta starfsemi sinni fyrir lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir að leyfi hafi verið fengið þá hefur flugstjórinn verið kallaður inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum í Þýskalandi sem hafa hafið rannsókn á málinu sem er flokkað sem atvik.

Að minnsta kosti tvö myndbönd náðust af atvikinu og þar á meðal var starfsmaður í flugturninum sem náði lágfluginu yfir völlinn á myndband.

Air Berlin segir að flugstjórnarmiðstöð hafi gefið leyfi fyrir lágfluginu og beygju til vinstri yfir völlinn með tilliti til fráflugs („go around“)

Talsmaður Air Berllin tekur fram að flugfélagið muni vinna í samvinnu við yfirvöld til að veita upplýsingar vegna málsins.

Vélin hækkaði flugi og beygði af leið til vinstri og fór lágt yfir flugturninn og flugstöðvarbygginguna áður en flugmennirnir gerðu annað að flug

Airbus A330 þotan lenti síðan 8 mínútum síðar á flugvellinum en enginn, af þeim 200 farþegum sem voru um borð, hafa kvartað undan lágfluginu en flugstjórinn hafði látið þá vita af því.

Flugstjórinn ávarpaði farþeganna: „Þetta er í síðasta sinn sem ég býð ykkur velkomin til Dusseldorf. Ég vill þakka ykkur fyrir að hafa flogið með Air Berlin í öll þessi ár“.

Starfsfólkið í flugturninum virðist hafa haft gaman af þessari tilbreytingu þar sem það flugumferðarstjórar heyrast klappa flugstjóranum lof í lófa en flugstjórinn þakkaði flugumferðarstjórunum fyrir samstarfið á sl. árum.

Myndbönd:  fréttir af handahófi

Telja að hreyflarnir hafi starfað fullkomnlega eðlilega

5. nóvember 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa á Indónesíu segir að sá hreyfill sem búið er að ná af hafsbotni sem tilheyrði Boeing 737 MAX þotu Lion Air, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október, star

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00