flugfréttir

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

- Flugstjórinn fékk leyfi fyrir lágfluginu en flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Airbus A330 þotan var að koma úr flugi frá Miami sem var síðasta langflugið í sögu Air Berlin

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Flugið var síðasta flug Air Berlin yfir Atlantshafið og var vélin að koma frá Miami en þegar hún var við það að lenda hætti vélin við og beygði af leið til vinstri og flaug mjög lágt yfir flugvöllinn og gerði annað aðflug.

Talsmaður Air Berlin segir að flugstjórinn hafi fengið leyfi til þess að taka sérstakt „kveðjuyfirflug“ yfir völlinn í tilefni þess að þetta var síðasta langflug félagsins sem mun hætta starfsemi sinni fyrir lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir að leyfi hafi verið fengið þá hefur flugstjórinn verið kallaður inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum í Þýskalandi sem hafa hafið rannsókn á málinu sem er flokkað sem atvik.

Að minnsta kosti tvö myndbönd náðust af atvikinu og þar á meðal var starfsmaður í flugturninum sem náði lágfluginu yfir völlinn á myndband.

Air Berlin segir að flugstjórnarmiðstöð hafi gefið leyfi fyrir lágfluginu og beygju til vinstri yfir völlinn með tilliti til fráflugs („go around“)

Talsmaður Air Berllin tekur fram að flugfélagið muni vinna í samvinnu við yfirvöld til að veita upplýsingar vegna málsins.

Vélin hækkaði flugi og beygði af leið til vinstri og fór lágt yfir flugturninn og flugstöðvarbygginguna áður en flugmennirnir gerðu annað að flug

Airbus A330 þotan lenti síðan 8 mínútum síðar á flugvellinum en enginn, af þeim 200 farþegum sem voru um borð, hafa kvartað undan lágfluginu en flugstjórinn hafði látið þá vita af því.

Flugstjórinn ávarpaði farþeganna: „Þetta er í síðasta sinn sem ég býð ykkur velkomin til Dusseldorf. Ég vill þakka ykkur fyrir að hafa flogið með Air Berlin í öll þessi ár“.

Starfsfólkið í flugturninum virðist hafa haft gaman af þessari tilbreytingu þar sem það flugumferðarstjórar heyrast klappa flugstjóranum lof í lófa en flugstjórinn þakkaði flugumferðarstjórunum fyrir samstarfið á sl. árum.

Myndbönd:  fréttir af handahófi

Móðurfélag British Airways kaupir hlut í Norwegian

12. apríl 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 4.6 prósenta hlut í Norwegian.

Fyrsta lágfargjaldafélag Argentínu hefur starfsemi sína

5. febrúar 2018

|

Svo virðist sem að fjör sé að færast í leikinn í lágfargjaldaflugi í Argentínu en nýtt lágfargjaldafélag þar í landi flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug.

Norwegian stefnir á flug til Kanada

9. mars 2018

|

Norwegian stefnir á að hefja áætlunarflug til Kanada og hefur lágfargjaldafélagið norska sótt um leyfi til kanadískra flugmálayfirvalda fyrir flugi þangað frá Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.