flugfréttir

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

- Flugstjórinn fékk leyfi fyrir lágfluginu en flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Airbus A330 þotan var að koma úr flugi frá Miami sem var síðasta langflugið í sögu Air Berlin

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Flugið var síðasta flug Air Berlin yfir Atlantshafið og var vélin að koma frá Miami en þegar hún var við það að lenda hætti vélin við og beygði af leið til vinstri og flaug mjög lágt yfir flugvöllinn og gerði annað aðflug.

Talsmaður Air Berlin segir að flugstjórinn hafi fengið leyfi til þess að taka sérstakt „kveðjuyfirflug“ yfir völlinn í tilefni þess að þetta var síðasta langflug félagsins sem mun hætta starfsemi sinni fyrir lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir að leyfi hafi verið fengið þá hefur flugstjórinn verið kallaður inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum í Þýskalandi sem hafa hafið rannsókn á málinu sem er flokkað sem atvik.

Að minnsta kosti tvö myndbönd náðust af atvikinu og þar á meðal var starfsmaður í flugturninum sem náði lágfluginu yfir völlinn á myndband.

Air Berlin segir að flugstjórnarmiðstöð hafi gefið leyfi fyrir lágfluginu og beygju til vinstri yfir völlinn með tilliti til fráflugs („go around“)

Talsmaður Air Berllin tekur fram að flugfélagið muni vinna í samvinnu við yfirvöld til að veita upplýsingar vegna málsins.

Vélin hækkaði flugi og beygði af leið til vinstri og fór lágt yfir flugturninn og flugstöðvarbygginguna áður en flugmennirnir gerðu annað að flug

Airbus A330 þotan lenti síðan 8 mínútum síðar á flugvellinum en enginn, af þeim 200 farþegum sem voru um borð, hafa kvartað undan lágfluginu en flugstjórinn hafði látið þá vita af því.

Flugstjórinn ávarpaði farþeganna: „Þetta er í síðasta sinn sem ég býð ykkur velkomin til Dusseldorf. Ég vill þakka ykkur fyrir að hafa flogið með Air Berlin í öll þessi ár“.

Starfsfólkið í flugturninum virðist hafa haft gaman af þessari tilbreytingu þar sem það flugumferðarstjórar heyrast klappa flugstjóranum lof í lófa en flugstjórinn þakkaði flugumferðarstjórunum fyrir samstarfið á sl. árum.

Myndbönd:  fréttir af handahófi

Franskir flugmenn boða til verkfalls um jólin

27. nóvember 2017

|

Stéttarfélag franskra atvinnuflugmanna hafa kosið með verkfallsaðgerðum sem fyrirhugaðar eru yfir jólin í Frakklandi.

Boeing fær formlega pöntun í tvær Air Force One júmbó-þotur

10. nóvember 2017

|

Boeing tilkynnti í gær að flugvélaframleiðandinn hafi fengið formlega pöntun frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í tvær júmbó-þotur sem munu koma til með að verða forsetaflugvélar fyrir forseta landsins, b

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

6. nóvember 2017

|

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leggja til að þriðja flugbrautin verði 300 metrum styttri

18. janúar 2018

|

Lögð hefur verið fram tillaga sem miðar af því að stytta þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum í London en tillagan hefur verið kynnt með nokkrum breytingum varðandi framkvæmdir á þriðju brautin

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Í beinni: Pegasus-þotan fjarlægð af vettvangi

18. janúar 2018

|

Á þessu augnabliki er verið að vinna að því að fjarlægja Boeing 737 þotuna frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines sem fór út af braut eftir lendingu á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi.

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.