flugfréttir

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

- Flugstjórinn fékk leyfi fyrir lágfluginu en flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Airbus A330 þotan var að koma úr flugi frá Miami sem var síðasta langflugið í sögu Air Berlin

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Flugið var síðasta flug Air Berlin yfir Atlantshafið og var vélin að koma frá Miami en þegar hún var við það að lenda hætti vélin við og beygði af leið til vinstri og flaug mjög lágt yfir flugvöllinn og gerði annað aðflug.

Talsmaður Air Berlin segir að flugstjórinn hafi fengið leyfi til þess að taka sérstakt „kveðjuyfirflug“ yfir völlinn í tilefni þess að þetta var síðasta langflug félagsins sem mun hætta starfsemi sinni fyrir lok þessa mánaðar.

Þrátt fyrir að leyfi hafi verið fengið þá hefur flugstjórinn verið kallaður inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum í Þýskalandi sem hafa hafið rannsókn á málinu sem er flokkað sem atvik.

Að minnsta kosti tvö myndbönd náðust af atvikinu og þar á meðal var starfsmaður í flugturninum sem náði lágfluginu yfir völlinn á myndband.

Air Berlin segir að flugstjórnarmiðstöð hafi gefið leyfi fyrir lágfluginu og beygju til vinstri yfir völlinn með tilliti til fráflugs („go around“)

Talsmaður Air Berllin tekur fram að flugfélagið muni vinna í samvinnu við yfirvöld til að veita upplýsingar vegna málsins.

Vélin hækkaði flugi og beygði af leið til vinstri og fór lágt yfir flugturninn og flugstöðvarbygginguna áður en flugmennirnir gerðu annað að flug

Airbus A330 þotan lenti síðan 8 mínútum síðar á flugvellinum en enginn, af þeim 200 farþegum sem voru um borð, hafa kvartað undan lágfluginu en flugstjórinn hafði látið þá vita af því.

Flugstjórinn ávarpaði farþeganna: „Þetta er í síðasta sinn sem ég býð ykkur velkomin til Dusseldorf. Ég vill þakka ykkur fyrir að hafa flogið með Air Berlin í öll þessi ár“.

Starfsfólkið í flugturninum virðist hafa haft gaman af þessari tilbreytingu þar sem það flugumferðarstjórar heyrast klappa flugstjóranum lof í lófa en flugstjórinn þakkaði flugumferðarstjórunum fyrir samstarfið á sl. árum.

Myndbönd:  fréttir af handahófi

Flugmenn Ryanair á Írlandi boða til verkfalls

4. júlí 2018

|

Írskir flugmenn, sem fljúga fyrir Ryanair og þeir flugmenn félagsins, sem eru búsettir á Írlandi, hafa boðað til verkfallsaðgerða í einn sólarhring þann 12. júlí næstkomandi.

Nýtt félag stofnað um rekstur Flugskóla Íslands

3. júlí 2018

|

Gengið hefur verið frá sam­komu­lagi við fyrrum eig­endur Flug­skóla Íslands og aðila þeim tengdum, um yfir­töku á rekstri Flug­skólans. Í fram­haldinu verður skólinn starf­ræktur í nýju félagi, Flug­

Lengsta áætlunarflug heims hefst á ný í október

30. maí 2018

|

Singapore Airlines mun byrja aftur að fljúga lengsta áætlunarflug heims sem er flug milli Singapore og Newark-flugvallarins í New Jersey í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.