flugfréttir

Boeing 767 aftur í framleiðslu sem farþegaþota

- Orðrómur um tvær risastórar pantanir í Boeing 767

20. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Boeing 767 kom á markaðinn árið 1982

Sagt er að Boeing ætli sér að tvöfalda afköstin við framleiðslu á Boeing 767 breiðþotunni þar sem framleiðandinn á von á stórum pöntunum í vélina frá tveimur viðskiptavinum.

Heimildarmenn, sem kunnugir eru málinu, segja að þar sem Boeing á von á tveimur stórum pöntunum í Boeing 767 sé framleiðandinn að athuga hvort að birgjar nái að auka framleiðslu á íhlutum í vélina.

Þá kemur fram að Boeing hafi rætt við starfsmenn sína um tvöföldun á framleiðslunni til að sjá til þess að hægt sé að ráða við aukin afköst þegar þar að kemur.

Þetta kemur bæði fram í frétt The Business Journals og þá hefur Leeham News and Comment einnig tekið málið fyrir í umfjöllun sinni.

Enginn hjá Boeing hefur viljað tjá sig um málið en þrír aðilar, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa nefnt að United Airlines sé annar viðskiptavinurinn og sé félagið mögulega að spá í að panta yfir 50 nýjar þotur af gerðinni Boeing 767.

Boeing 767 í samsetningu í Everett

Farþegaútgáfan af Boeing 767 hefur ekki verið framleidd í mörg ár þar sem flest flugfélög hafa pantað nýrri breiðþotur á borð við Dreamliner eða Boeing 777.

Boeing 767 hefur hinsvegar verið framleidd sem fraktþota sl. ár en seinasta pöntun í farþegaútgáfuna kom árið 2012 þegar Air Astana pantaði þrjár Boeing 767-300ER breiðþotur.

United Airlines hefur í dag 51 þotu í flota sínum af gerðinni Boeing 767 en af þeim eru sextán vélar sem eru komnar til ára sinna.

Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að sölurisinn Amazon.com sé að fara panta tugi Boeing 767 fraktvéla fyrir flugfélagið Prime Air.

Heimildir herma að United Airlines ætli að panta tugi nýrra Boeing 767 véla í flotann sinn  fréttir af handahófi

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast í bökkum

28. nóvember 2018

|

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.