flugfréttir

Boeing 767 aftur í framleiðslu sem farþegaþota

- Orðrómur um tvær risastórar pantanir í Boeing 767

20. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Boeing 767 kom á markaðinn árið 1982

Sagt er að Boeing ætli sér að tvöfalda afköstin við framleiðslu á Boeing 767 breiðþotunni þar sem framleiðandinn á von á stórum pöntunum í vélina frá tveimur viðskiptavinum.

Heimildarmenn, sem kunnugir eru málinu, segja að þar sem Boeing á von á tveimur stórum pöntunum í Boeing 767 sé framleiðandinn að athuga hvort að birgjar nái að auka framleiðslu á íhlutum í vélina.

Þá kemur fram að Boeing hafi rætt við starfsmenn sína um tvöföldun á framleiðslunni til að sjá til þess að hægt sé að ráða við aukin afköst þegar þar að kemur.

Þetta kemur bæði fram í frétt The Business Journals og þá hefur Leeham News and Comment einnig tekið málið fyrir í umfjöllun sinni.

Enginn hjá Boeing hefur viljað tjá sig um málið en þrír aðilar, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa nefnt að United Airlines sé annar viðskiptavinurinn og sé félagið mögulega að spá í að panta yfir 50 nýjar þotur af gerðinni Boeing 767.

Boeing 767 í samsetningu í Everett

Farþegaútgáfan af Boeing 767 hefur ekki verið framleidd í mörg ár þar sem flest flugfélög hafa pantað nýrri breiðþotur á borð við Dreamliner eða Boeing 777.

Boeing 767 hefur hinsvegar verið framleidd sem fraktþota sl. ár en seinasta pöntun í farþegaútgáfuna kom árið 2012 þegar Air Astana pantaði þrjár Boeing 767-300ER breiðþotur.

United Airlines hefur í dag 51 þotu í flota sínum af gerðinni Boeing 767 en af þeim eru sextán vélar sem eru komnar til ára sinna.

Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að sölurisinn Amazon.com sé að fara panta tugi Boeing 767 fraktvéla fyrir flugfélagið Prime Air.

Heimildir herma að United Airlines ætli að panta tugi nýrra Boeing 767 véla í flotann sinn  fréttir af handahófi

Herflugvél með yfir 250 manns um borð fórst í Alsír

11. apríl 2018

|

Talið er að allt að 250 manns hafi látið lífið í flugslysi í Alsír í morgun er herflutningavél af gerðinni Ilyushin Il-76 frá alsírska flughernum fórst skömmu eftir flugtak í norðurhluta landsins.

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

16. apríl 2018

|

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið ha

Risapáskaeggi komið fyrir við flugvöllinn á Stóra-Kroppi

1. apríl 2018

|

Stærsta páskaeggi landsins hefur nú verið komið fyrir við flugbrautina á Stóra-Kroppi í Borgarfirði en eggið, sem er 24 metra hátt, gnæfir yfir svæðinu og býður flugmenn velkomna til Vesturlands.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00