flugfréttir

Boeing 767 aftur í framleiðslu sem farþegaþota

- Orðrómur um tvær risastórar pantanir í Boeing 767

20. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Boeing 767 kom á markaðinn árið 1982

Sagt er að Boeing ætli sér að tvöfalda afköstin við framleiðslu á Boeing 767 breiðþotunni þar sem framleiðandinn á von á stórum pöntunum í vélina frá tveimur viðskiptavinum.

Heimildarmenn, sem kunnugir eru málinu, segja að þar sem Boeing á von á tveimur stórum pöntunum í Boeing 767 sé framleiðandinn að athuga hvort að birgjar nái að auka framleiðslu á íhlutum í vélina.

Þá kemur fram að Boeing hafi rætt við starfsmenn sína um tvöföldun á framleiðslunni til að sjá til þess að hægt sé að ráða við aukin afköst þegar þar að kemur.

Þetta kemur bæði fram í frétt The Business Journals og þá hefur Leeham News and Comment einnig tekið málið fyrir í umfjöllun sinni.

Enginn hjá Boeing hefur viljað tjá sig um málið en þrír aðilar, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa nefnt að United Airlines sé annar viðskiptavinurinn og sé félagið mögulega að spá í að panta yfir 50 nýjar þotur af gerðinni Boeing 767.

Boeing 767 í samsetningu í Everett

Farþegaútgáfan af Boeing 767 hefur ekki verið framleidd í mörg ár þar sem flest flugfélög hafa pantað nýrri breiðþotur á borð við Dreamliner eða Boeing 777.

Boeing 767 hefur hinsvegar verið framleidd sem fraktþota sl. ár en seinasta pöntun í farþegaútgáfuna kom árið 2012 þegar Air Astana pantaði þrjár Boeing 767-300ER breiðþotur.

United Airlines hefur í dag 51 þotu í flota sínum af gerðinni Boeing 767 en af þeim eru sextán vélar sem eru komnar til ára sinna.

Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að sölurisinn Amazon.com sé að fara panta tugi Boeing 767 fraktvéla fyrir flugfélagið Prime Air.

Heimildir herma að United Airlines ætli að panta tugi nýrra Boeing 767 véla í flotann sinn  fréttir af handahófi

Emirates komið með 100 Airbus A380 risaþotur

3. nóvember 2017

|

Emirates hefur tekið við sinni hundruðustu Airbus A380 risaþotu sem félagið fékk afhenta við hátíðlega athöfn í Hamborg í gær.

Endalok Airbus A380 veltur á nýrri pöntun frá Emirates

5. janúar 2018

|

Samkvæmt þremur heimildarmönnum, sem kunnugir eru innan herbúða Airbus og koma ekki fram undir nafni, þá er Airbus í starholunum með að hætta framleiðslu á risaþotunni A380 ef Emirates ákveður að le

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

  Nýjustu flugfréttirnar

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.