flugfréttir

Boeing 767 aftur í framleiðslu sem farþegaþota

- Orðrómur um tvær risastórar pantanir í Boeing 767

20. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Boeing 767 kom á markaðinn árið 1982

Sagt er að Boeing ætli sér að tvöfalda afköstin við framleiðslu á Boeing 767 breiðþotunni þar sem framleiðandinn á von á stórum pöntunum í vélina frá tveimur viðskiptavinum.

Heimildarmenn, sem kunnugir eru málinu, segja að þar sem Boeing á von á tveimur stórum pöntunum í Boeing 767 sé framleiðandinn að athuga hvort að birgjar nái að auka framleiðslu á íhlutum í vélina.

Þá kemur fram að Boeing hafi rætt við starfsmenn sína um tvöföldun á framleiðslunni til að sjá til þess að hægt sé að ráða við aukin afköst þegar þar að kemur.

Þetta kemur bæði fram í frétt The Business Journals og þá hefur Leeham News and Comment einnig tekið málið fyrir í umfjöllun sinni.

Enginn hjá Boeing hefur viljað tjá sig um málið en þrír aðilar, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa nefnt að United Airlines sé annar viðskiptavinurinn og sé félagið mögulega að spá í að panta yfir 50 nýjar þotur af gerðinni Boeing 767.

Boeing 767 í samsetningu í Everett

Farþegaútgáfan af Boeing 767 hefur ekki verið framleidd í mörg ár þar sem flest flugfélög hafa pantað nýrri breiðþotur á borð við Dreamliner eða Boeing 777.

Boeing 767 hefur hinsvegar verið framleidd sem fraktþota sl. ár en seinasta pöntun í farþegaútgáfuna kom árið 2012 þegar Air Astana pantaði þrjár Boeing 767-300ER breiðþotur.

United Airlines hefur í dag 51 þotu í flota sínum af gerðinni Boeing 767 en af þeim eru sextán vélar sem eru komnar til ára sinna.

Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að sölurisinn Amazon.com sé að fara panta tugi Boeing 767 fraktvéla fyrir flugfélagið Prime Air.

Heimildir herma að United Airlines ætli að panta tugi nýrra Boeing 767 véla í flotann sinn  fréttir af handahófi

Airbus sér fram á þörf fyrir yfir 100 A220 þotur á ári

26. júlí 2018

|

Airbus telur að næg eftirspurn sé eftir nýju Airbus A220 þotunni sem framleiðandinn keypti af Bombardier og er talið að markaður sé fyrir framleiðslu á allt að 100 eintökum af vélinni á ári.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Thomas Cook leigir Airbus A380 risaþotu af Hi Fly

1. ágúst 2018

|

Flugfélagið Thomas Cook hefur tilkynnt að félagið sé það fyrsta til að taka á leigu fyrstu Airbus A380 risaþotuna frá portúgölsku flugvélaleigunni Hi Fly.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.