flugfréttir

Boeing 767 aftur í framleiðslu sem farþegaþota

- Orðrómur um tvær risastórar pantanir í Boeing 767

20. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Boeing 767 kom á markaðinn árið 1982

Sagt er að Boeing ætli sér að tvöfalda afköstin við framleiðslu á Boeing 767 breiðþotunni þar sem framleiðandinn á von á stórum pöntunum í vélina frá tveimur viðskiptavinum.

Heimildarmenn, sem kunnugir eru málinu, segja að þar sem Boeing á von á tveimur stórum pöntunum í Boeing 767 sé framleiðandinn að athuga hvort að birgjar nái að auka framleiðslu á íhlutum í vélina.

Þá kemur fram að Boeing hafi rætt við starfsmenn sína um tvöföldun á framleiðslunni til að sjá til þess að hægt sé að ráða við aukin afköst þegar þar að kemur.

Þetta kemur bæði fram í frétt The Business Journals og þá hefur Leeham News and Comment einnig tekið málið fyrir í umfjöllun sinni.

Enginn hjá Boeing hefur viljað tjá sig um málið en þrír aðilar, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa nefnt að United Airlines sé annar viðskiptavinurinn og sé félagið mögulega að spá í að panta yfir 50 nýjar þotur af gerðinni Boeing 767.

Boeing 767 í samsetningu í Everett

Farþegaútgáfan af Boeing 767 hefur ekki verið framleidd í mörg ár þar sem flest flugfélög hafa pantað nýrri breiðþotur á borð við Dreamliner eða Boeing 777.

Boeing 767 hefur hinsvegar verið framleidd sem fraktþota sl. ár en seinasta pöntun í farþegaútgáfuna kom árið 2012 þegar Air Astana pantaði þrjár Boeing 767-300ER breiðþotur.

United Airlines hefur í dag 51 þotu í flota sínum af gerðinni Boeing 767 en af þeim eru sextán vélar sem eru komnar til ára sinna.

Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um að sölurisinn Amazon.com sé að fara panta tugi Boeing 767 fraktvéla fyrir flugfélagið Prime Air.

Heimildir herma að United Airlines ætli að panta tugi nýrra Boeing 767 véla í flotann sinn  fréttir af handahófi

Miðnætursól og grænlenskar þjóðsögur í breiðþotu Air Greeland

5. mars 2018

|

Airbus A330 breiðþota Air Greenland er aftur komin í flota félagsins eftir viðamikla skoðun og yfirhalningu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Von á nýju útliti fyrir Lufthansa

22. janúar 2018

|

Lufthansa ætlar sér að breyta litum félagsins og kynna nýjan búning á flugflota félagsins en núverandi litir Lufthansa hafa verið í óbreyttri mynd í marga áratugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

Ryanair mun eignast 75 prósenta hlut í Laudamotion

20. mars 2018

|

Ryanair hefur greint frá því að félagið hafi náð samningi við Niki Lauda um kaup á 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi Laudamotion sem stofnað var eftir að Lauda náði að kaupa til baka flugfélagi

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00