flugfréttir

Boeing: „Airbus keypti köttinn í sekknum hjá Bombardier“

- Segja að Airbus muni fá samvinnuna við Bombardier í bakið

27. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:14

Boeing segir að Airbus hafi gert stór mistök við að kaupa CSeries-framleiðsluna af Bombardier

Boeing segir að Airbus hafi gert stór mistök með að fara í samvinnu við Bombardier með því að kaupa helmingshlut í framleiðslunni á CSeries-þotunni.

Þegar fjölmiðlar birtu fréttirnar í seinustu viku um að Airbus væri komið í samvinnu við Bombardier þá var það látið líta út fyrir sem reiðarslag fyrir Boeing sem átti að hafa fengið í bakið tilraun sína til að knésetja velgengni Bombardier með 300% refsitöllum í samráði við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna.

Markaðsérfræðingar vilja meina að Airbus hafi gert mistök með því að hafa keypt sig inn í framleiðsluna á CSeries-þotunni og gæti flugvélaframleiðandinn evrópski mögulega fengið það í bakið síðar.

Á vefsíðu Forbes.com er greint frá forsögu málsins sem má rekja til þess þegar Bombardier var á barmi gjaldþrots árið 2015 en þá bauð framleiðandinn öðrum aðilum að kaupa hlut í Bombardier og þar á meðal Boeing og Airbus auk fjárfesta í Kína.

Boeing hafði ekki áhuga og Airbus ekki heldur á þeim tíma sem er ástæða þess að ríkisstjórnin í Quebec greip inn í og setti milljarða inn í rekstur Bombardier til að halda framleiðslunni áfram á CSeries-þotunum.

Fjármagnið frá Quebec-ríkis auk fjárhagsaðstoðar frá Ottawa gerði Bombardier kleift að halda framleiðslunni áfram og koma sér frá gjaldþroti.

Þetta átti eftir að draga dilk á eftir sér þar sem Boeing varð mjög ósátt með að ríkisstjórn Kanada væri að styðja svo mikið við framleiðsluna á CSeries-þotunni og var ákveðið að setja á himinháa refsitolla á innflutning vélarinnar til Bandaríkjanna sem myndi fjórfalda verð þotunnar fyrir bandaríska viðskiptavini.

Forsvarsmenn Bombardier og Airbus við undirskrifin á viðskiptunum

Þegar hafði komið í ljós að CSeries-verkefnið myndi ekki ganga nema að fá í það minnsta ein stóra pöntun frá flugfélagi í Bandaríkjunum en nú hefur Delta Air Lines verið að endurskoða málið með afhendingu á fyrstu þotunum vegna málsins með refsitollanna.

Boeing segir að aðkoma Airbus muni ekki breyta neinu með fyrirhugaða refsitolla þar sem ríkisstjórn Donald Trumps er harðákveðin í að koma í veg fyrir að Bombardier nái að reyna að eyðileggja bandarískan flugvélaiðnað líkt og Airbus hefur reynt að gera með því að koma á fót verksmiðju á bandarískri grund í Alabama.

Ný CSeries-verksmiðja í Bandaríkjunum mun skaða flugvélaiðnaðinn í Kanada

Airbus hafði greint frá því að til stæði að reisa verksmiðju fyrir CSeries-þoturnar í Bandaríkjunum og framleiða vélina á bandarískri grund til að sleppa við innflutningstollanna en sérfærðingar segja að Airbus hafi ekki tekið með í reikningin þá staðreynt að enn á eftir að gefa leyfi fyrir samvinnu Airbus og Bombardier.

Allt að ár getur liðið þar til samvinnan fær grænt ljós frá yfirvöldum og á meðan hafa bandarísk stjórnvöld nægan tíma til að koma í veg fyrir fyrirhugaða framleiðslu á CSeries-þotunni í Bandaríkjunum.

Fram kemur að margir yfirmenn hjá Boeing telji að það verði aldrei að veruleika að CSeries-þotan verði framleidd í Bandaríkjunum með tilkomu samvinnu Bombardier við Airbus þar sem það myndi fækka mikilvægum störfum í flugvélaiðnaði í Kanada sem kanadíska ríkið hefur ekki efni á að fara á mis við og var það einnig ástæða þess að Bombardier kom sér í gjaldþrot árið 2015.

Litlu munaði að Bombardier yrði gjaldþrota vegna CSeries-verkefnisins árið 2015

Boeing sér fram á að sérstakir álagstollar munu hafa áhrif á CSeries-þotuna sem mun þá einnig hafa áhrif á rekstur Airbus og verður ekki hægt að komast undan tollunum með nýrri verksmiðju í Bandaríkjunum.

Þá mun Delta Air Lines ekki fá CSeries-þoturnar á eins hagstæðu verði og þeir sömdu um við Bombardier og á meðan mun CSeries-þotan ekki heilla önnur bandarísk flugfélög á meðan þar sem verðmiðinn verður töluvert hærri, hvort sem hún verður pöntuð í dag eða síðar.

Þá bendir Boeing á það að á næsta ári mun Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) taka fyrir mál Airbus er varðar ásakanir um ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa innan Evrópusambandsins og mun Airbus þurfa að kljást við það vandamál á sama tíma og Bombardier er að kljást við háa refsitolla á CSeries-þotuna.

Boeing vill því meina að Airbus sé að kaupa sér enn meiri hausverk með því að hafa keypt helminginn í framleiðslunni á flugvélinni sem Bombardier hefur þegar verið í basli með.

Boeing segir einnig undarlegt að Bombardier hafi verið tilbúið til að gefa upp á bátinn sitt eigið hugvit til Airbus sem nánast fékk framleiðsluna frítt upp í hendurnar og bara það endurspegli ástæðuna hvers vegna Boeing hafði ekki áhuga á CSeries á sínum tíma.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga