flugfréttir

Sjónhverfing í næturflugi og óvirk PAPI-ljós orsök flugslyss

- Flaug á rafmagnslínur í aðflugi í Texas árið 2015

29. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:52

Flugslysið átti sér stað í Texas í október árið 2015

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur lokið við rannsókn á flugslysi sem átti sér stað í Texas árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 flaug á rafmagnslínur í næturflugi.

Vélin var að fljúga undan vindi í aðflugi að óstjórnuðum flugvelli í Lancaster, skammt suður af Dallas í Texas í október árið 2015 í nætursjónflugi en þar sem önnur vél var á lokastefnu að flugvellinum þurfti vélin að lengja í til að skapa rými.

Þegar vélin var komin inn á lokastefnu var vélin skyndilega komin undir aðflugslínu að vellinum yfir óupplýstu svæði og flaug vélin í rafmagnslínur í einnar mílu fjarlægð frá brautarendanum.

Flugmaðurinn vélarinnar var Mahmood Ataee en ásamt honum um borð var eiginkona hans, Laura Ataee, en hún náði að virkja fallhlíf vélarinnar í tæka tíð og segir Mahmood að fallhlífin hafi bjargað lífi þeirra þar sem vél staðnæmdist nokkrum fetum frá jörðu þar sem hún hékk með fallhlífina flækta í ragmagnslínu.

Flugmaðurinn segir að fallhlíf vélarinnar hafi bjargað lífi þeirra

Vélin rakst þó á aðra rafmagnslínu í mastrinu áður en vélin féll til jarðar og varð vélin alelda. en hjónin komust með öruggum hætti frá borði en Laura hlaut þónokkra áverka í slysinu á meðan eiginmaður hennar slapp með skrámur.

Þegar slysið átti sér stað voru PAPI-ljósin á vellinum óvirk en skilaboð þess efnis voru gefin út í NOTAM upplýsingum til flugmanna sem flugmaður vélarinnar hafði kynnt sér.

Niðurstöður NTSB eru þær að sjónhverfing sökum myrkurs hafi valdið blekkingu meðal flugmannsins með þeim afleiðingum að hann taldi sig hafa verið í hærri flughæð en hann var í aðfluginu að brautinni.

Þá er talið að flugmaðurinn hafi haft mjög takmörkuð viðmið þar sem PAPI ljósin voru ekki til staðar sem gerði honum erfiðara fyrir að meta flughæð yfir jörðu í aðfluginu.  fréttir af handahófi

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

22. september 2017

|

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00