flugfréttir

Sjónhverfing í næturflugi og óvirk PAPI-ljós orsök flugslyss

- Flaug á rafmagnslínur í aðflugi í Texas árið 2015

29. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:52

Flugslysið átti sér stað í Texas í október árið 2015

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur lokið við rannsókn á flugslysi sem átti sér stað í Texas árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 flaug á rafmagnslínur í næturflugi.

Vélin var að fljúga undan vindi í aðflugi að óstjórnuðum flugvelli í Lancaster, skammt suður af Dallas í Texas í október árið 2015 í nætursjónflugi en þar sem önnur vél var á lokastefnu að flugvellinum þurfti vélin að lengja í til að skapa rými.

Þegar vélin var komin inn á lokastefnu var vélin skyndilega komin undir aðflugslínu að vellinum yfir óupplýstu svæði og flaug vélin í rafmagnslínur í einnar mílu fjarlægð frá brautarendanum.

Flugmaðurinn vélarinnar var Mahmood Ataee en ásamt honum um borð var eiginkona hans, Laura Ataee, en hún náði að virkja fallhlíf vélarinnar í tæka tíð og segir Mahmood að fallhlífin hafi bjargað lífi þeirra þar sem vél staðnæmdist nokkrum fetum frá jörðu þar sem hún hékk með fallhlífina flækta í ragmagnslínu.

Flugmaðurinn segir að fallhlíf vélarinnar hafi bjargað lífi þeirra

Vélin rakst þó á aðra rafmagnslínu í mastrinu áður en vélin féll til jarðar og varð vélin alelda. en hjónin komust með öruggum hætti frá borði en Laura hlaut þónokkra áverka í slysinu á meðan eiginmaður hennar slapp með skrámur.

Þegar slysið átti sér stað voru PAPI-ljósin á vellinum óvirk en skilaboð þess efnis voru gefin út í NOTAM upplýsingum til flugmanna sem flugmaður vélarinnar hafði kynnt sér.

Niðurstöður NTSB eru þær að sjónhverfing sökum myrkurs hafi valdið blekkingu meðal flugmannsins með þeim afleiðingum að hann taldi sig hafa verið í hærri flughæð en hann var í aðfluginu að brautinni.

Þá er talið að flugmaðurinn hafi haft mjög takmörkuð viðmið þar sem PAPI ljósin voru ekki til staðar sem gerði honum erfiðara fyrir að meta flughæð yfir jörðu í aðfluginu.  fréttir af handahófi

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Bresk yfirvöld leituðu um borð í þotu Aeroflot á Heathrow

6. apríl 2018

|

Rússar krefjast þess að fá útskýringu frá Bretum á því hvers vegna leit var framkvæmd um borð í farþegaþotu Aeroflot á dögunum við komuna til Lundúna.

Rifa kom á skrokk á flugvél í miðju flugi

27. mars 2018

|

Sprunga kom á vængrót á farþegaflugvél af gerðinni ATR 42-500 hjá franska flugfélaginu Hop!, dótturfélagi Air France, er flugvélin var í innanlandsflugi í Frakklandi þann 25. mars.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00