flugfréttir

Sjónhverfing í næturflugi og óvirk PAPI-ljós orsök flugslyss

- Flaug á rafmagnslínur í aðflugi í Texas árið 2015

29. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:52

Flugslysið átti sér stað í Texas í október árið 2015

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur lokið við rannsókn á flugslysi sem átti sér stað í Texas árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 flaug á rafmagnslínur í næturflugi.

Vélin var að fljúga undan vindi í aðflugi að óstjórnuðum flugvelli í Lancaster, skammt suður af Dallas í Texas í október árið 2015 í nætursjónflugi en þar sem önnur vél var á lokastefnu að flugvellinum þurfti vélin að lengja í til að skapa rými.

Þegar vélin var komin inn á lokastefnu var vélin skyndilega komin undir aðflugslínu að vellinum yfir óupplýstu svæði og flaug vélin í rafmagnslínur í einnar mílu fjarlægð frá brautarendanum.

Flugmaðurinn vélarinnar var Mahmood Ataee en ásamt honum um borð var eiginkona hans, Laura Ataee, en hún náði að virkja fallhlíf vélarinnar í tæka tíð og segir Mahmood að fallhlífin hafi bjargað lífi þeirra þar sem vél staðnæmdist nokkrum fetum frá jörðu þar sem hún hékk með fallhlífina flækta í ragmagnslínu.

Flugmaðurinn segir að fallhlíf vélarinnar hafi bjargað lífi þeirra

Vélin rakst þó á aðra rafmagnslínu í mastrinu áður en vélin féll til jarðar og varð vélin alelda. en hjónin komust með öruggum hætti frá borði en Laura hlaut þónokkra áverka í slysinu á meðan eiginmaður hennar slapp með skrámur.

Þegar slysið átti sér stað voru PAPI-ljósin á vellinum óvirk en skilaboð þess efnis voru gefin út í NOTAM upplýsingum til flugmanna sem flugmaður vélarinnar hafði kynnt sér.

Niðurstöður NTSB eru þær að sjónhverfing sökum myrkurs hafi valdið blekkingu meðal flugmannsins með þeim afleiðingum að hann taldi sig hafa verið í hærri flughæð en hann var í aðfluginu að brautinni.

Þá er talið að flugmaðurinn hafi haft mjög takmörkuð viðmið þar sem PAPI ljósin voru ekki til staðar sem gerði honum erfiðara fyrir að meta flughæð yfir jörðu í aðfluginu.  fréttir af handahófi

Airbus gerir hlé á afhendingum á nýjum Airbus A320neo þotum

12. febrúar 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur sent út tilskipun þar sem nokkur flugfélög hafa tilkynnt um vandamál með PW1100G hreyfilinn þar sem upp komu tilvik þar sem þurfti að slökkva á hreyflum á flugi

Óafhentar þotur til Kína hrannast upp hjá Airbus

14. janúar 2018

|

Nýjar farþegaþotur frá Airbus, sem stendur til að afhenda til Kína, hafa hrannast upp á athafnarsvæði við verksmiðjur Airbus, bæði í Toulouse í Frakkalandi og í Hamborg í Þýskalandi.

Rúmur metri skildi að dróna og Airbus A321 þotu í aðflugi

29. janúar 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hafa greint frá því að skoðun fór fram á einni farþegaþotu eftir nálægð við dróna í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00