flugfréttir

Sjónhverfing í næturflugi og óvirk PAPI-ljós orsök flugslyss

- Flaug á rafmagnslínur í aðflugi í Texas árið 2015

29. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:52

Flugslysið átti sér stað í Texas í október árið 2015

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur lokið við rannsókn á flugslysi sem átti sér stað í Texas árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 flaug á rafmagnslínur í næturflugi.

Vélin var að fljúga undan vindi í aðflugi að óstjórnuðum flugvelli í Lancaster, skammt suður af Dallas í Texas í október árið 2015 í nætursjónflugi en þar sem önnur vél var á lokastefnu að flugvellinum þurfti vélin að lengja í til að skapa rými.

Þegar vélin var komin inn á lokastefnu var vélin skyndilega komin undir aðflugslínu að vellinum yfir óupplýstu svæði og flaug vélin í rafmagnslínur í einnar mílu fjarlægð frá brautarendanum.

Flugmaðurinn vélarinnar var Mahmood Ataee en ásamt honum um borð var eiginkona hans, Laura Ataee, en hún náði að virkja fallhlíf vélarinnar í tæka tíð og segir Mahmood að fallhlífin hafi bjargað lífi þeirra þar sem vél staðnæmdist nokkrum fetum frá jörðu þar sem hún hékk með fallhlífina flækta í ragmagnslínu.

Flugmaðurinn segir að fallhlíf vélarinnar hafi bjargað lífi þeirra

Vélin rakst þó á aðra rafmagnslínu í mastrinu áður en vélin féll til jarðar og varð vélin alelda. en hjónin komust með öruggum hætti frá borði en Laura hlaut þónokkra áverka í slysinu á meðan eiginmaður hennar slapp með skrámur.

Þegar slysið átti sér stað voru PAPI-ljósin á vellinum óvirk en skilaboð þess efnis voru gefin út í NOTAM upplýsingum til flugmanna sem flugmaður vélarinnar hafði kynnt sér.

Niðurstöður NTSB eru þær að sjónhverfing sökum myrkurs hafi valdið blekkingu meðal flugmannsins með þeim afleiðingum að hann taldi sig hafa verið í hærri flughæð en hann var í aðfluginu að brautinni.

Þá er talið að flugmaðurinn hafi haft mjög takmörkuð viðmið þar sem PAPI ljósin voru ekki til staðar sem gerði honum erfiðara fyrir að meta flughæð yfir jörðu í aðfluginu.  fréttir af handahófi

VLM Airlines í Belgíu gjaldþrota

3. september 2018

|

Belgíska flugfélagið VLM Airlines hefur hætt starfsemi sinni en stjórn félagsins tilkynnti þann 31. ágúst sl. að stærsti hluthafi félagsins, SHS Aviation, hafi ákveðið að binda endi á rekstur þess í

Arkia í Ísrael fær fyrstu A321LR þotuna í stað Primera Air

1. október 2018

|

Arkia Israeli Airlines verður fyrsta flugfélagið til þess að fá Airbus A321LR þotuna afhenta í stað Primera Air sem upphaflega átti að fá fyrsta eintakið.

Kansai-flugvöllur á floti eftir fellibyl

4. september 2018

|

Loka þurfti Kansai-flugvellinum í japönsku borginni Osaka eftir að sjór flæddi yfir flugvöllinn í kjölfar fellibylsins Jebi sem gekk yfir Japans í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f