flugfréttir

Sjónhverfing í næturflugi og óvirk PAPI-ljós orsök flugslyss

- Flaug á rafmagnslínur í aðflugi í Texas árið 2015

29. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:52

Flugslysið átti sér stað í Texas í október árið 2015

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur lokið við rannsókn á flugslysi sem átti sér stað í Texas árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 flaug á rafmagnslínur í næturflugi.

Vélin var að fljúga undan vindi í aðflugi að óstjórnuðum flugvelli í Lancaster, skammt suður af Dallas í Texas í október árið 2015 í nætursjónflugi en þar sem önnur vél var á lokastefnu að flugvellinum þurfti vélin að lengja í til að skapa rými.

Þegar vélin var komin inn á lokastefnu var vélin skyndilega komin undir aðflugslínu að vellinum yfir óupplýstu svæði og flaug vélin í rafmagnslínur í einnar mílu fjarlægð frá brautarendanum.

Flugmaðurinn vélarinnar var Mahmood Ataee en ásamt honum um borð var eiginkona hans, Laura Ataee, en hún náði að virkja fallhlíf vélarinnar í tæka tíð og segir Mahmood að fallhlífin hafi bjargað lífi þeirra þar sem vél staðnæmdist nokkrum fetum frá jörðu þar sem hún hékk með fallhlífina flækta í ragmagnslínu.

Flugmaðurinn segir að fallhlíf vélarinnar hafi bjargað lífi þeirra

Vélin rakst þó á aðra rafmagnslínu í mastrinu áður en vélin féll til jarðar og varð vélin alelda. en hjónin komust með öruggum hætti frá borði en Laura hlaut þónokkra áverka í slysinu á meðan eiginmaður hennar slapp með skrámur.

Þegar slysið átti sér stað voru PAPI-ljósin á vellinum óvirk en skilaboð þess efnis voru gefin út í NOTAM upplýsingum til flugmanna sem flugmaður vélarinnar hafði kynnt sér.

Niðurstöður NTSB eru þær að sjónhverfing sökum myrkurs hafi valdið blekkingu meðal flugmannsins með þeim afleiðingum að hann taldi sig hafa verið í hærri flughæð en hann var í aðfluginu að brautinni.

Þá er talið að flugmaðurinn hafi haft mjög takmörkuð viðmið þar sem PAPI ljósin voru ekki til staðar sem gerði honum erfiðara fyrir að meta flughæð yfir jörðu í aðfluginu.  fréttir af handahófi

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot