flugfréttir

Rússar hóta að loka lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum

- Óánægðir með afturköllun á afgreiðsluplássi á Schiphol

31. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 747 júmbó-þota KLM í flugtaki frá Schiphol

Rússar hafa hótað því að loka rússnesku lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum.

Með því er því mótmælt að hollensk flugmálayfirvöld afturkölluðu nokkur lendingarpláss hjá rússneska flugfélaginu AirBridgeCargo á Schiphol-flugvellinum.

Þar sem mjög þröngt er orðið á þingi á Schiphol-flugvellinum var ákveðið að skerða afgreiðslupláss hjá fraktflugfélögunum um 20% en AirBridgeCargo hafði áform um að auka umsvif sín á Schiphol-flugvelli en hefur núna neyðst til þess að færa starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Boeing 747-8F fraktþota AirBridgeCargo

Ef Rússar loka lofthelginni fyrir hollenskum flugfélögum mun það valda alvarlegum vandræðum fyrir flugfélög á borð við KLM Royal Dutch Airlines sem flýgur til fjölmargra áfangastaða í Asíu en flugleiðir til þeirra staða liggja í langflestum tilvikum yfir Rússland.

Það myndi því lengja flugleiðina um margar klukkustundir ef KLM þyrfti að fljúga aðra leið til þess að forðast rússneska lofthelgi og þá yrði félagið einnig að fella niður flug til Moskvu og St. Petersburg.

Fram kemur að viðræður hafi nú þegar átt sér stað milli Rússa og hollenskra stjórnvalda en Rússar hafa gefið Hollendingum frest fram á laugardag til að leysa vandamálið.  fréttir af handahófi

Iran Air fær leyfi til að fljúga Airbus A320 til Evrópu

27. október 2017

|

Iran Air hefur fengið leyfi frá evrópskum flugmálayfirvöldum til að hefja flug til Evrópu með Airbus A320 þotunum sem félagið hefur fengið afhentar frá Airbus.

Austrian kveður Fokkerinn

30. nóvember 2017

|

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

„Ekki komið að sólsetri í framleiðslu á Boeing 767“

27. október 2017

|

Boeing hefur svarað orðrómi um aukna eftirspurn eftir farþegaútgáfu af breiðþotunni Boeing 767 en um daginn var greint frá því að til stæði að auka framleiðsluhraðann á Boeing 767 þar sem von væri

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00