flugfréttir

Rússar hóta að loka lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum

- Óánægðir með afturköllun á afgreiðsluplássi á Schiphol

31. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 747 júmbó-þota KLM í flugtaki frá Schiphol

Rússar hafa hótað því að loka rússnesku lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum.

Með því er því mótmælt að hollensk flugmálayfirvöld afturkölluðu nokkur lendingarpláss hjá rússneska flugfélaginu AirBridgeCargo á Schiphol-flugvellinum.

Þar sem mjög þröngt er orðið á þingi á Schiphol-flugvellinum var ákveðið að skerða afgreiðslupláss hjá fraktflugfélögunum um 20% en AirBridgeCargo hafði áform um að auka umsvif sín á Schiphol-flugvelli en hefur núna neyðst til þess að færa starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Boeing 747-8F fraktþota AirBridgeCargo

Ef Rússar loka lofthelginni fyrir hollenskum flugfélögum mun það valda alvarlegum vandræðum fyrir flugfélög á borð við KLM Royal Dutch Airlines sem flýgur til fjölmargra áfangastaða í Asíu en flugleiðir til þeirra staða liggja í langflestum tilvikum yfir Rússland.

Það myndi því lengja flugleiðina um margar klukkustundir ef KLM þyrfti að fljúga aðra leið til þess að forðast rússneska lofthelgi og þá yrði félagið einnig að fella niður flug til Moskvu og St. Petersburg.

Fram kemur að viðræður hafi nú þegar átt sér stað milli Rússa og hollenskra stjórnvalda en Rússar hafa gefið Hollendingum frest fram á laugardag til að leysa vandamálið.  fréttir af handahófi

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Level í viðræðum við Boeing og Airbus um fleiri breiðþotur

26. febrúar 2018

|

International Airlines Group (IAG), eignarhaldsfélag British Airways og Iberia, á nú í viðræðum við bæði Boeing og Airbus um kaup á nýjum þotum í flota lágfargjaldafélagsins Level sem stofnað var í

Farþegum með Icelandair fækkaði um 5 prósent í febrúar

6. mars 2018

|

Fimm prósent færri farþegar flugu með Icelandair í febrúarmánuði sem leið samanborið við febrúar í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.