flugfréttir

Rússar hóta að loka lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum

- Óánægðir með afturköllun á afgreiðsluplássi á Schiphol

31. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 747 júmbó-þota KLM í flugtaki frá Schiphol

Rússar hafa hótað því að loka rússnesku lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum.

Með því er því mótmælt að hollensk flugmálayfirvöld afturkölluðu nokkur lendingarpláss hjá rússneska flugfélaginu AirBridgeCargo á Schiphol-flugvellinum.

Þar sem mjög þröngt er orðið á þingi á Schiphol-flugvellinum var ákveðið að skerða afgreiðslupláss hjá fraktflugfélögunum um 20% en AirBridgeCargo hafði áform um að auka umsvif sín á Schiphol-flugvelli en hefur núna neyðst til þess að færa starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Boeing 747-8F fraktþota AirBridgeCargo

Ef Rússar loka lofthelginni fyrir hollenskum flugfélögum mun það valda alvarlegum vandræðum fyrir flugfélög á borð við KLM Royal Dutch Airlines sem flýgur til fjölmargra áfangastaða í Asíu en flugleiðir til þeirra staða liggja í langflestum tilvikum yfir Rússland.

Það myndi því lengja flugleiðina um margar klukkustundir ef KLM þyrfti að fljúga aðra leið til þess að forðast rússneska lofthelgi og þá yrði félagið einnig að fella niður flug til Moskvu og St. Petersburg.

Fram kemur að viðræður hafi nú þegar átt sér stað milli Rússa og hollenskra stjórnvalda en Rússar hafa gefið Hollendingum frest fram á laugardag til að leysa vandamálið.  fréttir af handahófi

Norwegian hefur hafið flug til Texas

6. apríl 2018

|

Norwegian hefur hafið flug til Texas í fyrsta sinn en félagið flaug á dögunum sitt fyrsta flug frá London Gatwick til Austin.

Fyrsta flug Delta með CS100 þotunni áætlað árið 2019

12. apríl 2018

|

Delta Air Lines gerir ráð fyrir að fljúga fyrsta flugið með nýju CSeries-þotunni árið 2019 en flugfélagið bandaríska mun fá fyrstu CS100 þotuna afhenta síðar á þessu ári.

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

21. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00