flugfréttir

Rússar hóta að loka lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum

- Óánægðir með afturköllun á afgreiðsluplássi á Schiphol

31. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 747 júmbó-þota KLM í flugtaki frá Schiphol

Rússar hafa hótað því að loka rússnesku lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum.

Með því er því mótmælt að hollensk flugmálayfirvöld afturkölluðu nokkur lendingarpláss hjá rússneska flugfélaginu AirBridgeCargo á Schiphol-flugvellinum.

Þar sem mjög þröngt er orðið á þingi á Schiphol-flugvellinum var ákveðið að skerða afgreiðslupláss hjá fraktflugfélögunum um 20% en AirBridgeCargo hafði áform um að auka umsvif sín á Schiphol-flugvelli en hefur núna neyðst til þess að færa starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Boeing 747-8F fraktþota AirBridgeCargo

Ef Rússar loka lofthelginni fyrir hollenskum flugfélögum mun það valda alvarlegum vandræðum fyrir flugfélög á borð við KLM Royal Dutch Airlines sem flýgur til fjölmargra áfangastaða í Asíu en flugleiðir til þeirra staða liggja í langflestum tilvikum yfir Rússland.

Það myndi því lengja flugleiðina um margar klukkustundir ef KLM þyrfti að fljúga aðra leið til þess að forðast rússneska lofthelgi og þá yrði félagið einnig að fella niður flug til Moskvu og St. Petersburg.

Fram kemur að viðræður hafi nú þegar átt sér stað milli Rússa og hollenskra stjórnvalda en Rússar hafa gefið Hollendingum frest fram á laugardag til að leysa vandamálið.  fréttir af handahófi

Boeing 757 nálgaðist ofris í flugtaksklifri

24. júlí 2018

|

Rosaviatsia, flugmálayfirvöldin í Rússlandi, hafa rannsakað atvik sem átti sér stað er Boeing 757 þota frá rússneska flugfélaginu Azur Air var næstum komin í ofris í flugtaki frá flugvellinum í Goa á

Elsta Boeing 747-400 þota heims úr umferð í haust

23. ágúst 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines mun í nóvember taka úr umferð elstu núverandi Boeing 747-400 þotu heims en þotan, sem ber skráninguna PH-BFB, hefur verið í notkun í 29 ár.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00