flugfréttir

Rússar hóta að loka lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum

- Óánægðir með afturköllun á afgreiðsluplássi á Schiphol

31. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Boeing 747 júmbó-þota KLM í flugtaki frá Schiphol

Rússar hafa hótað því að loka rússnesku lofthelginni fyrir hollenskum flugvélum.

Með því er því mótmælt að hollensk flugmálayfirvöld afturkölluðu nokkur lendingarpláss hjá rússneska flugfélaginu AirBridgeCargo á Schiphol-flugvellinum.

Þar sem mjög þröngt er orðið á þingi á Schiphol-flugvellinum var ákveðið að skerða afgreiðslupláss hjá fraktflugfélögunum um 20% en AirBridgeCargo hafði áform um að auka umsvif sín á Schiphol-flugvelli en hefur núna neyðst til þess að færa starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Boeing 747-8F fraktþota AirBridgeCargo

Ef Rússar loka lofthelginni fyrir hollenskum flugfélögum mun það valda alvarlegum vandræðum fyrir flugfélög á borð við KLM Royal Dutch Airlines sem flýgur til fjölmargra áfangastaða í Asíu en flugleiðir til þeirra staða liggja í langflestum tilvikum yfir Rússland.

Það myndi því lengja flugleiðina um margar klukkustundir ef KLM þyrfti að fljúga aðra leið til þess að forðast rússneska lofthelgi og þá yrði félagið einnig að fella niður flug til Moskvu og St. Petersburg.

Fram kemur að viðræður hafi nú þegar átt sér stað milli Rússa og hollenskra stjórnvalda en Rússar hafa gefið Hollendingum frest fram á laugardag til að leysa vandamálið.  fréttir af handahófi

Þörf á 2.600 fraktflugvélum á næstu tveimur áratugum

19. október 2018

|

Ný spá frá Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé fyrir yfir 2.600 flugvélar til fraktflugs í heiminum á næstu tveimur áratugum til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir vöruflutningum í flugi.

Jeju Air pantar fimmtíu Boeing 737 MAX 8 þotur

20. nóvember 2018

|

Boeing hefur fengið pöntun frá suður-kóreska flugfélaginu Jeju Air sem hefur staðfest pöntun í 40 Boeing 737 MAX 8 þotur með kauprétt á tíu þotum til viðbótar.

Boeing gefur út tilmæli vegna skynjara á Boeing 737 MAX

7. nóvember 2018

|

Boeing hefur sent frá sér tilmæli til allra þeirra flugfélaga og flugrekstraraðila sem hafa Boeing 737 MAX þotuna í flota sínum í kjölfar flugslyssins í Indónesíu í síðustu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög