flugfréttir

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

McDonnell Douglas MD-83 þotur American Airlines á Dallas/Fort Worth flugvellinum

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

MD-80 þoturnar hafa verið burðarásinn í flota American Airlines gegnum árin líkt og hjá öðrum bandarískum flugfélögum sem mörg hver höfðu þessar þotur í flotanum á níunda áratugnum og alveg fram að aldarmótum.

McDonnell Douglas MD-80 og MD-90 þoturnar voru mjög algeng sjón á flestum áætlunarflugvöllum vestanhafs en þær komu á markaðinn árið 1980 og voru framleiddar til ársins 2000.

American Airlines hefur í dag tíu MD-82 þotur í flotanum og 36 eintök af MD-83 vélinni en félagið hafði mun fleiri McDonnell Douglas þotur í flotanum af öðrum gerðum sem hafa verið teknar úr umferð sl. ár.

American Airlines hefur haft MD-80 þoturnar í flota sínum í 35 ár

American Airlines hafði lýst því yfir áður að til stæði að taka MD-þoturnar úr umferð fyrir lok þessa áratugar en félagið hafði aldrei ákveðið nákvæmlega hvenær.

American Airlines var fyrsta stóra bandaríska flugfélagið til að panta MD-80 þoturnar þegar félagið gerði samkomulag um leigu á tuttugu þotum árið 1982 en fyrir þann tíma hafði AirCal fengið MD-80 afhenta og því næst TWA sem pantaði 15 þotur.

Upphaflega ætlaði American aðeins að nota nokkrar MD-80 þotur til að leysa af hólmi eldri Boeing 737-100 vélar þar sem MD-80 var 37% hagstæðari í rekstri.

American ákvað hinsvegar að nota MD-80 vélina til að stækka flugflota sinn og pantaði félagið 167 þotur af þessari gerð árið 1984.

MD-80 flotinn hjá American fór upp í 260 þotur árið 1993 en þegar félagið yfirtók rekstur Reno Air þá stækkaði flotinn enn frekar og aftur árið 2001 þegar American sameinaðist rekstri TWA en við það fór flotinn upp í 362 McDonnell Douglas þotur.

American hefur 46 McDonnell Douglas MD-80 þotur í flotanum í dag  fréttir af handahófi

Brak féll til jarðar á bílastæði frá MD88-þotu Delta í flugtaki

30. júlí 2018

|

Bilun í hreyfli á McDonnell Douglas MD-88 þotu frá Delta Air Lines varð til þess að brak úr hreyflinum féll til jarðar og lenti á bílum sem voru lagðir í bílastæði nálægt flugvellinum í Nashville í s

FAA leyfir aukið vægi flugherma við kennslu í einkaflugi

29. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa samþykkt nýjar reglugerðir er varðar þjálfun og flugkennslu en með því mun einkaflugssamfélagið vestanhafs spara sér fleiri milljarða króna sem annars færi í þjá

VLM Airlines í Belgíu gjaldþrota

3. september 2018

|

Belgíska flugfélagið VLM Airlines hefur hætt starfsemi sinni en stjórn félagsins tilkynnti þann 31. ágúst sl. að stærsti hluthafi félagsins, SHS Aviation, hafi ákveðið að binda endi á rekstur þess í

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00