flugfréttir

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

McDonnell Douglas MD-83 þotur American Airlines á Dallas/Fort Worth flugvellinum

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

MD-80 þoturnar hafa verið burðarásinn í flota American Airlines gegnum árin líkt og hjá öðrum bandarískum flugfélögum sem mörg hver höfðu þessar þotur í flotanum á níunda áratugnum og alveg fram að aldarmótum.

McDonnell Douglas MD-80 og MD-90 þoturnar voru mjög algeng sjón á flestum áætlunarflugvöllum vestanhafs en þær komu á markaðinn árið 1980 og voru framleiddar til ársins 2000.

American Airlines hefur í dag tíu MD-82 þotur í flotanum og 36 eintök af MD-83 vélinni en félagið hafði mun fleiri McDonnell Douglas þotur í flotanum af öðrum gerðum sem hafa verið teknar úr umferð sl. ár.

American Airlines hefur haft MD-80 þoturnar í flota sínum í 35 ár

American Airlines hafði lýst því yfir áður að til stæði að taka MD-þoturnar úr umferð fyrir lok þessa áratugar en félagið hafði aldrei ákveðið nákvæmlega hvenær.

American Airlines var fyrsta stóra bandaríska flugfélagið til að panta MD-80 þoturnar þegar félagið gerði samkomulag um leigu á tuttugu þotum árið 1982 en fyrir þann tíma hafði AirCal fengið MD-80 afhenta og því næst TWA sem pantaði 15 þotur.

Upphaflega ætlaði American aðeins að nota nokkrar MD-80 þotur til að leysa af hólmi eldri Boeing 737-100 vélar þar sem MD-80 var 37% hagstæðari í rekstri.

American ákvað hinsvegar að nota MD-80 vélina til að stækka flugflota sinn og pantaði félagið 167 þotur af þessari gerð árið 1984.

MD-80 flotinn hjá American fór upp í 260 þotur árið 1993 en þegar félagið yfirtók rekstur Reno Air þá stækkaði flotinn enn frekar og aftur árið 2001 þegar American sameinaðist rekstri TWA en við það fór flotinn upp í 362 McDonnell Douglas þotur.

American hefur 46 McDonnell Douglas MD-80 þotur í flotanum í dag  fréttir af handahófi

Rakst með væng utan í flugstöðvarbyggingu

29. nóvember 2018

|

Dreamliner-þota frá Air India rakst með væng utan í flugstöðvarbyggingu á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi í gær.

Atlantic Airways fjölgar ferðum til Íslands næsta sumar

5. október 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að fjölga flugferðum til Íslands úr tveimur upp í þrjú vikuleg flug næsta sumar.

Hagnaður Icelandair Group tæpir 8 milljarðar

31. október 2018

|

Hagnaður Icelandair Group var 36 prósentum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.