flugfréttir

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

McDonnell Douglas MD-83 þotur American Airlines á Dallas/Fort Worth flugvellinum

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

MD-80 þoturnar hafa verið burðarásinn í flota American Airlines gegnum árin líkt og hjá öðrum bandarískum flugfélögum sem mörg hver höfðu þessar þotur í flotanum á níunda áratugnum og alveg fram að aldarmótum.

McDonnell Douglas MD-80 og MD-90 þoturnar voru mjög algeng sjón á flestum áætlunarflugvöllum vestanhafs en þær komu á markaðinn árið 1980 og voru framleiddar til ársins 2000.

American Airlines hefur í dag tíu MD-82 þotur í flotanum og 36 eintök af MD-83 vélinni en félagið hafði mun fleiri McDonnell Douglas þotur í flotanum af öðrum gerðum sem hafa verið teknar úr umferð sl. ár.

American Airlines hefur haft MD-80 þoturnar í flota sínum í 35 ár

American Airlines hafði lýst því yfir áður að til stæði að taka MD-þoturnar úr umferð fyrir lok þessa áratugar en félagið hafði aldrei ákveðið nákvæmlega hvenær.

American Airlines var fyrsta stóra bandaríska flugfélagið til að panta MD-80 þoturnar þegar félagið gerði samkomulag um leigu á tuttugu þotum árið 1982 en fyrir þann tíma hafði AirCal fengið MD-80 afhenta og því næst TWA sem pantaði 15 þotur.

Upphaflega ætlaði American aðeins að nota nokkrar MD-80 þotur til að leysa af hólmi eldri Boeing 737-100 vélar þar sem MD-80 var 37% hagstæðari í rekstri.

American ákvað hinsvegar að nota MD-80 vélina til að stækka flugflota sinn og pantaði félagið 167 þotur af þessari gerð árið 1984.

MD-80 flotinn hjá American fór upp í 260 þotur árið 1993 en þegar félagið yfirtók rekstur Reno Air þá stækkaði flotinn enn frekar og aftur árið 2001 þegar American sameinaðist rekstri TWA en við það fór flotinn upp í 362 McDonnell Douglas þotur.

American hefur 46 McDonnell Douglas MD-80 þotur í flotanum í dag  fréttir af handahófi

260.000 farþegar flugu með Icelandair í mars

9. apríl 2018

|

Um 260.000 farþegar flugu með Icelandair í marsmánuði sem er 4 prósenta aukning frá því í mars 2017 þegar 248 þúsund farþegar flugu með félaginu.

Rússar vilja endurvekja smíði á Antonov An-124

8. júní 2018

|

Rússar vilja hefja framleiðslu á ný á risafraktþotunni Antonov An-124 sem framleidd var á tímum Sovíetríkjanna og segja að slíkt sé möguleiki fyrir þá án aðkomu Úkraínumanna.

Skiptu um öll hjólastellin á A380 í fyrsta sinn

5. júní 2018

|

Flugvirkjar hjá Emirates hafa lokið við að skipta um hjólastell á risaþotunni A6-EDF en þetta er í fyrsta sinn sem félagið skiptir um öll hjólastellinn á Airbus A380 þotu í einu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00