flugfréttir

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

McDonnell Douglas MD-83 þotur American Airlines á Dallas/Fort Worth flugvellinum

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

MD-80 þoturnar hafa verið burðarásinn í flota American Airlines gegnum árin líkt og hjá öðrum bandarískum flugfélögum sem mörg hver höfðu þessar þotur í flotanum á níunda áratugnum og alveg fram að aldarmótum.

McDonnell Douglas MD-80 og MD-90 þoturnar voru mjög algeng sjón á flestum áætlunarflugvöllum vestanhafs en þær komu á markaðinn árið 1980 og voru framleiddar til ársins 2000.

American Airlines hefur í dag tíu MD-82 þotur í flotanum og 36 eintök af MD-83 vélinni en félagið hafði mun fleiri McDonnell Douglas þotur í flotanum af öðrum gerðum sem hafa verið teknar úr umferð sl. ár.

American Airlines hefur haft MD-80 þoturnar í flota sínum í 35 ár

American Airlines hafði lýst því yfir áður að til stæði að taka MD-þoturnar úr umferð fyrir lok þessa áratugar en félagið hafði aldrei ákveðið nákvæmlega hvenær.

American Airlines var fyrsta stóra bandaríska flugfélagið til að panta MD-80 þoturnar þegar félagið gerði samkomulag um leigu á tuttugu þotum árið 1982 en fyrir þann tíma hafði AirCal fengið MD-80 afhenta og því næst TWA sem pantaði 15 þotur.

Upphaflega ætlaði American aðeins að nota nokkrar MD-80 þotur til að leysa af hólmi eldri Boeing 737-100 vélar þar sem MD-80 var 37% hagstæðari í rekstri.

American ákvað hinsvegar að nota MD-80 vélina til að stækka flugflota sinn og pantaði félagið 167 þotur af þessari gerð árið 1984.

MD-80 flotinn hjá American fór upp í 260 þotur árið 1993 en þegar félagið yfirtók rekstur Reno Air þá stækkaði flotinn enn frekar og aftur árið 2001 þegar American sameinaðist rekstri TWA en við það fór flotinn upp í 362 McDonnell Douglas þotur.

American hefur 46 McDonnell Douglas MD-80 þotur í flotanum í dag  fréttir af handahófi

Airbus staðfestir endalok A380 án pöntunar frá Emirates

15. janúar 2018

|

Airbus hefur staðfest fregnir um að framleiðslu risaþotunnar Airbus A380 verði hætt ef ekki næst að semja um nýja pöntun við Emirates.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Aeroflot pantar 50 Irkut MC-21-300 þotur

6. febrúar 2018

|

Aeroflot hefur lagt inn pöntun í 50 rússneskar farþegaþotur af gerðinni Irkut MC-21 en samningurinn var undirritaður þann 1. febrúar og verða vélarnar teknar á leigu frá Rostec Corporation.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.