flugfréttir

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

McDonnell Douglas MD-83 þotur American Airlines á Dallas/Fort Worth flugvellinum

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

MD-80 þoturnar hafa verið burðarásinn í flota American Airlines gegnum árin líkt og hjá öðrum bandarískum flugfélögum sem mörg hver höfðu þessar þotur í flotanum á níunda áratugnum og alveg fram að aldarmótum.

McDonnell Douglas MD-80 og MD-90 þoturnar voru mjög algeng sjón á flestum áætlunarflugvöllum vestanhafs en þær komu á markaðinn árið 1980 og voru framleiddar til ársins 2000.

American Airlines hefur í dag tíu MD-82 þotur í flotanum og 36 eintök af MD-83 vélinni en félagið hafði mun fleiri McDonnell Douglas þotur í flotanum af öðrum gerðum sem hafa verið teknar úr umferð sl. ár.

American Airlines hefur haft MD-80 þoturnar í flota sínum í 35 ár

American Airlines hafði lýst því yfir áður að til stæði að taka MD-þoturnar úr umferð fyrir lok þessa áratugar en félagið hafði aldrei ákveðið nákvæmlega hvenær.

American Airlines var fyrsta stóra bandaríska flugfélagið til að panta MD-80 þoturnar þegar félagið gerði samkomulag um leigu á tuttugu þotum árið 1982 en fyrir þann tíma hafði AirCal fengið MD-80 afhenta og því næst TWA sem pantaði 15 þotur.

Upphaflega ætlaði American aðeins að nota nokkrar MD-80 þotur til að leysa af hólmi eldri Boeing 737-100 vélar þar sem MD-80 var 37% hagstæðari í rekstri.

American ákvað hinsvegar að nota MD-80 vélina til að stækka flugflota sinn og pantaði félagið 167 þotur af þessari gerð árið 1984.

MD-80 flotinn hjá American fór upp í 260 þotur árið 1993 en þegar félagið yfirtók rekstur Reno Air þá stækkaði flotinn enn frekar og aftur árið 2001 þegar American sameinaðist rekstri TWA en við það fór flotinn upp í 362 McDonnell Douglas þotur.

American hefur 46 McDonnell Douglas MD-80 þotur í flotanum í dag  fréttir af handahófi

Bombardier Q400 endaði á nefinu í lendingu í Varsjá

10. janúar 2018

|

Engan sakaði er nefhjól á farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 gaf sig í lendingu á flugvellinum í Varsjá í Póllandi í kvöld.

Rússar og Arabar ræða um samstarf um smíði á breiðþotu

18. nóvember 2017

|

Rússar hafa lýst því yfir að þeir hafi átt í viðræðum við Sameinuðu arabísku furstadæmin um smíði á nýrri farþegaþotu.

Cirrus SR22 hvarf af radar yfir Mexíkóflóa

4. janúar 2018

|

Leit stendur nú yfir af lítilli, einshreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR22 við Mexíkóflóa en vélarinnar var saknað í gær er hún var á leið frá Oklahoma til Texas.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00