flugfréttir

Nauðlenti á maísakri í myrkri eftir að hafa misst mótor

- Vildi ekki stofna lífi annarra í hættu með því að nauðlenda á hraðbrautinni

1. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:29

Atvikið átti sér stað nálægt bænum Sarnia í Ontario sl. fimmtudagskvöld

Kanadískur einkaflugmaður þakkar góðri þjálfun við neyðarviðbrögðum að ekki fór verr er hann missti skyndilega mótor í næturflugi sl. fimmtudagkvöld, þann 27. október er hann var að fljúga tveggja sæta Cessnu 150 flugvél.

Cundle hafði keypt flugvélina í mars á þessu ári en hann fékk einkaflugmannsskírteinið sitt afhent í apríl eftir að hafa lokið verklegu prófi.

Cundle var á leiðinni til baka heim til bæjarins Windsor í Ontario eftir stutta flugferð á flugvélinni sem hann gaf nafnið „Hasel“ er mótorinn gaf upp öndina en bókleg kennsla í nætursjónflugi og viðbrögð við neyðaraðstæðum í myrkri voru honum í fersku minni.

Þrátt fyrir það þá greip um hann ótti þar sem þetta var hans fyrsta neyðaratvik. - „Ég hafði ágætis tíma til að bregðast við þar sem ég var í 4.500 feta hæð“, segir Cundle sem gaf frá sér neyðarkall til að láta við af þeim aðstæðum sem hann var í.

John Cundle við Cessnu 150 flugvélina sína á maísakrinum eftir að hann var plægður

Cundle var ráðlagt að halda til flugvallarins í bænum Sarnia en hann vissi vel að flugvélin myndi ekki ná að svífa svo langt.

Hraðbraut framundan var freistandi kostur en Cundle vildi ekki taka áhættuna á að stofna lífi ökumanna á hraðbrautinni í hættu með því að lenda á henni og ákvað að velja svartasta blettinn á jörðu niðri sem hann sá sem hann taldi vera graslendi.

„Fyrst þegar ég sá strá og grastoppa birtast framundan þá taldi ég þetta vera gras og var mjög léttir þangað til ég sá að þetta var maísakur“, segir Cundle - „Ég fann maísgrasið bursta botninn undir vélinni“.

Maísinn dró töluvert úr lendingarvegalengdinni

Það sem Cundle bjóst ekki við var að maísplöntunrnar hjálpuðu við að draga úr lendingarvegalengdinni og staðnæmdist flugvélin eftir aðeins 38 metra vegalengd.

Erfiðlega gekk að finna Cundle og flugvélina á akrinum

Nauðlendingin sjálf gekk betur en ferlið við að finna Cundle og flugvélina en slökkviliðsmenn, sem komu að akrinum, höfðu ekki hugmynd hvar á arkinum flugvélin væri þar sem maísplönturnar teygja sig allt að 3 metra upp í loftið.

„Ég sá eitthvað ljós fyrir ofan mig og hélt það væri þyrla að leita að mér en þá var þetta stigi frá slökkviliðsbíl með ljósi á sem lýsti ofan á akurinn“, segir Cundle sem er mjög feginn að allt fór vel. - „Þjálfun, þjálfun og aftur þjálfun er það sem skiptir máli við svona aðstæður“.

Bóndinn, sem á landið og akurinn, sló maísgresið í kringum vélina til að grisja leið af akrinum svo hægt væri að draga vélina af vettvangi en ákvað því næst að slá allan akurinn.

Vélin var fjarlægð af vettvangi sl. mánudag en nóttina áður ákvað Cundle að tjalda við flugvélina þar sem flugvélin var mjög áberandi frá veginum og ákvað Cundle að taka ekki sénsinn gagnvart óprúttnum aðilum.

Slökkviliðið fann Cundle hinsvegar með hitamyndavél sem fest var við stigann á meðan aðrir slökkviliðsmenn voru í körfubíl en vélin fannst er þeir komu loks auga á blikkandi beacon-ljós vélarinnar.

Slökkviliðið notaði meðal annars körfubíl með hitamyndavél til að finna Cundle og flugvélina á akrinum

„Ef ég ætti að gefa eitthvað ráð til flugmanna sem myndu lenda í svipuðu atviki þá er það - fljúgðu flugvélinni alla leið - Ekki gefast upp og stjórnaðu henni alveg þar til þú ert komin örugglega niður á jörðina“.

Þess má geta að Cundle er strax komin aftur í loftið eftir atvikið sl. fimmtudag en þó á annarri flugvél en hann bíður spenntur eftir að „Hasel“ verði aftur orðin lofthæf eftir skoðun.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga