flugfréttir

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

- Stærsta júmbó-þotuflugfélag heims með 36 Boeing 747-400 vélar

3. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Júmbó-þotan á sjö ár eftir í flota British Airways

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

„Síðasta Boeing 747-400 þotan mun fara úr flota British Airways í febrúar árið 2024“, sagði Steve Gunning, fjármálastjóri IAG Group, eignarhaldsfélags British Airways í dag.

British Airways hefur 36 júmbó-þotur í flotanum í dag en helmingur þeirra verður farinn eftir fjögur ár, eða árið 2021.

Júmbó-þotunum fækkar hægt og bítandi í flota flugfélaga víðsvegar um heiminn en British Airways vinnur að því að leysa Boeing 747 af hólmi með nýjum og sparneytnari vélum á borð við Boeing 777-300ER, Boeing 787, Airbus A380 og Airbus A350.

Gunning segir að áætlað er að nýjar þotur eigi eftir að spara British Airways um 20 milljarða króna í eldsneyti á næstu 5 árum sem samsvarar sparnaði upp á 11 milljónir króna á hverjum degi.

British Airways hefur haft júmbó-þotuna í flota sínum frá árinu 1974

British Airways var með 43 júmbó-þotur fyrir lok ársins 2014 en þeim fækkaði niður í 39 þotur fyrir lok ársins 2015.

Á þessu ári hefur þeim fækkað niður í 36 þotur og verða þær 19 talsins árið 2020 og sú síðasta fer úr flotanum loks árið 2024.

British Airways fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1974 en sú þota var af gerðinni Boeing 747-100 og var hún í flotanum til ársins 1999.

Þremur árum síðar eftir að félagið byrjaði með júmbó-þoturnar fékk félagið fyrstu Boeing 747-200 árið 1977 sem var notuð til ársins 2001.

Boeing 747-100 þota British Airways í lendingu á Heathrow árið 1976  fréttir af handahófi

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir