flugfréttir

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

- Stærsta júmbó-þotuflugfélag heims með 36 Boeing 747-400 vélar

3. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Júmbó-þotan á sjö ár eftir í flota British Airways

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

„Síðasta Boeing 747-400 þotan mun fara úr flota British Airways í febrúar árið 2024“, sagði Steve Gunning, fjármálastjóri IAG Group, eignarhaldsfélags British Airways í dag.

British Airways hefur 36 júmbó-þotur í flotanum í dag en helmingur þeirra verður farinn eftir fjögur ár, eða árið 2021.

Júmbó-þotunum fækkar hægt og bítandi í flota flugfélaga víðsvegar um heiminn en British Airways vinnur að því að leysa Boeing 747 af hólmi með nýjum og sparneytnari vélum á borð við Boeing 777-300ER, Boeing 787, Airbus A380 og Airbus A350.

Gunning segir að áætlað er að nýjar þotur eigi eftir að spara British Airways um 20 milljarða króna í eldsneyti á næstu 5 árum sem samsvarar sparnaði upp á 11 milljónir króna á hverjum degi.

British Airways hefur haft júmbó-þotuna í flota sínum frá árinu 1974

British Airways var með 43 júmbó-þotur fyrir lok ársins 2014 en þeim fækkaði niður í 39 þotur fyrir lok ársins 2015.

Á þessu ári hefur þeim fækkað niður í 36 þotur og verða þær 19 talsins árið 2020 og sú síðasta fer úr flotanum loks árið 2024.

British Airways fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1974 en sú þota var af gerðinni Boeing 747-100 og var hún í flotanum til ársins 1999.

Þremur árum síðar eftir að félagið byrjaði með júmbó-þoturnar fékk félagið fyrstu Boeing 747-200 árið 1977 sem var notuð til ársins 2001.

Boeing 747-100 þota British Airways í lendingu á Heathrow árið 1976  fréttir af handahófi

ANA pantar Boeing 777F fraktþotur

25. mars 2018

|

ANA Cargo, dótturfélag ANA (All Nippon Airways), hefur langt inn pöntun til Boeing í tvær Boeing 777F fraktþotur.

American mun hætta með 40 Boeing 737 þotur fyrir árið 2020

12. mars 2018

|

American Airlines ætlar sér að taka 45 Boeing 737 þotur úr flotanum á næstu tveimur árum og er um að ræða elstu þoturnar sem eru komnar til ára sinna.

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

26. janúar 2018

|

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.