flugfréttir

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

- Stærsta júmbó-þotuflugfélag heims með 36 Boeing 747-400 vélar

3. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Júmbó-þotan á sjö ár eftir í flota British Airways

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

„Síðasta Boeing 747-400 þotan mun fara úr flota British Airways í febrúar árið 2024“, sagði Steve Gunning, fjármálastjóri IAG Group, eignarhaldsfélags British Airways í dag.

British Airways hefur 36 júmbó-þotur í flotanum í dag en helmingur þeirra verður farinn eftir fjögur ár, eða árið 2021.

Júmbó-þotunum fækkar hægt og bítandi í flota flugfélaga víðsvegar um heiminn en British Airways vinnur að því að leysa Boeing 747 af hólmi með nýjum og sparneytnari vélum á borð við Boeing 777-300ER, Boeing 787, Airbus A380 og Airbus A350.

Gunning segir að áætlað er að nýjar þotur eigi eftir að spara British Airways um 20 milljarða króna í eldsneyti á næstu 5 árum sem samsvarar sparnaði upp á 11 milljónir króna á hverjum degi.

British Airways hefur haft júmbó-þotuna í flota sínum frá árinu 1974

British Airways var með 43 júmbó-þotur fyrir lok ársins 2014 en þeim fækkaði niður í 39 þotur fyrir lok ársins 2015.

Á þessu ári hefur þeim fækkað niður í 36 þotur og verða þær 19 talsins árið 2020 og sú síðasta fer úr flotanum loks árið 2024.

British Airways fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1974 en sú þota var af gerðinni Boeing 747-100 og var hún í flotanum til ársins 1999.

Þremur árum síðar eftir að félagið byrjaði með júmbó-þoturnar fékk félagið fyrstu Boeing 747-200 árið 1977 sem var notuð til ársins 2001.

Boeing 747-100 þota British Airways í lendingu á Heathrow árið 1976  fréttir af handahófi

Handboltalandsliðið á HM í Þýskalandi með Icelandair

9. janúar 2019

|

Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

JetBlue staðfestir pöntun í 60 Airbus A220-300 þotur

3. janúar 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur staðfest pöntun í sextíu þotur af gerðinni Airbus A220-300 sem einnig er betur þekktar sem CSeries CS300.

Lufthansa mun ráða 500 nýja flugmenn í ár

4. janúar 2019

|

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og í Belgíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00