flugfréttir

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

- Stærsta júmbó-þotuflugfélag heims með 36 Boeing 747-400 vélar

3. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Júmbó-þotan á sjö ár eftir í flota British Airways

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

„Síðasta Boeing 747-400 þotan mun fara úr flota British Airways í febrúar árið 2024“, sagði Steve Gunning, fjármálastjóri IAG Group, eignarhaldsfélags British Airways í dag.

British Airways hefur 36 júmbó-þotur í flotanum í dag en helmingur þeirra verður farinn eftir fjögur ár, eða árið 2021.

Júmbó-þotunum fækkar hægt og bítandi í flota flugfélaga víðsvegar um heiminn en British Airways vinnur að því að leysa Boeing 747 af hólmi með nýjum og sparneytnari vélum á borð við Boeing 777-300ER, Boeing 787, Airbus A380 og Airbus A350.

Gunning segir að áætlað er að nýjar þotur eigi eftir að spara British Airways um 20 milljarða króna í eldsneyti á næstu 5 árum sem samsvarar sparnaði upp á 11 milljónir króna á hverjum degi.

British Airways hefur haft júmbó-þotuna í flota sínum frá árinu 1974

British Airways var með 43 júmbó-þotur fyrir lok ársins 2014 en þeim fækkaði niður í 39 þotur fyrir lok ársins 2015.

Á þessu ári hefur þeim fækkað niður í 36 þotur og verða þær 19 talsins árið 2020 og sú síðasta fer úr flotanum loks árið 2024.

British Airways fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1974 en sú þota var af gerðinni Boeing 747-100 og var hún í flotanum til ársins 1999.

Þremur árum síðar eftir að félagið byrjaði með júmbó-þoturnar fékk félagið fyrstu Boeing 747-200 árið 1977 sem var notuð til ársins 2001.

Boeing 747-100 þota British Airways í lendingu á Heathrow árið 1976  fréttir af handahófi

Drap óvart á báðum hreyflum rétt fyrir lendingu

7. júlí 2018

|

Talið er að flugmenn á kínverski farþegaþotu hafi gert mistök er þeir slökktu óvart á hreyflum á farþegaþotu af gerðinni Canadair CRJ-900 er þotan var við það að lenda í innanlandsflugi í Kína.

Póstflugið 100 ára: Fljúga sömu leið og farin var árið 1918

13. maí 2018

|

Þessa vikuna er því fagnað að 100 ár eru liðin frá því að fyrsta reglubundna póstflugið var flogið í Bandaríkjunum með flugvélum.

Austrian Airlines þjálfar 150 nýja flugmenn frá grunni

12. maí 2018

|

Australian Airlines stefnir á að þjálfa yfir 150 nýja flugmenn frá grunni á næstu misserum sem munu gangast undir flugnám á vegum flugfélagsins austurríska.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.