flugfréttir

Júmbó-þotan á 7 ár eftir í flota British Airways

- Stærsta júmbó-þotuflugfélag heims með 36 Boeing 747-400 vélar

3. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Júmbó-þotan á sjö ár eftir í flota British Airways

Júmbó-þotan mun verða áfram í flota British Airways að minnsta kosti í 7 ár til viðbótar en ekkert flugfélag í heimi hefur eins margar Boeing 747 þotur í flota sínum líkt og flugfélagið breska.

„Síðasta Boeing 747-400 þotan mun fara úr flota British Airways í febrúar árið 2024“, sagði Steve Gunning, fjármálastjóri IAG Group, eignarhaldsfélags British Airways í dag.

British Airways hefur 36 júmbó-þotur í flotanum í dag en helmingur þeirra verður farinn eftir fjögur ár, eða árið 2021.

Júmbó-þotunum fækkar hægt og bítandi í flota flugfélaga víðsvegar um heiminn en British Airways vinnur að því að leysa Boeing 747 af hólmi með nýjum og sparneytnari vélum á borð við Boeing 777-300ER, Boeing 787, Airbus A380 og Airbus A350.

Gunning segir að áætlað er að nýjar þotur eigi eftir að spara British Airways um 20 milljarða króna í eldsneyti á næstu 5 árum sem samsvarar sparnaði upp á 11 milljónir króna á hverjum degi.

British Airways hefur haft júmbó-þotuna í flota sínum frá árinu 1974

British Airways var með 43 júmbó-þotur fyrir lok ársins 2014 en þeim fækkaði niður í 39 þotur fyrir lok ársins 2015.

Á þessu ári hefur þeim fækkað niður í 36 þotur og verða þær 19 talsins árið 2020 og sú síðasta fer úr flotanum loks árið 2024.

British Airways fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1974 en sú þota var af gerðinni Boeing 747-100 og var hún í flotanum til ársins 1999.

Þremur árum síðar eftir að félagið byrjaði með júmbó-þoturnar fékk félagið fyrstu Boeing 747-200 árið 1977 sem var notuð til ársins 2001.

Boeing 747-100 þota British Airways í lendingu á Heathrow árið 1976  fréttir af handahófi

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

27. nóvember 2017

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Jómfrúarflug SAS Ireland í dag

20. desember 2017

|

SAS Ireland, nýtt dótturflugfélag SAS, hóf í morgun flugrekstur með fyrsta áætlunarfluginu sem er flug frá Kaupmannahöfn til Heathrow-flugvallarins í London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leggja til að þriðja flugbrautin verði 300 metrum styttri

18. janúar 2018

|

Lögð hefur verið fram tillaga sem miðar af því að stytta þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum í London en tillagan hefur verið kynnt með nokkrum breytingum varðandi framkvæmdir á þriðju brautin

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Í beinni: Pegasus-þotan fjarlægð af vettvangi

18. janúar 2018

|

Á þessu augnabliki er verið að vinna að því að fjarlægja Boeing 737 þotuna frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines sem fór út af braut eftir lendingu á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi.

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.