flugfréttir

Rannsókn lokið vegna nauðlendingar í Heiðmörk í fyrra

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Stélhjólsvélin TF-KNA nauðlenti í Heiðmörk þann 2. desember árið 2016 eftir að gangtruflanir komu upp í mótor

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið máli með bókun er varðar alvarlegt atvik sem átti sér stað er flugvél nauðlenti á vegi í Heiðmörk eftir að hafa orðið eldsneytislaus þann 2. desember í fyrra.

Vélin sem um ræðir er heimasmíðuð stélhjólsflugvél af gerðinni Supercruiser SQ12 og var vélin á flugi yfir Heiðmörk þegar upp komu gangtruflanir.

Flugmaðurinn setti eldsneytisdæluna í gang og fór hreyfillinn þá aftur að ganga eðlilega en því næst leitaði flugmaðurinn að heppilegum lendingarstað og valdi hann vegspotta í Heiðmörk.

Flugmaðurinn lenti vélinni en þegar hann ók henni á veginum í átt að malarsvæði þá komu aftur upp gangtruflanir og gekk mótorinn þar til hann náði að malasvæðinu.

Vélin hafði verið á flugi í rúma eina og hálfa klukkustund þegar gangtruflanirnar komu upp og þar af í eina klukkustund við æfingar í Miðsvæði en hann var á leið á Sandskeið í frekari flugæfingar þegar mótorinn fór að ganga illa.

Taldi sig vera með flugþol upp á 3 klukkustundir

Flugmaðurinn taldi sig vera með eldsneyti fyrir flugþol í 3 klukkustundir en við rannsókn á vettvangi á vegum RNSA kom í ljós að eldsneytistankar vélarinnar voru tómir og ekki fundust nein ummerki um leka.

Flugvélin, sem er heimasmíði, var í tilkeyrslu eftir samsetningu og hafði alls verið flogið í 20,1 flugtíma frá samsetningu.

Lofthæfi og samsetning flugvélarinnar var samþykkt til tilraunaflugs þann 14. október 2016 af Samgöngustofu en samþykkið gilti í 40 klst til tilraunaflugs þar sem að hreyfill og skrúfusamstæða var ekki tegundarviðurkennd.

Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymum flugvélarinnar fyrir flugið en í staðinn studdist flugmaðurinn einungis við eldsneytismagnsupplýsingar samkvæmt flugleiðsögutæki flugvélarinnar.

Það tæki mælir ekki eldsneyti í eldsneytisgeymi heldur notar innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar eru inn í tækið við eldsneytisáfyllingu sem og við eldsneytiseyðsluformúlu og flogna flugtíma.

Einnig kom í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar og var því umtalsverð skekkja á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á bækling með upplýsingum og tilmælum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsneytisskort sem Samgöngustofa hefur gefið út.

Þá er einnig bent á að viðbúnaðarþjónusta er byggð á þeim upplýsingum fram kemur í flugáætlun. Því er nauðsynlegt gagnvart virkjun leitar og björgunar að flugþol flugvéla sé byggt á réttum upplýsingum.  fréttir af handahófi

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

Fyrsta A380 risaþotan verður rifin um helgina

25. október 2018

|

Hafist verður handa um helgina við niðurrif á fyrst af þremur Airbus A380 risaþotunum sem hafa staðið að undanförnu á Tarbes-Lourdes flugvellinum í Frakklandi og verður það í fyrsta sinn sem risaþota

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög