flugfréttir

Rannsókn lokið vegna nauðlendingar í Heiðmörk í fyrra

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Stélhjólsvélin TF-KNA nauðlenti í Heiðmörk þann 2. desember árið 2016 eftir að gangtruflanir komu upp í mótor

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið máli með bókun er varðar alvarlegt atvik sem átti sér stað er flugvél nauðlenti á vegi í Heiðmörk eftir að hafa orðið eldsneytislaus þann 2. desember í fyrra.

Vélin sem um ræðir er heimasmíðuð stélhjólsflugvél af gerðinni Supercruiser SQ12 og var vélin á flugi yfir Heiðmörk þegar upp komu gangtruflanir.

Flugmaðurinn setti eldsneytisdæluna í gang og fór hreyfillinn þá aftur að ganga eðlilega en því næst leitaði flugmaðurinn að heppilegum lendingarstað og valdi hann vegspotta í Heiðmörk.

Flugmaðurinn lenti vélinni en þegar hann ók henni á veginum í átt að malarsvæði þá komu aftur upp gangtruflanir og gekk mótorinn þar til hann náði að malasvæðinu.

Vélin hafði verið á flugi í rúma eina og hálfa klukkustund þegar gangtruflanirnar komu upp og þar af í eina klukkustund við æfingar í Miðsvæði en hann var á leið á Sandskeið í frekari flugæfingar þegar mótorinn fór að ganga illa.

Taldi sig vera með flugþol upp á 3 klukkustundir

Flugmaðurinn taldi sig vera með eldsneyti fyrir flugþol í 3 klukkustundir en við rannsókn á vettvangi á vegum RNSA kom í ljós að eldsneytistankar vélarinnar voru tómir og ekki fundust nein ummerki um leka.

Flugvélin, sem er heimasmíði, var í tilkeyrslu eftir samsetningu og hafði alls verið flogið í 20,1 flugtíma frá samsetningu.

Lofthæfi og samsetning flugvélarinnar var samþykkt til tilraunaflugs þann 14. október 2016 af Samgöngustofu en samþykkið gilti í 40 klst til tilraunaflugs þar sem að hreyfill og skrúfusamstæða var ekki tegundarviðurkennd.

Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymum flugvélarinnar fyrir flugið en í staðinn studdist flugmaðurinn einungis við eldsneytismagnsupplýsingar samkvæmt flugleiðsögutæki flugvélarinnar.

Það tæki mælir ekki eldsneyti í eldsneytisgeymi heldur notar innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar eru inn í tækið við eldsneytisáfyllingu sem og við eldsneytiseyðsluformúlu og flogna flugtíma.

Einnig kom í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar og var því umtalsverð skekkja á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á bækling með upplýsingum og tilmælum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsneytisskort sem Samgöngustofa hefur gefið út.

Þá er einnig bent á að viðbúnaðarþjónusta er byggð á þeim upplýsingum fram kemur í flugáætlun. Því er nauðsynlegt gagnvart virkjun leitar og björgunar að flugþol flugvéla sé byggt á réttum upplýsingum.  fréttir af handahófi

Vilja hefja aftur framleiðslu á Dornier 328

23. júlí 2018

|

Svo gæti farið að Dornier 328 fari aftur í framleiðslu en framleiðsla á þessari flugvél leið undir lok árið 2000.

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

Garuda Indonesia mun hætta að fljúga til London

27. ágúst 2018

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia ætlar að hætta að fljúga til Heathrow-flugvallarins í London í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00