flugfréttir

Rannsókn lokið vegna nauðlendingar í Heiðmörk í fyrra

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Stélhjólsvélin TF-KNA nauðlenti í Heiðmörk þann 2. desember árið 2016 eftir að gangtruflanir komu upp í mótor

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið máli með bókun er varðar alvarlegt atvik sem átti sér stað er flugvél nauðlenti á vegi í Heiðmörk eftir að hafa orðið eldsneytislaus þann 2. desember í fyrra.

Vélin sem um ræðir er heimasmíðuð stélhjólsflugvél af gerðinni Supercruiser SQ12 og var vélin á flugi yfir Heiðmörk þegar upp komu gangtruflanir.

Flugmaðurinn setti eldsneytisdæluna í gang og fór hreyfillinn þá aftur að ganga eðlilega en því næst leitaði flugmaðurinn að heppilegum lendingarstað og valdi hann vegspotta í Heiðmörk.

Flugmaðurinn lenti vélinni en þegar hann ók henni á veginum í átt að malarsvæði þá komu aftur upp gangtruflanir og gekk mótorinn þar til hann náði að malasvæðinu.

Vélin hafði verið á flugi í rúma eina og hálfa klukkustund þegar gangtruflanirnar komu upp og þar af í eina klukkustund við æfingar í Miðsvæði en hann var á leið á Sandskeið í frekari flugæfingar þegar mótorinn fór að ganga illa.

Taldi sig vera með flugþol upp á 3 klukkustundir

Flugmaðurinn taldi sig vera með eldsneyti fyrir flugþol í 3 klukkustundir en við rannsókn á vettvangi á vegum RNSA kom í ljós að eldsneytistankar vélarinnar voru tómir og ekki fundust nein ummerki um leka.

Flugvélin, sem er heimasmíði, var í tilkeyrslu eftir samsetningu og hafði alls verið flogið í 20,1 flugtíma frá samsetningu.

Lofthæfi og samsetning flugvélarinnar var samþykkt til tilraunaflugs þann 14. október 2016 af Samgöngustofu en samþykkið gilti í 40 klst til tilraunaflugs þar sem að hreyfill og skrúfusamstæða var ekki tegundarviðurkennd.

Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymum flugvélarinnar fyrir flugið en í staðinn studdist flugmaðurinn einungis við eldsneytismagnsupplýsingar samkvæmt flugleiðsögutæki flugvélarinnar.

Það tæki mælir ekki eldsneyti í eldsneytisgeymi heldur notar innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar eru inn í tækið við eldsneytisáfyllingu sem og við eldsneytiseyðsluformúlu og flogna flugtíma.

Einnig kom í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar og var því umtalsverð skekkja á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á bækling með upplýsingum og tilmælum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsneytisskort sem Samgöngustofa hefur gefið út.

Þá er einnig bent á að viðbúnaðarþjónusta er byggð á þeim upplýsingum fram kemur í flugáætlun. Því er nauðsynlegt gagnvart virkjun leitar og björgunar að flugþol flugvéla sé byggt á réttum upplýsingum.  fréttir af handahófi

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Fyrsta Airbus A350-900ULR komin út úr skýli hjá Airbus

28. febrúar 2018

|

Fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR er komin út úr lokasamsetningu hjá Airbus en vélin verður langdrægasta farþegaþota heims.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.