flugfréttir

Rannsókn lokið vegna nauðlendingar í Heiðmörk í fyrra

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Stélhjólsvélin TF-KNA nauðlenti í Heiðmörk þann 2. desember árið 2016 eftir að gangtruflanir komu upp í mótor

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið máli með bókun er varðar alvarlegt atvik sem átti sér stað er flugvél nauðlenti á vegi í Heiðmörk eftir að hafa orðið eldsneytislaus þann 2. desember í fyrra.

Vélin sem um ræðir er heimasmíðuð stélhjólsflugvél af gerðinni Supercruiser SQ12 og var vélin á flugi yfir Heiðmörk þegar upp komu gangtruflanir.

Flugmaðurinn setti eldsneytisdæluna í gang og fór hreyfillinn þá aftur að ganga eðlilega en því næst leitaði flugmaðurinn að heppilegum lendingarstað og valdi hann vegspotta í Heiðmörk.

Flugmaðurinn lenti vélinni en þegar hann ók henni á veginum í átt að malarsvæði þá komu aftur upp gangtruflanir og gekk mótorinn þar til hann náði að malasvæðinu.

Vélin hafði verið á flugi í rúma eina og hálfa klukkustund þegar gangtruflanirnar komu upp og þar af í eina klukkustund við æfingar í Miðsvæði en hann var á leið á Sandskeið í frekari flugæfingar þegar mótorinn fór að ganga illa.

Taldi sig vera með flugþol upp á 3 klukkustundir

Flugmaðurinn taldi sig vera með eldsneyti fyrir flugþol í 3 klukkustundir en við rannsókn á vettvangi á vegum RNSA kom í ljós að eldsneytistankar vélarinnar voru tómir og ekki fundust nein ummerki um leka.

Flugvélin, sem er heimasmíði, var í tilkeyrslu eftir samsetningu og hafði alls verið flogið í 20,1 flugtíma frá samsetningu.

Lofthæfi og samsetning flugvélarinnar var samþykkt til tilraunaflugs þann 14. október 2016 af Samgöngustofu en samþykkið gilti í 40 klst til tilraunaflugs þar sem að hreyfill og skrúfusamstæða var ekki tegundarviðurkennd.

Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymum flugvélarinnar fyrir flugið en í staðinn studdist flugmaðurinn einungis við eldsneytismagnsupplýsingar samkvæmt flugleiðsögutæki flugvélarinnar.

Það tæki mælir ekki eldsneyti í eldsneytisgeymi heldur notar innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar eru inn í tækið við eldsneytisáfyllingu sem og við eldsneytiseyðsluformúlu og flogna flugtíma.

Einnig kom í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar og var því umtalsverð skekkja á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á bækling með upplýsingum og tilmælum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsneytisskort sem Samgöngustofa hefur gefið út.

Þá er einnig bent á að viðbúnaðarþjónusta er byggð á þeim upplýsingum fram kemur í flugáætlun. Því er nauðsynlegt gagnvart virkjun leitar og björgunar að flugþol flugvéla sé byggt á réttum upplýsingum.  fréttir af handahófi

Tveir látnir í flugslysi í suðurhluta Frakklands

9. maí 2018

|

Tveir eru látnir eftir flugslys í Frakklandi í gær er tveggja sæta flugvél af gerðinni Aquila A210 fórst í skóglendi í suðurhluta landsins.

Móðurfélag British Airways kaupir hlut í Norwegian

12. apríl 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 4.6 prósenta hlut í Norwegian.

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

15. júní 2018

|

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00