flugfréttir

Rannsókn lokið vegna nauðlendingar í Heiðmörk í fyrra

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

Stélhjólsvélin TF-KNA nauðlenti í Heiðmörk þann 2. desember árið 2016 eftir að gangtruflanir komu upp í mótor

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið máli með bókun er varðar alvarlegt atvik sem átti sér stað er flugvél nauðlenti á vegi í Heiðmörk eftir að hafa orðið eldsneytislaus þann 2. desember í fyrra.

Vélin sem um ræðir er heimasmíðuð stélhjólsflugvél af gerðinni Supercruiser SQ12 og var vélin á flugi yfir Heiðmörk þegar upp komu gangtruflanir.

Flugmaðurinn setti eldsneytisdæluna í gang og fór hreyfillinn þá aftur að ganga eðlilega en því næst leitaði flugmaðurinn að heppilegum lendingarstað og valdi hann vegspotta í Heiðmörk.

Flugmaðurinn lenti vélinni en þegar hann ók henni á veginum í átt að malarsvæði þá komu aftur upp gangtruflanir og gekk mótorinn þar til hann náði að malasvæðinu.

Vélin hafði verið á flugi í rúma eina og hálfa klukkustund þegar gangtruflanirnar komu upp og þar af í eina klukkustund við æfingar í Miðsvæði en hann var á leið á Sandskeið í frekari flugæfingar þegar mótorinn fór að ganga illa.

Taldi sig vera með flugþol upp á 3 klukkustundir

Flugmaðurinn taldi sig vera með eldsneyti fyrir flugþol í 3 klukkustundir en við rannsókn á vettvangi á vegum RNSA kom í ljós að eldsneytistankar vélarinnar voru tómir og ekki fundust nein ummerki um leka.

Flugvélin, sem er heimasmíði, var í tilkeyrslu eftir samsetningu og hafði alls verið flogið í 20,1 flugtíma frá samsetningu.

Lofthæfi og samsetning flugvélarinnar var samþykkt til tilraunaflugs þann 14. október 2016 af Samgöngustofu en samþykkið gilti í 40 klst til tilraunaflugs þar sem að hreyfill og skrúfusamstæða var ekki tegundarviðurkennd.

Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymum flugvélarinnar fyrir flugið en í staðinn studdist flugmaðurinn einungis við eldsneytismagnsupplýsingar samkvæmt flugleiðsögutæki flugvélarinnar.

Það tæki mælir ekki eldsneyti í eldsneytisgeymi heldur notar innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar eru inn í tækið við eldsneytisáfyllingu sem og við eldsneytiseyðsluformúlu og flogna flugtíma.

Einnig kom í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar og var því umtalsverð skekkja á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á bækling með upplýsingum og tilmælum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eldsneytisskort sem Samgöngustofa hefur gefið út.

Þá er einnig bent á að viðbúnaðarþjónusta er byggð á þeim upplýsingum fram kemur í flugáætlun. Því er nauðsynlegt gagnvart virkjun leitar og björgunar að flugþol flugvéla sé byggt á réttum upplýsingum.  fréttir af handahófi

Emirates mun fljúga á Stansted-flugvöllinn í London

21. desember 2017

|

Emirates hefur bætt Stansted-flugvellinum við í leiðarkerfi sitt en félagið ætlar sér að hefja áætlunarflug frá Dubai til London Stansted í farþegaflugi á næsta ári.

Fyrsta Airbus A319 þotan yfir til EasyJet Europe

23. nóvember 2017

|

EasyJet Europe hefur fengið fyrstu Airbus A319 þotuna í flota sinn en félagið var stofnað í júlí í sumar í kjölfar ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu.

United vill vita hvað ný 767 breiðþota kostar hjá Boeing

7. nóvember 2017

|

United Airlines hefur staðfest að félagið hafi sent beiðni um upplýsingar um verð á nýjum breiðþotum af gerðinni Boeing 767.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00