flugfréttir

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

- Ákvað að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:28

David Woodruffe í stjórnklefanum á Boeing 777 eftir síðasta flugið sitt ásamt dóttur sinni, Kathryn

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

Woodruffe hefur flogið fyrir British Airways í 33 ár en hann gekk til liðs við félagið árið 1984 en á dögunum varð hann 65 ára gamall og varð því að segja skilið við atvinnuflugið eins og reglugerð gerir ráð fyrir.

Seinasta flug Woodruffe var frá New York til London Heathrow en með honum til halds og trausts í stjórnklefanum var dóttir hans, Kathryn Woodruffe en bæði hafa þau flogið Boeing 777 þotum félagsins.

„Það er leiðinlegt að vera hættur hjá British Airways eftir öll þessi ár en ég er einnig glaður yfir því að dóttir mín mun halda upp heiðri okkar áfram hjá félaginu og gegna starfi sem ég veit að hún hefur jafn mikla ástríðu fyrir og ég“, sagði Woodruffe.

Kathryn hefur lofað föður sínum að halda uppi heiðri Woodruffe-nafnsins áfram innan British Airways

Kat Woddruffe, sem er 35 ára, telur að sterk tengsl þeirra sem feðgin hafi komið sér vel í stjórnklefanum í seinasta fluginu en þau hafa 12 sinnum flogið saman í stjórnklefanum hjá British Airways.

„Faðir minn og flugmennskan hefur haft mikil áhrif á líf mitt svo það var mjög sérstakt að vera með honum er hann endaði sinn glæsilega flugferil“, segir Kathryn.

Feðginin eftir síðasta flugið sl. fimmtudag

Kathryn var ákveðin í að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára en hún ólst upp við að sjá föður sinn grípa flugmannshúfuna áður en hann fór út úr dyrunum á heimilinu er hann fór til að fljúga út í hinn stóra heim.

Kathryn segir að hún hafi gert allt til að fá sem bestu einkunnir í skóla til að sjá til þess að skólagangan yrði sem glæsilegust fyrir flugnámið - „Pabbi krafðist þess að ég myndi standa mig sem best í eðlisfræði og stærðfræði og í staðinn fékk ég að fara með honum í nokkrar ferðir“.  fréttir af handahófi

Leigja út nýjar A320neo vegna skorts á flugmönnum

23. júlí 2018

|

Sagt er að indverska flugfélagið GoAir ætli að grípa til þess ráðs að leigja út nokkrar Airbus A320neo þar sem félagið hefur ekki nægilega marga flugmenn til þess að fljúga þeim.

Forsætisráðherra strandaglópur vegna skorts á eldsneyti

9. júlí 2018

|

Allir meðlimir í stjórn flugfélagsins LAM Mozambique Airlines hafa verið reknir úr stólnum eftir að forsætisráðherra Mósambík verð strandaglópur á flugvellinum í Mapútó þar sem ekki var hægt að afgr

Nepal Airlines fær fyrstu breiðþotuna

30. júní 2018

|

Nepal Airlines hefur fengið sína fyrstu breiðþotu sem er þota af gerðinni Airbus A330 sem félagið fær frá ACC Corporation í samstarfi við flugvélaleiguna HiFly í Portúgal.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00