flugfréttir

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

- Ákvað að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:28

David Woodruffe í stjórnklefanum á Boeing 777 eftir síðasta flugið sitt ásamt dóttur sinni, Kathryn

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

Woodruffe hefur flogið fyrir British Airways í 33 ár en hann gekk til liðs við félagið árið 1984 en á dögunum varð hann 65 ára gamall og varð því að segja skilið við atvinnuflugið eins og reglugerð gerir ráð fyrir.

Seinasta flug Woodruffe var frá New York til London Heathrow en með honum til halds og trausts í stjórnklefanum var dóttir hans, Kathryn Woodruffe en bæði hafa þau flogið Boeing 777 þotum félagsins.

„Það er leiðinlegt að vera hættur hjá British Airways eftir öll þessi ár en ég er einnig glaður yfir því að dóttir mín mun halda upp heiðri okkar áfram hjá félaginu og gegna starfi sem ég veit að hún hefur jafn mikla ástríðu fyrir og ég“, sagði Woodruffe.

Kathryn hefur lofað föður sínum að halda uppi heiðri Woodruffe-nafnsins áfram innan British Airways

Kat Woddruffe, sem er 35 ára, telur að sterk tengsl þeirra sem feðgin hafi komið sér vel í stjórnklefanum í seinasta fluginu en þau hafa 12 sinnum flogið saman í stjórnklefanum hjá British Airways.

„Faðir minn og flugmennskan hefur haft mikil áhrif á líf mitt svo það var mjög sérstakt að vera með honum er hann endaði sinn glæsilega flugferil“, segir Kathryn.

Feðginin eftir síðasta flugið sl. fimmtudag

Kathryn var ákveðin í að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára en hún ólst upp við að sjá föður sinn grípa flugmannshúfuna áður en hann fór út úr dyrunum á heimilinu er hann fór til að fljúga út í hinn stóra heim.

Kathryn segir að hún hafi gert allt til að fá sem bestu einkunnir í skóla til að sjá til þess að skólagangan yrði sem glæsilegust fyrir flugnámið - „Pabbi krafðist þess að ég myndi standa mig sem best í eðlisfræði og stærðfræði og í staðinn fékk ég að fara með honum í nokkrar ferðir“.  fréttir af handahófi

Airbus semur um lægri endurgreiðslur vegna A380

23. október 2017

|

Airbus á nú í viðræðum við fjárfesta um að fá afslátt af endurgreiðslum á því fjármagni sem framleiðandinn fékk á sínum tíma vegna þróunar á risaþotunni Airbus A380.

Óvissa með yfirtöku IAG á flugfélaginu Niki

9. janúar 2018

|

Óvissa hefur komið upp varðandi fyrirhugaða yfirtöku IAG, móðurfélags British Airways, á austurríska flugfélaginu í kjölfar úrskurðs í dag.

Framleiðsla á Boeing 777 stöðvast í 4 daga vegna tafa

30. október 2017

|

Lokasamsetning við Boeing 777 þotuna hefur stöðvast tímabundið eftir að flöskuháls myndaðist í framleiðsluferlinu í verksmiðjunum í Everett.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00