flugfréttir

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

- Ákvað að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:28

David Woodruffe í stjórnklefanum á Boeing 777 eftir síðasta flugið sitt ásamt dóttur sinni, Kathryn

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

Woodruffe hefur flogið fyrir British Airways í 33 ár en hann gekk til liðs við félagið árið 1984 en á dögunum varð hann 65 ára gamall og varð því að segja skilið við atvinnuflugið eins og reglugerð gerir ráð fyrir.

Seinasta flug Woodruffe var frá New York til London Heathrow en með honum til halds og trausts í stjórnklefanum var dóttir hans, Kathryn Woodruffe en bæði hafa þau flogið Boeing 777 þotum félagsins.

„Það er leiðinlegt að vera hættur hjá British Airways eftir öll þessi ár en ég er einnig glaður yfir því að dóttir mín mun halda upp heiðri okkar áfram hjá félaginu og gegna starfi sem ég veit að hún hefur jafn mikla ástríðu fyrir og ég“, sagði Woodruffe.

Kathryn hefur lofað föður sínum að halda uppi heiðri Woodruffe-nafnsins áfram innan British Airways

Kat Woddruffe, sem er 35 ára, telur að sterk tengsl þeirra sem feðgin hafi komið sér vel í stjórnklefanum í seinasta fluginu en þau hafa 12 sinnum flogið saman í stjórnklefanum hjá British Airways.

„Faðir minn og flugmennskan hefur haft mikil áhrif á líf mitt svo það var mjög sérstakt að vera með honum er hann endaði sinn glæsilega flugferil“, segir Kathryn.

Feðginin eftir síðasta flugið sl. fimmtudag

Kathryn var ákveðin í að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára en hún ólst upp við að sjá föður sinn grípa flugmannshúfuna áður en hann fór út úr dyrunum á heimilinu er hann fór til að fljúga út í hinn stóra heim.

Kathryn segir að hún hafi gert allt til að fá sem bestu einkunnir í skóla til að sjá til þess að skólagangan yrði sem glæsilegust fyrir flugnámið - „Pabbi krafðist þess að ég myndi standa mig sem best í eðlisfræði og stærðfræði og í staðinn fékk ég að fara með honum í nokkrar ferðir“.  fréttir af handahófi

Tveir rússneskir flugmenn reyndust ölvaðir

7. júní 2018

|

Tveimur flugmönnum hjá rússneska lágfargjaldafélaginu Pobeda hefur verið sagt upp störfum eftir að þeir ætluðu að fljúga farþegaþotu félagsins undir áhrifum áfengis.

Tvær þotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri

7. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ástralíu rannsaka nú alvarlegt atvik sem átti sér stað á flugvellinum í Perth er tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 fóru of nálægt hvor annarri.

Fimmta Dreamliner-þotan sem smíðuð var fer í niðurrif

22. apríl 2018

|

Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00