flugfréttir

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

- Ákvað að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:28

David Woodruffe í stjórnklefanum á Boeing 777 eftir síðasta flugið sitt ásamt dóttur sinni, Kathryn

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

Woodruffe hefur flogið fyrir British Airways í 33 ár en hann gekk til liðs við félagið árið 1984 en á dögunum varð hann 65 ára gamall og varð því að segja skilið við atvinnuflugið eins og reglugerð gerir ráð fyrir.

Seinasta flug Woodruffe var frá New York til London Heathrow en með honum til halds og trausts í stjórnklefanum var dóttir hans, Kathryn Woodruffe en bæði hafa þau flogið Boeing 777 þotum félagsins.

„Það er leiðinlegt að vera hættur hjá British Airways eftir öll þessi ár en ég er einnig glaður yfir því að dóttir mín mun halda upp heiðri okkar áfram hjá félaginu og gegna starfi sem ég veit að hún hefur jafn mikla ástríðu fyrir og ég“, sagði Woodruffe.

Kathryn hefur lofað föður sínum að halda uppi heiðri Woodruffe-nafnsins áfram innan British Airways

Kat Woddruffe, sem er 35 ára, telur að sterk tengsl þeirra sem feðgin hafi komið sér vel í stjórnklefanum í seinasta fluginu en þau hafa 12 sinnum flogið saman í stjórnklefanum hjá British Airways.

„Faðir minn og flugmennskan hefur haft mikil áhrif á líf mitt svo það var mjög sérstakt að vera með honum er hann endaði sinn glæsilega flugferil“, segir Kathryn.

Feðginin eftir síðasta flugið sl. fimmtudag

Kathryn var ákveðin í að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára en hún ólst upp við að sjá föður sinn grípa flugmannshúfuna áður en hann fór út úr dyrunum á heimilinu er hann fór til að fljúga út í hinn stóra heim.

Kathryn segir að hún hafi gert allt til að fá sem bestu einkunnir í skóla til að sjá til þess að skólagangan yrði sem glæsilegust fyrir flugnámið - „Pabbi krafðist þess að ég myndi standa mig sem best í eðlisfræði og stærðfræði og í staðinn fékk ég að fara með honum í nokkrar ferðir“.  fréttir af handahófi

Flugmaður lést er hann varð undir hurð á einkaþotu

5. janúar 2018

|

Flugmaður lét lífið í Finnlandi í gær eftir að dyr á einkaþotu féll ofan á hann en um stigahurð er að ræða sem fellur niður þegar þær opnast.

Allir flugturnar á Nýja-Sjálandi verða mannlausir í framtíðinni

11. mars 2018

|

Það gæti orðið erfiðara á næstu árum fyrir flugumferðarstjóra að fá starf á Nýja-Sjálandi en nýsjálensk stjórnvöld stefna á að hætta alfarið með hefðbundna flugturna og taka upp fjarstýrða flugumferð

Boeing-þota snéri við vegna lítils fugls í stjórnklefanum

1. janúar 2018

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines af gerðinni Boeing 717 þurfti að snúa við á dögunum til Detroit eftir að upp komst um lítinn laumufarþega í stjórnklefa vélarinnar sem reyndist vera fugl.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.