flugfréttir

Flaug með dóttur sinni í síðasta fluginu fyrir starfslok

- Ákvað að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára

6. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:28

David Woodruffe í stjórnklefanum á Boeing 777 eftir síðasta flugið sitt ásamt dóttur sinni, Kathryn

Flugstjórinn David Woodruffe gat sennilega ekki hugsað sér betri flugmann til að hafa með sér frammí stjórnklefanum í sinni síðustu flugferð heldur en dóttur sína.

Woodruffe hefur flogið fyrir British Airways í 33 ár en hann gekk til liðs við félagið árið 1984 en á dögunum varð hann 65 ára gamall og varð því að segja skilið við atvinnuflugið eins og reglugerð gerir ráð fyrir.

Seinasta flug Woodruffe var frá New York til London Heathrow en með honum til halds og trausts í stjórnklefanum var dóttir hans, Kathryn Woodruffe en bæði hafa þau flogið Boeing 777 þotum félagsins.

„Það er leiðinlegt að vera hættur hjá British Airways eftir öll þessi ár en ég er einnig glaður yfir því að dóttir mín mun halda upp heiðri okkar áfram hjá félaginu og gegna starfi sem ég veit að hún hefur jafn mikla ástríðu fyrir og ég“, sagði Woodruffe.

Kathryn hefur lofað föður sínum að halda uppi heiðri Woodruffe-nafnsins áfram innan British Airways

Kat Woddruffe, sem er 35 ára, telur að sterk tengsl þeirra sem feðgin hafi komið sér vel í stjórnklefanum í seinasta fluginu en þau hafa 12 sinnum flogið saman í stjórnklefanum hjá British Airways.

„Faðir minn og flugmennskan hefur haft mikil áhrif á líf mitt svo það var mjög sérstakt að vera með honum er hann endaði sinn glæsilega flugferil“, segir Kathryn.

Feðginin eftir síðasta flugið sl. fimmtudag

Kathryn var ákveðin í að feta í fótspor föður síns er hún var 12 ára en hún ólst upp við að sjá föður sinn grípa flugmannshúfuna áður en hann fór út úr dyrunum á heimilinu er hann fór til að fljúga út í hinn stóra heim.

Kathryn segir að hún hafi gert allt til að fá sem bestu einkunnir í skóla til að sjá til þess að skólagangan yrði sem glæsilegust fyrir flugnámið - „Pabbi krafðist þess að ég myndi standa mig sem best í eðlisfræði og stærðfræði og í staðinn fékk ég að fara með honum í nokkrar ferðir“.  fréttir af handahófi

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Boeing 737 MAX þotur Southwest uppfærðar vegna áfallshorns

3. desember 2018

|

Næstu Boeing 737 MAX þotur sem Southwest Airlines fær afhentar munu koma með nýrri uppfærslu af stjórnskjám sem sýnir flugmönnum betur áfallshorn flugvélanna með nákvæmari hætti.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.