flugfréttir

Boeing fær formlega pöntun í tvær Air Force One júmbó-þotur

10. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Tölvugerð mynd af Boeing 747-8 í litum Air Force One

Boeing tilkynnti í gær að flugvélaframleiðandinn hafi fengið formlega pöntun frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í tvær júmbó-þotur sem munu koma til með að verða forsetaflugvélar fyrir forseta landsins, betur þekktar sem Air Force One.

Bandaríski flugherinn fer fram á að vélarnar tvær verði tiltækar fyrir árið 2024 en forsetavélarnar verða af gerðinni Boeing 747-8.

Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en listaverð á einni Boeing 747-8 júmbó-þotu eru 386 milljónir bandaríkjadalir sem samsvarar 39 milljörðum króna.

Vélarnar verða sérstaklega innréttaðar fyrir forseta Bandaríkjanna eins og fyrri forsetavélar og þar að auki verða þær útfærðar með sérstökum fjarskiptatækjum auk öryggisbúnaðar um borð í samræmi við kröfur varnarmálaráðuneytisins.

Útfærsla á forsetavélinni mun auka kostnaðinn enn frekar og er því áætlað að kaupverðið muni hlaupa á hundruðum milljörðum króna þrátt fyrir almennan afslátt á listaverði á hefðbundinni júmbó-þotu.

Air Force One forsetavélin á flugvellinum í Peking í fyrradag

Bandaríski flugherinn tilkynnti í janúar 2015 að Boeing 747-8 yrði valin til að leysa af hólmi tvær Air Force One vélar fyrir forseta Bandaríkjanna en Airbus hafði reynt að bjóða Bandaríkjunum risaþotuna A380 en því tilboði var hafnað.

Boeing hefur ávallt orðið fyrir valinu þegar kemur að forsetavél frá árinu 1959 en báðar Air Force One vélarnar eru nú komnar til ára sinna og eru farnar að verða dýrar í rekstri en forseti Bandaríkjanna hefur tvær Air Force One vélar, SAM 28000 og SAM 29000 sem báðar eru af gerðinni Boeing VC-25 sem byggir á hönnun Boeing 747-200B.  fréttir af handahófi

AirBaltic stefnir á að vera bara með CSeries-þotur

13. nóvember 2017

|

Lattneska flugfélagið airBaltic segist stefna að því að vera eingöngu með CSeries-þotur í flotanum á næstu árum en félagið hefur nú eina af CS300 þotum sínum til sýnis á Dubai Air Show flugsýningunni

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

13. nóvember 2017

|

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Brotist inn í flugvél í flugskýli í Svíþjóð

30. október 2017

|

Brotist var inn í flugskýli á flugvellinum í Gällivare í norðurhluta Svíþjóðar í morgun og tilraun til að fara inn í farþegaflugvél sem var geymd inni í skýlinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00