flugfréttir

Boeing fær formlega pöntun í tvær Air Force One júmbó-þotur

10. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Tölvugerð mynd af Boeing 747-8 í litum Air Force One

Boeing tilkynnti í gær að flugvélaframleiðandinn hafi fengið formlega pöntun frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í tvær júmbó-þotur sem munu koma til með að verða forsetaflugvélar fyrir forseta landsins, betur þekktar sem Air Force One.

Bandaríski flugherinn fer fram á að vélarnar tvær verði tiltækar fyrir árið 2024 en forsetavélarnar verða af gerðinni Boeing 747-8.

Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en listaverð á einni Boeing 747-8 júmbó-þotu eru 386 milljónir bandaríkjadalir sem samsvarar 39 milljörðum króna.

Vélarnar verða sérstaklega innréttaðar fyrir forseta Bandaríkjanna eins og fyrri forsetavélar og þar að auki verða þær útfærðar með sérstökum fjarskiptatækjum auk öryggisbúnaðar um borð í samræmi við kröfur varnarmálaráðuneytisins.

Útfærsla á forsetavélinni mun auka kostnaðinn enn frekar og er því áætlað að kaupverðið muni hlaupa á hundruðum milljörðum króna þrátt fyrir almennan afslátt á listaverði á hefðbundinni júmbó-þotu.

Air Force One forsetavélin á flugvellinum í Peking í fyrradag

Bandaríski flugherinn tilkynnti í janúar 2015 að Boeing 747-8 yrði valin til að leysa af hólmi tvær Air Force One vélar fyrir forseta Bandaríkjanna en Airbus hafði reynt að bjóða Bandaríkjunum risaþotuna A380 en því tilboði var hafnað.

Boeing hefur ávallt orðið fyrir valinu þegar kemur að forsetavél frá árinu 1959 en báðar Air Force One vélarnar eru nú komnar til ára sinna og eru farnar að verða dýrar í rekstri en forseti Bandaríkjanna hefur tvær Air Force One vélar, SAM 28000 og SAM 29000 sem báðar eru af gerðinni Boeing VC-25 sem byggir á hönnun Boeing 747-200B.  fréttir af handahófi

Risaflugvöllur í Istanbúl með sex flugbrautum opnar í október

1. mars 2018

|

Átta mánuðir eru í að stærsti flugvöllur heims opnar við strendur Svartahafs en fyrsta flugbrautin er nú tilbúin á nýja risaflugvellinum í Istanbúl.

Emirates fækkar flugferðum vegna skorts á flugmönnum

12. apríl 2018

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að til standi að fækka flugferðum í sumar þar sem ekki er nægilegur fjöldi flugmanna tiltækur til þess að fljúga þotum félagsins.

Færri farþegar bóka með Southwest í kjölfar atviks

27. apríl 2018

|

Bókanir hafa dregist saman hjá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines í kjölfar atviks sem átti sér stað í síðustu viku er sprenging kom upp í hreyfli á einni af Boeing 737-700 þotum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00