flugfréttir

Boeing fær formlega pöntun í tvær Air Force One júmbó-þotur

10. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Tölvugerð mynd af Boeing 747-8 í litum Air Force One

Boeing tilkynnti í gær að flugvélaframleiðandinn hafi fengið formlega pöntun frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í tvær júmbó-þotur sem munu koma til með að verða forsetaflugvélar fyrir forseta landsins, betur þekktar sem Air Force One.

Bandaríski flugherinn fer fram á að vélarnar tvær verði tiltækar fyrir árið 2024 en forsetavélarnar verða af gerðinni Boeing 747-8.

Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en listaverð á einni Boeing 747-8 júmbó-þotu eru 386 milljónir bandaríkjadalir sem samsvarar 39 milljörðum króna.

Vélarnar verða sérstaklega innréttaðar fyrir forseta Bandaríkjanna eins og fyrri forsetavélar og þar að auki verða þær útfærðar með sérstökum fjarskiptatækjum auk öryggisbúnaðar um borð í samræmi við kröfur varnarmálaráðuneytisins.

Útfærsla á forsetavélinni mun auka kostnaðinn enn frekar og er því áætlað að kaupverðið muni hlaupa á hundruðum milljörðum króna þrátt fyrir almennan afslátt á listaverði á hefðbundinni júmbó-þotu.

Air Force One forsetavélin á flugvellinum í Peking í fyrradag

Bandaríski flugherinn tilkynnti í janúar 2015 að Boeing 747-8 yrði valin til að leysa af hólmi tvær Air Force One vélar fyrir forseta Bandaríkjanna en Airbus hafði reynt að bjóða Bandaríkjunum risaþotuna A380 en því tilboði var hafnað.

Boeing hefur ávallt orðið fyrir valinu þegar kemur að forsetavél frá árinu 1959 en báðar Air Force One vélarnar eru nú komnar til ára sinna og eru farnar að verða dýrar í rekstri en forseti Bandaríkjanna hefur tvær Air Force One vélar, SAM 28000 og SAM 29000 sem báðar eru af gerðinni Boeing VC-25 sem byggir á hönnun Boeing 747-200B.  fréttir af handahófi

Stefna á að fljúga til miðríkjanna með Airbus A321LR

15. febrúar 2018

|

Norwegian ætlar sér að hefja flug bæði til austurstrandar Bandaríkjanna og til miðríkjanna með Airbus A321LR þotunni.

Boeing 797 verður kynnt til leiks á Farnborough í sumar

13. febrúar 2018

|

Sagt er að Boeing ætli að kynna Boeing 797 formlega til leiks og ýta verkefninu úr vör á Farnborough-flugsýningunni sem fram fer í júlí í sumar.

Flugslys í Noregi: Piper PA-28 fór í sjóinn eftir flugtak

12. febrúar 2018

|

Tveir eru látnir eftir flugslys í Noregi eftir að eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-28 Cherokee brotlenti í gærkvöldi skömmu eftir flugtak í sjónum undan bænum Svolvær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00