flugfréttir

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

- 11 flugmenn á hverja Boeing 737 þotu á næsta ári

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Þá hefur Ryanair kynnt nýtt verkefni, „Always Flying Better“ sem er ætlað að bæta samskipti milli flugmanna og flugrekstarsviðs

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Ryanair hefur meðal annars stefnt að því að hækka laun flugmanna og gera kjör þeirra betri en hjá öðrum samkeppnisflugfélögum.

Ryanair segir í tilkynningu að flugmenn á 20 af þeim 86 starfsstöðvum, sem félagið starfrækir víðsvegar um Evrópu, hafi kosið með kjaratilboðinu fyrir helgi en flugmenn á stærstu bækistöðvunum á borð við London Stansted hafa hafnað tilboðinu.

Ryanair sendi frá sér skilaboð til flugmanna sl. föstudag þar sem fram kemur að félagið ætli að ráðast í viðamiklar starfsmannaráðningar á næstunni og auka fjölda flugmanna félagsins svo um munar.

Ryanair verður komið með hátt í 1.000 nýja flugmenn innan hálfs árs

Til stendur að ráða nýja flugmenn beint til starfa í stað þess að láta ráðningar fara fram í gegnum millilið sem hefur hingað til í flestum tilvikum verið í gegnum ráðningarskrifstofur í flugtengdum störfum.

Í nóvember verða 180 nýir flugmenn ráðnir til Ryanair og þá stendur til að bjóða 300 flugmönnum til viðbótar störf hjá félaginu í desember og þá er von á 400 flugmönnum í mars á næsta ári.

Með því verður Ryanair komið með 11 flugmenn á hverja Boeing 737-800 flugvél en í vor var félagið með 10,5 flugmenn á hverja flugvél.

Þá hefur Ryanair tekið í notkun nýtt smáforrit fyrir flugmenn þar sem þeir geta tilkynnt veikindi eða fjarvistir.

„Við höfum kynnt til sögunnar nýtt verkefni sem kallast „Always Flying Better“ og með því munum við bæta samskipti milli flugmanna og stjórnenda er varðar starfsmannamál“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Guillaume Faury mögulega næsti forstjóri Airbus

30. september 2018

|

Sagt er að Guillaume Faury verði að öllum líkindum gerður að framkvæmdarstjóra Airbus en Faury er í dag yfirmaður yfir farþegaþotudeild Airbus.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Ný þota í flota Primera Air flaug aðeins í 11 daga

8. október 2018

|

Ein af þeim Boeing 737 þotum sem Primera Air hafði í flota sínum hafði aðeins flogið í 11 daga áður en félagið varð gjaldþrota.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.