flugfréttir

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

- 11 flugmenn á hverja Boeing 737 þotu á næsta ári

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Þá hefur Ryanair kynnt nýtt verkefni, „Always Flying Better“ sem er ætlað að bæta samskipti milli flugmanna og flugrekstarsviðs

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Ryanair hefur meðal annars stefnt að því að hækka laun flugmanna og gera kjör þeirra betri en hjá öðrum samkeppnisflugfélögum.

Ryanair segir í tilkynningu að flugmenn á 20 af þeim 86 starfsstöðvum, sem félagið starfrækir víðsvegar um Evrópu, hafi kosið með kjaratilboðinu fyrir helgi en flugmenn á stærstu bækistöðvunum á borð við London Stansted hafa hafnað tilboðinu.

Ryanair sendi frá sér skilaboð til flugmanna sl. föstudag þar sem fram kemur að félagið ætli að ráðast í viðamiklar starfsmannaráðningar á næstunni og auka fjölda flugmanna félagsins svo um munar.

Ryanair verður komið með hátt í 1.000 nýja flugmenn innan hálfs árs

Til stendur að ráða nýja flugmenn beint til starfa í stað þess að láta ráðningar fara fram í gegnum millilið sem hefur hingað til í flestum tilvikum verið í gegnum ráðningarskrifstofur í flugtengdum störfum.

Í nóvember verða 180 nýir flugmenn ráðnir til Ryanair og þá stendur til að bjóða 300 flugmönnum til viðbótar störf hjá félaginu í desember og þá er von á 400 flugmönnum í mars á næsta ári.

Með því verður Ryanair komið með 11 flugmenn á hverja Boeing 737-800 flugvél en í vor var félagið með 10,5 flugmenn á hverja flugvél.

Þá hefur Ryanair tekið í notkun nýtt smáforrit fyrir flugmenn þar sem þeir geta tilkynnt veikindi eða fjarvistir.

„Við höfum kynnt til sögunnar nýtt verkefni sem kallast „Always Flying Better“ og með því munum við bæta samskipti milli flugmanna og stjórnenda er varðar starfsmannamál“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Airbus náði ekki samningi við AirAsia um fleiri þotur

6. júlí 2018

|

Airbus tókst ekki að selja AirAsia fleiri Airbus A330neo þotur eftir heimsókn Tony Fernandes, framkvæmdarstjóra félagsins, til höfuðstöðva Airbus í Toulouse.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00