flugfréttir

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

- 11 flugmenn á hverja Boeing 737 þotu á næsta ári

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Þá hefur Ryanair kynnt nýtt verkefni, „Always Flying Better“ sem er ætlað að bæta samskipti milli flugmanna og flugrekstarsviðs

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Ryanair hefur meðal annars stefnt að því að hækka laun flugmanna og gera kjör þeirra betri en hjá öðrum samkeppnisflugfélögum.

Ryanair segir í tilkynningu að flugmenn á 20 af þeim 86 starfsstöðvum, sem félagið starfrækir víðsvegar um Evrópu, hafi kosið með kjaratilboðinu fyrir helgi en flugmenn á stærstu bækistöðvunum á borð við London Stansted hafa hafnað tilboðinu.

Ryanair sendi frá sér skilaboð til flugmanna sl. föstudag þar sem fram kemur að félagið ætli að ráðast í viðamiklar starfsmannaráðningar á næstunni og auka fjölda flugmanna félagsins svo um munar.

Ryanair verður komið með hátt í 1.000 nýja flugmenn innan hálfs árs

Til stendur að ráða nýja flugmenn beint til starfa í stað þess að láta ráðningar fara fram í gegnum millilið sem hefur hingað til í flestum tilvikum verið í gegnum ráðningarskrifstofur í flugtengdum störfum.

Í nóvember verða 180 nýir flugmenn ráðnir til Ryanair og þá stendur til að bjóða 300 flugmönnum til viðbótar störf hjá félaginu í desember og þá er von á 400 flugmönnum í mars á næsta ári.

Með því verður Ryanair komið með 11 flugmenn á hverja Boeing 737-800 flugvél en í vor var félagið með 10,5 flugmenn á hverja flugvél.

Þá hefur Ryanair tekið í notkun nýtt smáforrit fyrir flugmenn þar sem þeir geta tilkynnt veikindi eða fjarvistir.

„Við höfum kynnt til sögunnar nýtt verkefni sem kallast „Always Flying Better“ og með því munum við bæta samskipti milli flugmanna og stjórnenda er varðar starfsmannamál“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Flug yfir friðlýst svæði og varpsvæði fugla

9. maí 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út fræðsluefni þar sem einkaflugmenn eru hvattir til þess að hafa í huga áhrif flugs í nágrenni varpsvæða fugla nú þegar sumarið er að ganga í garð.

Skiptu um öll hjólastellin á A380 í fyrsta sinn

5. júní 2018

|

Flugvirkjar hjá Emirates hafa lokið við að skipta um hjólastell á risaþotunni A6-EDF en þetta er í fyrsta sinn sem félagið skiptir um öll hjólastellinn á Airbus A380 þotu í einu.

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00