flugfréttir

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

- 11 flugmenn á hverja Boeing 737 þotu á næsta ári

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Þá hefur Ryanair kynnt nýtt verkefni, „Always Flying Better“ sem er ætlað að bæta samskipti milli flugmanna og flugrekstarsviðs

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Ryanair hefur meðal annars stefnt að því að hækka laun flugmanna og gera kjör þeirra betri en hjá öðrum samkeppnisflugfélögum.

Ryanair segir í tilkynningu að flugmenn á 20 af þeim 86 starfsstöðvum, sem félagið starfrækir víðsvegar um Evrópu, hafi kosið með kjaratilboðinu fyrir helgi en flugmenn á stærstu bækistöðvunum á borð við London Stansted hafa hafnað tilboðinu.

Ryanair sendi frá sér skilaboð til flugmanna sl. föstudag þar sem fram kemur að félagið ætli að ráðast í viðamiklar starfsmannaráðningar á næstunni og auka fjölda flugmanna félagsins svo um munar.

Ryanair verður komið með hátt í 1.000 nýja flugmenn innan hálfs árs

Til stendur að ráða nýja flugmenn beint til starfa í stað þess að láta ráðningar fara fram í gegnum millilið sem hefur hingað til í flestum tilvikum verið í gegnum ráðningarskrifstofur í flugtengdum störfum.

Í nóvember verða 180 nýir flugmenn ráðnir til Ryanair og þá stendur til að bjóða 300 flugmönnum til viðbótar störf hjá félaginu í desember og þá er von á 400 flugmönnum í mars á næsta ári.

Með því verður Ryanair komið með 11 flugmenn á hverja Boeing 737-800 flugvél en í vor var félagið með 10,5 flugmenn á hverja flugvél.

Þá hefur Ryanair tekið í notkun nýtt smáforrit fyrir flugmenn þar sem þeir geta tilkynnt veikindi eða fjarvistir.

„Við höfum kynnt til sögunnar nýtt verkefni sem kallast „Always Flying Better“ og með því munum við bæta samskipti milli flugmanna og stjórnenda er varðar starfsmannamál“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

40 tilvik skráð á 26 árum þar sem hreyflahlíf losnar af Airbus A320

1. febrúar 2018

|

Á síðustu 25 árum hafa komið upp 40 tilvik þar sem hreyflahlífar hafa losnað af farþegaþotum úr Airbus A320 fjölskyldunni og fallið til jarðar.

Embry-Riddle og Singapore Airlines í samstarf um flugnám

13. febrúar 2018

|

Embry-Riddle flugskólinn í Bandaríkjunum hefur gert samning við Singapore Airlines um flugnámsleið en með því ætlar flugfélagið að tryggja sér að hafa næga flugmenn tiltæka til að koma til móts við a

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.