flugfréttir

Allt að 500 nýir flugmenn til Ryanair fyrir áramót

- 11 flugmenn á hverja Boeing 737 þotu á næsta ári

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Þá hefur Ryanair kynnt nýtt verkefni, „Always Flying Better“ sem er ætlað að bæta samskipti milli flugmanna og flugrekstarsviðs

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa mikinn fjölda af nýjum flugmönnum í kjölfar þeirrar krísu sem upp kom varðandi starfsmannamál hjá félaginu í haust.

Ryanair hefur meðal annars stefnt að því að hækka laun flugmanna og gera kjör þeirra betri en hjá öðrum samkeppnisflugfélögum.

Ryanair segir í tilkynningu að flugmenn á 20 af þeim 86 starfsstöðvum, sem félagið starfrækir víðsvegar um Evrópu, hafi kosið með kjaratilboðinu fyrir helgi en flugmenn á stærstu bækistöðvunum á borð við London Stansted hafa hafnað tilboðinu.

Ryanair sendi frá sér skilaboð til flugmanna sl. föstudag þar sem fram kemur að félagið ætli að ráðast í viðamiklar starfsmannaráðningar á næstunni og auka fjölda flugmanna félagsins svo um munar.

Ryanair verður komið með hátt í 1.000 nýja flugmenn innan hálfs árs

Til stendur að ráða nýja flugmenn beint til starfa í stað þess að láta ráðningar fara fram í gegnum millilið sem hefur hingað til í flestum tilvikum verið í gegnum ráðningarskrifstofur í flugtengdum störfum.

Í nóvember verða 180 nýir flugmenn ráðnir til Ryanair og þá stendur til að bjóða 300 flugmönnum til viðbótar störf hjá félaginu í desember og þá er von á 400 flugmönnum í mars á næsta ári.

Með því verður Ryanair komið með 11 flugmenn á hverja Boeing 737-800 flugvél en í vor var félagið með 10,5 flugmenn á hverja flugvél.

Þá hefur Ryanair tekið í notkun nýtt smáforrit fyrir flugmenn þar sem þeir geta tilkynnt veikindi eða fjarvistir.

„Við höfum kynnt til sögunnar nýtt verkefni sem kallast „Always Flying Better“ og með því munum við bæta samskipti milli flugmanna og stjórnenda er varðar starfsmannamál“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.

Allegiant Air hættir með MD-þoturnar fyrir lok ársins 2018

27. október 2017

|

Bandaríska flugfélagið Allegiant Air ætlar sér að vera búið að losa sig við allar McDonnell Douglas vélarnar úr flota sínum á næsta ári.

Fyrsta flugfélag ársins 2018 til að hætta starfsemi

2. janúar 2018

|

Fyrsta flugfélag ársins 208 til að hætta starfsemi sinni verður norska flugfélagið FlyViking en félagið mun leggja árar í bát þann 12. janúar næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00