flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af stjórnklefanum á Boeing 777-9

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:53

Boeing kynnti stjórnklefann á Boeing 777-9 þotunni í dag

Boeing hefur birt fyrstu tölvugerðu myndirnar af flugstjórnarklefanum í Boeing 777-9, arftaka Boeing 777 þotunnar.

Hingað til hefur stjórnklefinn á Boeing 777 verið brúnn á lit líkt og Boeing 747, Boeing 757 og 767 en stjórnklefinn á arftaka Boeing 777 þotunnar mun taka breytingum og líkjast frekar blöndu af stjórnklefa Boeing 737 MAX á Dreamliner-þotunnar.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er takki í yfirhöfuðsstjórnborði þotunnar en ef ýtt er á hann munu vængendar þotunnar brettast upp til að minnka vænghaf vélarinnar en með þeim hætti má auka aðgengi vélarinnar á flughlaði við brottfararhlið.

Vænghafið á Boeing 777X mun koma til með að verða 71,8 metrar á breidd sem er meira en 10 metrum lengra en vænghaf Boeing 777-300ER. 

Stjórnklefinn á Boeing 777-9 kemur með fimm stórum LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins

„Markmið okkar hefur verið að þróa stjórnklefa sem verður sem kunnuglegastur fyrir flugmenn og veita þeim góða reynslu að aðgengi að öllum aðgerðum um borð“, segir Mark Nicolic, yfirmaður yfir Flight Deck Human Factors Engineering hjá Boeing.

Stjórnklefinn kemur með fimm stórum 15.1 tommu LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins, fjórir yfir aðgerðarborðið að framan og sá fimmti verður staðsettur á milli flugmannanna sem mun innihald FMS flugtölvu með snertiskjám.

Um sambærilega stjórnskjái er að ræða og finna má um borð í Dreamliner-þotunum og Boeing 737 MAX.
„Að mestu leyti þá verður stjórnklefinn svipaður og í Boeing 777 og Boeing 787. Við höfum reynt að samhæfa þjálfun áhafna milli Boeing 777 og 787 og við ætlum að reyna að lágmarka þjálfun á milli þessara tveggja tegunda“, segir Terry Beezhold, yfirmaður yfir verkfræðideild Boeing 777.

Þá kemur Boeing 777-9 með Class 2 rafrænni flugtösku (electronic flight bag) með möguleika á mun meiri samhæfni og má með þeim hætti hlaða gögn á milli tækja beint á LCD-skjáina.

Boeing 777-9 með vængendana í uppréttri stöðu

Fyrir ofan flugstjórann verður „wingtip auto/fold“ takki sem stilla má á sjálfvirkjun til að brjóta saman vængendann á þotunni eða gera það handvirkt en á „auto“ stillingu mun vængendinn brettast upp á við eftir lendingu og með því minnkar vænghafið þegar vélin yfirgefur flugbrautina.
Í tékklistanum fyrir flugtak mun koma fram sú aðgerð að flugmenn fella aftur niður vængendann þar til hann læsist fastur fyrir flugtak og lítið viðvörunarljós, sem verður í laginu eins og vængendi, mun birtast á skjánum bæði milli flugmannanna sem gefur til kynna að vængurinn er tilbúin fyrir brottför og einnig á skjánum fyrir framan þá.

Þá verður hægt að kalla fram á stjórnskjánna sjónarhorn frá myndavél sem staðsett verður á stéli Boeing 777-9 þotunnar, svipað og finna má á risaþotunni Airbus A380 en þá verður ein myndavél til viðbótar undir stélinu sem sýnir aðalhjólastell og nefhjól vélarinnar.  fréttir af handahófi

Viðræður við fjóra aðila vegna yfirtöku á Niki

22. desember 2017

|

Ekki er enn öll von úti varðandi framtíðin austurríska flugfélagsins Niki en fjórir aðilar hafa gert tilboð í rekstur félagsins.

Aukin gæði í flugkennslu með nýjum flughermi hjá Keili

31. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis mun í byrjun febrúar taka í notkun nýjan og fullkomin flughermi sem líkir eftir hinni tveggja hreyfla Diamond DA42 kennsluflugvél.

Tíuþúsundasta Boeing 737 þotan frá upphafi hefur verið smíðuð

13. mars 2018

|

Boeing hefur lokið við samsetningu á tíuþúsundustu Boeing 737 þotunni sem smíðuð hefur verið frá upphafi og var vélinni ýtt út úr framleiðslusalnum í Renton á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.