flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af stjórnklefanum á Boeing 777-9

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:53

Boeing kynnti stjórnklefann á Boeing 777-9 þotunni í dag

Boeing hefur birt fyrstu tölvugerðu myndirnar af flugstjórnarklefanum í Boeing 777-9, arftaka Boeing 777 þotunnar.

Hingað til hefur stjórnklefinn á Boeing 777 verið brúnn á lit líkt og Boeing 747, Boeing 757 og 767 en stjórnklefinn á arftaka Boeing 777 þotunnar mun taka breytingum og líkjast frekar blöndu af stjórnklefa Boeing 737 MAX á Dreamliner-þotunnar.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er takki í yfirhöfuðsstjórnborði þotunnar en ef ýtt er á hann munu vængendar þotunnar brettast upp til að minnka vænghaf vélarinnar en með þeim hætti má auka aðgengi vélarinnar á flughlaði við brottfararhlið.

Vænghafið á Boeing 777X mun koma til með að verða 71,8 metrar á breidd sem er meira en 10 metrum lengra en vænghaf Boeing 777-300ER. 

Stjórnklefinn á Boeing 777-9 kemur með fimm stórum LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins

„Markmið okkar hefur verið að þróa stjórnklefa sem verður sem kunnuglegastur fyrir flugmenn og veita þeim góða reynslu að aðgengi að öllum aðgerðum um borð“, segir Mark Nicolic, yfirmaður yfir Flight Deck Human Factors Engineering hjá Boeing.

Stjórnklefinn kemur með fimm stórum 15.1 tommu LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins, fjórir yfir aðgerðarborðið að framan og sá fimmti verður staðsettur á milli flugmannanna sem mun innihald FMS flugtölvu með snertiskjám.

Um sambærilega stjórnskjái er að ræða og finna má um borð í Dreamliner-þotunum og Boeing 737 MAX.
„Að mestu leyti þá verður stjórnklefinn svipaður og í Boeing 777 og Boeing 787. Við höfum reynt að samhæfa þjálfun áhafna milli Boeing 777 og 787 og við ætlum að reyna að lágmarka þjálfun á milli þessara tveggja tegunda“, segir Terry Beezhold, yfirmaður yfir verkfræðideild Boeing 777.

Þá kemur Boeing 777-9 með Class 2 rafrænni flugtösku (electronic flight bag) með möguleika á mun meiri samhæfni og má með þeim hætti hlaða gögn á milli tækja beint á LCD-skjáina.

Boeing 777-9 með vængendana í uppréttri stöðu

Fyrir ofan flugstjórann verður „wingtip auto/fold“ takki sem stilla má á sjálfvirkjun til að brjóta saman vængendann á þotunni eða gera það handvirkt en á „auto“ stillingu mun vængendinn brettast upp á við eftir lendingu og með því minnkar vænghafið þegar vélin yfirgefur flugbrautina.
Í tékklistanum fyrir flugtak mun koma fram sú aðgerð að flugmenn fella aftur niður vængendann þar til hann læsist fastur fyrir flugtak og lítið viðvörunarljós, sem verður í laginu eins og vængendi, mun birtast á skjánum bæði milli flugmannanna sem gefur til kynna að vængurinn er tilbúin fyrir brottför og einnig á skjánum fyrir framan þá.

Þá verður hægt að kalla fram á stjórnskjánna sjónarhorn frá myndavél sem staðsett verður á stéli Boeing 777-9 þotunnar, svipað og finna má á risaþotunni Airbus A380 en þá verður ein myndavél til viðbótar undir stélinu sem sýnir aðalhjólastell og nefhjól vélarinnar.  fréttir af handahófi

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

LATAM segir upp 1.200 starfsmönnum

30. ágúst 2018

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sagt upp 1.200 starfsmönnum en um er að ræða flugvallarstarfsmenn sem starfa fyrir félagið á flugvöllum víðsvegar um Brasilíu.

Boeing 767 fer úr flota American árið 2021

31. ágúst 2018

|

American Airlines hefur ákveðið þá dagsetningu sem félagið ætlar sér að vera búið að losa sig við Boeing 767 breiðþoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00