flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af stjórnklefanum á Boeing 777-9

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:53

Boeing kynnti stjórnklefann á Boeing 777-9 þotunni í dag

Boeing hefur birt fyrstu tölvugerðu myndirnar af flugstjórnarklefanum í Boeing 777-9, arftaka Boeing 777 þotunnar.

Hingað til hefur stjórnklefinn á Boeing 777 verið brúnn á lit líkt og Boeing 747, Boeing 757 og 767 en stjórnklefinn á arftaka Boeing 777 þotunnar mun taka breytingum og líkjast frekar blöndu af stjórnklefa Boeing 737 MAX á Dreamliner-þotunnar.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er takki í yfirhöfuðsstjórnborði þotunnar en ef ýtt er á hann munu vængendar þotunnar brettast upp til að minnka vænghaf vélarinnar en með þeim hætti má auka aðgengi vélarinnar á flughlaði við brottfararhlið.

Vænghafið á Boeing 777X mun koma til með að verða 71,8 metrar á breidd sem er meira en 10 metrum lengra en vænghaf Boeing 777-300ER. 

Stjórnklefinn á Boeing 777-9 kemur með fimm stórum LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins

„Markmið okkar hefur verið að þróa stjórnklefa sem verður sem kunnuglegastur fyrir flugmenn og veita þeim góða reynslu að aðgengi að öllum aðgerðum um borð“, segir Mark Nicolic, yfirmaður yfir Flight Deck Human Factors Engineering hjá Boeing.

Stjórnklefinn kemur með fimm stórum 15.1 tommu LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins, fjórir yfir aðgerðarborðið að framan og sá fimmti verður staðsettur á milli flugmannanna sem mun innihald FMS flugtölvu með snertiskjám.

Um sambærilega stjórnskjái er að ræða og finna má um borð í Dreamliner-þotunum og Boeing 737 MAX.
„Að mestu leyti þá verður stjórnklefinn svipaður og í Boeing 777 og Boeing 787. Við höfum reynt að samhæfa þjálfun áhafna milli Boeing 777 og 787 og við ætlum að reyna að lágmarka þjálfun á milli þessara tveggja tegunda“, segir Terry Beezhold, yfirmaður yfir verkfræðideild Boeing 777.

Þá kemur Boeing 777-9 með Class 2 rafrænni flugtösku (electronic flight bag) með möguleika á mun meiri samhæfni og má með þeim hætti hlaða gögn á milli tækja beint á LCD-skjáina.

Boeing 777-9 með vængendana í uppréttri stöðu

Fyrir ofan flugstjórann verður „wingtip auto/fold“ takki sem stilla má á sjálfvirkjun til að brjóta saman vængendann á þotunni eða gera það handvirkt en á „auto“ stillingu mun vængendinn brettast upp á við eftir lendingu og með því minnkar vænghafið þegar vélin yfirgefur flugbrautina.
Í tékklistanum fyrir flugtak mun koma fram sú aðgerð að flugmenn fella aftur niður vængendann þar til hann læsist fastur fyrir flugtak og lítið viðvörunarljós, sem verður í laginu eins og vængendi, mun birtast á skjánum bæði milli flugmannanna sem gefur til kynna að vængurinn er tilbúin fyrir brottför og einnig á skjánum fyrir framan þá.

Þá verður hægt að kalla fram á stjórnskjánna sjónarhorn frá myndavél sem staðsett verður á stéli Boeing 777-9 þotunnar, svipað og finna má á risaþotunni Airbus A380 en þá verður ein myndavél til viðbótar undir stélinu sem sýnir aðalhjólastell og nefhjól vélarinnar.  fréttir af handahófi

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Stærsta flugsýning ársins um helgina á Reykjavíkurflugvelli

31. maí 2018

|

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli fer fram næstkomandi laugardag, þann 2. júní, en sýningin hefur verið árlegur viðburður þar sem fólk hefur safnast saman til að sjá flugvélar af öllum stærðum og

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00