flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af stjórnklefanum á Boeing 777-9

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:53

Boeing kynnti stjórnklefann á Boeing 777-9 þotunni í dag

Boeing hefur birt fyrstu tölvugerðu myndirnar af flugstjórnarklefanum í Boeing 777-9, arftaka Boeing 777 þotunnar.

Hingað til hefur stjórnklefinn á Boeing 777 verið brúnn á lit líkt og Boeing 747, Boeing 757 og 767 en stjórnklefinn á arftaka Boeing 777 þotunnar mun taka breytingum og líkjast frekar blöndu af stjórnklefa Boeing 737 MAX á Dreamliner-þotunnar.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er takki í yfirhöfuðsstjórnborði þotunnar en ef ýtt er á hann munu vængendar þotunnar brettast upp til að minnka vænghaf vélarinnar en með þeim hætti má auka aðgengi vélarinnar á flughlaði við brottfararhlið.

Vænghafið á Boeing 777X mun koma til með að verða 71,8 metrar á breidd sem er meira en 10 metrum lengra en vænghaf Boeing 777-300ER. 

Stjórnklefinn á Boeing 777-9 kemur með fimm stórum LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins

„Markmið okkar hefur verið að þróa stjórnklefa sem verður sem kunnuglegastur fyrir flugmenn og veita þeim góða reynslu að aðgengi að öllum aðgerðum um borð“, segir Mark Nicolic, yfirmaður yfir Flight Deck Human Factors Engineering hjá Boeing.

Stjórnklefinn kemur með fimm stórum 15.1 tommu LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins, fjórir yfir aðgerðarborðið að framan og sá fimmti verður staðsettur á milli flugmannanna sem mun innihald FMS flugtölvu með snertiskjám.

Um sambærilega stjórnskjái er að ræða og finna má um borð í Dreamliner-þotunum og Boeing 737 MAX.
„Að mestu leyti þá verður stjórnklefinn svipaður og í Boeing 777 og Boeing 787. Við höfum reynt að samhæfa þjálfun áhafna milli Boeing 777 og 787 og við ætlum að reyna að lágmarka þjálfun á milli þessara tveggja tegunda“, segir Terry Beezhold, yfirmaður yfir verkfræðideild Boeing 777.

Þá kemur Boeing 777-9 með Class 2 rafrænni flugtösku (electronic flight bag) með möguleika á mun meiri samhæfni og má með þeim hætti hlaða gögn á milli tækja beint á LCD-skjáina.

Boeing 777-9 með vængendana í uppréttri stöðu

Fyrir ofan flugstjórann verður „wingtip auto/fold“ takki sem stilla má á sjálfvirkjun til að brjóta saman vængendann á þotunni eða gera það handvirkt en á „auto“ stillingu mun vængendinn brettast upp á við eftir lendingu og með því minnkar vænghafið þegar vélin yfirgefur flugbrautina.
Í tékklistanum fyrir flugtak mun koma fram sú aðgerð að flugmenn fella aftur niður vængendann þar til hann læsist fastur fyrir flugtak og lítið viðvörunarljós, sem verður í laginu eins og vængendi, mun birtast á skjánum bæði milli flugmannanna sem gefur til kynna að vængurinn er tilbúin fyrir brottför og einnig á skjánum fyrir framan þá.

Þá verður hægt að kalla fram á stjórnskjánna sjónarhorn frá myndavél sem staðsett verður á stéli Boeing 777-9 þotunnar, svipað og finna má á risaþotunni Airbus A380 en þá verður ein myndavél til viðbótar undir stélinu sem sýnir aðalhjólastell og nefhjól vélarinnar.  fréttir af handahófi

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Sukhoi fær pöntun frá Adria Airways í SSJ100 þotuna

28. nóvember 2018

|

Flugfélagið Adria Airways hefur gert samkomulag við Sukhoi-flugvélaframleiðandann um pöntun á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Stefna á jómfrúarflug A330-800 í næstu viku

29. október 2018

|

Airbus stefnir á að Airbus A330-800, minni útgáfan af nýju Airbus A330neo breiðþotunni, muni fljúga jómfrúarflugið í næstu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög