flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af stjórnklefanum á Boeing 777-9

13. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:53

Boeing kynnti stjórnklefann á Boeing 777-9 þotunni í dag

Boeing hefur birt fyrstu tölvugerðu myndirnar af flugstjórnarklefanum í Boeing 777-9, arftaka Boeing 777 þotunnar.

Hingað til hefur stjórnklefinn á Boeing 777 verið brúnn á lit líkt og Boeing 747, Boeing 757 og 767 en stjórnklefinn á arftaka Boeing 777 þotunnar mun taka breytingum og líkjast frekar blöndu af stjórnklefa Boeing 737 MAX á Dreamliner-þotunnar.

Eitt af því sem hefur vakið athygli er takki í yfirhöfuðsstjórnborði þotunnar en ef ýtt er á hann munu vængendar þotunnar brettast upp til að minnka vænghaf vélarinnar en með þeim hætti má auka aðgengi vélarinnar á flughlaði við brottfararhlið.

Vænghafið á Boeing 777X mun koma til með að verða 71,8 metrar á breidd sem er meira en 10 metrum lengra en vænghaf Boeing 777-300ER. 

Stjórnklefinn á Boeing 777-9 kemur með fimm stórum LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins

„Markmið okkar hefur verið að þróa stjórnklefa sem verður sem kunnuglegastur fyrir flugmenn og veita þeim góða reynslu að aðgengi að öllum aðgerðum um borð“, segir Mark Nicolic, yfirmaður yfir Flight Deck Human Factors Engineering hjá Boeing.

Stjórnklefinn kemur með fimm stórum 15.1 tommu LCD-stjórnskjám frá Rockwell Collins, fjórir yfir aðgerðarborðið að framan og sá fimmti verður staðsettur á milli flugmannanna sem mun innihald FMS flugtölvu með snertiskjám.

Um sambærilega stjórnskjái er að ræða og finna má um borð í Dreamliner-þotunum og Boeing 737 MAX.
„Að mestu leyti þá verður stjórnklefinn svipaður og í Boeing 777 og Boeing 787. Við höfum reynt að samhæfa þjálfun áhafna milli Boeing 777 og 787 og við ætlum að reyna að lágmarka þjálfun á milli þessara tveggja tegunda“, segir Terry Beezhold, yfirmaður yfir verkfræðideild Boeing 777.

Þá kemur Boeing 777-9 með Class 2 rafrænni flugtösku (electronic flight bag) með möguleika á mun meiri samhæfni og má með þeim hætti hlaða gögn á milli tækja beint á LCD-skjáina.

Boeing 777-9 með vængendana í uppréttri stöðu

Fyrir ofan flugstjórann verður „wingtip auto/fold“ takki sem stilla má á sjálfvirkjun til að brjóta saman vængendann á þotunni eða gera það handvirkt en á „auto“ stillingu mun vængendinn brettast upp á við eftir lendingu og með því minnkar vænghafið þegar vélin yfirgefur flugbrautina.
Í tékklistanum fyrir flugtak mun koma fram sú aðgerð að flugmenn fella aftur niður vængendann þar til hann læsist fastur fyrir flugtak og lítið viðvörunarljós, sem verður í laginu eins og vængendi, mun birtast á skjánum bæði milli flugmannanna sem gefur til kynna að vængurinn er tilbúin fyrir brottför og einnig á skjánum fyrir framan þá.

Þá verður hægt að kalla fram á stjórnskjánna sjónarhorn frá myndavél sem staðsett verður á stéli Boeing 777-9 þotunnar, svipað og finna má á risaþotunni Airbus A380 en þá verður ein myndavél til viðbótar undir stélinu sem sýnir aðalhjólastell og nefhjól vélarinnar.  fréttir af handahófi

Boeing og Embraer í viðræðum um samruna

22. desember 2017

|

Svo gæti farið að Boeing og Embraer muni sameinast í einn flugvélaframleiðanda en bæði Boeing og Embraer hafa viðurkennt að viðræður fari nú fram um mögulegan samruna.

Viðræður við fjóra aðila vegna yfirtöku á Niki

22. desember 2017

|

Ekki er enn öll von úti varðandi framtíðin austurríska flugfélagsins Niki en fjórir aðilar hafa gert tilboð í rekstur félagsins.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00