flugfréttir

Fer eftir ástandi sjúklings hvort veturinn sleppi fyrir horn

- „Við höfum núna reynslu eftir síðastliðinn vetur án neyðarbrautarinnar“

15. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Super King Air flugvél í lendingu á braut 19 á Reykjavíkurflugvelli í dag

Veturinn hefur látið minna á sig sl. daga eftir marga góðviðrisdaga í október og hafa nú þegar tvær lægðir gengið yfir landið með stuttu millibili og þar af ein mjög djúp.

Þetta er þó aðeins byrjunin á vetrinum og fer nú að reyna á krefjandi aðstæður til flugs þegar veður fer að versna og lægðirnar fara að leggja leið sína yfir landið næstu mánuði.

Seinasti vetur sem leið var fyrsti veturinn án 06/24 brautarinnar eftir að henni var lokað en sjúkraflugmenn hjá Mýflugi fengu í fyrra að kynnast því hvernig er að lenda við skertar aðstæður án neyðarbrautarinnar.

„Núna höfum við reynslu eftir síðasta vetur og sjáum fram á að það verði tilfelli þar sem við þurfum að lenda á þessari braut - en við getum það ekki lengur og þá eru góð ráð dýr“, segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi.

Jetstream-flugvél frá Erni á Reykjavíkurflugvelli

„Þá verðum við bara að krossa fingurnar og vona að sjúklingurinn þoli bið á fjórðungssjúkrahúsinu hérna á Akureyri þar sem sömu sérfræðiaðstoð er ekki að fá og ekki sami tækjabúnaður í boði og fyrir sunnan. Það fer bara eftir tilfellum hvernig sjúklingi mun reiða af“, segir Þorkell.

Fyrsta sinn í sögu Mýflugs sem ekki var hægt að skila sjúklingi

Þorkell tekur fram að sjúkraflugmenn hjá Mýflugi hafi lent í þeim aðstæðum þar sem þeir voru í sjúkraflugi á leiðinni suður og allt hafi lokast fyrir þeim og hafi þeir því þá þurft að snúa við með sjúkling um borð.

„Á meðan að flugvöllurinn var óskertur þá þurftum við aldrei að snúa frá. Ef við gátum sinnt útkallinu þá gátum við alltaf skilað af okkur sjúklingi til Reykjavíkur. Það var undantekningarlaust þangað til að brautinni var lokað“.

„Síðasti vetur var fyrsti veturinn í okkar sögu, síðan við byrjuðum að fljúga sjúkraflug í ársbyrjun árið 2006, þar sem við gátum ekki skilað sjúklingi suður þótt við hefðum getað sótt hann annars staðar á landinu“, segir Þorkell.

Hliðarvindurinn er óútreiknanlegur

Þorkell nefnir að mikill munur sé á því að geta lent á braut sem snýr beint upp í vindinn í slæmum veðrum í stað þess að þurfa lenda á braut þar sem vindur stefnir þvert á brautina.

Mynd af korti sem sýnir hliðarvindsstuðul flugvélar

„Hliðarvindsmörk miðast við bestu skilyrði og þurra flugbraut meðal annars og ef vélin lendir í því að stuðullinn fer yfir mörk vélarinnar þá getur hún dregist til hliðar á brautinni og það þótt að hemlunarskilyrði séu góð og gott viðnám í dekkjum“, segir Þorkell.

Þorkell segir að flugmenn hjá Mýflugi þurfi að gefa sér gott öryggisbil þegar kemur að hálku og vindhviðum sem geta verið óútreiknanlegar þar sem hviðurnar geta verið mjög snarpar í Reykjavík og þá sérstaklega þegar vindur fer yfir 20 hnúta.

„Við höfum reynslu af því að uppgefinn vindur, þó að hann sé sagður vera stöðugur og uppgefnar bremsutölur, sem eru nýlega mældar, að þær standast ekki þegar til þess kemur. Þess vegna verðum við að gefa okkur öryggisbil“, segir Þorkell.

Borgarstjórn og ráðamenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir aðkomu sína að flugvallarmálinu og þá sérstaklega varðandi hvernig farið var að lokun neyðarbrautarinnar sem var lokuð árið 2016 .

Brautinni var lokað í kjölfar úttektar sem síðar reyndist röng en í ljós kom að útreikningur á nýtingarstuðli flugvallarins án brautarinar var ekki gerður samkvæmt viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO).

Skipulag á uppbyggingu við brautarendana hraðað eftir úrskurð ICAO

Þorkell furðar sig á því að á sama tímapunkti er Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna fékk úrskurð frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) um að útreikningar verkfræðistofunnar EFLU hefðu verið rangir, er varðar nothæfi Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar, að þá hafi Reykjavíkurborg sett allt á fullt við að skipuleggja þéttingu byggðar við báða enda brautarinnar.

Séð yfir framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu frá Öskjuhlíð

„Það var strax farið í að skipuleggja enn meiri byggð og það hærri byggingar við enda brautarinnar á Hlíðaendasvæðinu til dæmis. Vönduð stjórnsýsla hefði tekið í taumana og spurt hvort það þyrfti ekki að endurskoða þetta mál“, segir Þorkell.

„Ég held að borgarstjóri, þeir sem koma að þessu máli, Valsmenn og aðrir sem eiga fjárhagslegrar hagsmuna að gæta, skilja alveg um hvað málið snýst og það sem er sagt við þá en þeir hafa hunsað þessar staðreynir og höfðu af okkur brautina. Þannig þetta snýst mun meira um græðgi og lóðabrask heldur en skilning“.

„Gæti sloppið fyrir horn í vetur“

Þorkell telur að komandi vetur eigi eftir að verða eins og seinasti vetur þar sem sjúklingar komust ekki á sinn stað til að fá sína læknisaðstoð.

„Við vorum bara heppin s.l. vetur, að því leyti að í þeim tilfellum þoldu sjúklingarnir töfina, þannig að það er bara tímaspursmál hvenær sú heppni rennur út“, segir Þorkell

Aðspurður um líkurnar á því að það eigi eftir að fara illa einn daginn, svarar Þorkell að það muni gerast einhvern tímann. „Hvort sem það er þennan vetur eða næsta. Við sleppum kannski núna en þegar það gerist, að við töpum mannslífi eða einhver verður fyrir varanlegu heilsutjóni út af þessu, þá verða ansi margir ábyrgir“, segir Þorkell.  fréttir af handahófi

Allegiant hættir með Boeing 757

9. nóvember 2017

|

Bandaríska flugfélagið Allegiant Air hefur hætt með Boeing 757 vélarnar og tekið þær út flotanum en með því hefur félagið hætt öllu fljúgi til Hawaii-eyja.

Sala hafin á farmiðum hjá Icelandair á leiki Íslands á HM

2. desember 2017

|

Icelandair hefur hafið sölu á farmiðum á leiki Íslands í riðlakeppni á Heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Rússlandi á næsta ári en um beint flug er að ræða sem er bókanlegt nú þegar á www.icelandair.

Bombardier Dash 8 nauðlenti í Belfast með nefhjólið uppi

11. nóvember 2017

|

Farþegaflugvél frá breska flugfélaginu Flybe af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 neyddist til að snúa við eftir flugtak frá Belfast fyrir hádegi í dag eftir að upp kom vandamál með hjólabúnaðinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00