flugfréttir

Fer eftir ástandi sjúklings hvort veturinn sleppi fyrir horn

- „Við höfum núna reynslu eftir síðastliðinn vetur án neyðarbrautarinnar“

15. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Super King Air flugvél í lendingu á braut 19 á Reykjavíkurflugvelli í dag

Veturinn hefur látið minna á sig sl. daga eftir marga góðviðrisdaga í október og hafa nú þegar tvær lægðir gengið yfir landið með stuttu millibili og þar af ein mjög djúp.

Þetta er þó aðeins byrjunin á vetrinum og fer nú að reyna á krefjandi aðstæður til flugs þegar veður fer að versna og lægðirnar fara að leggja leið sína yfir landið næstu mánuði.

Seinasti vetur sem leið var fyrsti veturinn án 06/24 brautarinnar eftir að henni var lokað en sjúkraflugmenn hjá Mýflugi fengu í fyrra að kynnast því hvernig er að lenda við skertar aðstæður án neyðarbrautarinnar.

„Núna höfum við reynslu eftir síðasta vetur og sjáum fram á að það verði tilfelli þar sem við þurfum að lenda á þessari braut - en við getum það ekki lengur og þá eru góð ráð dýr“, segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi.

Jetstream-flugvél frá Erni á Reykjavíkurflugvelli

„Þá verðum við bara að krossa fingurnar og vona að sjúklingurinn þoli bið á fjórðungssjúkrahúsinu hérna á Akureyri þar sem sömu sérfræðiaðstoð er ekki að fá og ekki sami tækjabúnaður í boði og fyrir sunnan. Það fer bara eftir tilfellum hvernig sjúklingi mun reiða af“, segir Þorkell.

Fyrsta sinn í sögu Mýflugs sem ekki var hægt að skila sjúklingi

Þorkell tekur fram að sjúkraflugmenn hjá Mýflugi hafi lent í þeim aðstæðum þar sem þeir voru í sjúkraflugi á leiðinni suður og allt hafi lokast fyrir þeim og hafi þeir því þá þurft að snúa við með sjúkling um borð.

„Á meðan að flugvöllurinn var óskertur þá þurftum við aldrei að snúa frá. Ef við gátum sinnt útkallinu þá gátum við alltaf skilað af okkur sjúklingi til Reykjavíkur. Það var undantekningarlaust þangað til að brautinni var lokað“.

„Síðasti vetur var fyrsti veturinn í okkar sögu, síðan við byrjuðum að fljúga sjúkraflug í ársbyrjun árið 2006, þar sem við gátum ekki skilað sjúklingi suður þótt við hefðum getað sótt hann annars staðar á landinu“, segir Þorkell.

Hliðarvindurinn er óútreiknanlegur

Þorkell nefnir að mikill munur sé á því að geta lent á braut sem snýr beint upp í vindinn í slæmum veðrum í stað þess að þurfa lenda á braut þar sem vindur stefnir þvert á brautina.

Mynd af korti sem sýnir hliðarvindsstuðul flugvélar

„Hliðarvindsmörk miðast við bestu skilyrði og þurra flugbraut meðal annars og ef vélin lendir í því að stuðullinn fer yfir mörk vélarinnar þá getur hún dregist til hliðar á brautinni og það þótt að hemlunarskilyrði séu góð og gott viðnám í dekkjum“, segir Þorkell.

Þorkell segir að flugmenn hjá Mýflugi þurfi að gefa sér gott öryggisbil þegar kemur að hálku og vindhviðum sem geta verið óútreiknanlegar þar sem hviðurnar geta verið mjög snarpar í Reykjavík og þá sérstaklega þegar vindur fer yfir 20 hnúta.

„Við höfum reynslu af því að uppgefinn vindur, þó að hann sé sagður vera stöðugur og uppgefnar bremsutölur, sem eru nýlega mældar, að þær standast ekki þegar til þess kemur. Þess vegna verðum við að gefa okkur öryggisbil“, segir Þorkell.

Borgarstjórn og ráðamenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir aðkomu sína að flugvallarmálinu og þá sérstaklega varðandi hvernig farið var að lokun neyðarbrautarinnar sem var lokuð árið 2016 .

Brautinni var lokað í kjölfar úttektar sem síðar reyndist röng en í ljós kom að útreikningur á nýtingarstuðli flugvallarins án brautarinar var ekki gerður samkvæmt viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO).

Skipulag á uppbyggingu við brautarendana hraðað eftir úrskurð ICAO

Þorkell furðar sig á því að á sama tímapunkti er Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna fékk úrskurð frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) um að útreikningar verkfræðistofunnar EFLU hefðu verið rangir, er varðar nothæfi Reykjavíkurflugvallar án neyðarbrautarinnar, að þá hafi Reykjavíkurborg sett allt á fullt við að skipuleggja þéttingu byggðar við báða enda brautarinnar.

Séð yfir framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu frá Öskjuhlíð

„Það var strax farið í að skipuleggja enn meiri byggð og það hærri byggingar við enda brautarinnar á Hlíðaendasvæðinu til dæmis. Vönduð stjórnsýsla hefði tekið í taumana og spurt hvort það þyrfti ekki að endurskoða þetta mál“, segir Þorkell.

„Ég held að borgarstjóri, þeir sem koma að þessu máli, Valsmenn og aðrir sem eiga fjárhagslegrar hagsmuna að gæta, skilja alveg um hvað málið snýst og það sem er sagt við þá en þeir hafa hunsað þessar staðreynir og höfðu af okkur brautina. Þannig þetta snýst mun meira um græðgi og lóðabrask heldur en skilning“.

„Gæti sloppið fyrir horn í vetur“

Þorkell telur að komandi vetur eigi eftir að verða eins og seinasti vetur þar sem sjúklingar komust ekki á sinn stað til að fá sína læknisaðstoð.

„Við vorum bara heppin s.l. vetur, að því leyti að í þeim tilfellum þoldu sjúklingarnir töfina, þannig að það er bara tímaspursmál hvenær sú heppni rennur út“, segir Þorkell

Aðspurður um líkurnar á því að það eigi eftir að fara illa einn daginn, svarar Þorkell að það muni gerast einhvern tímann. „Hvort sem það er þennan vetur eða næsta. Við sleppum kannski núna en þegar það gerist, að við töpum mannslífi eða einhver verður fyrir varanlegu heilsutjóni út af þessu, þá verða ansi margir ábyrgir“, segir Þorkell.  fréttir af handahófi

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

22. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjá

67 flugmönnum og áhöfnum sagt upp hjá LOT vegna verkfalls

24. október 2018

|

Harka hefur færst í verkfallsaðgerðir hjá pólska flugfélaginu LOT Polish Airlines sem greip til þess ráðs sl. mánudag að segja upp um 67 flugmönnum og flugfreyjum sem höfðu ekki mætt til vinnu vegna

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f