flugfréttir
Þriggja ára stúlka sú eina sem lifði af flugslys í Rússlandi
- Sex létu lífið er Let L-410 flugvél fórst í skógi í aðflugi

Let L-410 flugvél frá Khabarovsk Airlines
Sex manns létu lífið er lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 brotlenti í lendingu í Rússlandi í gær.
Vélin, sem var í eigu flugfélagsins Khabarovsk Airlines, var á leið frá borginni Khabarovsk
til Nikolayevsk-on-Amur en gat ekki lent þar sökum veðurs.
Þess í stað var ákveðið að fljúga til Indiga-flugvallarins en ekki var heldur hægt að lenda þar
vegna veðurskilyrða og var því næst haldið til borgarinnar Nelkan sem var næsti áfangastaðurinn
í fluginu á eftir Nikolayevsk-on-Amur.
Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Nelkan þegar vélin flaug á tré í um 2 kílómetra fjarlægð
frá brautarendanum og brotlenti því næst í skóginum.
Um borð í vélinni voru tveir flugmenn og fimm farþegar og létu allir lífið nema þriggja
ára gömul stúlka sem lifði slysið af en hún er þó alvarlega slösuð.

Flak vélarinnar í skóginum skammt frá flugvellinum i Nelkan
Björgunarlið fann flak vélarinnar í skóginum en enginn eldur hafði komið upp í flakinu. Stúlkunni
var bjargað frá borði og var hún flutt á sjúkrahús.
Að sögn flugvallarins í Nelkan voru veðurskilyrði góð er vélin fórst, gott skyggni, úrkomulaust
og vindur undir 10 hnútum en -25°C frost.
Rannsóknarnefnd flugslysa í austurhéröðum Rússlands hafa hafið rannsókn á slysinu
og voru sýni tekin úr eldsneyti úr þeim geymum þar sem vélin tók seinast eldsneyti og þá
hefur verið farið yfir flugáætlunargerðina sem gerð var fyrir flugið.
Let L-410 er tveggja hreyfla farþegaflugvél, framleidd í Tékklandi en vélin er í sama stærðarflokki
og svipar til Dornier Do-228 og tekur hún mest 19 farþega.
Khabarovsk Airlines er rússneskt flugfélag í eigu ríkisins en félagið var stofnað árið 2004 og hefur
það fjórar Let L-410 flugvélar í flota sínum og fimm Antonov An-26 vélar.


9. febrúar 2019
|
Eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-46 Malibu Mirage rann út af flugbraut í lendingu og endaði í snjóskafli á flugvellinum í skíðabænum Courchevel í Frakklandi í gær.

2. janúar 2019
|
Qatar Airways hefur keypt 5 prósenta hlut í kínverska flugfélaginu China Southern Airlines en kaupin eru hluti af stefnu Qatar Airways sem er að fjárfesta í stórum flugfélögum í heiminum í þeim tilga

8. janúar 2019
|
Í desember náði Boeing þeim áfanga að tvöþúsundasta Boeing 777 þotan var pöntuð og er um heimsmet að ræða þar sem engin breiðþota hefur náð að seljast í eins mörgum eintökum.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.